Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 17 Úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannes­ ar Nordal, fyrr ver andi seðla­ bankastjóra, fór fram í níunda sinn fyrir skömmu. Markmiðið með styrk veiting unni er að styðja viðleitni einstak linga og hópa sem miðar að því að varðveita menningar verðmæti sem nú verandi kyn slóð hefur fengið í arf. Meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni er Fræðafélag um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Það hlaut 1,5 milljóna króna styrk til að skrá allt forustufé í landinu í miðlægan gagnagrunn, fjarvis.is. Tilgangurinn að skrá ættir forystufjár Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, segir að styrkurinn geri fræðafélaginu kleift að láta klára og endurbæta gagnagrunn fjarvis.is þannig að hann aðgreini forustufé frá öðru fé í landinu. Í kjölfarið af því verða upplýsingar um allt forustufé á landinu skráðar og gerðar aðgengilegar. Daníel segir að skráningin muni skrá ættir forustufjár eins langt aftur og hægt er. „Forustufé er hluti af íslenskum menningararfi sem okkur ber að varðveita og safna upplýsingum um og varðveita. Ættrakningin nær mislangt aftur eftir svæðum, yfirleitt 30 til 40 ár, en í sumum tilfellum nær hún 100 ár aftur í tímann.“ Daníel segir að forustufé sé aðeins til á Íslandi og að það hafi verið viðurkennt sem sérstakur fjárstofn árið 2017 og að skráningin sé fyrsta skrefið í ferli þar sem óskað er eftir að forustufé fari á skrá hjá UNESCO sem dýrategund í útrýmingarhættu. Aðrir styrkhafar Aðrir sem hlutu styrk að þessu sinni er Krumma films ehf., til þess að varðveita kvikmyndaðar heimildir sem rekja sögu homma og lesbía á Íslandi. Sölvi Björn Sigurðsson fékk einnig styrk til vinnslu bókar um ævi afa síns, Magnúsar Ásgeirssonar, sem var afkastamikill og virtur þýðandi á fyrri hluta 20. aldar. Alls bárust 29 umsóknir í ár og hlutu þrjú verkefni styrk úr sjóðnum. Úthlutunarnefndina skipa Hildur Traustadóttir, fulltrúi bankaráðs Seðlabanka Íslands, og er hún jafnframt formaður nefndarinnar, Páll Magnússon, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. /VH Boðið verður upp á eins árs nám í faggreinum fiskeldis. Markmiðið með náminu er að auka við sérþek- kingu nemenda á þáttum sem öll fyrirtæki í fiskeldi eru að vinna að. Til þess að ná því fram verður farið í líffærafræði fiska, markmið ræktunar í fiskeldi, vatns- og umhverfisfræði, sjúkdóma og heilbrigði fiska, fóðrun fiska og næringarfræði, gæðastjórnun (HACCP), tæknimál í rekstri skoðuð og farið vel yfir öryggismál. Námið stendur sem sjálfstætt námsframboð, en gengur jafnframt að fullu til eininga og samsvarar þá einnar annar í námi á námsbraut Fisktækniskóla Íslands í Fisktækni, með sérstakri áherslu á fiskeldi. Nemendum gefst kostur á að koma í raunfærnimat í Fisktækni í samstarfi við Austurbrú og Fræðslu- miðstöð Vestfjarða. Raunfærnimat er ferli þar sem metin er þekking og færni á ákveðnu sviði, svo sem reynsla af starfi, námi eða félagsstörfum. Einnig býður Austurbrú og Fræðslumiðstöð Vestfjarða upp á nám í kjarnafögum (íslensku, ensku, stærðfræði og upplýsingatækni) í janúar 2021. Nánari upplýsingar um raunfærnimat og nám í kjarnafögum ásamt náms- og starfsráðgjöf hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Austurbrú Sími 456 5025 • saedis@frmst.is • www.frmst.is Sími 470 3800 • austurbru@austurbru.is • www.austurbru.is Námið fer fram í fjar- og staðlotum á svæðinu Inntökuskilyrði Grunnskólapróf. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi. Skráningarfrestur er til 10. ágúst 2020. Námið byrjar í september 2020. Nánari upplýsingar um námið og skráning er hjá Fisktækniskólanum Fisktækniskóli Íslands • Víkurbraut 56 • 240 Grindavík Sími 412 5966 • klemenz@fiskt.is • www.fiskt.is Grunnnám faggreina í Fisktækni-fiskeldi Boðið verður upp á námið á Austurlandi og Vestfjörðum LÍF&STARF Menningarsjóður Jóhannesar Nordal: Fræðafélag um forustufé hlaut 1,5 milljóna króna í styrk Daníel Hansen, forstöðumaður Fræða seturs um forustufé. Sölvi Björn Sigurðsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Daníel Hansen, Jóhannes Nordal, Ásgeir Jónsson og Hildur Traustadóttir. Mynd / Seðlabanki Íslands Bænda 16. júlí Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.