Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Luigi Di Ma-io, utanrík-isráðherra
Ítalíu, kom mörg-
um á óvart á mið-
vikudaginn þegar
hann tilkynnti að
hann hygðist stíga
til hliðar sem leiðtogi Fimm-
stjörnuhreyfingarinnar.
Ástæður afsagnarinnar er lík-
lega að finna í minnkandi
gengi hreyfingarinnar í skoð-
anakönnunum, en hún situr
nú í ríkisstjórn ásamt flokki
jafnaðarmanna, Demókrata-
flokknum.
Að einhverju leyti virðist
því sem afsögn Di Maios hafi
verið hugsuð sem fyrir-
byggjandi aðgerð, en kosið
verður um helgina í Emilia-
Romag-héraðinu til héraðs-
stjóra. Héraðið hefur lengi
verið hluti af „rauða beltinu“,
en svo nefnast nokkur héruð á
norðurhluta Ítalíu, sem hafa
verið sterk vígi vinstriflokk-
anna.
Þrátt fyrir það benda flest-
ar skoðanakannanir til þess
að stjórnarflokkarnir tveir
muni tapa þar fylgi og í tilfelli
Fimmstjörnuhreyfingarinnar
hreinlega bíða afhroð, á með-
an hægriflokkurinn Banda-
lagið vinnur mikið á. Hvort
fylgisaukning Bandalagsins
dugi til að þeirra maður verði
héraðsstjóri er enn óvíst en
ljóst er að þar á bæ vonast
menn aðallega til þess að
velgja stjórnarflokkunum vel
undir uggum, í þeirri von að
það hrikti í stjórnarsamstarf-
inu.
Það kann að virka ankanna-
lega fyrir leiðtoga flokks að
stíga til hliðar áður en niður-
staða kosninga liggur fyrir, en
í þessu tilfelli bæt-
ist við að Di Maio
hefur aldrei virst
ná almennilegum
tökum á eigin
flokki, sem upp-
haflega var stofn-
aður sem hálfgert
grínframboð utan um grínist-
ann Beppe Grillo. Flokks-
menn láta gjarnan sem flokk-
urinn sé utan hins hefðbundna
pólitíska litrófs, en líkt og
gildir um flesta þannig flokka
er kjarninn oftar en ekki
fremur rauður að lit.
Þingmenn Fimmstjörnu-
hreyfingarinnar hafa ekki all-
ir verið sáttir við stefnuna að
undanförnu, en flokkurinn hóf
kjörtímabilið árið 2018 á því
að mynda ríkisstjórn með
Bandalaginu, en skipti svo um
hest í miðri á þegar erfið-
leikar komu upp í stjórnar-
samstarfinu. Sú ákvörðun hef-
ur hins vegar orðið til þess að
flokkurinn hefur misst 15
þingmenn af þeim rúmlega
300 sem hann hafði í báðum
deildum þingsins. Þá hefur
fylgi flokksins hrunið frá
kosningunum 2018, sem aftur
má rekja til óvissu kjósenda
um það hvort Fimmstjörnu-
hreyfingin sigli bara undir
hentifána.
Ekkert bendir til þess á
þessari stundu að afsögn Di
Maio hafi nokkur áhrif á rík-
isstjórnarsamstarfið. Sjálfur
hyggst hann sitja áfram sem
utanríkisráðherra þó að hann
gefi leiðtogahlutverkið eftir.
Hitt er þó víst að það er ekki
styrkleikamerki fyrir ríkis-
stjórn Ítalíu, sem ekki var of
burðug fyrir, að Di Maio hafi
talið sig þurfa að axla ábyrgð
með þessum hætti.
Leiðtogi Fimm-
stjörnuhreyfing-
arinnar axlar ábyrgð
með afsögn, en dug-
ar það til?}
„Rauða beltið“ í hættu
Fregnir und-anfarinna
daga hafa verið
undirlagðar af
lungnabólgu-
faraldrinum sem hægt og bít-
andi hefur verið að breiðast út
um Kína og nágrannaríki
þess, en sérstakan ótta hefur
vakið að veikin kemur upp á
svipuðum tíma og mikið ferða-
tímabil gengur í hönd í Kína.
Nær öll tilfellin sem komið
hafa upp tengjast með einum
eða öðrum hætti einni og
sömu borginni í Kína, Wuhan,
og hafa kínversk stjórnvöld
nú gripið til þess ráðs að loka
vegum að henni. En þrátt
fyrir þær varúðarráðstafanir
og aðrar virðist sem veirunnar
verði vart í sífellt fleiri ríkj-
um.
Nú hafa fjórir verið færðir
til einangrunar í
Stóra-Bretlandi,
grunaðir um að
hafa smitast af
veikinni á ferða-
lagi um Wuhan fyrir
skemmstu. Enn á þó eftir að
staðfesta hvort um nýju kór-
ónaveiruna sem veldur veik-
inni er að ræða. Hitt er þó
ljóst að ef svo er, þá er farald-
urinn kominn upp að dyrum
okkar.
Átján manns eru nú sagðir
hafa látist af völdum lungna-
bólgunnar, en allir hinna látnu
munu hafa verið veikburða
fyrir. Þó að ýmislegt bendi til
þess að veikin leggist ekki
þungt á hina heilsuhraustu er
engu að síður komin ástæða til
þess að íhuga hvort þörf sé á
að taka upp meiri varúðarráð-
stafanir hér á landi.
Er ástæða til að
grípa til aðgerða?}Veikin færist nær Enn er verið að selja ofan af fjöl-skyldum, reka foreldra og börnút af heimilum sínum og krefjastáframhaldandi greiðslna. Svo-kölluð lyklafrumvörp hafa verið
lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum. Höf-
undur hefur að tilstuðlan Hagsmunasamtaka
heimilanna lagt fram nýtt lyklafrumvarp til
varnar neytendum. Farin er að nokkru leyti ný
leið við útfærslu með hliðsjón af nýlegri
lagaþróun. Brýnt er að lögfesta úrræði sem
tryggi eigendum fasteigna sem lenda í
greiðsluvanda nýja lausn, til að fyrirbyggja að
aldrei aftur verði gerð önnur eins aðför að fjöl-
skyldum og átt hefur sér stað frá hruni.
Nýtt lyklafrumvarp
Baksvið lyklafrumvarpsins er öllum ljóst.
Tíu árum frá hruni liggur fyrir að tíu þúsund fjölskyldur
voru reknar út á götu. Foreldrar með börn hrakin af heim-
ilum sínum tugþúsundum saman, rétt eins og hér hefði átt
sér stað styrjöld eða stórfelldar náttúruhamfarir. Þrjú
þúsund manns hafa verið gerð gjaldþrota frá hruni. Fólk
mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Þrátt fyr-
ir þetta hafa engar varnir verið reistar í þágu heimilanna.
Með frumvarpinu er gerð tillaga um að eftirstandandi
veðskuldir falli niður í kjölfar nauðungarsölu á fasteign
lántakanda. Gert er ráð fyrir að öll önnur úrræði séu full-
reynd og fyrir liggi að lántaki hafi ekki getu til að standa
undir lánum sem á húsnæði hans hvíla.
Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lána-
starfsemi með því að færa skuldurum að fast-
eignalánum þann kost að láta af hendi veðið að
baki láni og ganga skuldlausir frá borði ef eng-
in önnur úrræði finnast. Frumvarpið er þannig
liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum.
Hér á landi tíðkast helst að öll áhætta sé ein-
hliða á herðum lántaka, veikari aðilans í samn-
ingnum.
Allir skertir sem til næst
Félagsmálaráðherra hefur svarað skriflegri
fyrirspurn frá mér um hinar illræmdu skerð-
ingar sem aldraðir, öryrkjar og aðrir lífeyris-
þegar mega þola. Svarið ber með sér að nánast
allir sem til næst eru skertir og hafðar af þeim
bætur. Talan er vel yfir 90%. Ríkissjóður nær-
ist á þessum skerðingum og væri mun verr
staddur ef hann ekki nyti aðstoðar aldraðra og
öryrkja. Góð staða ríkissjóðs, glansmyndin, er í boði þessa
fólks svo nemur tugum milljarða.
Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisþega og hverfa frá
hinum hamslausu skerðingum sem þeir búa við. Lagði
flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í
þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna
mátt framkvæma þegar í stað. Flokkurinn leggur hins
vegar ekki nafn sitt við ófjármagnaðar tillögur bornar
fram af sýndarmennsku, leggst ekki gegn þeim en greiðir
þeim ekki atkvæði.
Ólafur
Ísleifsson
Pistill
Varnir í þágu heimilanna
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkur-
kjördæmi norður. olafurisl@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Athugasemdum og umsögn-um um drög að reglugerðum hrognkelsaveiðarrigndi inn í samráðsgátt
stjórnvalda, en umsagnarfrestur
rann út um miðjan mánuðinn. Örn
Pálsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda, segir að
málið sé í ferli í ráðuneytinu og segist
gera sér vonir um að slakað verði á
ákvæðum sem boðuð hafi verið í
reglugerðardrögunum.
Þar eru lagðar til talsverðar
breytingar á grásleppuveiðum, m.a.
til að sporna við meðafla. Helstu
breytingarnar eru afnám svæða-
skiptingar (að undanskildum Breiða-
firði), lenging veiðitímabils, vitj-
unartími styttur, fækkun neta, hert á
kröfum um að bátar séu með afla-
heimildir fyrir áætluðum meðafla,
fellt út ákvæði um að skila veiði-
skýrslu og lagt til að Fiskistofa geti
sett eftirlitsmann um borð á kostnað
útgerðar ef meðafli er óeðlilegur.
Málið rætt við ráðuneytið
Örn Pálsson segir að boðaðar
takmarkanir hafi verið ræddar við
sjávarútvegsráðherra og starfsmenn
ráðuneytisins. Hann segist gera sér
vonir um að tillit verði tekið til um-
sagnar LS og sjónarmiða grásleppu-
veiðimanna. Meðal annars hafi sam-
bandið lagt áherslu á að ekki verði
hróflað við fjölda neta. Einnig að sjó-
menn taki upp net tímabundið til að
koma í veg fyrir meðafla, en raun-
verulegum veiðidögum myndi ekki
fækka. Hann segir málið í ferli í
ráðuneytinu.
Örn segir að grásleppuveiði-
mönnum sé mikið í mun að fá aftur
MSC-vottun á grásleppuafurðir, en
hún var tekin til baka, m.a. vegna
meðafla við veiðarnar. Þá séu að-
gerðir Bandaríkjastjórnar yfirvof-
andi 1. janúar 2022 vegna ákvæðis
um vernd sjávarspendýra við fisk-
veiðar. Fram hefur komið að hér-
lendis sé það einkum meðafli landsels
í grásleppunet sem valdi áhyggjum.
Örn segir að menn séu meðvitaðir
um þetta ákvæði og afleiðingar þess
ef bann verður sett á innflutning
þorsks frá Íslandi til Bandaríkjanna.
Meðal annars vinni LS að því í
samráði við félagsmenn sem stunda
grásleppuveiðar að leggja fram til-
lögur til ráðuneytis varðandi tak-
mörkun veiða á ákveðnum svæðum til
þess að minnka líkur á sel sem með-
afla. Um sé að ræða svæði sem þekkt
séu fyrir meðafla, oft nálægt látrum.
55 umsagnir bárust
Alls bárust 55 umsagnir um
reglugerðardrögin og voru þær flest-
ar þess efnis að of langt væri gengið í
takmörkunum á veiðunum. Margir
töldu að tímabært væri að hlutdeild-
arsetja grásleppuveiðar. Bent er á í
umsögnum að enginn geti haldið úti
bát til veiða verði netum í sjó fækkað
um helming. Fram að þessu hafi 2-3
menn verið á hverjum bát og öryggis-
ins vegna ættu þeir aldrei að vera
færri en tveir. Annar segir það
ábyrgðarhluta að skapa kerfi sem
bjóði heim slysahættu.
Einn gagnrýnandi segist orðlaus
yfir reglugerðardrögunum og annar
spyr hvort ekki eigi að hætta að
sparka í grásleppusjómenn. Í einni
umsögn segir að augljóst sé að verði
þessi reglugerð að veruleika verði
mjög óhagstætt að stunda hrogn-
kelsaveiðar og muni þær að mestu
leggjast af. Annars staðar er spurt af
hverju þurfi miklu meira eftirlit með
grásleppuveiðum en öðrum veiðum.
Þá skoðun er að finna í umsögnunum
að heppilegast sé að hafa svæðis-
skiptingar óbreyttar til að koma í veg
fyrir öngþveiti þegar betur veiðist á
einu svæði en öðrum.
Veiðar á grásleppu
eru undir smásjánni
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Á Húsavík Grásleppa skorin, en atvinna fylgir veiðunum víða um land.
„Ef þetta snýst um að veikja
minnstu byggðarlögin þá eruð
þið á réttri leið,“ segir Kári
Borgar Ásgrímsson, sjómaður á
Borgarfirði eystra, í umsögn
sinni. Hann fjallar m.a. um með-
afla og skrifar:
„Svo að þessu með meðafla,
þá hef ég litið á það sem hlunn-
indi að fá stöku sel eða svart-
fugl í netin og það er sannar-
lega ekki eitthvað sem við
hendum, þetta er veislumatur.
Því miður hefur verið minni
svartfuglsveiði hjá mér undan-
farin ár, en selveiði er alltaf að
aukast. Það hlýtur að teljast
eðlilegt þegar markvissar sel-
veiðar eru ekki lengur stund-
aðar. Ég veit það allavega að
það hefur ekki verið meira af
landsel við NA-land síðustu 35
árin, og trúlega mikið lengur,“
skrifar Kári Borgar.
Í annarri umsögn kemur fram
að ekkert í reglugerðardrög-
unum sé til þess fallið að
minnka meðafla í netin.
Stöku selur
eða svartfugl
HLUNNINDI VIÐ VEIÐARNAR