Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202010 FRÉTTIR Landssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum: Rjóminn í íslenskri hrossarækt – Stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti hlaut Sleipnisbikarinn Landssýning kynbótahrossa var haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu um síðustu helgi en þar voru samankomnir helstu gæð- ingar landsins. Þátttökurétt áttu tíu hæst dæmdu kynbótahross vorsins í öllum flokkum, auk stóð- hesta með afkvæmaverðlaun. Þegar ljóst var að Landsmót hestamanna yrði blásið af vegna kórónuveirufaraldursins var fljót- lega ákveðið að stefna að sýn- ingarhaldinu til þess að svala þorsta aðdáenda íslenska hestsins. Veðrið var eins og best verður á kosið og var greinilegt að um 1.200 gestir í brekkunni nutu dagsins til fullnustu. Hundruð áhorfenda fylgd- ust með beinu streymi af sýningunni á netinu víða um heim en þeir gátu valið um lýsingar á íslensku, ensku og þýsku. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með sýninguna sem stóð í einn dag. Það var hátíðleg stund þegar ræktendur og knapar tóku á móti verðlaunum fyrir hæst dæmdu hryssur og stóðhesta í sínum aldurs- flokkum. Sleipnisbikarinn og afkvæmaverðlaun Sleipnisbikarinn, heiðursverð- laun íslenskrar hrossaræktar, sem Bændasamtökin veita venjulega á Landsmóti hestamanna þeim stóð- hesti sem stendur efstur til afkvæma, var afhentur ræktendum Skýrs frá Skálakoti en hann er 13 vetra stóð- hestur með 128 stig í aðaleinkunn í kynbótamati og 52 sýnd afkvæmi. Guðmundur Viðarsson, ræktandi Skýrs og bóndi í Skálakoti, tók á móti Sleipnisbikarnum ásamt Jakobi Svavari Sigurðssyni, sem er meðeig- andi hans og hefur séð um þjálfun þessa mikla gæðings. Afkvæmaverðlaun stóðhesta voru afhent ræktendum. Fyrstu verð- laun fyrir afkvæmi hlutu Stormur frá Herríðarhóli, Ölnir frá Akranesi, Konsert frá Hofi og Skaginn frá Skipaskaga. Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi hlutu Loki frá Selfossi, Óskasteinn frá Íbishóli og áður- nefndur Skýr frá Skálakoti. Allir verðlaunagripir sem veittir eru á landsmótum í einstaklingssýningum og fyrir afkvæmahesta voru veittir á sýningunni. Mikilvægur vettvangur til að kynna ræktunina Þorvaldur Kristjánsson, ráðunautur í hrossarækt, sagði í aðdraganda sýningarinnar að mikilvægt væri að veita ræktendum og hesta- eigendum vettvang til að kynna sína ræktun. „Það er nauðsynlegt að við sam- einumst öll um þennan dag íslenskri hrossarækt til heiðurs og framdráttar; sýna heiminum að Ísland, uppruna- land íslenska hestsins, er sannarleg uppspretta gæða í hrossavali,“ sagði Þorvaldur. Það var Félag hrossabænda, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Horses of Iceland hjá Íslandsstofu og félagið Rangárbakkar sem áttu veg og vanda af sýningarhaldinu. Fleiri myndir á bbl.is Upplýsingar um hestakostinn og fleiri myndir frá Landssýningu kynbótahrossa árið 2020 er að finna á vef Bændablaðsins, bbl.is. /TB Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, ásamt aðgerðahópi sauðfjárbænda, auglýsir eftir þátt- takendum í tilraunaverkefni um heimaslátrun. Verkefnið byggir á samkomulagi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra og Landsamband Sauðfjárbænda gerði í júní sl. Markmið þess er að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að upp- fyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig verði leitast við að bæta afkomu sauð- fjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla. Fyrirhugað er að bændur framkvæmi heima- slátrun sjálfir á bæjunum og opinbert eftirlit verði framkvæmt af dýralæknum á vegum Matvæla stofnunar. Kostnaður vegna dýra- læknaþjónustu verkefnisins greiðist af ráðu- neytinu. Kjöt af gripum sem slátrað verður í tilraunaverkefninu verður ekki selt. Tilkynningar um þátttöku og frekari upplýsingar: Þröstur Heiðar Erlingsson í Birkihlíð (raggalara@gmail.com), s: 6905528 Guðný Harðardóttir í Breiðdalsbita (gudnyhardar@gmail.com), s: 865 0313 Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum (husavik@simnet.is), s: 8458393 Pétur Snæbjörnsson í Reynihlíð (petur@reynihlid.is), s: 894 4171 Nánari upplýsingar er einnig að finna á heima- síðu Landssamtaka sauðfjárbænda, saudfe.is Frestur til að tilkynna þátttöku er til og með 12. júlí. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Tilraunaverkefni um heimaslátrun Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti, með Sleipnisbikarinn. Félagar í hestamannafélögum á Suðurlandi afhentu verðlaun á sýningunni. Fenrir frá Feti, einn af Lokasonum, vakti verðskuldaða athygli enda glæsilegt hross. Þeir Jón Vilmundarson og Þorvaldur Kristjánsson sátu í þulaskúrnum og héldu áhorfendum upplýstum um gang mála. Ragnhildur Loftsdóttir veitti Álfadísarbikarnum viðtöku fyrir hæst dæmdu 4. vetra hryssu vorsins, Drift frá Austurási. Leynir frá Garðshorni á Þelamörk hlaut fyrstu verðlaun í flokki fimm vetra stóðhesta. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, afhenti Sleipnisbikarinn. Honum á vinstri hönd er Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, sem stjórnaði verðlaunaveitingu af röggsemi. Myndir / TB Hlynur Guðmundsson, knapi og bóndi á Svanavatni, á fljúgandi skeiði á gæðingshryssunni Öskju frá Efstu-Grund, Skýrsdóttur. Heiðrún Sigurðardóttir, doktorsnemi við LbhÍ og SLU í Svíþjóð, var á sýningunni og safnaði DNA-sýnum úr tagli úrvalshrossa. Markmiðið er að bera kennsl á þau gen sem hafa áhrif á getu og gæði gangtegunda íslenskra hrossa. Hér er hún með Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur knapa. Kátir áhorfendur í brekkunni. Pétur Halldórsson, ráðunautur hjá RML, var sýningarstjóri á Hellu. Skýr frá Skálakoti með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.