Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202036 Lengi var talið að uppruni aprí kósa væri í Armeníu enda á tréð langa ræktunarsögu þar um slóðir. Í dag eru flestir sam- mála um að aldinið sé komið frá Kína. Áhugafólki um flóru Gamla testamentisins greinir á um hvort aldin sem nefnd eru í ritunum og kölluð epli séu epli eða apríkósur. Heimsframleiðsla á apríkósum er vaxandi og samkvæmt upplýs- ingum Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna var framleiðslan árið 2017 rúm 4,3 milljón tonn en tæp 3,8 milljón tonn árið 2016. Tyrkland var það land sem ræktaði mest af apríkós- um 2017, eða um 985 þúsund tonn. Úsbekistan var í öðru sæti með rúm 532 þúsund tonn og Ítalía í því þriðja með rúm 266 þúsund tonn. Alsír, Íran, Pakistan, Spánn, Frakkland, Afganistan, Marokkó og Grikkland fylgdu svo í kjölfarið með ræktun á rúmlega 257 og niður í rúm 106 þúsund tonn. Heildarinnflutningur, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands, á apríkósum til Íslands, bæði fersk- um og þurrkuðum, árið 2019 var um 52,3 tonn. Þar af voru 12,9 tonn ferskar apríkósur en 39,4 tonn þurrkaðar. Auk þess sem apríkós- ur eru fluttar inn í formi sulta og grauta. Af ferskum apríkósum kom mest frá Spáni, rúm 8 tonn, og Ítalíu, rétt rúm 3 tonn. Mest var flutt inn af þurrkuðum apríkósum frá Tyrklandi árið 2019, eða rúm 26 tonn og rúm 10,5 tonn frá Þýskalandi. Ættkvíslin Prunus og tegundin armeniaca Vel yfir 400 tegundir trjáa og runna sem eru sígrænir eða lauffellandi tilheyra ættkvíslinni Prunus sem er af rósaætt. Þar á meðal aldintré eins og ferskjur, plómur, kirsuber, perur og apríkósur. Allt eru þetta plöntur sem vaxa villtar á norðurhveli jarðar. Sú tegund sem mest er ræktuð og almennt ber aldin sem kallast apríkósur er P. armeniaca, en aldin skyldra tegunda eins og P. brig- antina, P. mandshurica, P. mume, P. zhengheensis og P. sibirica kall- ast einnig apríkósur og seldar sem slíkar. Apríkósutré eru með trefjarót, 8 til 12 metrar að hæð og um 40 sentí- metrar að þvermáli en oft lægri og gildari í ræktun. Blöðin breiðlensu- laga, 5 til 9 sentímetrar að lengd en 4 til 8 sentímetrar að breidd, rúnnuð við blaðstilkinn en annars sagtennt og mjókka til endanna. Blómin 2 til 4,5 sentímetrar í þvermál, með 5 hvítum eða bleikleitum krónublóð- um. Blómstra snemma á vorin áður en plantan laufgast. Aldinið 2,5 til HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Apríkósur í silfurskálum, svo eru vel valin orð Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Aldin apríkósa eru gul og appelsínugul og oft með rauðleitum blæ á þeirri hlið sem snýr að sólinni. Apríkósur eru viðkvæmar og eru því tíndar af trjánum með höndum. Áhugamenn um flóru Gamla testamentisins eru sumir á því að víða þar sem talað er um epli ritum í þess sé átt við apríkósur. Apríkósuvín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.