Morgunblaðið - 01.02.2020, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.02.2020, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 „Frumkvöðlar úr fortíð og nútíð“ er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16 og eru hluti af tónleikaröðinni Sígildum sunnudögum í Hörpu. Þar kemur fram Barokkbandið Brák ásamt einleikurunum Francesco Corti semballeikara og Elfu Rún Kristinsdóttur fiðluleikara. Frum- flutt verður verk eftir Hlyn A. Vilm- ars sem pantað var sérstaklega af Barokkbandinu Brák, tvær strengjasinfóníur eftir Carl Philipp Emanuel Bach, tvöfaldur konsert fyrir fiðlu og sembal eftir Joseph Haydn og tríó sónata eftir Johann Friederich Fasch. Frábær tónlistarmaður „Við Francesco kynntumst 2006 þegar við unnum bæði fyrstu verð- laun í alþjóðlegu Bach-keppninni í Leipzig,“ segir Elfa Rún Kristins- dóttir, sem er listrænn stjórnandi og leiðari Barokkbandsins Brákar. „Næstu árin á eftir spiluðum við reglulega saman víðs vegar um Evrópu, meðal annars hérna á Íslandi. Síðan kom tíu ára hlé þar til við hittumst fyrir tilviljun á tón- listarhátíð fyrir tveimur árum. Þeg- ar ég fór að hugsa með hverjum mig langaði að spila Haydn-konsertinn kom Francesco strax upp í hugann, því hann er svo frábær tónlistar- maður sem gott er að spila með,“ segir Elfa Rún þegar hún er innt eft- ir samstarfinu við Francesco Corti, sem að hennar sögn er einn fremsti semballeikarinn í heiminum í dag og starfar samhliða tónleikahaldi sem prófessor við Schola Cantorum í Basel í Sviss. Skemmtilegur hljóðheimur Spurð um verkefnavalið segist Elfa Rún vera mikill aðdáandi bæði Haydn og C.P.E. Bach. „Mig hefur lengi langað til að spila þessi verk hérna heima,“ segir Elfa Rún, sem býr og starfar í Berlín þar sem hún spilar reglulega tónlist eftir C.P.E. Bach. „Konsertinn eftir Haydn hef- ur líklega aldrei heyrst hér á landi áður. Yfirskrift tónleikanna vísar til þess að C.P.E. Bach var mjög fram- sækinn og braut meðvitað upp ríkjandi stíl þess tíma,“ segir Elfa Rún og tekur fram að verkið eftir Hlyn hafi verið pantað sérstaklega fyrir tónleikana. „Verkið hans Hlyns hentar mjög vel fyrir barokksveit. Þetta er skemmtilegur hljóðheimur og rytm- ískur, sem passar mjög vel við barokkband,“ segir Elfa Rún. Frumkvöðlar úr fortíð og nútíð Brák Barokkbandið Brák kemur fram á Sígildum sunnudögum á morgun.  Francesco Corti leikur á sembal þess að það er svo mikill fókus í tón- inum,“ segir Una sem hefur verið að semja tónlist síðasta áratuginn. „Ég hef verið að semja töluvert síðustu árin, enda fundið fyrir sterkri þörf. Það gefur mér mikið að semja,“ segir Una og tekur fram að hún hafi samið töluvert fyrir sólófiðlu. „Ég hef líka samið mikið af kammerverkum, sem mér finnst skemmtileg áskorun. Síðustu verk sem ég hef samið fyrir kammerhópa hafa verið fyrir söngv- ara líka. „Myrkur og regn“ er fyrsta verkið mitt þar sem blásarar eru í brennidepli, sem er spennandi,“ segir Una og tekur fram að hún hafi lært mikið um blásturshljóðfærin af koll- egum sínum í Kammersveit Reykja- víkur. Aðspurð segist Una ekki spila með Kammersveitinni á tónleikum kvöldsins heldur ætli hún bara að njóta þess að sitja úti í sal og hlusta. „Ég hef átt mjög annríkt á Myrkum músíkdögum og ákvað því að spila ekki með á þessum tónleikum,“ segir Una sem spilaði með Strokkvartett- inum Sigga á opnunartónleikum tón- listarhátíðarinnar um liðna helgi auk þess sem hún spilaði nýjan fiðlukons- ert eftir Veroniqe Vöku með Caput Ensemble á miðvikudag. Á lokatónleikum Myrkra músíkdaga, sem fram fara í Norðurljósum Hörpu í kvöld kl. 21.30, frumflytur Kammer- sveit Reykjavíkur þrjú ný íslensk verk. Um er að ræða Myrkur og regn fyrir óbó, flautu, klarinett, píanó, kontrabassa og rafgítar eftir Unu Sveinbjarnardóttur en á óbóið leikur Matthías Birgir Nardeau; Nature Morte fyrir hörpu, simbalon og kammersveit eftir Hauk Tómasson þar sem einleikarar eru Katie Buck- ley á hörpu og Frank Aarnink á simbalon, en þau skipa Dúó Harp- verk, og Ekkert kemur í hans stað (Þrjár aðferðir við að lesa ljóðið Allt deyr eftir Steinunni Sigurðardóttur) fyrir mezzósópran og kammersveit eftir Kolbein Bjarnason þar sem Hildigunnur Einarsdóttir syngur ein- söng. Stjórnandi í verkum Hauks og Kolbeins er Rúnar Óskarsson. Að auki flytur sveitin tvö erlend verk sem ekki hafa heyrst áður á Íslandi, Serenöðu fyrir klarinett, fiðlu, kontrabassa, slagverk og píanó eftir Alfred Schnittke og Magic With Everyday Objects fyrir flautu, klar- inett, rafgítar, kontrabassa og píanó eftir Missy Mazzoli. Melankólísk fúga „Ég var innblásin af ljóði eftir Snorra Hjartarson sem heitir „Myrk- ur og regn“ úr ljóðaflokknum Á Gnitaheiði frá árinu 1952 þegar ég samdi verkið. Mér fannst ljóðið fanga íslenska veturinn á ótrúlega fallegan en einfaldan hátt,“ segir Una og rifj- ar upp að það að sitja við glugga og horfa á ljósið brotna í regndropunum með myrkrið úti sem bakgrunn, líkt og lýst er í ljóði Snorra, kallist á við hennar eigin minningar úr æsku. „Þetta er í raun fúga sem gengur á milli hljóðfæra. Ég fékk strax óbóið á heilann og ákvað að hafa það í lykil- hlutverki í verkinu. Óbóið er svo mel- ankólískt og getur verið líka verið mjög einmanalegt hljóðfæri vegna Spennt Kammersveitin leikur verk eftir Alfred Schnittke og Missy Mazzoli. Myrkur og regn í Norðurljósum í kvöld  Kammersveit Reykjavíkur frumflytur verk eftir Unu Sveinbjarnardóttur, Hauk Tómasson og Kolbein Bjarnason Af öðrum við- burðum á Myrk- um músíkdögum má nefna að listahópurinn Hlökk verður með tónlistar- innsetningu í Iðnó í dag kl. 19, 19.45 og 20.30. Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir stofnuðu Hlökk 2015 og sendu frá sér sína fyrstu plötu í fyrra sem nefnist Hulduhljóð. Platan verður í dag „spiluð þrisvar sinn- um í gegn en meðlimir Hlakkar spinna í kringum tónlistina á diskinum ásamt því að fara með ljóð og texta,“ segir í tilkynningu. Hulduhljóð í Iðnó í dag HLÖKK MEÐ ÞRENNU Lilja María Ásmundsdóttir Árlegir styrktar- tónleikar Rótarý verða haldnir í Salnum í Kópa- vogi á morgun, sunnudag, klukk- an 16. Árlega hljóta einn eða tveir tónlistar- menn í fram- haldsnámi veg- legan styrk úr Tónlistarsjóði Rótarý og koma þá fram á tónleikunum. Að þessu sinni hljóta styrkinn söngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og fiðluleikar- inn Rannveig Marta Sarc. Álfheiður Erla flytur Ein Traum eftir Grieg og Sevillana eftir Massanet og Rann- veig Marta leikur Viennese Rhapso- dic Fantasietta eftir Kreisler. Aðrir listamenn sem koma fram eru söngvararnir Hallveig Rúnars- dóttir og Gissur Páll Gissurarson og Helga Bryndís Masgnúsdóttir píanóleikari. Flytja þau úrval söng- laga og aría. Tónlistarsjóður Rótarý hefur styrkt efnilega unga tónlistarmenn í framhaldsnámi frá árinu 2005. Fyrstur til að hljóta styrkinn var Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik- ari. Margir fleiri styrkþegar hafa verið áberandi í tónlistarlífinu und- anfarin ár, þeirra á meðal fiðluleik- ararnir Ari Þór Vilhjálmsson og Elfa Rún Kristins- dóttir, Bragi Bergþórsson ten- ór, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari og Fjölnir Ólafsson og Jóhann Krist- insson barítón- söngvarar. Álfheiður Erla stundaði nám við Söngskóla Sigurðar Demetz, meðal annars hjá Hallveigu Rúnarsdóttur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Hún lauk bakkalárnámi við Hanns Eis- ler-tónlistarháskólann í Berlín árið 2018 og stundar þar nú meistara- nám. Nýverið var Álfheiði boðið að koma fram á meistaranámskeiði hjá Renée Fleming í Carnegie Hall og kemur hún þar fram á tónleikum í vor. Hún hefur starfað með mörgum þekktum stjórnendum og söngv- urum í þýskum óperuhúsum. Rannveig Marta hóf fiðlunám fjögurra ára gömul við Allegro Su- zuki-skólann. Hún lauk framhalds- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2014 og hefur lokið bakkalárprófi frá Juilliard í New York. Þar stundar hún nú meistara- nám. Rannveig vann prufuspil fyrir stöðu konsertmeistara Juilliard- hljómsveitarinnar og hér heima sigraði hún í Ungir einleikarar 2014. Styrkþegar Rótarý koma fram á tónleikum Álfheiður Erla Guðmundsdóttir Rannveig Marta Sarc Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y –

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.