Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 43 hefur verið rakið eru ekki allir sannfærðir um að rétt sé að skipta unnvörpum úr því að framleiða kjúklingakjöt með hraðvaxta tegundinni Ross 308 og yfir í Ranger Gold. Umræða meðal neytenda skiptir þó höfuðmáli þegar kemur að markaðs­ ákvörðunum og nú þegar hafa stórir notendur og seljendur á kjúklingum eins og skyndibitakeðjan KFC og þýska lágvöruverslunarkeðjan Lidl ákveðið að skipta yfir í kjúklingakjöt af hægvaxta kjúklingum. Aðrar stórar keðjur í Danmörku eins og Coop og Salling Group, sem rekur m.a. þekktar keðjur eins og Føtex, Bilka og Netto, hafa ekki tekið sömu ákvörðun en halda öllum möguleikum opnum og vilja sjá hvort þessi ákvörðun Danpo sé í raun rétt eða ekki. Neytendur ráða Vegna mikils innflutnings á ódýru kjúklingakjöti til Danmerkur er alls óvist hvort þessi nýja stefna Danpo reynist rétt eða ekki. Þegar allt kemur til alls eru það nefnilega neytendurnir sem í raun velja hvaða leið verður farin, enda er oft sagt að þeir velji leiðirnar með veskjunum sínum. Danpo er því í raun að veðja á það hvernig neytendur muni að tveimur árum liðnum haga sér þegar kemur að innkaupum á kjúklingakjöti. Dönsku kjúklingabændurnir vonast einnig til þess að með þessari aðgerð geti þarlendir neytendur betur tekið upplýsta ákvörðun um kjötkaup sín og stutt þarlenda framleiðslu frekar en að kaupa innflutt kjöt. Fari svo að neytendurnir kjósi heldur að kaupa dýrari kjúkling, með stærra sótspori en mögulega með betri dýravelferð, þá liggur fyrir að allar stórar verslunarkeðjur Danmerkur muni fylgja stefnu Danpo. 87% með Ross 308 Danir eru umfangsmiklir þegar kemur að kjúklingaeldi og ­slátrun en árleg slátrun þar í landi er um 104 milljónir kjúklinga og þar af voru í fyrra 87% allra slátraðra kjúklinga af tegundinni Ross 308. Sé litið til landsins alls þá eru ekki nema 18 af um 200 kjúklingabændum sem eru í dag með Ranger Gold kjúklinga í framleiðslu. Danpo er eins og áður segir stærsta fyrirtækið í eldi, slátrun og vinnslu á kjúklingum og er með um 50% markaðshlutdeild í Danmörku. Þá er fyrirtækið einnig stærst á Norðurlöndunum á þessu sviði en kjúklingaframleiðendurnir sem standa að fyrirtækinu eru 70. Eldi á hraðvöxnum Ross 308 kjúklingum hefur oft verið milli tannanna á dýraverndarfólki. Þar hefur þó fyrst og fremst verið deilt um eldi í búrum og þéttleika fugla í eldishúsum sem valdið hefur vandræðum. Ekkert liggur samt fyrir um að það sem deilt hefur verið um muni lagast við það að skipta yfir í hægvaxnari fugla af Ranger Gold stofni. Áhættumat erfðablöndunar og sjálfbærir villtir laxastofnar Bent hefur verið á að þegar um er að ræða sterkan laxastofn í veiðiá eru minni líkur á að eldislax geti valdið erfðablöndun. Það þarf því að tryggja að í hverri veiðiá á eldissvæðum séu sterkir sjálf- bærir laxastofnar sem er ein mik- ilvægasta mótvægisaðgerðin til að hindra eða draga verulega úr líkum á að erfðablöndun geti átt sér stað. Tillögur starfshóps Á árinu 2017 var gefin út skýrsla starfshóps um stefnumótun í fisk­ eldi en tillögurnar voru grunnur að þeim breytingum sem voru gerðar á lögum um fiskeldi sam­ þykkt á Alþingi Íslendinga á ár­ inu 2019. Stefnumótunarhópurinn benti á mikilvægi sterkra villtra laxastofna án þess að kom með til­ lögur. Því miður var megináhersla í þeirri vinnu að tryggja fjárhags­ legan ávinning laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila. Mál er varðar umhverfisvernd fengu lítið vægi þrátt fyrir að í stefnumótunarhópnum væru opin­ berir fulltrúar m.a. frá umhverfis­ og auðlindaráðuneytinu. Mikilvægt að stjórna veiðiálagi Vöktun á ástandi laxastofna í veiðiám á eldissvæðum er mikilvægur hluti mótvægisaðgerða að því gefnu að jafnframt verði veiðiálagi stjórnað og þannig tryggður hæfilega stór hrygn­ ingarstofn að hausti. Viðmiðið er því að í laxveiðiám sé alltaf nægilegur fjöldi hrygningarfiska að hausti til að tryggja eðlilega nýliðun og sjálf­ bærni. Vöktunaraðferðir hér á landi Í nokkrum veiðiám á Íslandi er fylgst með fjölda laxfiska sem ganga upp í ána með árvökum og þannig hægt að fá upplýsingar um stærð hrygn­ ingarstofns að hausti. Jafnframt er í sumum tilvikum fylgst með þéttleika seiða, en þær rannsóknir geta ekki staðfest hvort lítill þéttleiki seiða sé vegna þess að hrygningarstofn hafi verið of lítill eða aðrar ástæður skýri slaka nýliðun. Í fjölmörgum veiðiám eru engar rannsóknir og því ekki til staðar upplýsingar um stærð hrygn­ ingarstofns að hausti og hvort það sé sjálfbær nýting á stofninum. Vöktunaraðferðir í Noregi Samfara uppbyggingu laxeldis í Noregi hefur vöktun með villtum laxastofnum verið aukin og eru um 200 veiðiár vaktaðar. Vöktunin er að því leyti ólík því sem gerist hér á landi að áhersla er lögð á að meta stofn­ stærð að hausti með að telja fiskana í veiðiánum. Hér er vöktunin færð sem næst atburði, þ.e.a.s. hrygningunni, og þannig fást nákvæmar upplýsingar um stöðu hrygningarstofnsins. Árlega eru birtar upplýsingar í Noregi um ástand einstakra laxastofna á vefnum http:// www.vitenskapsradet.no Hve margir hrygningarfiskar? Til að tryggja sjálfbæra nýtingu á laxastofnum á eldissvæðum þarf að vera í veiðiám ákveðinn fjöldi hrygn­ ingarfiska, það krefst m.a. að: • Það þurfa að liggja fyrir upplýsingar um hve margir hrygningarlaxar þurfa að vera til staðar í veiðiám til að tryggja sjálfbærni. Það krefst rannsókna á laxastofnum í veiðiám á eldissvæðum. • Með vöktun og veiðistjórnun að nægilega margir hrygn ingarfiskar séu í veiðiám að hausti fyrir hrygningu. Hver á að greiða? Það má ljóst vera að eigendur lítilla veiðiáa hafa takmörkuð fjárráð til að láta framkvæma rannsóknir í sínum ám. Jafnframt yrðu slíkar rannsóknir fyrst og fremst gerðar vegna uppbyggingar laxeldis í sjókvíum á svæðinu. Það er því vart sanngjarnt að eigendur veiðiáa greiði fyrir rannsóknirnar. Hér er eðlilegt að Umhverfissjóður sjókvíaeldis, sem fjármagnaður er af laxeldisfyrirtækjum, greiði kostnaðinn. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sjóðnum skal greiða kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. Valdimar Ingi Gunnarsson. Þverá. FISKNYTJAR&NÁTTÚRA KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hljóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Gerðu kröfur — hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 eða sendu línu á gma@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Loftpressur í hæsta gæðaflokki Slökkvirörið frá Scotty FireFighter inniheldur 15 cm langt kvoðuhylki í föstu formi. Einfalt í notkun; tengist við garðslöngur og stærri slöngur. Lausnin er umhverfisvæn. Við stöðugt rennsli á 4,5 börum dugar hleðslan í 60 mín. Hentar mjög vel við 2,5 til 5,9 bör. Fyrir bændur, sumarhús, slökkvilið og hvern þann sem þarf að hafa góðan búnað við hendina. Skutull ehf. S. 773-3131 & 842-1314
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.