Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 41 Pitbull er öflugur og vel búinn liðléttingur sem hægt er að útfæra á marga vegu. Kubota mótor, Linde vökvakerfi, Dana Spicer öxlar, veltingur á afturhásingu en ekki lið sem gerir hann mjög stöðugan. Við kynnum nýjan liðlétting! Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // sala@jotunn.is Verð frá:4.841.000án vsk. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 TINDAR OG HNÍFAR GOTT ÚRVAL HÚSAEINANGRUN Íslensk hönnun, framleiðsla og gæði. EPS húsaeinangrun fyrir sökkla, plötur, veggi og þök er CE merkt og hentar vel þar sem einangrunin þarf að standa af sér mikinn þrýsting og virka sem rakamótstaða. EPS húsaeinangrun er framleidd í 25 – 200 mm þykkum plötum. Borgarplast framleiðir einnig ýmsar stærðir og gerðir EPS einangrunarlausna s.s. vatnsbretti, gluggaþynnur og þaklista. YFIR 50 ÁRA REYNSLA BORGARPLAST HF. Húseinangrun og frauðkassar: Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ, Sími: 561 2210 Fráveitulausnir og ker: Völuteig 31, 270 Mosfellsbæ, Sími: 561 2211 borgarplast.is Bænda 16. júlí verður leyft í opnum eldiskvíum. Ekki endilega vegna þess að lúsin hafi mikil áhrif á villta laxfiska eða bleikju, heldur vegna þess að lúsin skaðar eldislaxinn. Í köldum vetrarsjó er þol laxsins fyrir lúsasmiti afar lítið. Lúsavörnum fylgir gríðarlegur kostnaður og framleiðslutjón. Eina sjálfbæra og raunhæfa vörnin er að stunda reglubundna hvíld á öllum Eyjafirði eða stunda laxeldi í lokuðum sjókvíum. Í lokuðum eldiskvíum er mögulegt að fyrirbyggja alfarið að laxalús skapi vanda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að setja kröfur og skilyrði um umhverfisvænar eldisaðferðir. Í andmælum um sjókvíaeldi í Eyjafirði hefur verið minnst á að lúsin muni stórskaða bleikjustofna jafnvel útrýma þeim. Það er afar ósennilegt að þetta gangi eftir, jafnvel þó laxeldið fjölgi lúsalirfum umtalsvert. Dvalartími bleikju í sjó er aðeins 6 – 10 vikur, frá apríl/ maí til júní/júlí. Á þeim tíma nær lúsin ekki er að fullþroskast eða verða skaðleg bleikju. Þess utan er bleikjan yfirleitt nærri ósasvæðum þar sem sjórinn er ekki fullsaltur og lúsasmit mun minna. Reynslan erlendis frá, þar sem sjávarhiti er meiri og þroskahraði lúsa því meiri, sýnir að bæði bleikja og sjóbirtingur „hreinsa“ sig af laxalús með því að synda upp í árósana. Sjóbirtingur dvelur lengur en bleikja í sjó og hefur því mun meira náttúrulegt lúsasmit. Sjóbirtingur er algengur Eyjafirði og því er fyrirfram ljóst að umfangsmikið hvíldarlaust laxeldi í opnum eldiskvíum mun margfalda lúsasmit sem ógnar rekstri eldisfyrirtækja sem enn síður getur haft neikvæð áhrif á lítinn og viðkvæman laxastofn í Fnjóská. Það er þó svo heppilegt hérlendis að vegna sjávarkulda hafa laxaseiðin venjulega yfirgefið árnar og strandsvæðin þegar nýsmit lúsalirfa hefst á sumrin. Samfélagsleg áhrif Að lágmarki þarf 4-5 ársverk til að framleiða 1.000 tonn af laxi og annað eins við slátrun. Til viðbótar kemur bein aðkeypt stoðþjónusta; s.s. kafarar, iðnaðarmann, flutn ingar og m.fl. Fullvinnsla afurða kallar svo á enn meiri mannskap. Fiskeldi þarf á að halda vel menntuðu starfsfólki af báðum kynjum. Eyjafjörður er vaxandi matvælaframleiðsusvæði og ekki verður annað séð en laxeldi geti verið mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu. Háskólasamfélag á Akureyri er mjög vaxandi og gæti orðið gagnkvæmur styrkur þróunarstafi í framsæknu umhverfisvænu fiskeldi. Mörg verkefni fyrir nemendur og viðfangsefni til stærri rannsókna – í túnfætinum. Þar gæti Háskólinn á Akureyri tekið ákveðna forustu. Lengi hafa verið uppi áætlanir um uppbyggingu á vöruhöfn á Dysnesi og færa þangað alla gámaumferð frá Oddeyri. Hugmyndir er einnig um uppbyggingu á stóru lífmassaveri í Eyjafirði fyrir móttöku á lífrænum úrgangi af Norður- og Austurlandi. Staðsetning á Dysnesi gæti verið hentug fyrir slíka starfsemi. Jafnvel fyrir Slippinn líka. Uppbygging laxeldis gæti hjálpað til að undirbyggja fjárhagslegar forsendur fyrir svo mikilli framkvæmd. Þar mætti staðsetja þjónustuhöfn fyrir laxeldið, laxaslátrurhús og jafnvel laxavinnslu. Uppsafnað botnfall frá lokuðum sjókvíum mætti nýta til metanframleiðslu í lífmassaveri. Úrgang frá laxeldinu mætti þannig nýta sem eldsneyti á þjónustubáta eldisins. Umhverfisvænt laxeldi gæti hjálpað til við að styrkja ímynd svæðissins til hagsbóta fyrir bæði ferðþjónustu og markaðssetningu matvæla frá matarkistunni Eyjafirði. Gríðarleg framþróun hefur átt sér stað í laxeldi eins og í öllum öðrum matvælaiðnaði. Saga fiskeldis er þó víða sorgarsaga mistaka og þekkingarleysis. En menn hafa sem betur fer ekki gefist upp á að læra og bæta sig. Í dag er laxeldi ein umhverfisvænasta matvælaframleiðsla sem fyrirfinnst. Fyrirliggjandi gögn benda til að hvorki líffræðileg eða vistkerfisleg rök mæli gegn laxeldi í Eyjafirði. Málið snýst fremur um útfærslu, skipulaga og framtíðarýn fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Vona bara að Eyfirðingar skoði málið vel og kasti ekki frá sér tækifæri til að styrkja sjálfbæra auðlindanýtingu svæðisins og tugmilljarða verð- mæta sköpun? Ef það veður niður- staðan þá er það af því bara! Jón Örn Pálsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.