Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202014 HLUNNINDI&VEIÐI FRÉTTIR Verkefnið Future Kitchen er eitt þeirra verkefna sem Matís stýrir og starfar að. Það er styrkt af EIT Food, undirstofnun Evrópusambandsins. Mynd / Algaennovation Matís stýrir Evrópuverkefni: Skordýraborgarar og smáþörungar Sjálfbærni er hugtak sem mikið er í umræðunni þessa dagana og er það í fullu samræmi við sjálfbærn- imarkmið, eða heims markmið, Sameinuðu þjóðanna fyrir allar þjóðir heims fyrir árið 2030. Flestum er orðið ljóst að betur má ef duga skal þegar litið er til sjálf­ bærrar nýtingar auðlinda jarðar, svo tryggja megi mögu leika framtíðar­ kynslóða til að eiga þess kost að nýta þessar auðlindir sér til næringar og lífs. Eitt af því sem þarf að vinna að er endurhugsun fæðukerfisins, þar sem matvælatækni og matvælavís­ indi eru lykill í því að finna leiðir til að nýta betur, á sjálfbæran hátt, vannýttar en ríkulegar auðlindir jarðarinnar. Evrópuverkefni sem Matís stýrir Um þetta snýst Evrópuverkefni sem Matís stýrir og starfar að í samstarfi við framsækin fyrirtæki, stofnanir og háskóla í Evrópu. Verkefnið miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um og jákvæðra viðhorfa til nýrra sjálfbærra fæðuleiða og það hvernig tækni og vísindi eru nauðsynlegur þáttur þar. Verkefnið kallast Future Kitch en og er eitt þeirra verkefna sem Matís stýrir og starfar að, sem styrkt er af EIT Food, undirstofnun Evrópu­ sambandsins. Gagn og gaman Rakel Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Matís, segir að í verkefninu sé upplýsingum um fæðuleiðir, sem nýttar eru á sjálfbæran hátt, miðlað í myndbandaformi. „Þar er skemmtimennt (e. infotainment) notuð til að koma upplýsingunum til ungs fólks, helsta markhóps ver­ kefnisins, á áhugaverðan og einnig skemmtilegan hátt, meðal annars með notkun sýndarveruleikamynd­ banda.“ „Future Kitchen“ „Á þessu ári hefur þegar verið gefið út Future Kitchen sýndar­ veruleikamyndband sem sýnir sjálfbæra ræktun smáþörunga í sér­ hönnuðu ræktunarkerfi innanhúss hjá fyrirtækinu Algaennovation á Íslandi, en fyrirtækið nýtir jarð­ varma til ræktunarinnar. Annað sýndarveruleikamyndband, sem væntanlegt er fljótlega, sýnir ræktun skordýra til fæðu, en svissneska fyrirtækið Essento gerir skordýraborgara sem grill­ aðir eru úti við í góðra vina hópi í myndbandinu.“ Að sögn Rakelar eru bæði skor­ dýr og smáþörungar næringar rík fæða og ríkuleg auðlind á jörðu. „Talið er að milli 30.000 til ein milljón tegundir smáþörunga fyr­ irfinnist á jörðinni, en einungis innan við 10 tegundir eru nýttar til fæðu eða í fæðubótarefni í dag. Þá má geta þess að auk þess að vera næringarbomba eru smáþörungar hin raunverulega uppspretta hinna mikilvægu Omega3 fitusýra, en fiskur fær þessar nauðsynlegu fitusýrur úr smáþörungunum. Að auki er framleiðsla smáþörung­ anna hjá Algaennovation kolefnis­ neikvæð, í stað þess að menga losar framleiðslan súrefni út í umhverfið.“ Sýndarveruleiki Sýndarveruleikamyndböndin má horfa á í þar til gerðum sýndar­ veruleikagleraugum, en einnig á tvívíðum skjá með því að hreyfa bendilinn um skjáinn (eða hreyfa skjásíma/spjaldtölvu til og frá). Myndböndin eru aðgengi­ leg á Youtube­síðu Matís og á FoodUnfolded.com. /VH Rakel Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Norðlenska styður við aukna svínarækt Eigendur að Syðri-Bægisá hlutu umhverfisverðlaun Hörgársveitar fyrir árið 2020. Umhverfis­ og skipulagsnefnd sveitarfélagsins sér um umhverfis­ verðlaunin og tók ákvörðun sína í upphafi árs, en sveitarstjórn Hörgár­ sveitar færði ábúendum verðlaunin og nýtti til þess 10 ára afmælisdag Hörgársveitar. Ábúendur á Syðri­Bægisá eru þau Ragnheiður M. Þorsteinsdóttir og Helgi Bjarni Steinsson og stunda þau kúabúskap á jörð sinni. Nýtt fjós var tekið í notkun þar sumarið 2018. Það er vel tækjum búið og vinnuaðstaða eins og best verður á kosið. /MÞÞ Norðlenska breytti fyrirkomulagi við innkaup á svínakjöti á árinu þannig að dregið var aðeins úr slátrun en aukin innkaup á inn- lendum skrokkhlutum eins og framleiðslunni hentar á hverjum tíma. Svínakjöt er mikilvægt hrá­ efni inn í vinnslur Norðlenska og undirstaðan í stórum vöruflokkum eins og áleggsvörum. Fram kemur í fréttabréfi fyrirtækisins að mikil samkeppni sé í svínakjötsafurðum þar sem fáir stórir og stækkandi aðilar eru ráðandi á markaði. „Ljóst er að með aukinni sam­ þjöppun í svínarækt og úrvinnslu þyngist róðurinn frekar fyrir minni aðila og því er afar áhugavert fyrir Norðlenska að taka með einhverj­ um hætti þátt í og styðja við aukna svínarækt á starfssvæði félagsins,“ segir í fréttabréfi Norðlenska. / MÞÞ Hlutafé aukið í Norðlenska Samþykkt var heimild til stjórn- ar Norðlenska að auka hlutafé í félaginu um allt að 200 milljónir króna á síðasta aðalfundi. Stjórn mun væntanlega freista þess að auka hlutaféð á þessu starfsári. Á aðalfundinum var kosin ný stjórn Norðlenska. Úr stjórninni fóru Óskar Gunnarsson og Erla Björg Guðmundsdóttir. Í þeirra stað komu ný í stjórn Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Ingvi Stefánsson. Aðrir í stjórn eru Sigurgeir Hreinsson, Rúnar Sigurpálsson og Gróa Jóhannsdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar var Rúnar kjörinn formaður, Sigurgeir varaformaður og Gróa ritari. /MÞÞ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg (t.h.), og Guðmundur Marías Jensson, formaður Stangaveiðifélags Selfoss, þegar veiðin hófst formlega í ánni að morgni 24. júní. Reiknað með góðri veiði í Ölfusá í sumar „Okkur líst mjög vel á sumarið, áin lítur vel út og veiðin fer vel af stað hjá okkur, þetta verður gott veiði sumar,“ segir Guðmundur Marías Jensson, formaður Stanga- veiðifélags Selfoss. Veiði í Ölfusá hófst formlega miðvikudaginn 24. júní klukkan 07.00. Um leið fengu félagsmenn og gestir þeirra að skoða nýtt og glæsilegt veiðihús félagsins, sem verður formlega tekið í notkun í haust. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, hóf veiðisumarið í Ölfusá með aðstoð formannsins. /MHH Nýja veiðihúsið við Ölfusá á Selfossi er glæsilegt í alla staði og er það tæplega 90 fermetrar að stærð. Byggingastjóri hússins var Agnar Pétursson, húsasmíðameistari og félagi í stangaveiðifélaginu. Hörgársveit: Bændur á Syðri-Bægisá fengu umhverfisverðlaun Axel Grettisson, oddviti Hörgársveitar, Ragnheiður M. Þorsteinsdóttir og Helgi Bjarni Steinsson, bændur á Syðri-Bægisá, og Jón Þór Benediktsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar Hörgársveitar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.