Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrir dyrum standa breytingar á skipulagi Kvosarinnar í miðbænum. Þær fela meðal annars í sér að bíla- stæði sunnan Tollhússins verða af- lögð og í þeirra stað kemur útisvæði þar sem fólk getur sólað sig á úti- vistardögum, í skjóli fyrir norðan- áttinni. Þarna verður komið fyrir bekkjum og gróðri. Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deili- skipulagi Kvosarinnar. Heild- arverkið felst í endurgerð Tryggva- götu frá Steinbryggju að Grófinni. Einnig á að endurgera Naustin frá Tryggvagötu að Geirsgötu. Útlit götunnar verður með svipuðum hætti og sjá má á þeim hluta Tryggvagötu sem nú þegar hefur verið endurnýjaður. Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað. Gönguleiðir verða hellulagðar og gatnamót verða steinlögð og hækkuð upp á sömu hæð og gangstéttirnar. Snjó- bræðsla verður í göngusvæðinu. Áfangaskipting framkvæmda við endurgerð Tryggvagötu liggur ekki fyrir og því heldur ekki tímaáætlun, að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingarfulltrúa hjá Reykjavík- urborg. Þessa dagana sé verið að skoða áfangaskiptingu sem valdi minnstri truflun fyrir umhverfið og verður hún kynnt við fyrsta tæki- færi. „Við munum eiga samtal við rekstraraðila og aðra sem hags- muna eiga að gæta á svæðinu. Leit- ast verður við að skipta verkinu upp í áfanga þannig að sem minnst rösk- un verði á aðgengi að húsum á framkvæmdatíma,“ segir Jón Hall- dór. Talsverðar umræður urðu um þessa tillögu í borgarráði. Fulltrúar meirihlutans fögnuðu henni í bókun og sögðu tillöguna miða að því „að gera götuna fallegri og mann- vænni“. Breytingin feli meðal ann- ars í sér að fallegt og nokkuð stórt torg verði til við suðurhlið Tollhúss- ins undir hinu magnaða mósaíkverki Gerðar Helgadóttur. Svæðið sé bæði sólríkt og skjólsælt og geti orðið segull fyrir mannlíf. Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins voru ekki jafn hrifnir. „Enn á ný er ráðist að fjöl- skyldubílnum með því að fækka bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur. Afleggja á í þessu verkefni um 50 bílastæði. Verið er að breyta Tryggvagötu frá Lækjargötu að Gróf í einstefnugötu,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki. „Flokkur fólksins lýsir furðu sinni á að í nýju skipulagi við Tryggva- götu á að þurrka út 40 til 50 bíla- stæði og með því skerða aðgengi al- mennings að þeim stofnunum og öðrum þjónustuaðilum sem eru við götuna, þá sérstaklega eldri borg- ara,“ bókaði Kolbrún Bald- ursdóttur, Flokki fólksins. Í þessu sambandi bentu meiri- hlutaflokkarnir á að stór bílakjallari væri á svæðinu við hliðina. Á allra síðustu árum hefur verið unnið að endurnýjun Tryggvagötu, frá Lækjargötu og Steinbryggju. Þá hefur Bæjartorgið verið endurnýjað frá grunni, en þar stendur hinn sögufræði pylsuvagn Bæjarins bestu. Loks er þess að geta að mikil uppbygging hefur verið á Hafn- artorgi þar sem nýjar göngugötur setja sinn svip á Kvosina. Morgunblaðið/sisi Tollhúsið Bílastæðin fyrir sunnan húsið munu víkja fyrir gróðri og bekkjum. Þarna verður sannkallað sólartorg á sumrin. Mósaíkverk Gerðar Helgadóttur setur mikinn svip á umhverfið. Sólartorg sunnan Tollhússins Morgunblaðið/Eggert Bæjartorg Þarna hafa Bæjarins bestu pylsur fengið samastað til framtíðar.  Tryggvagatan endurgerð frá Steinbryggju að Grófinni  Tugir bílastæða víkja fyrir gróðri VERÐ FRÁ 189.900 KR. ÁMANNM.V. TVO FULLORÐNA Í TVÍBÝLI ÚRVAL LÚXUS GISTINGA Í BOÐI PORTÚGAL | 5. - 12. MAÍ NÁNAR Á UU.IS | INFO@UU.IS | SÍMA 585 4000 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Bretland hefur verið einn okkar mik- ilvægasti markaður fyrir sjávarafurð- ir og við leggjum áherslu á að enn betri viðskiptakjör náist með fríversl- unarsamningi milli þjóðanna,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu ætti ekki að hafa teljandi áhrif á útflutning héðan á næstu mánuðum, en aðlög- unartími er út þetta ár. „Ég tel að búið sé að leysa úr þeim málum sem voru helstu áhættu- þættir,“ segir Heiðrún Lind. Hún nefnir að tollamál verði með sambærilegum hætti og verið hef- ur og að heilbrigð- iskröfur verði óbreyttar þannig að Ísland verði ekki flokkað sem þriðja ríki þannig að gefa þyrfti út heilbrigðisvottorð á hvern einasta gám sem færi úr landi. Sama eigi við um umskipun í Bret- landi vegna flutnings til landa innan Evrópusambandsins. Í því tilviki hafi Bretar sjálfir bent á að einhverjar taf- ir geti orðið á flutningum yfir Ermar- sund vegna skriffinnsku. Íslenskar vörur geti lent í töfum eins og vörur frá öðrum. Loks nefndi hún að Bret- land kæmi nú inn sem nýtt strandríki í viðræðum um deilistofna, en engir samningar eru í gildi um stjórnun veiða á þeim tegundum. Vægið hefur minnkað Bretland hefur lengi verið stærsta viðskiptaþjóð Íslendinga með sjávar- afurðir, en þó hefur vægi þess mark- aðar minnkað á undanförnum árum. Á fyrsta áratug þessarar aldar var að jafnaði um fjórðungur alls sjávar- fangs fluttur út til Bretlands, miðað við verðmæti. Árið 2018 nam hlutdeild Bretlands rúmum 15% og hefur hún ekki verið minni á þessari öld. Á sama tímabili hafa aðrir markaðir verið að sækja í sig veðrið og ber þar hæst Frakkland, Bandaríkin og Kína, samkvæmt upp- lýsingum frá SFS. Áhersla á fríverslun  Mikilvægur mark- aður  Leyst úr helstu áhættuþáttum Heiðrún Lind Marteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.