Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 7 LÍF&STARF Þegar Ríkharður Jónsson hafði gert hina frægu eirsteypu af Matthíasi Jochumssyni orti Matthías: Matta gerði guð úr leir sem guðsmenn aðra fleiri, en Ríkharður mig renndi úr eir, rausnin var þar meiri. Einhverju sinni orti Haraldur Briem út af þeim orðum Matthíasar, að andinn væri ekki yfir honum: Mikið er ef Matthías missir kvæða andann, sem í átta gramma glas getur kveðið fjandann. Þannig hafa prestar á hverri tíð verið ágætlega hagorðir. Séra Sigurður Norland, prestur í Hindisvík, var í þeim efnum afkastamikill og snjall: Bráðum sneiðist byggðin hér, borgin seiðir marga. Tjörn í eyði eflaust fer, engin leið að bjarga. Mikið vald var Sigurði gefið yfir brag­ háttum. Hér er ort undir afdráttarhætti. (Vatnsheld sléttubönd): Hrósa sveigar mættu menn munað slíkan tvinna, rósa veigar ættu enn unað líkan vinna. Hvetur blíða, margir menn marka kvíða blandið, vetur líða argir enn arka víða landið. Gramur hvetur köldu kinn kallar, svíkur frekur. Rammur vetur öldu inn allar víkur rekur. Frauður kvikur hendist hátt, heitur skefur grunna, rauður vikur, endist átt, eitur kefur runna. Sverða gramir finna fund, fala svörðinn græna. Verða ramir inna und, ala vörðinn ræna. Í nýlegu bréfkorni frá sr. Skírni Garðars syni, er að finna nokkrar stökur frá prestsþjónustu hans í Rangárþingi. Skírnir hafði á stundum örlítið sauðfjárhald. Hann hafði glatað fjárbók prestssetursins í Odda, en fann síðar ásamt gegningarfatnaði sem lagður hafði verið í bleyti í þvottabala: Kindabók prestsins fór á flakk, ferlega vessa í sig drakk, nú er hún bæði á ská og skakk, ei skilst nú lengur það almanakk. Aðkomulamb uppgötvaðist á pestssetrinu eitthvert haustið. Lambið hafði undanvillst og eyrun sviðin hálf af vegna sólbruna. Eyrnamarkið var því með öllu ólæsilegt. Því fóstraði Skírnir lambið með sínu fé. Af þessu tilefni orti Björgúlfur Þorvarðarson, bóndi á Hrafnatóftum: Mark að lesa erfitt er, eins þó væri ég blindur, Oddaklerkar eigna sér eyrnalausar kindur. Þegar Bjarni Jónsson frá Gröf fagnaði sjötugsafmæli sínu bárust honum blessunaróskir fjölda sinna skáldbræðra. Friðjón Ólafsson var einn þeirra hagyrðinga sem sendu afmælisbarninu kveðju, en fannst kveðjan sín klén og bætti við kveðjuna þessari áréttan; Skáldanna var mærðin mest, mæltu hagyrðingar flest, einhver varð að yrkja verst og það tókst mér langtum best. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 253MÆLT AF MUNNI FRAM Rúningur upp á gamla mátann í Sölvholti Féð komin í réttina í Sölvholti. Myndir / Páll Imsland Rúningurinn á fullu. Það er ekki víða núorðið sem sumarrúningur á sér stað og það upp á gamla mátann, féð bundið og rúið með sauðaklippum. Það gerist samt enn og hér með fylgja nokkrar ljósmyndir sem Páll Imsland tók af slíkum atburði sem átti sér stað í Sölvholti, rétt austan við Selfoss, sunnudaginn 28. júní síðastliðinn. Þar er fallegt fé og litskrúðugt, lömbin komin vel á legg, fjörug og státin og sýna alls konar liti og afbrigði. Meðfylgjandi eru myndir af fénu og atburðinum.  Séðyfirhlutaréttarinnarogskrautlegtféð.Þaðerleikurílömbunum. Sumt rúið og annað órúið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.