Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það er nú eiginlega algjör tilviljun að við séum með þetta umboð,“ segir Kristján Jónas Svavarsson, sölustjóri og einn af eigendum Klifs ehf., þegar hann er spurður út í það hvernig á því standi að fyrirtækið skuli flytja inn kampavín af bestu gerð. „Við hjónin vorum á leið í sumar- bústað með vinafólki og vorum sein fyrir. Frúin var að koma úr flugi. Ég lagði til að hún gripi með sér tvær flöskur af kampavíni og hún lét ekki segja sér það tvisvar. Í bústaðnum grilluðum við góðan mat, drukkum vínið og ég fékk mér svo gin og tónik. Hef aldrei verið mikill kampavíns- maður þannig lagað. En þá spurði ég mig allt í einu: af hverju er ég ekki að flytja inn kampavín?“ Setti sig strax í samband út Þeir sem þekkja til Kristjáns skilja það ágætlega en hann beið ekki boð- anna þegar þessari hugsun hafði skot- ið niður í kollinn á honum. Strax um nóttina sendi hann tölvupóst á þrjá kampavínsframleiðendur sem honum leist á eftir létta rannsókn á veraldar- vefnum. Honum til nokkurrar undr- unar fékk hann svar daginn eftir – á sunnudegi. „Ég mætti svo á mánudeginum til vinnu í Klifi og spurði strákana hvort þeim litist ekki vel á að fara að flytja inn kampavín. Þeir voru ekki alveg á því. Ég benti þeim hins vegar á að þetta hefði mikið geymsluþol og ef allt færi á versta veg gætum við bara drukkið þetta allt sjálfir.“ Nokkrum vikum síðar kom til lands- ins bretti með á fjórða hundrað flöskur úr kjallaranum hjá Davy Dosnon, ungum en afar spennandi víngerðar- manni sem frá árinu 2008 hefur stund- að ræktun og framleitt kampavín und- ir fjölskyldunafninu í Côte des Bar, syðsta hluta Champagne-héraðs. Ten- ingunum var kastað og þeir sem fengu að kynnast innihaldi flaskanna, sem eru af fjölbreyttum toga og með mis- jöfnum hætti sóttar í meginþrúgurnar þrjár sem kampavín er búið til úr, Pi- not Noir, Chardonnay og Pinot Meu- nier, hafa látið vel af. Þeir félagar tóku að kynna vínin og var einn áfangastaðanna í þeirri vinnu hinn vinsæli veitingastaður Dill. Þar stillti Kristján upp sjö vínum úr smiðju Dosnon. Meðal þeirra sem smökkuðu á var Ragnar Eiríksson, fyrrverandi yf- irmatreiðslumaður staðarins, en hann stóð um þær mundir vaktina á Hótel Holti. Holtið sá tækifæri í Dosnon Í samtali við Morgunblaðið segir Ragnar að hann hafi heillast af víninu, fjölbreytni þess og gæðum og úr varð að Dosnon komst á vínlistann hjá hinu fornfræga veitingahúsi við Bergstaða- strætið. „Það var mikið rennerí á kampavín- inu á Holtinu,“ segir Kristján og segir að þar hafi selst nokkrir kassar á viku. En vínið hefur farið víðar og er m.a. til sölu í Vínbúðunum. Þegar blaðamaður settist niður með Kristjáni Jónasi og Andra Dan Ró- bertssyni frá Klifi, ásamt forvígis- mönnum vínstofunnar Tíu sopa, við Laugaveg, var ákveðið að dreypa á þremur áhugaverðum flöskum frá Dosnon. Í fyrsta lagi Brut Selection sem er „grunnútgáfan“ frá húsinu. Það er gert úr Pinot Noir og Chardonnay, er með 9 g/l af viðbættum sykri og geymt í 20 mánuði á geri. Það er skemmtilegt „inngangsvín“ og fyllilega samkeppnishæft við önnur millisæt kampavín sem eru ráðandi á mark- aðnum. Þroskað á Búrgúndí-tunnum Þá færðum við okkur yfir í Récolte Noire Brut Nature, sem er Pinot Noir- vín. Það er látið gerjast á Puligny- Montrachet tunnum, er geymt í tvö ár á geri að lágmarki og er án viðbætts sykurs. Kröftugt og mjög skemmtilegt. Kristján og félagar létu hins vegar ekki þar við sitja og drógu úr pússi sínu Alliae Brut Nutre. Það er blanda af Pi- not Noir og Chardonnay. Geymt á sömu tunnum og fyrrnefnt vín, er geymt í að lágmarki 50 mánuði á geri og án viðbætts sykurs. Það er sann- kallað karaktervín, eikin leynir sér ekki og smjörkeimurinn nær afar vel í gegn. Þetta vín svíkur engan, sem er eins gott. Verðmiðinn er hærri en gengur og gerist. Magnið er takmarkað Klifsmenn hafa mikla gleði af inn- flutningnum og finna fyrir miklum áhuga á víninu frá Dosnon. En það er aðeins eitt vandamál. Davy og hans fólk framleiða ekki nema um 50 þús- und flöskur á ári. Kvótinn sem Ísland fær er því takmarkaður. Alliae kemur t.d. aðeins í 42 flöskum á ári og þær eru rétt ríflega 250 af Récolte Noire. Vinsældirnar mega því ekki aukast mjög til þess að það fari að gæta skorts á hinum dýrðlegu veigum. Þessi grein er stytt útgáfa af lengri grein sem aðgengileg er innskráðum notendum á mbl.is Þungir málmar en létt vín  Klif ehf. flytur inn allt frá rafsuðuvélum og skurðarskífum til dýrindis kampavíns  Heitur pottur, grill og gin & tónik urðu þess valdandi að tengsl komust á við Davy Dosnon 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 „Nú vakna ég útsofinn og hvíldur“ Skúli Sigurðsson Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. ™ Einkenni vegna stækkunar blöðruhálskirtils geta verið: • Lítil eða slöpp þvagbuna • Tíð þvaglát • Næturþvaglát • Skyndileg þvaglátaþörf • Erfitt að hefja þvaglát • Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát • Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir síðasta þvaglát • Sviði eða sársauki við þvaglát Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Söfnun undirskrifta undir kröfu um íbúakosningu um skipulag í Elliðaár- dal er hafin. Tilefnið er ákvörðun borgarstjórnar um skipulag á þróun- arreit við Stekkjarbakka þar sem gert er ráð fyrir gróðurhvelfingu. „Krafa okkar er að fá að kjósa um Elliðaárdalinn sem er eina stóra græna svæðið sem eftir er í borginni. Þess vegna viljum við vernda hann,“ segir Halldór Páll Gíslason, formað- ur Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins. Hann bendir á að stöðugt sé verið að skerða útivistarsvæðið og verið sé að undirbúa frekari framkvæmdir sem muni skerða það enn frekar. „Með sama áframhaldi verður eyjan í Ell- iðaánum, fyrir neðan Höfðabakka- brúna, ein eftir.“ Þeir sem kosningarétt hafa í Reykjavík geta tekið þátt í undir- skriftasöfnuninni á vef Þjóðskrár, skra.is. Fólk þarf að hafa rafræn skilríki fyrir island.is. Einnig er hægt að stytta sér leið í gegnum ell- idaardalur.is. Krafan er að fá íbúa- kosningu um skipulagið og að hún verði bindandi fyrir borgina. Á sjötta hundrað höfðu skrifað undir um kvöldmatarleytið í gær. Morgunblaðið/Eggert Kynning Halldór Páll Gíslason, Anni G. Haugen og Halldór Frímannsson. Krafist kosningar um Elliðaárdalinn  Rafræn söfnun undirskrifta hafin Vegir víninnflytjenda eru órannsakanlegir. Í píla- grímaferð til Davy Dosnon kynnti hann Klifsmenn fyrir spennandi framleiðanda í Búrg- úndí. Góðum vini í grenndinni. Þá varð ekki aftur snúið og nú hefur Klif hafið innflutning á víni frá Lou Dumont. Það er í Gevrey-Chambertin sem er svæði sem er mörgum vín- áhugamanni hugleikið. Heitapottsferðin er því farin að vinda upp á sig og alls ekki útséð með hvar þetta nýjasta ævintýri hjá Klifi endar í raun. Þar til það skýrist segja þeir félagar einfaldlega: Skál! Komnir í rautt og hvítt TEYGJA SIG TIL BÚRGÚNDÍ Morgunblaðið/Eggert Gott Grunnútgáfan frá Dosnon er Brut Selection og smakkast vel. Góðra vina fundur Andri Dan og Kristján Jónas skála í Dosnon Alliae.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.