Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 20202 Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí síðastliðnum dróst saman um 89% samanborið við maí 2019 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þá fækkaði gistinóttum á hótelum um 88% og um 86% á gistiheimilum. Þá var 84% fækkun á öðrum tegundum gististaða (farfugla­ heimilum, orlofshúsum o.s.frv.). Ekki var hægt að áætla erlendar gistinætur á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður. Í lok mars tóku mörg hótel þá ákvörðun að loka tímabundið. Í apríl voru 75 hótel lokuð, en í maí var enn lokað á 47 hótelum. Framboð gistirýmis minnkaði um 26,5% frá maí 2019, mælt í fjölda hótelherbergja, sem skýrist af lokunum hótela. Gistinóttum fækkaði milli ára úr 660.000 í 76.000 Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 76.000 í maí en þær voru um 660.000 í sama mánuði árið áður. Um 87% gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 66.000, en um 13% á erlenda gesti, eða um 10.000 nætur. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 51.300, þar af 37.100 á hótelum. Gistinætur á öðrum tegundum gististaða voru um 24.000. Heildarnýting herbergja á gisti stöðum á landinu var 55,7% í maí 2019, en sú nýting var einungis 8,9% í maí 2020, sem er um 46,8% samdráttur. Nýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu 5,3% Samdrátturinn var langmestur á höfuðborgarsvæðinu, eða um 61,3%. Þar fór nýtingin úr 66,6% í 5,3%, eða um 61,3 prósentustig. Á þessu tímabili fækkaði hótelherbergjum einnig vegna lokunar hótela úr 5.129 í 3.269. Næstmestur hlutfallslegur sam­ dráttur var á Suðurlandi. Þar fækkaði herbergjum vegna lokana úr 2.232 í 1.672 og nýtingin hrapaði úr 47% í 11,1%, eða um 35,9 prósentustig. Á hótelum á Austurlandi fækkaði herbergjum ekkert vegna lokana, en nýtingin hrapaði eigi að síður úr 44,8% í 7,9%, eða um 36,9 prósentustig. Á Norðurlandi fækkaði hótel­ herbergjum úr 21.261 í 996 og nýtingin féll úr 42,5% í 14,5%, eða um 28% prósentustig. Minnst urðu áhrifin á hótel­ nýtingu á Vesturlandi og Vest­ fjörðum, en kannski ekki úr háum söðli að detta. Þar fækkaði hótelherbergjum einungis úr 855 í 833 og herberjanýtingin dróst saman úr 39,7% í 15,6%, eða um 24,1 prósentustig. Vegna mikillar fækkunar brottfara frá Keflavíkurflugvelli náðist ekki að safna úrtaki fyrir framkvæmd landamærarannsóknar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands í maí. Af þeim sökum reyndist ekki unnt að áætla fjölda gistinátta erlendra ferðamanna utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í maí. Það er á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður, í bílum utan tjaldsvæða eða innandyra þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu. /HKr. FRÉTTIR Bætiefni fyrir lömb og kálfa. Kemur stöðugleika á jafnvægi vatns og salta. - Hjálpar við meltingu mjólkur - Færir kálfinum sölt, mucin, umfangsaukandi efni, vítamín, steinefni og næringarefni sem hjálpa kálfum að vinna á skitu - Bætir upp vökvatap - Jafnar sýrustig - Inniheldur 2 milljarða af CFU mjólkursýrubakteríum, allt í einum poka. Boviferm Plus Pantaðu á vefverslun okkar www.kb.is Í maí fækkaði gistinóttum um 89% frá fyrra ári – þá voru 47 hótel á landinu lokuð og herbergjaframboð minnkaði um 26,5% Í lok mars tóku mörg hótel þá ákvörðun að loka tímabundið og voru 47 hótel lokuð í maí en 75 hótel voru lokuð í apríl. Framboð gistirýmis minnkaði um 26,5% frá maí 2019, mælt í fjölda hótelherbergja, sem skýrist af lokunum hótela. Þrátt fyrir að ekki hafa komið upp smit í dýrum hér á landi í tengslum við COVID-19 hefur prófi verið komið upp á Keldum til að greina slík smit. Þegar smitefni fara yfir tegundaþröskuldinn eins og gerst hefur með SARS-CoV-2 veiruna getur það mögulega leitt til smita í fleiri dýrategundir. Vilhjálmur Svansson, dýralæknir hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, segir að fljótlega eftir að COVID­19 kom upp hafi stofnunin komið upp prófi til að greina hugsanlegt smit með SARS­CoV­2 í dýrum gerist þess þörf. Enn sem komið er hefur ekki verið þörf á að greina hvort smit hafi borist í dýr hér á landi. Smit í minkum „Tilraunasmit í fréttum sem eru marðardýr og skyld minkum sýndu eins og fyrr segir að þau eru vel móttækileg og smita sín á milli. Því kom það ekki á óvart að veiran skuli hafa stungið sér niður á nokkrum minkabúum í Hollandi og Danmörku. Smitið hefur að öllum líkindum borist í minkana úr mönnum og svo á milli minka og svo úr þeim í starfsmenn búanna.“ Yfir tegundaþröskuldinn „Þrátt fyrir að við höfum ekki fengið sýni til athugunar er vel þekkt að þegar smitefni fara yfir tegundaþröskuldinn þá getur hýsilsviðið orðið mjög stórt meðan smitefnið er að aðlagast nýjum hýsli eða hýslum. Kórónaveiran er súna sem upphaflega er líklega komin úr skeifuleðurblökum í Kína og smitast nú auðveldlega manna á milli. Komið hefur í ljós bæði með tilraunasmiti og við rannsóknir á náttúrulegum smitum að nokkur fjöldi dýrategunda er móttækilegur fyrir smiti með SARS­CoV­2 veirunni. Náttúrulegt smit hefur verið greint í hundum, köttum, tígris­ dýrum, ljónum og minkum. Þá hafa smittilraunir með veiruna verið framkvæmdar á hundum, köttum, svínum, frettum, kjúklingum, öndum og í einni ávaxtaleðurblökutegund. Niðurstöður tilraunasmita hafa sýnt að dýrategundir eru misnæmar fyrir smiti með veirunni. Þannig fannst lítil veiruframleiðsla í tilraunasmituðum hundum, svínum, kjúklingum og öndum og smit greindist ekki í dýrum í samvist með þeim. Aftur á móti voru kettir, frettur og ávaxtaleðurblökurnar næm fyrir veirunni og gátu smitað út frá sér. Það er því í samræmi við þessa niðurstöðu að mestur fjöldi náttúrulegra smita sem greind hafa verið í dýrum hafa verið í köttum og minkum. Ekki er vitað hve SARS­ CoV­2 smit í köttum er algengt en kettir geta bæði verið einkennalausir og sýnt einkenni. Samkvæmt mótefnamælingu í köttum í Wuhan í Kína fundust mótefni gegn veirunni í tæplega 15% kattanna sem skoðaðir voru. Enn sem komið er hefur ekki verið athugað hversu móttækileg jórturdýr eins og kýr og sauðfé er fyrir smiti en við vitum að MERS kórónaveiran finnst í úlföldum Svín eru aftur á móti lítt mót­ tækileg fyrir veirunni og hafa ekki smitað áfram í tilraunasmitum,“ segir Vilhjálmur. Gæludýr hafa ekki þýðingu fyrir dreifingu á smiti Vilhjálmur segir að til þessa hafi Alþjóðadýraheilbrigðis­ málastofnunin ekki talið að gæludýr hafi þýðingu fyrir dreifingu á smiti. „Hvað sem því líður þá erum við tilbúin til að greina smit í dýrum vakni grunur um slíkt,“ segir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum. /VH COVID-19 og smit í dýrum: Dýr mismóttækileg fyrir smiti og misjafnt hvort þau smita áfram Vilhjálmur Svansson, dýralæknir hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Auðhumla lækkar verð fyrir umframmjólk – Ætti ekki að ógna búum í þokkalegum rekstri Auðhumla hefur tilkynnt um að verð fyrir umframmjólk verði 20 krónur á lítrann frá 1. ágúst næstkomandi. Áfram verði greitt eftir gæðum og verðefnum eins og áður. Verðið lækkar úr 29 krónum, en ástæðurnar eru þungar aðstæður á erlendum mörkuðum og lágt verð, samkvæmt tilkynningunni. „Langan tíma tekur að afsetja vörur á erlendan markað auk þess sem COVID­19 hefur mikil áhrif“, segir í tilkynningu Auðhumlu. Uppbætur verði greiddar eftir að lokauppgjör ársins hefur farið fram. Snertir allnokkra bændur „Lækkunin snertir auðvitað allnokkra bændur, þá sem hafa framleitt meira en þeir eiga greiðslumark fyrir. Það er hins vegar þannig að hluti af greiðslum ríkisins kemur líka á framleiðsluna sem er utan greiðslumarks. En það er ljóst að þessi lækkun skerðir tekjur á hvern lítra, sem nemur þessari krónutölu – og það hefur auðvitað áhrif á reksturinn hjá þeim bændum,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, spurður hvort lækkunin muni hafa afgerandi áhrif á rekstur tiltekinna bænda. Alls ekki gott ef það kæmu fleiri slíkar lækkanir „Þessi lækkun ógnar ekki rekstrinum á búi sem hefur verið þokkalega rekið, en afkoman versnar örugglega sem þessum tekjum nemur. Þetta eru afleiðingar af þeim skrýtnu tímum sem eru á hrávörumarkaði ytra; smjör og duft hefur lækkað hraðar en sem nemur styrkingu krónunnar. Það væri alls ekki gott ef við fengjum fleiri svona lækkanir,“ bætir Arnar við. /smh Arnar Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.