Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202024 Gagnheiði 35 // 800 Selfossi // 480 0400 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is // sala@jotunn.is PRONAR PDF 340 (C) Framsláttuvél - Vinnslubreidd: 3,4m með knosara 2.575.000 án vsk. án knosara 1.997.000 án vsk. PRONAR PDT 340 Miðjuhengd sláttuvél. Vinnslubreidd: 3,4m Kr. 1.615.000 án vsk. PRONAR PDD 830 Sláttuvél (fiðrildi) Vinnslubreidd: 2x3m Kr. 3.115.000 án vsk. PRONAR PWP 530 4 stjörnu snúningsvél, lyftutengd. 7 armar á hverri stjörnu. Vinnslubreidd: 5,3m Kr. 1.225.000 án vsk. PRONAR ZKP 420 Einnar stjörnu rakstrarvél. Lyftutengd. Vinnslubreidd: 4,0-4,5m Kr. 875.000 án vsk. PRONAR T663/4 11 tonna sturtuvagn með tandemhásingum. Kr. 2.490.000 án vsk. PRONAR ZKP 800 Miðjuvél Vinnslubreidd: 7-8m Kr. 3.369.000 án vsk. PRONAR PWP 770 6 stjörnu snúningsvél. 7 armar á hverri stjörnu. Vinnslubreidd: 7,7m Kr. 1.665.000 án vsk. PRONAR PDT 300 Miðjuhengd sláttuvél Vinnslubreidd: 3,0m Kr. 1.495.000 án vsk. 3636 mánaðaverksmiðju ábyrgð * *U pp lýs ing ar va rð an di sk ilm ála ve itt ar hj á A flv élu m . ÍSLAND ER LAND ÞITT Í Ögri við Ísafjarðardjúp hefur um aldur verið stórbýli og þingstaður Ögurhrepps. Þar hefur undanfarin ár verið rekin ferðaþjónusta þar sem gestum hefur m.a. verið boðið upp á kajaksiglingar og kaffi með þjóðlegu meðlæti. Mynd / Andreas Jacobsen Þjóðlegt með kaffinu og kajakferðir í Ögri Í Ögri við Ísafjarðardjúp hefur verið rekið ferða þjónustu­ fyrirtækið Ögurferðir síðan 2011. Starf semin snýr að kajakferðum í Ísafjarðardjúpi og rekstri kaffi­ húss í samkomuhúsinu í Ögri sem var byggt 1925. Kaffihúsið er rekið undir nafninu „Þjóðlegt með kaffinu“, en Guðfinna og Jóna Símonína Bjarnadóttir standa þar vaktina. Þær hafa einnig gefið út bækur undir sama nafni og þýtt á nokkur erlend tungumál. Ferðafólk sem sækir í hreina náttúru og kyrrð á fáförnum slóðum eru helstu viðskiptavinir Ögurferða. Kajakferðirnar eru frá stuttum og fjölskylduvænum ferð­ um nálægt landi upp í dagsferðir og jafnvel nokkurra daga ferðir í Djúpinu og í Jökulfjörðum. Í samkomuhúsinu í Ögri er einnig haldið árlega sveitaball. Ögurballið á sér fastan sess í dag­ skrá margra og hefur verið fastur liður í tilveru Djúpmanna um ára­ tuga skeið. Af ballinu fer enginn heim nema að fá sér rabarbaragraut með rjóma. Ögur var stórbýli um aldir og kirkjustaður í Ögurvík í Ísafjarðar­ djúpi, en Ögurkirkja var reist 1859. Í Ögri var þingstaður Ögurhrepps og frá 15. til 17. aldar bjó þar hvert stórmennið á fætur öðru. Má þar helst nefna Björn Guðnason sýslu­ mann, Magnús Jónsson (prúða) sýslu mann og síðar Ara son hans, Björn Markússon og Erlend Ólafsson málafylgjumann. Fyrsta rafstöð á sveitaheimili við Djúp var reist í Ögri 1928. Í Ögurnesi var verstöð og þurrabúðir héldust þar allt fram á 20. öld. Þá var þar lengi landsíma­ og póst­ afgreiðsla, sem og læknissetur frá 1932 til 1951. /HKr. Fátt er notalegra en að fara í kajakróður á lygnum fjörðum og skoða seli og annað dýralíf í kyrrðinni. Þegar róið er út á Ísafjarðardjúp geta menn allt eins átt von á að sjá hvali sveifla sporðinum upp úr haffletinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.