Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Hjólakeppni Agnar Örn Sigurðsson sigraði í brekkuspretti Reykjavíkurleikanna. Hjólað var upp upphitaðan Skólavörðustíginn. Eggert Það er meir en aldar- fjórðungur síðan Hæsti- réttur kvað jafnréttislög þýðingarlítil nema meg- inreglur væru skýrðar svo að veita skyldi konu starf ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin hvað varðar menntun og annað sem máli skiptir og karl- maður sem við hana keppir ef á starfssviðinu eru fáar konur. Í níutíu ára sögu ríkisútvarpsins hefur engin kona gegnt stöðu útvarpsstjóra. Ell- efti karlinn var ráðinn útvarpsstjóri í vikunni andspænis flóru fremstu fjölmiðlakvenna landsins. Þegar staðan var aug- lýst laus til umsóknar var krafan um konu í stól útvarpsstjóra orðin tifandi tímasprengja. Yrði karl tekinn umfram konu í stöðuna þyrfti hann að hafa augljósa yf- irburði á þeim sviðum sem gerð voru að skil- yrði. Margar færustu fjölmiðlakonur landsins sóttu um starfið en engin þeirra komst áfram eftir fyrsta við- tal. Þrír karlar og ein kona rötuðu í lokaúrtakið. Konur sem eiga að baki áratuga reynslu sem rit- stjórar, fréttastjórar, útgefendur, dagskrárgerð- armenn, fréttamenn, rithöfundar, fræðimenn og stjórnendur hljóta að spyrja hvað hafi legið til grundvallar valinu í lokaúrtakið því ekki voru það hæfnis- og kynjasjónarmið. Auk þess var krafan um sanngjarnt og gagnsætt ráðningarferli að engu höfð. Svo virðist sem stjórn ríkisútvarpsins hafi mark- visst útilokað þessar konur á lokametrunum til að forðast óhagstæðan samanburð við þann sem ráðinn var í því skyni að hindra jafnréttiskærur. Eftir stendur ein spurning sem beint er til stjórn- ar ríkisútvarpsins: – Hvaða umfram-hæfnisþættir og yfirburðir réðu ráðningu ellefta karlsins í stöðu útvarpsstjóra? Ein spurning Eftir Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur Herdís Þorgeirsdóttir » Í níutíu ára sögu ríkis- útvarpsins hef- ur engin kona gegnt stöðu út- varpsstjóra. Ellefti karlinn var ráðinn út- varpsstjóri í vik- unni andspænis flóru fremstu fjölmiðlakvenna landsins. Höfundur er mannréttindalögmaður, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi. Aðdragandi þjóðar- sáttarsamningsins 1. febrúar 1990 var lang- ur. Í tvo áratugi höfðu landsmenn búið við óðaverðbólgu sem náði hámarki árið 1983, þegar hækkun verð- lags milli ára mældist 84% og verðbólgu- hraðinn innan ársins fór yfir 100%. Laun höfðu árum saman hækkað sam- kvæmt vísitölu á þriggja mánaða fresti, um allt að 15% í hvert sinn. Afskipti stjórnvalda af kjarasamn- ingum voru tíð og árið 1983 bönn- uðu þau verðtryggingu launa með lögum. Árið 1986 gerðu ASÍ og VSÍ (forveri SA), í samstarfi við stjórn- völd, tilraun til að stuðla að efna- hagslegum stöðugleika en hún rann út í sandinn. Árið 1988 voru enn sett lög á kjarasamninga sem takmörk- uðu launhækkanir en árið eftir voru gerðir óraunhæfir kjarasamningar, við mjög erfiðar efnahagsaðstæður, sem skiluðu launafólki minna en engu því gengi krónunnar féll í kjöl- farið um 20%. Á tímabilinu 1980- 1989 hækkuðu laun að meðaltali um 1.300% en verðlag um tæp 1.500% þannig að kaupmáttur launa minnk- aði um 11%. Vart þarf að taka fram að verðbólgan lék þá verst sem minnst höfðu milli handanna. Í aðdraganda þjóðarsáttarinnar voru fólk og fyrirtæki orðin ör- magna í endalausu kapphlaupi við verðbólguna, stjórn- völd ráðalaus og að- gerðir þeirra gegn henni höfðu engu skil- að. Fólk var þrúgað af sífelldum hækkunum verðtryggðra íbúða- lána og þungri greiðslubyrði af him- inháum skamm- tímavöxtum. Útilokað var að gera raunahæf- ar fjárhagsáætlanir þar sem aðstæður gátu gerbreyst á auga- bragði og forsendur ákvarðana kollvarpast. Rekstur fyr- irtækja markaðist af skammtíma- hugsun, að eiga fyrir næstu launa- útborgun og greiðslu skatta, en langtímahagsmunir viku. Við þessar nöturlegu aðstæður fór fram aðalfundur VSÍ þann 6. júní 1989. Þar var Einar Oddur Kristjánsson, útvegsmaður og fisk- verkandi á Flateyri, kjörinn formað- ur VSÍ og Gunnar I. Birgisson, verktaki í Kópavogi, varaformaður. Nýrrar forystu biðu knýjandi verk- efni og þar voru efnahagsumbætur og skynsamlegir kjarasamningar efst á blaði. Umræður um stefnu- breytingu fóru vaxandi og að helstu forgangsmálin væru að koma bönd- um á verðbólguna og verja störfin. Í viðræðum VSÍ og ASÍ á síðustu mánuðum ársins 1989 náðist sam- staða um helstu markmið sem voru að kveða niður verðbólgu, sporna gegn atvinnuleysi, skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og verja kaup- mátt sem samrýmst gæti þessum markmiðum. Í viðræðum VSÍ við stjórnvöld haustið 1989 var samstaða um að al- menni vinnumarkaðurinn markaði stefnu í kjaramálum sem ríki og sveitarfélög myndu fylgja. Þetta hafði lengst af verið stefnan, en ríkisvaldið brá út af þeirri leið vorið 1989, með mjög slæmum afleið- ingum, sem gerði samningsgerðina enn snúnari. Augljóst var að hóflegar launa- breytingar voru meginforsenda þess að markmiðin næðust. Auk þess þurftu að koma til víðtækar að- gerðir svo ýmsir þættir efnahags- lífsins samrýmdust nýju og gjör- breyttu umhverfi. Atvinnulífið hafði aðlagast óðaverðbólgu um áratuga- skeið með nánast sjálfvirkum verð- hækkunum í kjölfar mikilla og tíðra launabreytinga og gengisfellinga. Þetta þurfti að breytast. Með þrot- lausri vinnu og skýrri sýn tókst að ná samstöðu um gjörbreytta leið við gerð og framkvæmd kjarasamn- inga. Auk heildarsamtaka launa- fólks og vinnuveitenda komu fulltrú- ar BSRB, bænda, viðskiptabanka og stjórnvalda að borðinu. Allir þurftu að leggja sitt af mörkum til að skapa sátt um þessa stefnubreytingu. Fór svo að full samstaða náðist með helstu heildar- samtökum vinnumarkaðarins, bönk- um, bændum og stjórnvöldum að taka þátt í samræmdum aðgerðum til að ná niður verðbólgu og koma á efnahagslegum stöðugleika. Þjóðarsáttasamningurinn gilti frá undirskriftardegi 1. febrúar 1990 til 15. september 1991, eða í tæplega 20 mánuði. Umsamin launahækkun á samningstímanum var 10% en hækkaði í tæplega 12% vegna rauðra strika sem miðuðu við hækk- un verðlags umfram verðbólguspár samningsaðila. BSRB og ríkið gengu frá nýjum kjarasamningi á sömu nótum daginn eftir. Gert var ráð fyrir 6-7% verðbólgu á fyrra ári samningsins, sem varð raunin þrátt fyrir efasemdir ýmissa álitsgjafa, og var það í fyrsta sinn í áratugi að verðbólga mældist ekki í tveggja stafa tölu. Þjóðarsáttin markaði upphaf nýrrar nálgunar við gerð kjara- samninga hér á landi. Á liðnum 30 árum hafa verið gerðir fjölmargir heildarkjarasamningar á almennum vinnumarkaði og samningstíminn lengst mikið, sem hefur skapað auk- ið öryggi fyrir fólk og fyrirtæki. Fyrir þjóðarsáttina voru skamm- tímasamningar reglan og þjóðfélag- ið í samfelldu uppnámi vegna kjara- deilna. Íslendingar voru heims- meistarar í verkföllum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og tjón vegna verkfalla gífurlegt. Það þurfti áræði, einbeittan vilja og úthald til að breyta hefð- bundnum vinnubrögðum. Einar Oddur Kristjánsson hafði þessa eig- inleika. Hann talaði tæpitungulaust og kjarnyrt alþýðumál og var óþreytandi við að sannfæra aðra um að þetta væri eina færa leiðin út úr ógöngunum. Það verður aldrei óumdeilt að gera mönnum mishátt undir höfði þegar margir leggja hönd á plóg, en á engan er hallað þegar fullyrt er að Einar Oddur, Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins, hafi bor- ið hitann og þungann af því að fá landsmenn til að fara þá leið sem fólst í þjóðarsáttinni 1990. En þó má ekki vanmeta þátt Gunnars I. Birgissonar og Ögmundar Jónas- sonar en framlag þeirra skipti sköp- um. Þjóðin bar gæfu til þess fyrir 30 árum að taka upp skynsamlegri vinnubrögð en áður við gerð kjara- samninga. Það bar á endanum ríku- legan ávöxt sem 85% kaupmátt- araukning launa og 150% aukning kaupmáttar lágmarkslauna frá árinu 1990 ber órækt vitni um. Það ber okkur, sem síðar tókum við kefl- inu, að þakka. Þjóðarsátt fyrir 30 árum markaði vatnaskil Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson » Þjóðin bar gæfu til þess fyrir 30 árum að taka upp skyn- samlegri vinnubrögð en áður við gerð kjara- samninga. Það bar á endanum ríkulegan ávöxt sem 85% kaup- máttaraukning launa, og 150% aukning kaup- máttar lágmarkslauna frá árinu 1990 ber órækt vitni um. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.