Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 ✝ Jón Valmunds-son fæddist í Vík í Mýrdal 9. júní 1929 og bjó þar fjölskyldu sinni heimili á Aust- urvegi 4. Hann lést á dvalarheimilinu Hjal- latúni í Vík 19. jan- úar 2020. Foreldrar hans voru Valmund- ur Björnsson, Vík, f. 4. desember 1898, d. 17. júlí 1973 og Stein- unn Jónsdóttir, f. 1. nóvember 1905, d. 13. maí 1945. Eftirlifandi systir Jóns er Sig- urbjörg Valmundsdóttir, f. 28. október 1930. Eiginmaður henn- ar var Gísli Guðni Þorbergsson, f. 15. nóvember 1929, d. 26. júní 2010. Steinunn Ingólfsdóttir, f. 29. apríl 1995. 2) Guðrún B. Jónsdóttir, f. 13. apríl 1964, gift Sigurbirni Hjaltasyni, f. 21. október 1965. Börn: Andri Jón Sigurbjörns- son, f. 9. maí 1989, trúlofaður Árdísi Birgisdóttur, f. 21. júlí 1989. Dóttir þeirra Þórdís Hekla. Hjalti Steinar Sigur- björnsson, f. 9. ágúst 1995. Jón og Steinunn giftust 9. september 1959 og bjuggu í Vík í Mýrdal. Jón var menntaður smiður og húsasmíðameistari, starfaði í Vík og frá 1972 var hann brúarverkstjóri á vegum Vegagerðar ríkisins þar til hann fór á eftirlaun 1999. Steinunn kona hans var ráðskona í vinnu- flokki Jóns allt frá upphafi til 1999. Útför Jóns fer fram frá Vík- urkirkju í dag, 1. febrúar 2020, klukkan 13. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Steinunn Páls- dóttir, f. 7. októ- ber 1935. For- eldrar hennar voru Páll Tóm- asson, f. 4. ágúst 1900, d. 30. júní 1990 og Þuríður Guðrún Stef- ánsdóttir, f. 14. október 1907, d. 1. maí 1982. Dætur Jóns og Steinunnar: 1) Steinunn Jónsdóttir, f. 20. janúar 1960, gift Ingólfi Hjör- leifssyni, f. 13. mars 1958. Börn: Rannveig Moss, fædd 15. apríl 1981. Synir hennar: Eiður Bjarmi og Patrekur. Anna Elsku afi. Núna ertu farinn frá okkur og þrátt fyrir að við höfum báðir vitað í hvað stefndi þá er sorgin og söknuðurinn mikill. Þó vakna margar og góð- ar minningar, þær fyrstu eru frá öllum dögunum í brúarvinn- unni en fátt vissi ég skemmti- legra en að fá að heimsækja ykkur í skúrana, hjálpa ömmu í eldhúsinu og seinna að fá að koma með þér upp á brú að vinna. Árum saman trúði ég því að ég ætti brúna yfir Markar- fljót og sagði öllum sem vildu hlusta að þú hefðir smíðað þessa brú og gefið mér hana. Að koma til ykkar á Austurveginn var líka alltaf jafn gaman og hafði yfir sér einhvern ævintýralegan blæ, við höfðum alltaf eitthvað skemmtilegt fyrir stafni hvort sem það var að huga að húsinu sem var þér svo kært, laga til í garðinum eða hjálpa öðrum íbú- um í Vík í smíðavinnu. Alltaf fundum við samt tíma til að fara austur með eða út á sand þar sem þú leyfðir mér að keyra tímunum saman og ef heppnin var með mér fékk ég að keyra alla leið heim. Á seinni árum varstu svo alltaf tilbúinn til að keyra með mér um sveitirnar þar sem þú kunnir sögu um hvern einasta vegaslóða sem við þræddum og hvern einasta hól sem við sáum. Þú hafðir alltaf áhuga og óbil- andi trú á öllu sem ég gerði eða tók mér fyrir hendur, enda voru símtölin ófá þar sem ég hringdi í þig til að leita ráða og þú varst alltaf tilbúinn til að leiðbeina mér. Við eyddum líka löngum stundum í að spjalla um allt milli himins og jarðar og allt fram á síðasta dag gat ég talað við þig og fengið góð ráð í sam- bandi við steypu og byggingar. Að sitja með þér inni í stofu á Austurveginum langt fram á nótt og spjalla eru minningar sem munu alltaf vera mér mjög kærar. Nú munu þessi samtöl ekki verða fleiri en eftir situr allt sem þú kenndir mér, að keyra bíl, reka nagla, brýna hníf og vinnusemi en umfram allt kenndir þú mér hjálpsemi og mikilvægi þess að vilja öðrum gott. Ég er þakklátur fyrir það að Þórdís Hekla fékk að kynnast þér en erfiðast þykir mér að börnin mín munu ekki alast upp með afa í Vík og fá að kynnast þeim ótrúlega manni sem þú hafðir að geyma. Minning þín mun þó lifa áfram í hjörtum okkar. Takk fyrir allt, þinn Andri Jón. Jón Valmundsson brúarsmið- ur, samstarfsmaður okkar til áratuga, hefur nú kvatt þessa jarðvist. Með honum er genginn einn af þeim mörgu brúarsmið- um sem settu mark sitt á brúar- smíðar síðustu aldar. Þegar við hófum störf á Brúadeild Vegagerðarinnar í upphafi sjöunda áratugarins voru gerðir út 9 brúarvinnu- flokkar víðs vegar um landið. Verkefnin voru fjölbreytt og hönnunin tók mið af áratuga reynslu og hefðum við brúar- smíðarnar. Á árunum 1970-1971 var sú ákvörðun tekin að leggja veg og brýr á Skeiðarársandi og að því skyldi lokið sumarið 1974. Ljóst var að þar dugðu ekki hefðbundnar lausnir eða vinnu- brögð auk þess sem hafa þurfti hraðar hendur til að leita lausna við þetta verkefni. Um áratuga skeið hafði verið gerður út brúarvinnuflokkur frá Vík undir stjórn Valmundar Björnssonar, föður Jóns. Val- mundur, þá orðinn rúmlega 70 ára, hafði brúað flest vötn í V- Skaftafellssýslu auk brúa í Öræfum, Rangárvallasýslu og víðar. Jón fylgdi snemma föður sínum við brúarsmíðar en eftir að hann óx úr grasi var hann „í mörgu öðru en brúarsmíði“ eins og haft er eftir honum í viðtali, „Að standa uppi í hárinu á nátt- úruöflunum“, 29. des. 1996. Þegar þessi verkefni lágu fyr- ir féllst Jón á að stýra brúar- vinnuflokki frá Vík og taka þátt í uppbyggingunni á Skeiðarár- sandi. Svo hagaði til að brúar- smíði varð aðalstarf Jóns næstu 27 árin. Jón byggði fjölda brúa á þessu árum „allt frá Kjósar- skarði til Bessastaðarár á Hér- aði“, m.a. brýr yfir Selfljót á Héraði, Blautukvísl og Múlakv- ísl á Mýrdalssandi og Markar- fljót. Jón var harðduglegur og glöggur verkstjóri sem ávallt gekk í verk með mönnum sínum þar sem mest reið á. Þegar hann var „látinn hætta“ 70 ára, svo vitnað sé enn í áðurnefnt viðtal, átti hann eftir að sinna mörgum verkefnum í sinni heimabyggð. Að baki Jóns stóð Steinunn, kona hans til 60 ára, og stýrði mötuneyti í vinnuflokki Jóns af miklum dugnaði. Þau stóðu þétt saman um þessi störf og það var gott að koma til þeirra. Við minnumst Jóns fyrir hversu gott var að ræða og skipuleggja verkefni með honum þar sem hann miðlaði af reynslu og glöggskyggni. Það eru forrétt- indi að fá að vinna með fólki eins og Jóni og Steinunni. Við sem vorum það lánsamir að kynnast Jóni og fá að starfa með honum við að leysa hin margvíslegustu verkefni minn- umst hans með þökk og virð- ingu. Steinunni og dætrum þeirra Jóns ásamt fjölskyldum þeirra sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Einar Hafliðason, Pétur Ingólfsson. Nú er komið að kveðjustund við Jón tengdaföður minn sem hefur verið partur af mínu lífi í tæp 35 ár. Jón var einn af þessum mönnum sem hafa áhrif á aðra og ekki annað hægt en að líta upp til. Þrítugur að aldri smíð- aði hann frá grunni hús á tveim- ur hæðum við Austurveg í Vík. Ekki aðeins smíðaði hann húsið sjálfur heldur teiknaði hann það og smíðaði allar innréttingar. Þetta var auðvitað löngu fyrir mína tíð en þessi blanda af atorkusemi og handlagni var eiginleiki sem ég kynntist fljótt í fari Jóns. Ómetanleg er hjálp- semi hans við okkur Gullu þegar við innréttuðum íbúðina okkar í Laufengi og húsið sem við eign- uðumst fokhelt við Brúnastaði. Það var sama hvert verkið var, alltaf var Jón með lausnirnar og lét hendur standa fram úr erm- um. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir alla hjálpina og ekki síst allt það sem ég lærði á að vinna með honum. Það er kunnátta sem ég mun búa að alla ævi. Jón var höfðingi heim að sækja, viðræðugóður og afar ör- látur á allan hátt. Alltaf var hægt að ganga að því vísu á Austurveginum hjá þeim Stein- unni að vel væri veitt í mat og drykk og var þar iðulega mjög gestkvæmt og auðséð að þau nutu þess að fá til sín gesti og gera vel við þá. Aldrei kom mað- ur að tómum kofunum á spjalli við Jón því hann var vel að sér á óíklegustu sviðum og með sterk- ar skoðanir á ýmsum málum. Að hlusta á hann rifja up gamla tíð var mjög skemmtilegt og ótrú- legt minni sem hann hafði á löngu liðna atburði. Dálæti Jóns á barnabörnun- um var einstakt og nutu dreng- irnir okkar Gullu svo sannar- lega góðs af því alla tíð. Að fara með afa austur í Hafursey og rúnta þar á aurunum var eitt það skemmtilegasta sem þeir gerðu og það er ekki ofsögum sagt að afanum hafi fundist það jafn skemmtilegt. Hann ljómaði yfirleitt allur þegar hann kom til baka úr þessum ökutúrum. Að hafa kynnst Jóni og fengið að vera honum samferða öll þessi ár eru mín forréttindi og veröldin verður tómlegri án hans. Ég mun sakna þess að fá ekki oftar að vinna með honum, sakna þess að geta ekki lengur leitað ráða hjá honum, sakna hlýja handtaksins, sakna þess að fá ekki að lyfta oftar visk- ístaupi með honum, sakna þess að spjalla við hann um menn og málefni. Hvíl í friði, kæri vinur. Sigurbjörn. Ég kynntist Jóni Valmunds- syni fyrir meira en 30 árum, þegar Steinunn dóttir hans kynnti okkur. Mér var strax ljóst að það var mikið spunnið í þennan mann, hann hafði til að bera myndugleika og áberandi andlegan styrk sem fór ekki framhjá neinum. Jón var lífs- glaður maður sem hafði skoð- anir á öllu og lá ekkert á þeim, alltaf „líf og fjör“ að spjalla við hann um hvaðeina. Við vorum ekki alltaf sammála um ýmis samfélagsmál en í heitum sam- ræðum vorum við alltaf viss um að Jón hlustaði á andstæð sjón- armið áður en hann myndaði sér skoðun. Hann var mikill prin- sippmaður alla sína tíð, fylgdi ætíð þeirri meginreglu að byggja gjörðir sínar á heil- brigðri skynsemi og því sem hann taldi vera ærlegt og rétt. Eiginlega má segja að Jón hafi verið tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir það sem hann taldi ærlegt og rétt. Jón var Skaftfellingur í húð og hár. Hann fæddist og ólst upp í Vík í Mýrdal, sonur hjónanna Steinunnar Jónsdótt- ur húsfreyju og Valmundar Björnssonar, brúarsmiðs og verkstjóra. Steinunn var Víkari, dóttir Jóns Brynjólfssonar vegaverkstjóra á Suðurlandi en Valmundur var frá Svínadal í Skaftártungu og brúarverk- stjóri stóran hluta sinnar starfs- ævi. Jón hafði því sterkan bak- grunn í handverki og smíðum. Segja má að faðir hans og afi hafi átt stóran þátt í að leggja grunninn fyrir nútímalegar samgöngur um Suðurland. Að- eins 14 ára var Jón farinn að vinna með föður sínum við brú- arsmíði. Hann fór í iðnskóla, út- skrifaðist sem smiður með hæstu einkunn og var fljótlega kominn með góðan vinnuflokk til smíða enda byggði hann á 7. áratugnum mörg hús í Vík og nágrenni, opinberar byggingar sem heimili. Jón tók svo við brúarvinnu- flokki föður síns þegar Val- mundur hætti störfum og næstu áratugi var hann öll sumur á ferð um Suðurland ásamt konu sinni, Steinunni Jónsdóttur, sem var ráðskona í vinnuflokknum. Jón lagði alla tíð mikið upp úr því að vinna með mönnum sín- um úti á brú og að allir legðu kapp á að gera sitt besta. Hafa margir rætt hvað vinna með Jóni hafi verið þeim góður skóli. Jón lagði áherslu á að skila verkum af sér tímanlega og inn- an fjárhagsáætlunar. Það er ljóst að hjá Vegagerðinni þurfti ekki að kvarta undan störfum Jóns og hans vinnuflokks. Nú þegar við lítum yfir farinn veg erum við þakklát fyrir að hafa notið samvista við Jón. Hann var okkur alla tíð stoð og stytta, kletturinn í fjölskyld- unni. Alltaf gátum við reiknað með því að Jón væri tilbúinn til aðstoðar ef þurfti að fara í við- hald og viðgerðir, skipta um glugga, leggja parket, alltaf var Jón mættur með verkfæri og góð ráð. Hann átti gott ævikvöld og þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin tókst hann á við hvern dag af festu og æðruleysi, allri fjöl- skyldunni til fyrirmyndar. Fram á síðasta dag var hugur hans ferskur og vakandi. Hann leið- rétti okkur og leiðbeindi, af kurteisi, jákvæðni og yfirvegun, fram á síðasta dag. Við kveðjum Jón í dag með hlýju í hjarta um leið og við vitum að hann verður okkur alltaf nær í minningunni. Ingólfur Hjörleifsson. Jón Valmundsson Elsku langamma Teresa. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og takk fyrir alla hlaupbangsana sem þú færðir mér. Það er frægt í fjölskyldunni að þegar pabbi hringdi í þig til að bjóða þér í skírnina mína hafir þú sagt að þú myndir ekki koma Maria Teresa Jover Carrera ✝ Maria TeresaJover Carrera fæddist 26. ágúst 1937. Hún lést 22. janúar 2020. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. nema fá að vita nafnið. Pabbi tók ekki í mál að upp- lýsa það og fullviss- aði þig um að þú yrðir ánægð með nafnið. Þegar ég var svo skírð í höfuðið á þér varð þér svo mikið um að allir fengu hláturskast. Þótt ég sé bara sjö ára þá vorum við góðar vinkonur og mér fannst alltaf gaman þegar við hittumst og þú munt ávallt eiga stað í hjarta mér. Þín langömmustelpa, María Teresa. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali Símanúmer 659 4044 halla@gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Löggiltur fasteignasali Símanúmer 899 9787 sb@gimli.is Sigþór Bragason Skrifstofa Símanúmer 661 1121 ellert@gimli.is Ellert Bragi Sigurþórsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Símanúmer 773 7126 elinrosa@gimli.is Elín Rósa Guðlaugsdóttir Sölustjóri Símanúmer 896 5221 bardur@gimli.is Bárður Tryggvason Viðskiptafræðingur / sölufulltrúi Símanúmer 691 4252 kristjan@gimli.is Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali hafrun@gimli.is Hafrún Huld Einarsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali Símanúmer 690 2602 elin@gimli.is Elín Urður Hrafnberg Viðskiptafræðingur / sölufulltrúi Símanúmer 820 6511 lilja@gimli.is Lilja Hrafnberg Grensásvegi 13 108 Reykjavík S 570 4800 gimli@gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Hafðu samband og samdægurs verðmetum við eignina þína þér að kostnaðar- og skuldbindingarlausu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.