Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 45 flutning raka loftsins út úr fjósinu og kemur í veg fyrir að gripir svitni og klepri. Gott er að pæla í og gera sér grein fyrir virkni loftræstingarinnar í hverju útihúsi fyrir sig, t.d. hvaða áhrif það hefur að opna hurðir og hleypa lofti inn á öðrum stöðum en í gegnum loftinntök, minnkar loftræsting í kringum gripina en verður góð loftræsting á fóðurgangi sem nýt- ist engum? Hvar kemur ferska loftið inn, og hvernig ferðast það um bygginguna? Rými og undirlag/undirburður Aukið rými gripa gerir það að verkum að þeir geta frekar valið sér hreint legusvæði. Kálfar eiga undantekningalaust að hafa legu- pláss á hálmi eða öðru mjúku og þurru undirlagi en ekki á köldum og blautum bitum. Eldri gripir færast svo ýmist yfir á bita (helst klædda með mjúku efni til að mýkja undir þunga skrokka) eða legubása. Almennt er talið að hálmstíur séu of vinnu- og að- fangafrekar fyrir gripi sem komnir eru yfir hálfsárs-aldurinn, enda éta þeir mikið og skíta í takt við það. Rýmisþarfir eru meiri í hálmstíum en í stíum með bitum og sé þétt á gripnunum á hálminum þarf að bera oftar undir og passa vel upp á gæði hálmsins. Þarna kemur einnig góð loftræsting til góða því illa loftræst hálmstía blotnar fyrr upp. Erfitt getur orðið að þurrka hálminn að nýju ef hann eitt sinn verður of blautur. Mikilvægt er að setja mikinn hálm inn í upphafi og besta sparnaðarráðið er að nota það mikið í einu að hann nái ekki að blotna. Ef of rúmt er á gripum á bitum þá vill líka safnast upp skítur á bitunum. Nauðsynlegt er þó að rýmið standist reglugerð um vel- ferð nautgripa svo að allir gripir geti lagst og geti étið samtímis. Fóðrun Fóður gripanna hefur áhrif á mykjuna. Sé of mikið kjarnfóður eða mjög auðmelt, blautt gróffóður gefið verður mjög þunnt á gripunum. Skíturinn klessist frekar í halann og á hæklana, auk þess sem kúadellurnar líta ekki lengur út eins og sérbakað vínarbrauð í laginu – með upphækkaðan kant og hringi. Örlítill hálmur eða kjarnfóðurblanda með meira tréni eða torleystari sterkju hefur stemmandi áhrif á meltinguna og bætir hreinleika gripanna mjög. Jöfn fóðrun allan eldistímann er mikilvægari en að reyna að bata gripina fyrir slátrun. Meðhöndlun Til að halda gripunum almenni- lega hreinum þarf að venja þá snemma við að láta klippa sig og bursta. Betra er að temja 70 kg kálf en 700 kg bola og því um að gera að umgangast gripina sem mest fyrst á æviskeiðinu og venja þá við að láta klippa sig og nota kúaklóruna óspart. Ekki stefna eigin lífi og limum í hættu við að snurfusa gripina heldur koma sér upp góðri aðstöðu til að klippa og þannig koma í veg fyrir að neytendur stefni eigin lífi og heilsu í hættu vegna kross-smits við slátrun. Læsigrindur ættu að vera í stíum þar sem gripir eru meðhöndlaðir eða nota sérstakan meðhöndlunarbás til verksins. Kviður og læri safna mestum skít og eru einnig mikilvægustu staðirnir þegar kemur að flán- ingu. Rúningsklippur (eða alla- vega rúningskambar og -hnífar) duga mjög vel á holdagripi sem koma loðnir á hús að hausti og svo er hreinlætinu viðhaldið með reglulegri snyrtingu í gegnum veturinn. Klippt er með hárunum í fyrstu umferð og seinna tekin önnur umferð nær skinninu til að draga enn úr hættu á því að skítur festist í feldinum. Nautgripum finnst almennt gott að láta klóra sér á mölum og hala svo þeir taka mjög vel í allskyns kjass og strokur sem hægt er að nýta sér til tamningar. Eins er hægt að setja upp kúaklórur eða einfaldlega strákústa í stíum svo gripirnir geti snurfusað sig á kollinum. Bústjórn Ef í harðbakkann slær er hægt að skipuleggja slátrun þannig að gripirnir séu sendir á þeim árstíma þegar þægilegast er að halda þeim hreinum, t.d. seinnipart sumars þegar hefur verið þurrt og gott loft í húsunum í lengri tíma, eða ef uxar eru aldir utandyra þá eru þeir hreinastir á svipuðum tíma. Hafa ber þó í huga að á þeim árstíma er yfirleitt mest framboð af sláturgripum og getur reynst erfitt að koma gripum í sláturhús, auk þess sem eftirspurn eftir nautakjöti fer dvínandi þegar líður á haustið og þar með lækkar oft afurðastöðva verðið. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Aukabúnaður eins og sjálfvirkur skiptirofi og fleira Öflug og góð þjónusta Gerðu kröfur — hafðu samband við Karl í síma 590 5125 eða sendu línu á kg@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Allar stærðir af CAT raf- stöðvum: Gagnheiði 35 // 800 Selfossi // 480 0400 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is // sala@jotunn.is Við fögnum því að Aflvélar eru komnir með umboð fyrir Valtra dráttarvélar og Goes fjórhjól. Af því tilefni ætlum við að gefa dráttarvélaskráð Goes fjórhjól með völdum Valtra dráttarvélum út júlí. Vélar í boði: Valtra N134A m/tækjum Valtra N114EH5 m/tækjum Valtra N154EA m/tækjum Valtra T234D m/frambúnaði Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Mynd 3: Rakstur gripanna í meðhöndlunarbás eykur vellíðan þeirra og át auk þess sem minni skítur festist í stuttklipptu hári en loðnu. Mynd / Norsk landbruk skogur.is/tjalda Velkomin í þjóðskógana í sumar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.