Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 55 Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Vegagerðarinnar er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Allir sem unna sögu Flóans og flóamanna geta farið að hlakka til haustsins því fyrstu tvær bækurnar í væntanlegri Flóamannabók, þar sem fjallað er um Hraungerðishrepp, eru á leiðinni í prentun. „Bækurnar eru skrifaðar af Jóni M. Ívarssyni, sagnfræðingi og lesnar yfir af þeim frændum Svavari Sigmundssyni og Guðmundi Stefánssyni. Þeir sem gerast heiðursáskrifendur fá nöfn sín birt á heiðursnafnalista í bókinni. Þeir og jafnframt hinir sem gerast áskrifendur fá bókina á 20 þúsund krónur, sem er kosta boð,“ segir Guðni Ágústsson um væntanlega út- gáfu bókanna. „Í bókunum er rakin saga Flóans, fólksins og bæjanna í máli og myndum. Myndirnar eru yfir tvö þúsund talsins og margar fágætar. Bækurnar eru einstakar upplýsingabækur og verða lesnar upp til agna. Ég bið væntanlega kaupendur að fylla út listann hér til hliðar og mynda hann svo eða skanna og senda á sigmstef@gmail.com. Heimilisfang Sigmundar er Logafold 163, 112 Reykjavík, kjósi fólk að nota þjónustu Póstsins. Hann er með s. 898-6476,“ segir Guðni. Heiðuráskrift og/eða áskrift Flóamannabók – Byggðasaga Flóahrepps Ég undirrituð / undirritaður panta hér með eitt eintak af fyrstu tveimur bókum Flóamannabókar – Byggðasögu Flóahrepps, þar sem fjallað er um Hraungerðishrepp. Nafn einstaklings eða fyrirtækis sem tiltekið er hér að neðan verður skráð í heiðursáskriftalista fremst í Flóamannabók en hjón og sambúðafólk geta skráð nöfn sín saman og fá eitt eintak af hvorri bók. Verð bókanna er kr. 20.000 sem greiðist eigi síðar en 1. september 2020. Reikningur verður sendur áskrifendum í heimabanka eða pósti ef óskað er. Bækurnar verða afhentar við útgáfu sem áætluð er fyrir jól 2020. Nafn: Nafn/ nöfn eða heiti sem skrá skal á heiðursnafnalistann: Jafnframt geta einstaklingar og gerst áskrifendur og fá bækurnar á sama verði Kennitala greiðanda: Heimilisfang: Símanúmer: Tölvupóstfang: Óska eftir reikningi í pósti __ Heiðursáskrift __ Óska eftir reikningi í heimabanka __ Áskrift __ Flóamannabók er jólabókin í ár Ef þú vilt bregða þér af bæ… Fyrir okkur öll Félagsmönnum í Bændasamtökum Íslands býðst að leigja orlofsíbúð í Kópavogi til lengri eða skemmri tíma allt árið um kring. Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13-15 og rúmar auðveldlega fjóra gesti. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sem er sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og svalir. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug, golfvöll og fjölbreyttar verslanir. Nánari upplýsingar um íbúðina er að finna á bondi.is. Aðild að Bændasamtökunum borgar sig Bókanir á Þorrasölum fara í gegnum Orlofsvef BÍ á vefslóðinni orlof.is/bondi Landbúnaðarháskóli Íslands: Metaðsókn í landslagsarkitektúr og lífræna ræktun matjurta Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Aðsóknin í grunnám (BS) við skólann jókst um 51,1% á milli ára. Aukningin er hlutfallslega langmest í BS-nám í landslags- arkitektúr, þar nemur aukningin 240% á milli ára, fjölgun umsókna í garðyrkjunám á Reykjum nam 45% og umsóknum í búvísindanám fjölgaði um 40%. Við skólann er einnig boðið upp á framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu. Á meistarastigi er boðið einstaklingsmiðað rann- sóknanám og starfsmiðað meistara- nám í skipulagsfræði. Í skipulags- fræði er mikil aukning frá því í fyrra en 18 eru skráðir til náms á fyrsta ári í haust, en til saman- burðar voru sjö nemendur árið áður. Nemendum í doktorsnámi hefur fjölgað á undanförnu ári og hafa aldrei verið fleiri en nú. Þá vörðu tveir nemendur doktorsritgerðir sínar nú í júnímánuði. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, segir það mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. „Það er gaman að sjá aukinn áhuga á búvísindanámi, en þar hefur orðið aukning um 40% milli ára. Mikilvægt er að fjölga vísindamönnum á breiðu sviði búvísinda, en þar hefur skort á nýliðun á undanförnum árum. Þá er greinilegt af umsóknum til brautar náttúru- og umhverfisfræða að áframhaldandi áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Þá gleður það mig sérstaklega að sjá þessa miklu fjölgun umsókna í starfsmenntanámið okkar, bæði á Hvanneyri og á Reykjum. Aldrei hafa fleiri sótt um að komast að í garðyrkjunámi á Reykjum og færri komast að en vilja í búfræði. Það er því bjart fram undan hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og ljóst að öflugt starf, spennandi námskrár og markvisst kynningarstarf skólans er að skila góðum árangri.“ Landbúnaðarháskóli Íslands býr við þá sérstöðu að bjóða bæði upp á háskólanám og starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Aðsókn í starfsmenntanám skólans sló öll fyrri met í vor með samtals 280 umsóknum. Má þar sérstaklega nefna góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt, með 26 umsóknir, og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.