Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Eftir að nýr áratugur rann upp í tímatali sem margir jarðarbúar miða við hafa verið tínd til dæmi um íþróttafólk sem náð hefur áföngum á fjórum mismunandi áratugum. Eitt af því sem fjallað hefur verið um er sú staðreynd að bandaríska tenniskonan Serena Williams hefur unnið atvinnu- mannamót í íþróttinni á fjórum mismunandi áratugum. Er það athyglisvert, þar sem Williams kom ekki í heiminn fyrr en í september árið 1981. Hún náði hins vegar að komast í fremstu röð áður en síðasta öld var á enda. Náði meira að segja að vinna fyrsta risamót sitt þeg- ar hún sigraði í einliðaleik á Opna bandaríska árið 1999. Williams var ekki nema fjór- tán ára þegar hún komst í fyrsta skipti inn á atvinnumannamót. en deila má um hversu heilbrigt það er. Hún gerðist hins vegar atvinnumaður þegar hún hafði náð 16 ára aldri og þá gáfu for- eldrarnir leyfi. Tennisíþróttin er erfið og æfingaálagið er mjög mikið. Þar af leiðandi er um merkilegt af- rek að ræða. Takist henni að bæta við sigri í einliðaleik á risamóti áður en hún lætur staðar numið verður um enn stærra afrek að ræða. Þá gæti hún státað af sigri í einliðaleik á risamótum á fjórum mismun- andi áratugum. Martinu Navratilovu tókst að sigra á risamótum á fjórum mis- munandi áratugum, eða frá 1978 til 2006. En þar var ekki eingöngu um einliðaleik að ræða. Navratilova hélt lengi áfram að landa sigrum í tvennd- arleik þegar leið á ferilinn. Síð- asti risatitill hennar kom ekki fyrr en árið 2006, þegar hún var tæplega fimmtug. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hleðsluhöllin: Selfoss – ÍBV.................. L16 KA-heimilið: KA – HK ........................... L18 TM-höllin: Stjarnan – ÍR ....................... L19 Kaplakriki: FH – Haukar ...................... L20 Framhús: Fram – Fjölnir....................... S16 Origo-höll: Valur – Afturelding ........ S17.15 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – Afturelding...... L16 Ásvellir: Haukar – Fram................... L16.30 Origo-höllin: Valur – ÍBV....................... S15 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kaplakriki: FH – Fylkir ........................ L17 Hleðsluhöllin: Selfoss – ÍR ............... L18.15 Framhús: Fram U – ÍBV U .............. S18.15 Kórinn: HK U – Fjölnir..................... S19.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ásvellir: Haukar U – Þór Ak ................. L14 TM-höllin: Stjarnan U – KA U .............. S18 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Þór Ak.......... S19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – KR ........ S19.15 Hertz-hellirinn: ÍR – Haukar............ S19.15 IG-höllin: Þór Þ. – Fjölnir ................. S19.15 1. deild kvenna: Blue-höllin: Keflavík b – Njarðvík ........ L16 Dalhús: Fjölnir – Grindavík b ............... L16 KNATTSPYRNA Norðurlandsmót ka., Kjarnafæðismótið: Boginn: KA – Þór............................... L13.30 Fótbolti.net mót karla: Skessan: FH – Grindavík.................. L10.45 Kórinn: HK – Grótta ......................... L11.15 Samsung-völlur: Stjarnan – ÍBV ..... L11.30 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – SR............................. L16.45 REYKJAVÍKURLEIKAR Frjálsíþróttamót RIG er í Laugardalshöll á morgun kl. 16 til 18. Dagskráin að öðru leyti er á rig.is. UM HELGINA! HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Sænska handknattleiksliðið Guif í Eskilstuna greindi frá því í gær að það hefði nælt í markvörðinn Daníel Frey Andrésson fyrir næsta keppn- istímabil. Daníel leikur því með Val út keppnistímabilið og heldur til Sví- þjóðar í sumar. Hann lék áður með Ricoh í efstu deild í Svíþjóð en kom heim sumarið 2018. „Þegar ég kom heim var alltaf stefnan að fara út aftur ef mér byðist eitthvað sem hentaði vel. Samningur minn við Val rennur út í sumar og mér fannst þetta spennandi. Ég hef verið á þessu svæði því þetta er rétt hjá Stokkhólmi þar sem ég var síðast. Ég þekki mig nokkuð vel þarna,“ sagði Daníel þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. „Ég var ekki að velja á milli tilboða. Þetta kom inn á borð til mín fyrir nokkrum vikum og hefur verið í vinnslu í tvær til þrjár vikur. Við komumst svo að fínu samkomulagi.“ Búferlaflutningarnir til Svíþjóðar í sumar koma til með að einfalda einkalíf Daníels talsvert því hann á sænska kærustu og er hún í námi í Stokkhólmi. „Hún býr í Stokkhólmi og því pass- ar það mjög vel. Þar er hún í námi og síðustu tvo vetur höfum við verið að fljúga á milli. Guif er eina liðið á þessu svæði sem er í efstu deild og því er þetta góð niðurstaða.“ Meiri umgjörð í Svíþjóð Daníel segir sænsku deildina ekki ósvipaða þeirri íslensku hvað styrk- leika varðar. Allra bestu liðin í Sví- þjóð séu þó betri en allra bestu liðin hér. „Sænska deildin er sterkari en Olísdeildin en munurinn er ekki gíg- antískur. Danska deildin er auðvitað besta deildin á Norðurlöndunum en bestu liðin í Svíþjóð myndu vænt- anlega vinna íslensku deildina ef maður ber þetta saman. Bestu liðin á Íslandi myndu einnig komast í úr- slitakeppnina í Svíþjóð og gætu gert ágæta hluti. Það er auðvitað munur á umgjörðinni en hún er stærri og meiri í kringum leikina í Svíþjóð,“ bendir Daníel á. Hann nýtur reynslunnar af því að spila í sænsku deildinni og veit út í hvað hann er að fara. „Fyrst kom ég til Eskilstuna í æfingaferð með FH fyrir löngu. Síðan þá hef ég komið þangað nokkrum sinnum. Auk þess hafa nokkrir Íslendingar verið hjá fé- laginu,“ sagði Daníel en Kristján Andrésson lék og þjálfaði liðið. Hauk- ur bróðir hans lék með liðinu. Fetuðu þeir þá í fótspor föður síns, Andrésar Kristjánssonar, sem lék með Guif og þjálfaði síðar kvennalið félagsins. Línumennirnir Heimir Óli Heimisson og Atli Ævar Ingólfsson léku með lið- inu og markvörðurinn Aron Rafn Eð- varðsson. Valsliðið að taka á sig mynd Íslandsmótið er nýfarið í gang eftir langt frí sem gert er vegna hátíða- halda og landsliðsverkefna. Valur er í 3. sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka, og liðið vann góðan útisigur á ÍBV þegar deildin fór í gang á ný. „Jú, það er hrikalega skemmtilegt að vera kominn af stað aftur. Við Valsarar erum vel stemmdir fyrir seinni hluta tímabilsins. Eftir erfiða byrjun í haust náðum við okkur vel á strik. Við erum einnig með í Áskor- endakeppni Evrópu og því verða næstu mánuðir mjög spennandi. Við erum með hrikalega öflugt lið og sér- staklega þegar allir eru heilir. Staðan á leikmannahópnum er betri núna en stundum áður og síðustu mánuðir hafa gengið nokkuð smurt. Manni finnst eins og þetta sé allt að smella nú þegar Magnús Óli og Agnar eru báðir að komast í gott form,“ sagði Daníel Freyr Andrésson í samtali við Morgunblaðið. Hentar vel að fara til Guif  Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson fer aftur til Svíþjóðar í sumar  Samdi við Íslendingalið  Næstu mánuðir með Val verða spennandi Morgunblaðið/Eggert Í markinu Daníel Freyr Andrésson á vaktinni en Hafnfirðingurinn er á sínu öðru tímabili á Hlíðarenda. Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi vann sín þriðju gullverðlaun í Sló- vakíu í gær á Evrópumótaröð IPC, Alþjóðaólympíuhreyfingar fatl- aðra. Hilmar keppti í svigi og sam- anlagður tími hans eftir báðar ferð- irnar var 1:50,49 mínútur. Hilmar vann því tvö svigmót og eitt stórsvigsmót í Slóvakíu í vik- unni og er nú efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar bæði í svigi og stórsvigi. Hann kemur nú heim en fer aftur utan í lok febrúar og keppir í Zagreb á lokamóti Evrópu- mótaraðarinnar. Þriðja gull Hilm- ars í Slóvakíu Ljósmynd/ÍF Þrenna Hilmar Snær Örvarsson gerði það gott í Slóvakíu. Tveir Íslendingar komust í úrslit í sprettgöngu á norska meistara- mótinu í skíðagöngu í Konnerud við Drammen í gær. Isak Stianson Ped- ersen varð í 24. sæti í tímatöku í karlaflokki og Kristrún Guðnadóttir í 30. sæti í kvennaflokki en þrjátíu efstu komust áfram í hvorum flokki. Bæði féllu þau síðan út í undanriðlum í úrslitakeppninni. Isak fékk 60,75 FIS-stig, sem er hans besti árangur í sprettgöngu, og Kristrún náði sínum næstbesta árangri og fékk 103,45 stig. Þau styrkja bæði stöðu sína á heimslistanum. Isak og Kristrún í úrslitum í Noregi Ljósmynd/SKI Skíðaganga Kristrún Guðnadóttir komst í úrslitin í Noregi. Bandaríski körfuknattleiksmað- urinn Mike Di Nunno sem varð Ís- landsmeistari með KR-ingum á síð- asta tímabili er kominn með félagaskipti til Vesturbæjarfélags- ins á nýjan leik og er löglegur með þeim frá og með næsta leik. Di Nunno er 29 ára gamall bak- vörður og er með bæði bandarískt og ítalskt vegabréf. Hann fór frá KR-ingum til Leyma Coruna í spænsku B-deildinni og hefur leikið þar í vetur. Hann lék áður í Búlg- aríu, Grikklandi og Bretlandi eftir að hafa útskrifast frá Eastern Ken- tucky-háskólanum árið 2013 og far- ið í nýliðavalið fyrir NBA sama ár. Di Nunno átti marga frábæra leiki með KR í úrslitakeppninni síð- asta vetur og gerði þar 17,9 stig að meðaltali en hann skoraði m.a. 29 stig í síðasta úrslitaleiknum gegn ÍR-ingum. Ýmis skakkaföll Á ýmsu hefur gengið hjá leik- mannahópi KR í vetur. Á pappírum eru margir snjallir bakverðir hjá liðinu en margir hafa glímt við meiðsli og erfitt að segja til um hvernig þeim mun reiða af þegar á líður. Björn Kristjánsson verður í það minnsta ekki meira með eftir að hafa farið í aðgerð. Brynjar Þór Björnsson og Jón Arnór Stefánsson hafa báðir glímt við meiðsli í vetur og spilað leiki tæpir. Jakob Örn Sigurðarson missti úr tvo leiki í jan- úar. Þá var framherjinn kraftmikli, Kristófer Acox, greindur með nýrnasjúkdóm. Di Nunno var gjarnan í hlutverki leikstjórnanda þegar hann lék með KR í fyrra og hans bíður væntan- lega það hlutverk. Morgunblaðið/Hari Reyndur Michele Di Nunno hefur komið víða við á sínum ferli. Meistararnir þétta raðirnar og endurheimta Di Nunno

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.