Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 20208 FRÉTTIR Heildarsala á kjöti dregst saman – en kindakjötssalan eykst Sala á íslensku kjöti dróst saman um 7,5% í maí en þá voru seld rúmlega 2.176 tonn. Þá hefur verið samdráttur í heildarkjötsölu yfir heilt ár sem nemur 2,4%. Á sama tíma var aukning í sölu á kindakjöti. Sala á alifuglakjöti er meiri en allt annað, en af því voru seld rúm 748,3 tonn í maí. Í öðru sæti var sala á svínakjöti sem nam tæplega 637,9 tonnum. Kindakjöt var í þriðja sæti en af því voru seld rúm 424,2 tonn. Af nautgripakjöti voru svo seld tæp 347,4 tonn og tæp 18,3 tonn af hrossakjöti. Samdráttur í kjötsölu en samt aukin kinda- og hrossakjötssala Ef litið er á sölu yfir 12 mánaða tímabil lítur dæmið aðeins öðruvísi út. Þar kemur fram að 4,2% samdráttur hefur orðið í sölu á alifuglakjöti, en seld voru tæp 9.390 tonn. Um 4,2% samdráttur í sölu á svínakjöti, en því seldust rúm 6.514 tonn. Þá var 1,8% samdráttur í sölu á nautgripakjöti með heildarsölu upp á tæp 4.721 tonn. Um 1,6% aukning hefur hinsvegar orðið í sölu á kindakjöti og af því seldust tæp 7.060 tonn. Einnig var 0,6% aukning í sölu á hrossakjöti, en af því seldust tæp 696 tonn. /HKr. Niðurstöður vöktunar Matvælastofnunar á súnum: Aukning salmonellusmita í alifuglum og svínum – en ekki fleiri salmonellusýkingar í fólki Matvælastofnun (MAST) hefur birt niðurstöður úr vöktun á súnum fyrir síðasta ár, en það eru sjúkdómar eða sýkingavald- ar sem smitast milli manna og dýra. Fjöldi sýna úr alifuglum og svínum með salmonellusmit jókst nokkuð á síðasta ári miðað við árið á undan og mun skýringuna vera að finna í endurteknum smitum fárra búa þar sem erfitt hefur verið að losna við tiltekna stofna bakteríunnar. Sýkingatilfellum salmonellu í fólki hefur hins vegar ekki fjölgað. Skýringar Matvælastofnunar á því eru að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum mat- vælakeðjunnar sé öflugt á Íslandi sem skili neytendum auknu mat- vælaöryggi. Mikil aukning var í sýkingum fólks af völdum eitur- efnamyndandi E. coli (STEC), sem aðallega má rekja til hrinu sýkinga á ferðaþjónustubýli á Suðurlandi síðasta sumar. Fram til þessa mun tíðni þessarar sýkingar hafa verið mjög lág í fólki hér á landi, eitt til þrjú tilfelli á ári. Telur MAST að niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana sem framkvæmdar voru 2018 og 2019 fyrir STEC í kjöti á markaði benda til að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár. Er mælt með frekari rann- sóknum á algengi STEC í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum til að minnka líkur á að STEC berist í kjötið. Engar breytingar á algengi kampýlóbakter Engar marktækar breytingar komu fram á algengi kampýlóbakter í fólki eða í alifuglum og afurðum þeirra. Kampýlóbakter greindist í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði (2,1% sýna), bæði af inn- lendu og erlendu kjöti. Í öllum til- fellum var um að ræða mjög litla bakteríumengun eða undir grein- ingarmörkum. Vöktun á salmonellu í eldi og á sláturhúsum, samkvæmt lands- áætlunum, lágmarkar að mati Matvælastofnunar hættuna á að smit berist með alifugla- og svína- kjöti í fólk. Heilgenarannsóknir sem framkvæmdar voru á árinu styðji þá niðurstöðu. Eitt sýni úr innlendu svínakjöti á markaði reyndist vera með salmonellu – og telur Matvælastofnun að það sé áminning um að stöðugt sé þörf á því að vera á varðbergi og hvetja til réttrar meðhöndlunar á matvælum hjá neytendum. Aðrar hættulegar bakteríur Í umfjöllun MAST um niðurstöður vöktunarinnar kemur fram að aðrar matarbornar bakteríur, fyrir utan salmonellu og kampýlóbakter, valda sjaldnar sjúkdómi í fólki en í ljósi þess að um mjög alvarlega sjúkdóma geti verið að ræða sé eftirlit með þeim bakteríum ekki síður mikilvægt. Ein slík er listería, sem finnst reglulega í þekktum áhættuafurð- um og framleiðsluumhverfi þeirra. Sérstaklega fylgst með matvælafyrirtækjum Greint er frá átaksverkefni sem hófst á síðasta ári, sem felst í sérstöku eft- irliti með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli tilbúin til neyslu, með áherslu á reyktar og grafnar lagarafurðir, osta og kjötálegg. Farið er sérstaklega yfir sýnatökuáætlun fyrirtækja og fyrirbyggjandi aðgerðir þeirra gegn listeríu. Þá segir í um- fjölluninni að við að innflutnings- eftirlit með dýraafurðum frá löndum utan EES séu reglulega tekin sýni til greininga á salmonellu, listeríu (L. monocytogenes) og E. coli. Á árinu 2019 hafi sýni verið tekin úr sendingum af hrognum, soðinni rækju, mysudufti, kjötafurðum (til- búnum kjúklingaréttum) og gælu- dýrafóðri, en þau hafi öll verið nei- kvæð. /smh Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjárbænda: Ótakmarkaður fjöldi bænda getur tekið þátt – Opnast gífurleg tækifæri, að mati formanns Landssamtaka sauðfjárbænda Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu þann 18. júní samkomulag um að tilraunaverkefni um heimaslátrun hefjist næsta haust. Markmiðið er að leita leiða til að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar, þannig að verklagið sé í samræmi við reglur um heilbrigði og dýravelferð. Verkefninu er því ætlað að auka möguleika sauðfjárbænda á bættri afkomu og sterkari tengingu beint við neytendur. Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, sauðfjárbóndi í Birkihlíð, er í undirbúningshópi verkefnisins. Hún segir að rétt um 40 bú hafi sótt um þátttöku í verkefninu, þó ekki hafi formlega verið auglýst eftir þátttakendum. „Það besta er að allir komast að sem vilja. Það eru engin fjöldatakmörk, við og ráðuneytið viljum að sem flestir verði með. Eins þarf fólk ekki að vera með neina sérstaka aðstöðu, bara gera þetta eins og það hefur gert. Það er verið að vinna í því að útbúa auglýsingu, við höfum aðeins sagt frá þessu á Facebook-síðum og fólk er líka duglegt að hringja og spyrjast fyrir um þetta,“ segir Ragnheiður Lára. Aðkoma dýralækna „Bændurnir og aðstoðarfólk, ef eitthvað slíkt er til staðar, mun sjá um slátrunina sjálfa en dýralæknar koma í lífskoðun og síðan í skoðun eftir slátrun. Það er verið að skoða möguleika á að þar sem ekki fást dýralæknar geti verið mögulegt að nota fjarfundabúnað, sem er mjög spennandi kostur og myndi spara mikinn akstur og tíma. Í verkefninu er lagt upp með að það muni helst ekki leggjast neinn kostnaður á bændurna við að taka þátt í þessu verkefni. Við viljum að sem flestir taki þátt til að fá sem breiðasta grunn og ekki skiptir máli hvernig aðstæður eru,“ segir Ragnheiður Lára. Útbúin gæðahandbók Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu er fyrirhugað að bændur sjái sjálfir um heimaslátrunina en opinbert eftirlit verði í höndum dýralækna á vegum Matvælastofnunar. Ekki liggur endanlega fyrir nákvæmlega hvaða gæðaþáttum verður fylgst með en meðal annars verður sýrustig í vöðva skoðað strax eftir slátrun – og næstu klukkustundir þar eftir – auk þess sem tekin verða örverusýni. Þá verður útbúin gæðahandbók þar sem nauðsynlegar upplýsingar úr slátrun verða skráðar af þátttakendum. Ekki verður heimilt að selja kjötafurðirnar sem koma út úr verkefninu. Áætlað er að niðurstöður verkefnisins liggi fyrir í árslok 2020, en það er ráðuneytið sem fer með stjórn verkefnisins og tekur saman niðurstöður. Opnast gífurleg tækifæri Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, fagnar því að þetta verkefni sé að fara í gang. „Öll undirbúningsvinna hefur verið unnin af bændum í aðgerðarhóp verkefnisins. Án þeirra frumkvæðis væri þetta verkefni ekki orðið til. Aðkoma ráðuneytisins sýnir glöggan vilja stjórnvalda til þess að gera þetta mögulegt. Landssamtök sauðfjárbænda hvetja alla sauðfjárbændur til þátttöku í verkefninu. Með því að færa stærri hluta virðiskeðjunnar til bænda opnast gífurleg tækifæri til nýsköpunar, vöruþróunar og bættrar afkomu bænda,“ segir hún. /smh Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir eru sauðfjár- bændur í Birkihlíð og reka eigin kjötvinnslu. Mynd / HKr. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla Léttar bryggjur við vötn Auðveld uppsetning – úrval fylgihluta. KrÓli ehf. Strandvegur 2, 210 Garðabæ s. 690 1155 koh@kroli.is www.kroli.is ,,Þingvallavatn 2020”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.