Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202034 Alvöru verkfæri fyrir verktaka og sveitarfélög 480 0000 - 480 0400 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is - sala@jotunn.is Vesturhrauni 3 - 210 Garðabæ // Austur veg 69 - 800 Selfossi Það fer vel um þig í vinnufatnaði frá Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna UTAN ÚR HEIMI Sjaldgæfir kaktusar eru víða að hverfa úr náttúrulegu umhverfi sínu vegna ólöglegrar verslunar með plöntur. Ólögleg verslun með plöntur: Stórtækir kaktusaþjófar Laganna verðir á landamærum Bendaríkja Norður-Ameríku og Mexíkó eiga í baráttu við hópa kaktusaþjófa sem fara um eyði- mörkina beggja megin landa- mæranna og stinga upp sjaldgæfa kaktusa. Svo mikil er eftirsóknin í sumar tegundir að hætt er við að þeir deyi hreinlega út í sínu nátt- úrulega umhverfi. Í hverjum mánuði eru kaktusaþjóf- ar við landamærin handsamaðir með þúsundir eintaka af plöntum sem þeir hafa grafið upp með rót og síðan selt á svörtum og ekki svo svörtum markaði á netinu til safnara um allan heim. Reyndar er það svo að lögreglan hefur upprætt heilu glæpahringina sem stunda skipulega ólöglega versl- un með plöntur en jafnóðum spretta upp nýir eins og fíflar í túni. Vandinn við margar tegundir eft- irsóttustu kaktusanna er að þeir eru mörg ár og jafnvel áratugi að vaxa og endurnýja sig ekki eftir að þeir eru grafnir upp. Alþjóleg vernd Einn þessara kaktusa, Ariocarpus fissuratus, vex á afmörkuðum svæðum í Mexíkó og Texas og er mjög eftirsóttur af kaktusasöfn- urum um allan heim. Tegundin, sem kallast steinkaktus, er marga áratugi að ná þroska til að blómg- ast og mynda fræ. Kaktusinn, sem er með djúpa stólparót og lifir sjaldnar af að vera grafinn upp og fluttur milli staða, hefur horfið af stórum svæðum og er í dag meðal lífvera sem bannað er að versla með á alþjóðamarkaði. Stórt eftirlitssvæði Svæði sem reynt er að vakta vegna kaktusaþjófnaðar er gríðarlega stórt og því erfitt að fylgjast með mannaferðum á því og hver til- gangur ferðanna sé. Vitað er um dæmi þess að þjófar í gervi ferða- manna hafi farið um svæði þar sem sjaldgæfa kaktusa er að finna og staðsett þá með GPS og svo komið í skjóli nætur og grafið þá upp. Einnig hafa menn keypt landsvæði þar sem kaktusar hafa fengið að vaxa óáreittir í hundrað ár og hafið eins konar námagröft þar til búið er að grafa alla kaktusana upp. /VH Ástralir hafa búið til spákort sem sýnir væntanlegar hita- og úrkomubreytingar vegna hlýnun- ar jarðar og áhrif þeirra á ræktun vínþrúgna í álfunni. Kortið gerir vínræktendum kleift að sjá fyrir hvaða yrki gefa mest af sér í fram- tíðinni. Kortið nær yfir 71 vínræktar- svæði í suðurhluta Ástralíu og sýnir hita- og úrkomubreytingar í framtíð- inni og um leið hvaða yrki vínþrúgna muni standa sig best á hverju svæði. Að sögn vínræktenda í Ástralíu mun kortið koma að góðum notum þar sem árlega eru flutt út vín fyrir um 2,78 milljarða bandaríkjadali, eða um 386 milljarða íslenskra króna. Skipta þarf um yrki Hitaspár sýna svo ekki verður um villst að hiti í Ástralíu og víðast annars staðar í heiminum mun hækka á næstu árum og áratugum og að vínbændur verða að aðlagast breytingunum með því að skipta um þrúgur. Þetta þýðir að bændur sem rækta þrúgur eins og pinot noir og chardonnay þurfa að skipta þeim út fyrir hitaþolnari yrki eins og shiraz. Þeir sem standa að gerð kortsins, sem tók fjögur ár, segja að það sé unnið í samræmi við nýjustu spár um hita- og úrkomubreytingar á vínræktarsvæðunum sem það nær yfir og að þær eigi að gilda til ársins 2100. Reiknað er með að hiti á svæðunum muni að meðaltali hækka um 3 °C á tímabilinu auk þess sem spár gera ráð fyrir aukinni tíðni hitabylgja og minni úrkomu. Í sumum tilfellum verður ekki nóg fyrir bændur að skipta út yrkju og því einnig nauðsynlegt að flytja ræktunina í meiri hæð og úr suðurhlíðum þar sem hiti er ekki eins mikill. Einnig er líklegt að víða þurfi að koma upp vökvunarbúnaði þar sem hann hefur ekki verið nauðsynlegur til þessa. Svipuð kort væntanleg fyrir aðra starfsemi Fastlega má reikna með að fljótlega muni fleiri svipuð kort liggja fyrir þar sem meðal annars verður spáð fyrir um breytingar í skógrækt, vatnsbúskap og ferðamennsku svo dæmi séu tekin. /VH Vínrækt í Ástralíu: Framtíðaræktunarsvæði kortlögð eftir yrkjum Shiraz-þrúgur ræktaðar í Ástralíu. Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.