Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Í blaðinu verður fjallað um tísku, förðun, snyrtingu, heilsu, fatnað, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ SMARTLAND BLAÐ Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: BERGLIND GUÐRÚN BERGMANN Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is 60 ára Sigurður er Ís- firðingur og rekur sorp- hirðufyrirtækið Kubb ásamt eiginkonu sinni. Hann situr í stjórn Skógræktarfélags Ísa- fjarðar. Maki: Sigríður Laufey Sigurðardóttir, f. 1972, framkvæmda- stjóri Kubbs. Börn: Dagný Ósk, f. 1980, Esther Sif, 1987, Sara Rós, f. 1991, Erla Rut, f. 1995, og Pétur Örn, f. 2006. Stjúpdóttir er Svanhildur Garðarsdóttir, f. 1984. Barna- börnin eru orðin sjö. Foreldrar: Óskar Örn Hálfdánarson, f. 1931, d. 2013, bifreiðarstjóri, og Dagný Jóna Jóhannsdóttir, f. 1940, fv. fiskverka- kona, búsett á Ísafirði. Sigurður Guðmundur Óskarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er alveg óhætt að taka minni- háttar áhættu svona til tilbreytingar. Efldu sjálfstraust þitt og leitaðu svara við spurn- ingum. 20. apríl - 20. maí  Naut Fátt er verðmætara en góður vinur. Hlauptu undir bagga með vini. Þú færð til- boð sem þú getur varla hafnað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér verður óvenju mikið úr verki þessa dagana og afköstin eru eftir því. Komdu böndum á eyðsluna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert undir miklu álagi og þarft nauðsynlega að draga úr því, því annars áttu á hættu að það komi fram í líkam- legum kvillum. Ekki kaupa óþarfa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt miklu skipti að ná árangri í starfi máttu ekki gleyma gleðinni. Þú færð fullt af snjöllum hugmyndum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú rekur þig á að það er misjafn sauður í mörgu fé. Sýndu fólki fram á að þú sért traustsins verð/ur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru svo þér takist að ljúka við þau verkefni sem fyrir liggja. Verslun og við- skipti ganga vel í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Grípið tækifærið til að ferðast eða auka þekkingu ykkar. Heimurinn stöðvast ekki þótt eitthvað bjáti á svo þér er best að halda áfram. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einmitt þegar þú hélst að þú værir laus við ákveðið mál, er því dembt aftur á þitt borð. Fyrr eða síðar kemur þinn tími, þú þarft bara að bíða þolinmóð/ ur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þið hjónin ættuð að setjast nið- ur og gera fjárhagsáætlun. Búðu þig undir að kynnast nýju fólki sem á eftir að hrista upp í hugmyndum þínum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Byrjaðu á einhverju nýju í dag, hvort sem það er að hugleiða, borða meira grænmeti eða synda. Einhver leggur fyrir þig gátu sem fær þig til að hugsa ýmislegt upp á nýtt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hæfileikar þínir eru ótvíræðir og vekja aðdáun annarra og stundum öfund. Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn á vandamáli svo þú getir sofið róleg/ur. ursfélagi í Vitanum, félagi áhuga- ljósmyndara á Akranesi, einnig hefur hann hlotið margar viður- kenningar fyrir fréttaljósmyndir í gegnum árin. Guðrún Guðlaugsdóttir skrifaði kafla um Gunnar í bók sinni, Í hörðum slag, og hann prýða einnig 70 myndir frá ævistarfi Gunnars. Sigurður Bogi Sævarsson skrifaði einnig kafla um Gunnar í bók sinni, Fólk og fréttir. „Bókarkafl- inn bar heitið Með fjórum for- formaður deildarinnar í þrjú ár og sat þá einnig í aðalstjórn Fram. Stjórnin var afkastamikil en Gunn- ar var formaður þegar skíðaskáli Fram, Eldborg, var vígður 1993. Gunnar var sæmdur gullmerki Skíðasambands Íslands og gull- merki Fram fyrir sín störf. Blaða- mannafélag Íslands sæmdi Gunnar gullmerki félagsins 2017. Gunnar var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1.1. 2018 fyrir störf á fjölmiðlum. Hann er heið- G unnar Valberg Andrés- son fæddist 1. febrúar í Reykjavík og ólst upp hjá móðurömmu sinni í Stórholti 25. „Æskuslóðirnar voru Holtin og ná- grenni. Ég fór fyrst í sveit að Hrappsstöðum í Vopnafirði sum- arið sem ég varð átta ára gamall og var næstu níu sumur og einn vetur hjá því góða fólki sem ég hef ætíð haldið góðu sambandi við.“ Gunnar gekk í Austurbæjar- skóla og lauk þaðan unglingaprófi. Hann byrjaði að vinna á dag- blaðinu Tímanum nýorðinn 17 ára gamall við myndamótagerð og fór að taka myndir sem birtust í Sunnudagsblaði Tímans strax fyrsta starfsárið. Þar með var starfsferillinn hafinn sem frétta- ljósmyndari. „Ég fékk myndavél í fermingargjöf og taldi mig hafa auga fyrir að taka myndir en svo þroskaðist ég á Tímanum hjá góðu fólki.“ Árið 1978 hóf Gunnar störf við ljósmyndadeild Vísis sem síðar varð DV 1981 og starfaði þar til ársins 2003. Hann hóf störf á Fréttablaðinu 2003 og var þar til starfsloka 1.5. 2018. Hann myndaði því helstu stórviðburði þjóðarinnar í rúm 50 ár. „Ég er afar þakklátur fyrir að hafa sloppið í gegnum fer- ilinn skammlaust. Ég hafði allan tímann mjög gaman af vinnunni, en það er gott að hafa fengið hvíld- ina frá henni. Ég er forvitinn að eðlisfari og alltaf haft löngun til að segja söguna í mynd. Það rak mann áfram til að vera með nefið ofan í öllu en fréttaljósmyndun getur líka verið erfitt starf.“ Gunnar tók að sér alls konar ljósmyndastörf fyrir ýmiss konar útgáfur og myndir hans hafa prýtt margar bækur. Gunnar hefur skrifað ferðagreinar tengdar áhugamálum sínum eins og fjall- göngum, hestamennsku og skíða- mennsku. Hann sat í stjórn Blaða- mannafélags Íslands um tíma. Gunnar hefur verið Framari frá fyrstu tíð. Hann var einn af stofn- endum skíðadeildar Fram og starf- aði í stjórninni í tíu ár og þar af setum, en síðan þá tók ég myndir af Guðna forseta, svo forsetarnir eru orðnir fimm sem ég hef mynd- að.“ Í dag eru áhugamál Gunnars tengd hreyfingu. „Ég fer reglulega í sund og ræktina og spila golf hvenær sem færi gefst bæði að sumri og vetri og bæði hér heima og erlendis.“ Fjölskylda Gunnar kvæntist hinn 23.11. 1974 Önnu K. Ágústsdóttur, f. 13.1. 1951. Þau eru búsett í Mos- fellsbæ. Foreldrar Önnu: Hjónin Ágúst Guðjónsson, f. 2.8. 1923, d. 28.7. 2004, múrari, bjó síðustu árin í Breiðholti, og Svanhvít Gissurar- dóttir, f 3.11. 1931, húsmóðir og býr í Breiðholti. Þau gengu í hjónaband 12.2. 1950. Börn Gunnars og Önnu eru: 1) Hrefna Kap, f. 16.6. 1969, kerf- isfræðingur, býr í Hafnarfirði. Börn: Hilmir Hrafn Hilmarsson, f. 26.5. 1996, Lýður Sveinsson, f. 17.7. 2002, og Arna Sveinsdóttir, f. 5.7. 2004, búa í foreldrahúsum; 2) Alda Valberg, f 14.8. 1970, launa- og stjórnsýslufulltrúi, býr í Breið- holti. Maki: Karl Pálsson, f. 28.3. 1968, flugvirki. Börn þeirra: Brynjar Karl, f. 7.7. 1990, Birkir, f. 21.10. 1994, og Gunnbjörn, f. 18.10. 1998, búa í foreldrahúsum. Barna- börn: Gunnar Atli Brynjarsson, f. 22.6. 2011, og Þorbjörg Unnur Birkisdóttir, f. 12.6. 2013; 3) Ágúst Ævar, f. 22.9. 1976, grafískur hönnuður og einn þriggja stofn- enda hljómsveitarinnar Sigur Rós- ar, býr í Reykjavík. Maki: Ilmur Dögg Gísladóttir, f. 21.11. 1977, forstöðumaður. Börn þeirra: Saga Huld, f. 2.8. 2000, Ýmir Hugi, f. 15.4. 2003, og Úlfar Högni, f. 30.12. 2007, búa í foreldrahúsum; 4) Þor- björg Svana, f. 26.10. 1979, hár- snyrtir og útstillingahönnuður, býr í Grafarvogi. Börn: Lilja Nótt Lár- usdóttir, f. 29.9. 2001, Anna Lísa Andrésdóttir, f. 8.10. 2008, og Gunnar Rökkvi Andrésson, f. 21.9. 2010, búa í foreldrahúsum. Hálfsystkini Gunnars sam- mæðra: Þorbjörn Jóhann Sveins- Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari – 70 ára Fjölskyldan Gunnar og Anna, börn, tengdabörn og barnabörn árið 2018. Löngun til að segja söguna í mynd Gengið á toppinn Gunnar á leiðinni á Hvannadalshnúk, í þriðja sinn. Ljósmyndarinn Gunnar vann við fréttaljósmyndun í meira en 50 ár. 50 ára Þorsteinn er frá Grenivík en býr í Garðabæ. Hann er með BS-gráðu í líf- fræði frá HÍ og á og rekur Handverks- húsið. Hann varð Ís- landsmeistari með KR í fótbolta. Maki: Lovísa Halldórsdóttir, f. 1981, gull- smiður og eigandi By Lovísa skartgripir. Börn: Kári Eldjárn, f. 1995, Þorbjörn Ey- fjörð, f. 2003, og Þórhildur Salka, f. 2011. Stjúpdætur eru Guðný Helga, f. 2005, og Ingibjörg Agnes, f. 2010, Garðarsdætur. Foreldrar: Jón Þorsteinsson, f. 1943, sjómaður og húsasmiður, og Sigríður Arnþórsdóttir, f. 1945, fv. verslunar- maður. Þau eru búsett á Grenivík. Þorsteinn Eyfjörð Jónsson Til hamingju með daginn Katastaðir Sóley Ómarsdóttir fæddist 19. mars 2019 kl. 1.30. Hún vó 14½ mörk og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Halldís Gríma Halldórsdóttir og Ómar Gunnarsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.