Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 og þennan yndislega lífsförunaut. Dóri fékk að kveðja þetta líf eins og hann hefði örugglega sjálfur viljað, með friðsælum og fallegum hætti. Anna Stína, Gísli, Dóra, Ásthildur, Ásgeir og Hjalti. Halldór Hermannsson eða Dóri frændi hefur kvatt okkur í bili og vil ég minnast hans með ör- fáum orðum. Dóri er ein af mínum fyrstu minningum um fólk sem maður ferðaðist með úr barnæsku. Það er hægt að skrifa margt um þenn- an öðling, frænda sem vin. Hann er bróðir Gunnu Dóru mömmu og þau voru náin, eins og faðir minn heitinn Þórir Þórisson og hann voru mjög nánir vinir alla sína tíð og störfuðu til sjós saman. Dóri var skipstjóri og pabbi við vélstjórn. Þær eru hrein unun þær sögur sem til voru af þeim sem og öðrum vinum og félögum frá þessum tímum. Dóri var pabba fremri í að segja frá og muna þessa tíma. Mikið var hleg- ið. Síðan er Katrín Gísladóttir, konan í lífi Dóra, ekki minni part- ur í þessum minningum því mamma og Kata hafa verið nánar vinkonur allt sitt líf. Þannig að samgangur var mikill þó að Dóri og Kata hafi búið á Ísafirði alla sína tíð en við flutt til Reykjavík- ur. Hvert sumar fór ég á Ísafjörð að heimsækja afa og ömmu sem bjuggu í sama húsi með stórfjöl- skyldu Dóra og Kötu, Mjógötu 3. Þarna var yndislegt að vera og vel um mann hugsað ávallt og manni leið alltaf eins og maður væri heima hjá sér. Ef ég var einn þá voru hjónin sem mínir foreldrar og systkinin sem mínir bræður og systur. Við Gísli Halldór vorum mjög nánir á þessum árum. Ég vann á sumrin fyrir Dóra og við gerðum það flest. Fyrst stóð- um við Gísli á kössum við að þvo sárið og hreinsa blóð af flöttum fiski til söltunar og síðan varð Sund að litlu frystihúsi og við tók- um við færafiski og settum í gáma. Þetta voru oft langir dagar, hins vegar mikil skemmtun þar sem um var að ræða einvala lið til vinnu. Við vorum unglingar og Dóri stjórnaði okkur og leið- beindi, sannur leiðtogi. Dóri hafði þann einstaka eiginleika að hann náði til allra og allir voru jafningj- ar, þ.e. að hann gaf öllum sitt eyra hvort sem þú varst 9 ára eða 109 ára. Hann hlustaði og hafði þessa einstöku nánd. Hann var stór per- sóna og fallegur maður. Við ræddum mikið pólitík, hann var oft á undan sinni samtíð. Eitt skipti fórum við á skak með bát sem Birgir bróðir hans átti. Þá var ég orðinn tvítugur og þetta varð ein af þessum ferðum sem lifa. Við mokfiskuðum og vor- um drjúgir með okkur. Þrátt fyrir það var Birgir með meiri afla og það þótti Dóra vænt um því Biggi var á Hermóði sem skipar stóran sess í okkar fjölskyldu. Við fórum þó nokkur sumur í Laugardalsá til laxveiða og það var oft minna veitt og meira hlust- að á sögur úr Djúpinu og af fólki sem bjó þar áður. Frændi minn hafði afburðaminni og kunni sög- ur af öllu og þekkti í raun alla og af hvaða mönnum þeir voru komn- ir. Ekki margir sem hafa slíka hæfileika. Ég talaði við Dóra á afmælis- daginn 2. janúar síðastliðinn og átti fínt samtal við hann sem ég er þakklátur fyrir. Hann var orðinn þreyttur hann frændi og heilsunni hafði hrakað. Enda fór þar maður sem hafði unnið hörðum höndum allt sitt líf. Ég kveð þig í bili, Dóri frændi, og með hlýju. Var heiður að ferðast með þér. Sendi Kötu, börnum sem og öðrum ættingjum mínar innilegu samúðarkveðjur. Þórir Hlynur Þórisson „Það er sjónarsviptir að Hall- dóri Hermannssyni í bókstafleg- um skilningi þessara orða. Hann var aðsópsmikill maður, hvar sem hann lét til sín taka. Við höfðum það fyrir satt að raddstyrkurinn væri slíkur, þegar hann brýndi raustina, að undir tók í fjöllunum og endurómaði handan yfir Djúp- ið – yfir á Snæfjallaströndina meðan þar var enn mannabyggð. Halldór sleit barnsskónum í fjöruborðinu í Ögurvíkinni við Djúp vestur. Foreldrar hans, Hermann og Salóme á Barði, voru ásamt móðurbróður mínum, Þórði í Odda og Kristjönu konu hans, þau seinustu sem gerðu út frá Ög- urvíkinni. Halldór hefur ekki ver- ið hár í loftinu þegar hann fór í sinn fyrsta róður með Hermanni, föður sínum. Það sýndi sig í göngulaginu alla ævi að hann steig ölduna jafnvel þótt hann hefði þurrt land undir fótum. Eftir stríð fluttust fjölskyldur beggja, Hermanns og Þórðar, til Ísafjarðar. Halldór var því horf- inn frá bernskuslóðum ári áður en ég kom fyrst sem hlaupastrákur í Ögur til Hafliða móðurbróður míns. En ég heyrði endalausar sögur af Halldóri og þeim bræðr- um á Barði; af dugnaði þeirra og harðfylgi. Seinna á lífsleiðinni, þegar fundum okkar bar saman, þóttist ég því þekkja hann og allt hans fólk. Og það stóð heima. Þetta voru allt sannir Ögurvíking- ar. Í aðdraganda okkar í inngöngu EFTA árið 1970 var ég gerður út af örkinni til fundahalda um það mál víða úti á landi. Fyrsti fund- urinn var á Ísafirði. Sá fundur er mér ógleymanlegur. Það var fullt út úr dyrum. Það var hiti í mönn- um og harður tónn en hörkurök- ræður. En það sem kom mér helst á óvart var að hinn ungi útgerð- armaður frá Barði, Ögurvíkingur- inn, reyndist vera harðsnúinn Evrópusinni. Og var ekkert að skafa utan af því frekar en fyrri daginn. Raddstyrkurinn var slík- ur að yfirgnæfði alla aðra. Og þar með sannfæringarkraftur og sýn á tilveruna sem var sérstök. Fjöll- in byrgðu honum ekki sýn. Þvert á móti. Hann stóð á fjallstindinum og sá þaðan vítt og breitt um heiminn til allra átta. En var samt harðsvíraður raunsæismaður eins og sjóhundar og útgerðarmenn eiga að vera. Frá þessari stundu urðum við vinir. Eftir að við Bryndís fluttumst vestur til að setja á stofn Mennta- skólann á Ísafirði urðu kynni okk- ar nánari. Fundirnir urðu fleiri og rökræðurnar dýpri. Seinni árin var það kvótakerfið sem var fyr- irferðarmest á dagskránni. En það var ævinlega eins og að fara í andlegt sturtubað að líta inn í beitningaskúrinn hjá Halldóri og félögum og taka rökræðu dagsins. Við Bryndís fóstruðum hin elstu af börnum Halldórs og Kötu við MÍ og eigum um þau góðar minn- ingar. Þegar ég stakk af til Vest- urheims í andlega endurnýjun og Bryndís stýrði skólanum skikkaði Halldór hana sem ræðumann á sjómannadegi með þeim ummæl- um að hún væri af sjómönnum komin í báðar ættir og rynni því blóðið til skyldunnar. Það er vissulega sjónarsviptir að Ögurvíkingnum. En eftir standa 48 afkomendur þeirra Halldórs og Katrínar Gísladóttur. Þeim rennur nú blóðið til skyld- unnar að halda merki sjóvíkings- ins hátt á loft. Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram. Hann var pabbi hennar Rönku skólasystur minnar og hefði af þeirri ástæðu einni verðskuldað ríkulega virðingu um aldur og ævi. En það var ekki allt. Svo víða kom hann við í lífinu, þar sem svo sannarlega um hann munaði, að einhvern tímann var það fært í letur að hann hlyti að vera stofnun eða hópur manna, hann Halldór Hermannsson. Búandi á næsta fjörukambi við hann á Eyrinni fylgdi hann manni frá fyrstu tíð. Án vafa hef ég heyrt í honum löngu áður en ég sá hann fyrst. Hann þurfti ekki að sjást til þess að tekið væri eftir honum eða menn fyndu fyrir honum. Okkar fyrstu formlegu sam- skipti voru þegar stýrimaður í róðrarsveit nemenda Gagnfræða- skólans hélt til fundar við hann á Sjómannastofunni í Alþýðuhúsinu að morgni sjómannadags. Hann var þá allt í öllu eins og oft áður við skipulagningu dagsins. Hann fór yfir skipulag róðursins með stýrimönnum. Nokkurt stress var í gangi á fundinum því leit stóð yfir að öðr- um bátnum. Sá hafði horfið í blíð- viðri næturinnar. Um síðir bárust þó fréttir á fundinn að báturinn væri fundinn lengst inni í firði, í fjörunni innan við Brúarnesti. Létti þá Dóra Hermanns nokkuð og von bráðar hló hann dátt að þessu veseni. Taldi víst að menn á kenndiríi hefðu tekið bátinn traustataki og róið í næturkyrrð- inni. Ekki hefði hann þurft nema rétt að horfa í augu mín á þeirri stundu til þess að sjá sektar- kenndina sem gróf um sig. Ekki var kjarkur á þeirri stundu til þess að játa strákapörin. Til þess var málið alltof flókið. Báturinn var nefnilega tekinn traustataki af góðglöðum skólasystkinum dóttur hans er fögnuðu próflokum. För- inni var heitið í miðnæturteiti í sumarbústað hans sjálfs í Tungu- skógi. Að veisluhöldum loknum hafði fjarað undan bátnum. Sann- leikurinn þarf sinn tíma. Nú er hann kominn fram og ég veit að málið er bæði fyrirgefið og fyrnt. Þegar rækjuiðnaðurinn á Ísa- firði komst í þrot snemma á tí- unda áratug síðustu aldar hóaði Halldór Hermannsson í hóp manna til endurreisnar. Að sjálf- sögðu var hópurinn nefndur eftir honum, Vinir Dóra. Þá hófst sam- starf okkar og um nokkurra ára skeið vorum við nánir samstarfs- menn. Sá tími var krefjandi en mikið óskaplega var skemmtilegt og gefandi að umgangast nafna. Vinnugleðin, sögustundirnar, stjórnmáladeilurnar, greinaskrif- in, að ég tali nú ekki um þegar það brast á með söng. Sá sem upplifði söng Dóra Hermanns á góðri stund varð aldrei samur. Með sínu eftirminnilega göngu- lagi skildi nafni minn eftir djúp og varanleg spor við Djúp. Ekki síst á Ísafirði. Við leiðarlok þakka ég Halldóri Hermannssyni sam- fylgdina og sendi Kötu og þeirra fólki öllu innilegar samúðarkveðj- ur. Halldór Jónsson. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Þessi orð eiga vel við vin minn Halldór Hermannsson, sem lést 22. janúar sl. Okkar kynni hafa spannað rúm 50 ár sem aldrei hef- ur skugga á borið. Eftir að við Sigga Bogga fluttum vestur á Ísa- fjörð árið 1970 var mikill sam- gangur við foreldra konu minnar og frændfólk hennar í bænum. Á þessum árum voru oft snjóþungir vetur. Óvanur var ég aðstæðum öllum en sá strax hvað allt var í föstum skorðum og samheldni bæjarbúa var mikil, ekki síst á veturna. Þar sem allskonar sam- komur voru tíðar, samanber árshátíðir, þorrablót og fleira. Ár- in á Ísafirði voru minnisstæð og þar kynntist ég mörgu góðu fólki, t.d. Halldóri og Katrínu og for- eldrum Halldórs þeim Hermanni og Salóme sem bjuggu í sama húsi. Á þessum árum var Halldór í útgerð með vini sínum Óskari Jóh. Bátur þeirra var Þristur ÍS og seinna létu þeir smíða Engilráð ÍS. Stunduðu þeir handfæri á sumrum en rækju á vetrum. Dóri var mikill gleðigjafi, skemmtileg- ur á góðum stundum og hrókur alls fagnaðar. Minnisstæð er fjöl- skylduferðin á þjóðhátíðina í Vatnsfirði 1974, þegar Vestfirð- ingar komu saman í sól og sum- aryl. Tjaldborg mikil reist á eyr- unum fyrir innan vatn. Skipulag, skemmtanir, allt til mikillar fyr- irmyndar. Eftir hátíð vorum við í samfloti heim til Ísafjarðar. Fór- um meðal annars að Fjallfossi þar sem myndir voru teknar af fólki og fossi. Sumarið 1974 fórum við nokkrir félagar í gönguferð norð- ur á Strandir. Halldór og Óskar voru á handfærum á þessum tíma norður af Horni og komu okkur inn í Hrafnfjarðarbotn seinni part dags. Gistum við í skýlinu um nóttina, héldum daginn eftir yfir Skorarheiði í Furufjörð og áfram í Reykjafjörð nyrðri. Eftir að við fluttum suður nokkrum árum seinna kemur Dóri að máli við mig og spyr mig hvort ég hafi áhuga á að veiða í Laugardalsá næsta sumar. Úr varð að hann fékk þriggja daga holl sem hófst 1. september. Héldum við því næstu 10 árin. Með okkur var Þórir mág- ur hans, konur okkar og börn. Þessar veiðiferðir voru mjög skemmtilegar. Sigurjón á Hrafna- björgum heimsótti okkur reglu- lega á kvöldin. Þeir sveitungar Halldór og Sigurjón fóru þá á kostum í frásögnum af mönnum og málefnum. Í veiðihúsinu á Tví- steinum er rammi á vegg með ljóði og þar stendur: Kolbrúnarskáldið kveður Ég horfi á hlíðar fjalla hverfa í dökka skugga sem hár þitt hrynji í dali og hylji tún og engi Þeir fylla firði af ilmi og friði næturkyrrðar eins og líði um landið lokkar úr þínu hári, falli hægt um hlíðar hárra og brattra fjalla yfir bláu Djúpi. Ég horfi í djúpa dali dimma af fjallaskuggum sem bregða á bláan sæinn bliki þinna augna og sveipa mig í söknuð. Svalir skuggar fjalla leggi nú langa fingur líknsamt á mína hvarma áður en lít ég augum inn milli brattra hlíða döggvota tregadali. (Indriði G. Þorsteinsson) Elsku Dóri, þakka allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Farð þú í guðs friði. Elsku Kata og fjöl- skylda, innileg samúðarkveðja. Ólafur Hálfdan Þórarinsson. Hann var vestfirskur víkingur. Einn af þeim allra bestu. Hann vakti athygli hvar sem hann fór, með sinni sterku rödd og vask- legu framkomu. Ég minnist Dóra fyrst í Gagnfræðaskóla Ísafjarð- ar. Í landsprófsdeild veturinn 1949-50 voru óvenju margir karl- kyns nemendur. Þetta voru glæsilegir strákar og vöktu at- hygli okkar stúlknanna. Dóri Hermanns var einn af þeim og sá sem vakti ekki hvað minnsta at- hygli fyrir stærð sína og hressi- lega framkomu. Það hefur alltaf sópað að Dóra hvar sem hann hef- ur verið. Ég man hann einnig á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á sokkabandsárum okkar. Þar sleppti hann engum dansi, geyst- ist um gólfið með dömurnar í fanginu, oftast þá sem seinna varð konan hans og við hinar öf- unduðum hana af dansherranum. Seinna þegar dóttir hans Rann- veig og sonur minn Kristján hófu búskap varð vinskapur okkar meiri og nánari. Við eignuðumst sameiginleg barnabörn og hitt- umst í fjölskyldusamkvæmum og afmælum. Alltaf var það ánægju- legt að hitta þau hjón Kötu og hann og spjalla við Dóra um póli- tík, veðurfar, atvinnumál og hvað eina sem bar á góma. Við vorum ekki í sama flokki í pólitík en það kom ekki að sök, við vorum oft sammála fyrir því, enda bæði unnendur Vestfjarða og vildum heimabyggð okkar allt það besta. Dóri lét til sín taka á mörgum sviðum þjóðlífsins, ekki síst í at- vinnumálum sem skipstjóri og út- gerðarmaður, og í pólitík hafði hann sterkar skoðanir. Var ein- lægur andstæðingur kvótakerfis- ins eins og bróðir minn Guðjón Arnar, enda unnu þeir saman í Frjálslynda flokknum um árabil. Dóri var eins og karlmenn þessa tíma, vinnan var honum mikils virði, hann hafði ekki tíma eða löngun til að stunda einhvern leik- araskap eins og hann kallaði það. Það varð honum því afar erfitt að þurfa að hætta að vinna þegar hann varð sjötugur. Þá vann hann við Ísafjarðarhöfn og sem opinber starfsmaður var honum gert að hætta samkvæmt þeim reglum sem gilda. Hvenær skyldi koma að því að þeim fáránlegu reglum verði breytt og fólk fái að vinna lengur ef það hefur heilsu og löng- un til þess? Karlmenn fæddir fyr- ir og um miðbik síðustu aldar þurfa sérstaklega á því að halda. Þeir missa lífslöngun og finnst þeir ekki vera lengur til nokkurs gagns. Ég held að þannig hafi Dóra liðið þegar hann þurfti að hætta að vinna. Hann missti til- ganginn með því að fara á fætur, missti félagsskapinn og það sem gaf lífinu gildi. Við hlið hans stóð Kata eins og klettur og börnin hans og tengdabörnin gerðu allt til að létta honum lífið. Fjölskyld- an var honum mikils virði, en það var ekki nóg. Heilsan fór að bila og eitt tók við af öðru, læknaheim- sóknir, aðgerðir og lyfjagjafir. Hann yfirgaf þennan heim að morgni 22. janúar á heimili sínu á Hlíf. Það gerðist hratt, í anda hans, hann var aldrei lengi að hlutunum. Ég þakka Dóra fyrir alla við- kynningu í gegnum árin. Það var gott að vera í návist hans, honum fylgdi andblær vestfirskrar nátt- úru. Ég votta Kötu og allri þeirra stóru fjölskyldu innilega samúð. Minning hans mun lifa. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR Á. MÖLLER. Einnig þökkum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi og hjúkrunarheimilisins Markar sem önnuðust Elísabetu af alúð síðasta spölinn. Árni Möller Signý Pálsdóttir Helga Möller Hafliði Halldórsson barnabörn og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts okkar ástkæra GUÐJÓNS TRAUSTASONAR, vélvirkjameistara frá Vestmannaeyjum. Þökkum einnig öllum þeim sem af alúð og fagmennsku önnuðust hann í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sverrisdóttir Sigríður H. Guðjónsdóttir Ágúst Ólason Trausti Guðjónsson Lísa María Karlsdóttir Erlendur R. Guðjónsson Guðfinna B. Sigvaldadóttir Elsa Gunnarsdóttir Jakob Kristjánsson afabörn og langafabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ÞÓRU JAKOBSDÓTTUR, Brúarflöt 1, Garðabæ, sem lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 13. janúar sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi og líknarheimaþjónustu HERU fyrir einstaka umönnun og hlýju. Friðrik Sveinn Kristinsson Kristinn Friðriksson Helga Gréta Kristjánsdóttir Jakob Friðriksson Carolin Huehnken Svanhvít Friðriksdóttir Ólafur Guðbjörn Skúlason og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát elskulegrar móður okkar, uppeldismóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR INGIMUNDARDÓTTUR, Hrísmóum 7, Garðabæ. Einnig þökkum við öllum þeim sem önnuðust hana af alúð í veikindum hennar. Agnes Jóhannsdóttir Bessi Þorsteinsson Dagbjört Hansdóttir Sigurbjörn Sveinsson Hermann Hansson Auðbjörg Tómasdóttir Svava Hansdóttir Jóhannes B. Kristjánsson Hrafn Ingimundarson Elín Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.