Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 49 Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið. Peysan er prjónuð með gatamynstri og hringlaga berustykki, úr 1 þræði af DROPS Eskimo eða 2 þráðum af DROPS Air. Báðar garntegundir fást hjá Handverkskúnst. Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) Yfirvídd: 88 (98) 110 (120) 130 (142) cm. Garn: DROPS Eskimo Rauður nr 08: 550 (650) 700 (750) 850 (900) g Eða notið: DROPS Air Hindber nr 25: 400 (450) 500 (500) 600 (600) g Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 7 og 8 – eða þá stærð sem þarf til að 11 lykkjujr og 15 umf í sléttu prjóni verði 10x10 cm. PERLUPRJÓN (prjónað í hring): Umferð 1: 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið Umferð 2: 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt Endurtakið umf 1 og 2. Fram- og bakstykki: Fitjið upp 102 (114) 126 (144) 156 (168) lykkjur á hringprjón nr 7 með 1 þræði Eskimo eða 2 þráðum Air. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar, prjónið stroff þannig: *3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á hringprjón nr 8 og prjónið 2 umf slétt, þar sem í fyrstu umf er fækkað um 6 (6) 6 (12) 12 (12) lykkjur jafnt yfir = 96 (108) 120 (132) 144 (156) lykkjur. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 33 (34) 35 (37) 38 (39) cm, prjónið nú þannig: prjónið fyrstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 42 (48) 54 (60) 66 (72) lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar. Ermi: Fitjið upp 30 (30) 30 (30) 36 (36) lykkjur á sokkaprjóna nr 7 með 1 þræði af Eskimo eða 2 þráðum af Air. Prjónið stroff þannig: 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 8. Prjónið slétt prjón, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 28 (28) 32 (32) 36 (36) lykkjur. Þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 lykkju í uphafi og enda umferðar, endurtakið útaukningu með 8 (8) 6 (6) 5 (5) cm millibili 3 (3) 4 (4) 5 (5) sinnum til viðbótar = 36 (36) 42 (42) 48 (48) lykkjur. Þegar ermin mælist 41 cm í öllum stærðum eru felldar af 6 lykkjur mitt undir ermi (þ.e.a.s. 3 lykkjur í upphafi umf og 3 lykkjur í enda umf) = 30 (30) 36 (36) 42 (42) lykkjur á prjóninum. Prjónið aðra ermi eins. Berustykki: Sameinið ermar og bol á hringprjón nr 8 = 144 (156) 180 (192) 216 (228) lykkjur. Prjónið 0 (1) 2 (3) 4 (5) umf slétt, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 144 (160) 176 (192) 208 (224) lykkjur. Prjónið mynstur A.2 (= 16 l) 9 (10) 11 (12) 13 (14) sinnum í umf. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 63 (70) 77 (84) 91 (98) lykkjur á prjóninum. Prjónið nú 2 umf slétt og fækkið um 15 (20) 25 (30) 35 (40) lykkjur jafnt yfir = 48 (50) 52 (54) 56 (58) lykkjur. Hálsmál: Skipti yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 er prjónað til loka á hæðina er fellt af með sl yfir sl og br yfir br lykkjur. Frágangur: Saumið saman op undir ermum, gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Haustpeysa HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 5 3 7 6 8 4 2 5 9 8 1 4 6 4 5 8 7 9 2 7 6 8 7 6 1 4 3 5 8 2 3 1 2 3 4 3 9 6 2 1 Þyngst 6 9 7 1 2 8 3 9 3 6 5 2 6 1 3 8 9 8 6 5 7 4 2 7 4 9 3 6 4 8 2 7 3 1 5 3 6 7 4 6 1 8 5 1 9 5 9 2 3 4 1 8 6 8 5 6 9 2 5 4 7 6 2 3 9 5 1 9 8 4 2 3 5 9 5 1 8 6 8 7 8 1 5 4 2 6 4 7 Bóndi, smiður og vélvirki FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Friðrik Logi er 10 ára og hefur búið víða en finnst hvergi betra að vera en heima í Skagafirði. Þar býr hann hjá móður sinni í Réttarholti með ógrynni af alls lags dýrum og á Króknum með pabba sínum og hundinum sínum Tímoni. Nafn: Friðrik Logi Hauksteinn Knútsson. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Réttarholt í Akrahreppi + Sauðárkrókur. Skóli: Varmahlíðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Örn. Uppáhaldsmatur: Pitsan hans pabba. Uppáhaldshljómsveit: Queen. Uppáhaldskvikmynd: Deadpool 1 og 2. Fyrsta minning þín? Var 2 ára í hjólaferð í vagni og english bulldog hundurinn okkar hún Aska gafst upp á að hlaupa svo hún fékk að sitja í hjá mér. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, æfi körfubolta, fótbolta, sund og fimleika. Svo spila ég á píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi, smiður og vélvirki. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég skaut fyrsta lundann minn snemma í vor. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Keyra crossarann minn, skjóta í mark og lifa lífinu! Næst » Ég skora á Rakel Sonju Ámundadóttir að svara næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.