Bændablaðið - 02.07.2020, Qupperneq 10

Bændablaðið - 02.07.2020, Qupperneq 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202010 FRÉTTIR Landssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum: Rjóminn í íslenskri hrossarækt – Stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti hlaut Sleipnisbikarinn Landssýning kynbótahrossa var haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu um síðustu helgi en þar voru samankomnir helstu gæð- ingar landsins. Þátttökurétt áttu tíu hæst dæmdu kynbótahross vorsins í öllum flokkum, auk stóð- hesta með afkvæmaverðlaun. Þegar ljóst var að Landsmót hestamanna yrði blásið af vegna kórónuveirufaraldursins var fljót- lega ákveðið að stefna að sýn- ingarhaldinu til þess að svala þorsta aðdáenda íslenska hestsins. Veðrið var eins og best verður á kosið og var greinilegt að um 1.200 gestir í brekkunni nutu dagsins til fullnustu. Hundruð áhorfenda fylgd- ust með beinu streymi af sýningunni á netinu víða um heim en þeir gátu valið um lýsingar á íslensku, ensku og þýsku. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með sýninguna sem stóð í einn dag. Það var hátíðleg stund þegar ræktendur og knapar tóku á móti verðlaunum fyrir hæst dæmdu hryssur og stóðhesta í sínum aldurs- flokkum. Sleipnisbikarinn og afkvæmaverðlaun Sleipnisbikarinn, heiðursverð- laun íslenskrar hrossaræktar, sem Bændasamtökin veita venjulega á Landsmóti hestamanna þeim stóð- hesti sem stendur efstur til afkvæma, var afhentur ræktendum Skýrs frá Skálakoti en hann er 13 vetra stóð- hestur með 128 stig í aðaleinkunn í kynbótamati og 52 sýnd afkvæmi. Guðmundur Viðarsson, ræktandi Skýrs og bóndi í Skálakoti, tók á móti Sleipnisbikarnum ásamt Jakobi Svavari Sigurðssyni, sem er meðeig- andi hans og hefur séð um þjálfun þessa mikla gæðings. Afkvæmaverðlaun stóðhesta voru afhent ræktendum. Fyrstu verð- laun fyrir afkvæmi hlutu Stormur frá Herríðarhóli, Ölnir frá Akranesi, Konsert frá Hofi og Skaginn frá Skipaskaga. Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi hlutu Loki frá Selfossi, Óskasteinn frá Íbishóli og áður- nefndur Skýr frá Skálakoti. Allir verðlaunagripir sem veittir eru á landsmótum í einstaklingssýningum og fyrir afkvæmahesta voru veittir á sýningunni. Mikilvægur vettvangur til að kynna ræktunina Þorvaldur Kristjánsson, ráðunautur í hrossarækt, sagði í aðdraganda sýningarinnar að mikilvægt væri að veita ræktendum og hesta- eigendum vettvang til að kynna sína ræktun. „Það er nauðsynlegt að við sam- einumst öll um þennan dag íslenskri hrossarækt til heiðurs og framdráttar; sýna heiminum að Ísland, uppruna- land íslenska hestsins, er sannarleg uppspretta gæða í hrossavali,“ sagði Þorvaldur. Það var Félag hrossabænda, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Horses of Iceland hjá Íslandsstofu og félagið Rangárbakkar sem áttu veg og vanda af sýningarhaldinu. Fleiri myndir á bbl.is Upplýsingar um hestakostinn og fleiri myndir frá Landssýningu kynbótahrossa árið 2020 er að finna á vef Bændablaðsins, bbl.is. /TB Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, ásamt aðgerðahópi sauðfjárbænda, auglýsir eftir þátt- takendum í tilraunaverkefni um heimaslátrun. Verkefnið byggir á samkomulagi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra og Landsamband Sauðfjárbænda gerði í júní sl. Markmið þess er að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að upp- fyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig verði leitast við að bæta afkomu sauð- fjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla. Fyrirhugað er að bændur framkvæmi heima- slátrun sjálfir á bæjunum og opinbert eftirlit verði framkvæmt af dýralæknum á vegum Matvæla stofnunar. Kostnaður vegna dýra- læknaþjónustu verkefnisins greiðist af ráðu- neytinu. Kjöt af gripum sem slátrað verður í tilraunaverkefninu verður ekki selt. Tilkynningar um þátttöku og frekari upplýsingar: Þröstur Heiðar Erlingsson í Birkihlíð (raggalara@gmail.com), s: 6905528 Guðný Harðardóttir í Breiðdalsbita (gudnyhardar@gmail.com), s: 865 0313 Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum (husavik@simnet.is), s: 8458393 Pétur Snæbjörnsson í Reynihlíð (petur@reynihlid.is), s: 894 4171 Nánari upplýsingar er einnig að finna á heima- síðu Landssamtaka sauðfjárbænda, saudfe.is Frestur til að tilkynna þátttöku er til og með 12. júlí. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Tilraunaverkefni um heimaslátrun Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti, með Sleipnisbikarinn. Félagar í hestamannafélögum á Suðurlandi afhentu verðlaun á sýningunni. Fenrir frá Feti, einn af Lokasonum, vakti verðskuldaða athygli enda glæsilegt hross. Þeir Jón Vilmundarson og Þorvaldur Kristjánsson sátu í þulaskúrnum og héldu áhorfendum upplýstum um gang mála. Ragnhildur Loftsdóttir veitti Álfadísarbikarnum viðtöku fyrir hæst dæmdu 4. vetra hryssu vorsins, Drift frá Austurási. Leynir frá Garðshorni á Þelamörk hlaut fyrstu verðlaun í flokki fimm vetra stóðhesta. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, afhenti Sleipnisbikarinn. Honum á vinstri hönd er Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, sem stjórnaði verðlaunaveitingu af röggsemi. Myndir / TB Hlynur Guðmundsson, knapi og bóndi á Svanavatni, á fljúgandi skeiði á gæðingshryssunni Öskju frá Efstu-Grund, Skýrsdóttur. Heiðrún Sigurðardóttir, doktorsnemi við LbhÍ og SLU í Svíþjóð, var á sýningunni og safnaði DNA-sýnum úr tagli úrvalshrossa. Markmiðið er að bera kennsl á þau gen sem hafa áhrif á getu og gæði gangtegunda íslenskra hrossa. Hér er hún með Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur knapa. Kátir áhorfendur í brekkunni. Pétur Halldórsson, ráðunautur hjá RML, var sýningarstjóri á Hellu. Skýr frá Skálakoti með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.