Bændablaðið - 02.07.2020, Page 49

Bændablaðið - 02.07.2020, Page 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 49 Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið. Peysan er prjónuð með gatamynstri og hringlaga berustykki, úr 1 þræði af DROPS Eskimo eða 2 þráðum af DROPS Air. Báðar garntegundir fást hjá Handverkskúnst. Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) Yfirvídd: 88 (98) 110 (120) 130 (142) cm. Garn: DROPS Eskimo Rauður nr 08: 550 (650) 700 (750) 850 (900) g Eða notið: DROPS Air Hindber nr 25: 400 (450) 500 (500) 600 (600) g Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 7 og 8 – eða þá stærð sem þarf til að 11 lykkjujr og 15 umf í sléttu prjóni verði 10x10 cm. PERLUPRJÓN (prjónað í hring): Umferð 1: 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið Umferð 2: 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt Endurtakið umf 1 og 2. Fram- og bakstykki: Fitjið upp 102 (114) 126 (144) 156 (168) lykkjur á hringprjón nr 7 með 1 þræði Eskimo eða 2 þráðum Air. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar, prjónið stroff þannig: *3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á hringprjón nr 8 og prjónið 2 umf slétt, þar sem í fyrstu umf er fækkað um 6 (6) 6 (12) 12 (12) lykkjur jafnt yfir = 96 (108) 120 (132) 144 (156) lykkjur. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 33 (34) 35 (37) 38 (39) cm, prjónið nú þannig: prjónið fyrstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 42 (48) 54 (60) 66 (72) lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar. Ermi: Fitjið upp 30 (30) 30 (30) 36 (36) lykkjur á sokkaprjóna nr 7 með 1 þræði af Eskimo eða 2 þráðum af Air. Prjónið stroff þannig: 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 8. Prjónið slétt prjón, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 28 (28) 32 (32) 36 (36) lykkjur. Þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 lykkju í uphafi og enda umferðar, endurtakið útaukningu með 8 (8) 6 (6) 5 (5) cm millibili 3 (3) 4 (4) 5 (5) sinnum til viðbótar = 36 (36) 42 (42) 48 (48) lykkjur. Þegar ermin mælist 41 cm í öllum stærðum eru felldar af 6 lykkjur mitt undir ermi (þ.e.a.s. 3 lykkjur í upphafi umf og 3 lykkjur í enda umf) = 30 (30) 36 (36) 42 (42) lykkjur á prjóninum. Prjónið aðra ermi eins. Berustykki: Sameinið ermar og bol á hringprjón nr 8 = 144 (156) 180 (192) 216 (228) lykkjur. Prjónið 0 (1) 2 (3) 4 (5) umf slétt, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 144 (160) 176 (192) 208 (224) lykkjur. Prjónið mynstur A.2 (= 16 l) 9 (10) 11 (12) 13 (14) sinnum í umf. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 63 (70) 77 (84) 91 (98) lykkjur á prjóninum. Prjónið nú 2 umf slétt og fækkið um 15 (20) 25 (30) 35 (40) lykkjur jafnt yfir = 48 (50) 52 (54) 56 (58) lykkjur. Hálsmál: Skipti yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 er prjónað til loka á hæðina er fellt af með sl yfir sl og br yfir br lykkjur. Frágangur: Saumið saman op undir ermum, gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Haustpeysa HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 5 3 7 6 8 4 2 5 9 8 1 4 6 4 5 8 7 9 2 7 6 8 7 6 1 4 3 5 8 2 3 1 2 3 4 3 9 6 2 1 Þyngst 6 9 7 1 2 8 3 9 3 6 5 2 6 1 3 8 9 8 6 5 7 4 2 7 4 9 3 6 4 8 2 7 3 1 5 3 6 7 4 6 1 8 5 1 9 5 9 2 3 4 1 8 6 8 5 6 9 2 5 4 7 6 2 3 9 5 1 9 8 4 2 3 5 9 5 1 8 6 8 7 8 1 5 4 2 6 4 7 Bóndi, smiður og vélvirki FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Friðrik Logi er 10 ára og hefur búið víða en finnst hvergi betra að vera en heima í Skagafirði. Þar býr hann hjá móður sinni í Réttarholti með ógrynni af alls lags dýrum og á Króknum með pabba sínum og hundinum sínum Tímoni. Nafn: Friðrik Logi Hauksteinn Knútsson. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Réttarholt í Akrahreppi + Sauðárkrókur. Skóli: Varmahlíðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Örn. Uppáhaldsmatur: Pitsan hans pabba. Uppáhaldshljómsveit: Queen. Uppáhaldskvikmynd: Deadpool 1 og 2. Fyrsta minning þín? Var 2 ára í hjólaferð í vagni og english bulldog hundurinn okkar hún Aska gafst upp á að hlaupa svo hún fékk að sitja í hjá mér. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, æfi körfubolta, fótbolta, sund og fimleika. Svo spila ég á píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi, smiður og vélvirki. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég skaut fyrsta lundann minn snemma í vor. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Keyra crossarann minn, skjóta í mark og lifa lífinu! Næst » Ég skora á Rakel Sonju Ámundadóttir að svara næst.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.