Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202030 Goðafoss í Skjálfandafljóti hefur verið friðlýstur, en fossinn er einn af vinsælustu ferðamannastöðum á Norður­ landi. Guðmundur Ingi Guð­ brandsson umhverfis­ og auðlindaráðherra undirritaði friðlýsingu fossins nýverið. Goðafoss er með vatnsmestu fossum landsins. Hann greinist í tvo meginfossa og nokkra smærri og er ásýnd hans fjölbreytileg eftir vatnsmagni, veðurfari og árstíð. Fossinn er 9–17 metra hár og um 30 metra breiður. Landið við vesturbakka Goðafoss heitir Hrútey og afmarkast hún af Hrúteyjarkvísl, sem greinist frá Skjálfandafljóti ofan við Goðafoss, en sameinast fljótinu aftur alllangt neðar. Meginmarkmið með verndun svæðisins er að vernda sérstakar náttúruminjar, breytileika jarð­ mynd ana og fossinn sjálfan og er hann friðlýstur sem náttúruvætti. Friðlýs ingin felur m.a. í sér að náttúrulegu vatnsrennsli í foss­ inn er viðhaldið sökum fegurðar hans og sérkenna og útivistargildis svæðisins. Með friðlýsingu verður komið á landvörslu við svæðið, einnig fræðslu og eftirlit. /MÞÞ Götuhjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn fer fram laugardaginn 11. júlí á Laugar­ vatni og verður fyrsta stóra keppni sumarsins. Í ár brýtur KIA Gullhringurinn blað í sögu hjólreiðamóta á Íslandi og býður upp á sérstakan keppnisflokk rafmagnshjóla. Skipuleggjendur búast við um sex hundruð keppendum og annað eins af gestum í kringum mótið í ár. Umferð á svæðinu er í sögulegu lágmarki þar sem ferðaþjónustan er hvergi komin í það form sem hún var fyrir COVID og því mega keppendur eiga von á lítilli annarri umferð í brautinni þetta árið. Í ár bryddar KIA Gullhringurinn upp á þeirri nýjung að bjóða upp á sérstakan keppnisflokk rafmagns­ hjóla. „Það skapaðist mikil umræða um þetta í fyrra en við ákváðum að láta árið í ár verða fyrsta árið okkar með rafmangshjólaflokk, sagði Þórir Erlingsson, einn af skipuleggjendum keppninnar.“ „Þetta er nú bara fyrst og síðast liður í því að vaxa með sportinu á Íslandi. Hópur rafhjólaeigenda fer sí stækkandi og við viljum bjóða þetta fólk velkomið. KIA Gull hringurinn er ekki hluti af Íslandsmeistara mótinu heldur erum við þátttökukeppni og miklu frekar hjólreiða viðburður með keppni frekar en keppni ein og sér.“ Keppni hefst og endar á Laugarvatni og njóta keppend­ ur og áhorfendur gestrisni hótela og veitingastaða á Laugarvatni á meðan keppninni stendur. Verslunarrekendur á Laugarvatni hafa margir fullyrt að keppni valdi meiri umsvifum í verslun á Laugarvatni heldur en verslunar­ mannahelgin. /MHH ÍSLAND ER LAND ÞITT Herdís Friðriksdóttir í Reykholti er göngustjóri og miðlar sínum fróðleik um þorpið og starfsemina í því til gesta göngunnar. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sælkerarölt um Reykholt“ hefur slegið í gegn í sumar „Sælkerarölt um Reykholt“ er nafn á göngu, sem er farin á hverjum föstudegi í sumar klukk­ an 11.00 í Reykholti í Biskups­ tungum í Bláskógabyggð. Gangan, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, hefur slegið í gegn þá föstudaga, sem hefur verið farið en á milli 40 og 50 manns hafa sótt hverja göngu. Í göngunum býðst gestum að kynnast Reykholti betur og öllu því sem þorpið hefur upp á að bjóða. Stoppað er á ýmsum stöðum, sagt frá sögu og sérkennum Reykholts, bragðað á alls kyns vellystingum og gestum boðið að kaupa sér góðgæti til að njóta þegar heim er komið. Gangan er auðveld, og hentar því öllum aldurshópum, hún kostar ekki neitt en gestir þurfa þó að skrá sig fyrirfram með því að hafa samband í gegnum fridheimar@fridheimar.is /MHH Stoppað er við Reykholtshver, sem er lífæð Reykholts og undirstaða byggðarinnar. Hann er goshver og gýs á tíu mínútna fresti en er yfirbyggður og vatnið er notað til þess að hita upp hús og gróðurhús Reykholts. Bakað er rúgbrauð í hvernum, sem gestir fá að smakka en það er Sigrún Erna, íbúi á staðnum, sem sér um baksturinn og er hún með starfsemi í kringum baksturinn, sem hún kallar „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“. Hægt er að finna hana undir þessu nafni á Facebook. KIA Gullhringurinn fer fram 11. júlí á Laugarvatni: Keppt á rafmagnshjólum í fyrsta skipti Reiknað er með að um 600 hjólreiðakappar, karlar og konur, munu keppa í Kia Gullhringnum laugardaginn 11. júlí. Mynd / Gullhringurinn.is Friðlýsingin var undirrituð að viðstöddum sveitarstjórnarmönnum í Þingeyj­ arsveit og landeigendum, fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, heimafólki og öðrum gestum á svæðinu. Við athöfnina lék norðlenski blásarakvintettinn Norðangarri og að henni lokinni var boðið til kaffisamsætis á Fosshóli. Goðafoss friðlýstur Það var hátíðleg stund á Geysis svæðinu í Haukadal í Biskupstungum í Bláskógabyggð á þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn þegar umhverfis­ ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, mætti á svæðið og friðlýsti svæðið með undirskrift sinni. Geysissvæðið er eitt þekkt­ asta goshverasvæði jarðar. Til marks um það draga goshverir um heim allan heiti sitt af Geysi auk þess sem hverahrúður er iðulega kallað „geyserite“. Fjölmargir hverir og laugar eru á friðlýsta svæðinu, goshverir og leirhverir sem og leirugir vatnshverir. Geysir og Strokkur eru þeirra þekktastir en meðal annarra hvera má nefna Blesa, Sóða, Litla Geysi, Litla Strokk, Vigdísarhver, Háahver, Sísjóðanda og Óþerrisholu. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði. „Með undirrituninni er Geysir innan marka jarðarinnar Laugar friðlýstur sem náttúruvætti. Markmiðið er að stuðla að varðveislu sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands­ og heimsmælikvarða. Með friðlýsingunni er stuðlað að því að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækja svæðið heim á ári hverju. Þá er einnig stuðlað að endurheimt náttúrufars á svæðinu sem raskað hefur verið og það fært til fyrra horfs eins og unnt er,“ segir Guðmundur Ingi. /MHH Geysir friðlýstur á 17. júní – Allt Geysissvæðið hefur nú verið friðlýst Undirritunin fór fram á hverasvæðinu í Haukadal að viðstöddu sveitar­ stjórnarfólki í Bláskógabyggð, fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og fleiri gestum. Við athöfnina söng Karlakór Hreppamanna og að henni lokinni var boðið til þjóðhátíðarkaffis á Hótel Geysi. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Eigum tinda og hnífa í margar gerðir heyvinnutækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.