Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið/RAX Mýrargarður Tæplega 300 manns munu búa á nýja stúdentagarðinum. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félagsstofnun stúdenta er að taka í notkun nýjan stúdentagarð, þann stærsta sem byggður hefur verið á Íslandi. Hann hefur hlotið nafnið Mýrargarður og stendur við Sæ- mundargötu 21 í Vísindagarðahverf- inu í Vatnsmýri. Þegar húsið hefur verið tekið í notkun munu búa þarna tæplega 300 manns, sem er mesti fjöldi í einu húsnúmeri á landinu. Mýrargarður er 14.700 fermetrar á fimm hæðum með 244 leiguein- ingum fyrir tæplega 300 íbúa. Í hús- inu er m.a. boðið upp á nýtt íbúða- form, þ.e. 10 herbergja íbúðaklasa með sameiginlegu rými. Að auki verður stór sameiginlega aðstaða fyrir alla íbúa hússins miðsvæðis á lóðinni. Stúdentagarðurinn er ein- ungis fyrir barnlausa einstaklinga og pör og í fyrsta sinn verður boðið upp á að vinir geti deilt sameigin- legri aðstöðu. Paraíbúðirnar eru rúmlega 40 fermetrar og ein- staklingsíbúðirnar um 30 fermetrar. Fyrstu íbúarnir fluttir inn Að sögn Rebekku Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Félagsstofnunar stúdenta, voru fyrstu leigueining- arnar afhentar fyrir síðustu helgi og í vikunni hafa fyrstu íbúarnir verið að koma sér fyrir. Seinni hlutinn verður tekinn í notkun í febrúar og reiknað er með að húsið verði komið í fulla notkun upp úr miðjum febr- úar. Fram kemur á heimasíðu Fé- lagsstofnunar stúdenta að und- anfarin ár hafi verið lögð aukin áhersla á sameiginleg rými við hönn- um nýs húsnæðis en auk þess hefur sameiginleg aðstaða verið aukin og betrumbætt í eldra húsnæði. Til- gangurinn sé að hvetja til aukins samneytis íbúa og vinna gegn fé- lagslegri einangrun. Félagsstofnun stúdenta stefnir að áframhaldandi uppbyggingu Stúd- entagarða en undanfarin ár hafa um 600-1.100 manns verið á biðlista að haustúthlutun lokinni. Nýnemar geta sótt um frá 1. júní ár hvert en eldri nemar allt árið um kring. Yrki arkitektar teiknuðu Mýrar- garð og Ístak byggði húsið. Fram- kvæmdir hófust í október 2017. Fjölmennasta húsnúmer Íslands  Félagsstofnun stúdenta tekur í notkun stærsta stúdentagarð landsins  Húsið er 14.700 fermetrar að stærð  Íbúarnir verða tæplega 300 talsins í Mýrargarði  Vinir geta deilt sameiginlegri aðstöðu Snörp jarð- skjálftahrina varð við Grindavík í gærkvöldi og stóð hún enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Stærstu skjálft- arnir voru 4 og 4,3 að stærð rúmlega tuttugu mínútur yfir tíu og áttu upptök 4-5 kílómetra norðaustur af Grindavík. Eru þetta stærstu skjálft- arnir sem mælst hafa í þessum um- brotum við Grindavík. Áður var skjálfti 3,4 að stærð. Íbúar á Reykja- nesi fundu vel fyrir skjálftunum auk þess sem Veðurstofan hafði í gær- kvöldi fengið tilkynningar af höfuð- borgarsvæðinu og frá Akranesi. Sigþrúður Ármannsdóttir, nátt- úruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði spurð um skýringar að einhver spenna væri á svæðinu. Hún sagði að ekki hefðu sést nein merki um gosóróa. Spurð um viðbrögð sagði Sig- þrúður að svæðið væri vaktað. Í gærmorgun varð vart við skjálftavirkni og stóð sú hrina fram að hádegi. Áttu flestir skjálftarnir upptök sín á 4-5 km dýpi. Landrisið við Þorbjörn hélt áfram í gær svipað og undanfarna daga. Eftir hádegið í gær var það orðið fjórir sentímetrar. Tveir skjálftar yfir 4  Landrisið við Grindavík 4 cm Grindavík Skjálftavirkni. Fimm sagt upp hjá Þjóðskrá Íslands Fimm starfsmönnum Þjóðskrár Ís- lands var sagt upp nú um mánaða- mótin. Uppsagnirnar ná til starfs- fólks á þremur sviðum stofnunar- innar; þjóðskrársviði, fasteigna- skrársviði og þjónustusviði, en tæplega hundrað manns vinna nú hjá Þjóðskránni. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir í samtali við Morgunblaðið að stofnunin hafi þurft að hagræða á undanförnum misserum þar sem minni fjár- munir hafi verið lagðir í rekstur stofnunarinnar og því miður hafi þurft að segja upp fólki vegna hagræðingarinnar. „Það er mjög þung ákvörðun að þurfa að grípa til sparnaðar- aðgerða sem þessara, að segja upp fólki, til þess að lækka launakostn- að,“ segir Margrét sem ítrekar að farið hafi verið yfir alla út- gjaldaliði Þjóðskrár og þeir lækk- aðir áður en gripið var til þess ráðs að segja upp starfsfólki. sgs@mbl.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stóra sprungan í Eldey hefur gliðn- að um tæpa 3 sentímetra, frá því fyr- ir ári að hún var síðast mæld. Um- hverfisstofnun hefur ekki skýringar á breytingunni en hefur óskað eftir fundi með hjá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands til að ræða viðbrögð við tíðindunum. Sprungan er norðvestan til á Eld- ey, því horni hennar sem snýr að landi. Eyjan er friðuð og hefur Um- hverfisstofnun umsjón með friðland- inu. Hreyfðist ekki fyrstu árin Settir voru upp mælipunktar sitt- hvorumegin við sprunguna, nálægt miðju hennar, á árinu 2015. Á þeim stað mældist sprungan 59,8 sentí- metrar. Sigurður Harðarson rafeindavirki fer reglulega út í Eldey til þess að halda við myndavélum og búnaði „súluvarpsins“ sem sent er út á net- inu á eldey.is. Hann hefur um leið mælt sprunguna eða aðstoðað starfs- menn Umhverfisstofnunar ef þeir hafa verið með í för. Hann segir að sprungan hafi ekki hreyfst fyrr en nú. Hún var óbreytt 16. janúar á síð- asta ári. Þegar hann mældi hana í síðustu ferð, sl. fimmtudag, mældist hún 62,7 cm og hafði því breikkað um tæpa 3 sentímetra. Jarðskjálftar í desember Umhverfisstofnun hefur ekki skýringar á gliðnuninni. Óskað hefur verið eftir fundi með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Náttúru- fræðistofnunar Íslands. René Bia- sone, sérfræðingur náttúruverndar- svæða á Suðvesturlandi, segir að stofnunin telji rétt að athuga málið betur. Hann segir að ef kletturinn hrynur niður í sjó muni mörg hundr- uð súluhreiður hverfa en súlubyggð- in er talin mikilvæg alþjóðlega. Skoða þurfi hvað skuli gera ef þetta gerist. Þá þurfi að leita skýringa á ástæðum gliðnunar. Hann segist ekki sérfræðingur í því en bendir á að miklar jarðhræringar hafi verið á Reykjaneshrygg í desember en Eld- ey er á hryggnum. René segir að ekki sé hægt að fara út í Eldey til mælinga fyrr en í októ- ber, eftir varptímann. Það sé langur tími og veltir hann fyrir sér hvort Veðurstofan sjái ástæðu til að setja upp sjálfvirkan mæli til að hægt sé að fylgjast betur með þróuninni. Ljósmynd/Sigurður Harðarson Eldey Sprungan hefur lengi verið í Eldey en hefur ekki breyst undanfarin ár, þar til við mælingar í þessari viku. Sprungan í Eldey gliðn- að um þrjá sentímetra  Umhverfisstofnun fundar með sérfræðingum um viðbrögð Gliðnun Tommustokkurinn sýndi 59,8 cm fyrir ári en 62,7 cm í þessari viku. „Mánuðurinn hefur verið held- ur illviðrasamur. Það er ekki al- veg auðvelt að bera saman mánuði hvað þetta varðar, en hann er samt í hópi 10 ill- viðrasömustu mánaða síðustu 70 ár að ég tel.“ Þetta sagði Trausti Jónsson veð- urfræðingur þegar hann var beð- inn að gefa nýliðnum janúar- mánuði einkunn. Hiti í mánuðinum hefur verið ívið undir meðallagi síðustu tíu ár – kaldast að tiltölu á Vestfjörðum en hlýjast á Austfjörðum, segir Trausti. Úrkoma hefur verið óvenjumikil á Vestfjörðum, senni- lega falla janúarmet á fáeinum stöðvum þar um slóðir. Úrkoma hefur líka verið yfir meðallagi víð- ast norðanlands en undir með- allagi á Austfjörðum. Snjór hefur verið með meira móti sumstaðar á Vestfjörðum og á stöku stað nyrðra en annars ekki mjög mikill. Loftþrýstingur hefur verið með lægsta móti – sá lægsti síðan í jan- úar 1997. Lágþrýstingur hér á landi að vetrarlagi er að jafnaði ávísun á mikil hlýindi um norð- anverða Vestur-Evrópu – enda hefur þannig hagað til nú, segir Trausti. sisi@mbl.is Illviðramánuður hefur kvatt Umhleypingar og snjór í janúar. Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjórans virkjaði í gær samhæfing- armiðstöðina í Skógarhlíð vegna kórónaveirunnar. Þar er nú unnið að því að samræma viðbrögð allra aðila og afla upplýsinga. Tekið er fram í tilkynningu að virkjun miðstöðvar sé ekki til marks um aukna hættu hér. Yfirlýsing Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunar um neyðarástand á heimsvísu vegna veirunnar hafi ekki áhrif á skipulagið. Áfram sé unnið á óvissustigi eftir viðbragðsáætlun heimsfaraldurs inflúensu enda hafi engin tilfelli komið upp hér á landi. Unnið er að undirbúningi á ýms- um vígstöðvum. Þannig fundaði al- mannavarnanefnd höfuðborgar- svæðisins í gær og neyðarstjórn Reykjavíkurborgar kom saman. »19 Samhæfingar- miðstöðin virkjuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.