Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202012 FRÉTTIR Engin áform á borðinu um Álftafjarðargöng: Súðavíkurhlíð lokaðist nær 40 sinnum á fyrstu þremur mánuðum ársins Í Súðarvíkurhreppi við Ísa­ fjarðar djúp búa nú um 200 manns, en hreppurinn nær yfir mjög stórt landsvæði. Hann nær frá Súðavíkurhlíð í norðri og inn í botn á Ísafirði, innsta firðinum við Ísafjarðardjúp. Samgöngur eru því eðlilega ofarlega á blaði hjá Súðvíkingum. Súðavík er komið í ágætar vegasamgöngur við aðra lands­ hluta og samfellt bundið slitlag er á veginum frá Reykjavík til Súðavíkur. Þá er nú unnið að endurbótum og breikkun vegar­ ins í Seyðisfirði og Hestfirði. Það tekur samt um einn og hálfan til tvo klukkutíma að aka á milli enda í sveitarfélaginu. Þá ber að geta þess að vegurinn til Ísafjarðar, þangað sem Súðvíkingar sækja að mestu sína þjónustu, liggur um Súðavíkurhlíð sem oft er lokuð á vetrum vegna snjóflóða eða yfir­ vofandi snjóflóðahættu. Gripið er til lokana þegar snjóalög eru í hlíð­ inni og í samræmi við veðurspár og mat á snjóflóðahættu. Ekkert að frétta af jarðgöngum Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkur hrepps, segir engar fréttir vera af gerð jarðganga sem leysi af veginn um Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sem líka geti lokast vegna snjóflóða. Jarðgöng séu ekki á vegaáætlun og algjör óvissa um framvindu þess máls. „Það var verst að missa Álfta­ fjar ðar göng út úr samgönguáætlun. Þótt málinu hafi eitthvað verið hreyft á Alþingi hefur það ekki fengið neinn sérstakan hljómgrunn. Hátt í 40 lokanir á þrem mánuðum Það voru hátt í fjörutíu lokanir á Súðavíkurhlíð á fyrstu þrem mán­ uðum ársins, allt að sólarhring í hvert skipti og stundum lengur. Það þýðir að fólk hefur verið einangrað hér í marga daga og ekki getað sótt þjónustu á milli byggðarlaga. Samt hafa menn hugmyndir um að hér á norðanverðum Vestfjörðum eigi að vera eitt byggðarlag í átaki um sameiningu sveitarfélaga. Hér háttar enn svo til að við verðum jafnvel að senda sjúklinga á milli staða sjóleiðina með björgunarskipi,“ segir Bragi. Hann segir að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hvað samgöngur varðar, þá sé gríðarlega gott að búa í Súðavík og mikil samheldni sé meðal íbúa. /HKr. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Unnið við að fleyga sprungið og hættulegt berg á Súðavíkurhlíð á dögunum. Myndir / Haukur Már Harðarson Vegurinn um Súðarvíkurhlíð útheimtir mikla viðhaldsvinnu á hverju ári í viðleitni við að tryggja öryggi vegfarenda. Mynd / SÞT www.volkswagen.is Nýja T6.1 línan er mætt Sendibílar, pallbílar, smáir vinnubílar og stórir HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/volkswagensalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.