Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 18
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Í byrjun maí er áformað að opna World Class-líkamsræktarstöð í Grósku í Vatnsmýri. Það verður 16. stöðin í keðjunni, sem stækkar ört. Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class á Íslandi, segir hagstæð æfingagjöld eiga þátt í vax- andi vinsældum stöðvanna. „Við höfum ekki hækkað gjöldin í rúm sex ár. Við erum sennilega að taka stærsta hlutann af viðbótinni sem er að koma inn á markaðinn. Það bætist við nýr árgangur á hverju ári. Við höfum verið með mjög góða uppbyggingu undanfarin ár. Við vorum með 20% aukningu í hittifyrra, 10% aukningu í fyrra og 10% aukningu það sem af er árinu. Þannig að þetta gengur mjög vel,“ segir Björn og vísar til fjölgunar korthafa. Korthafar nálgast 50 þúsund Þeir séu orðnir um 49 þúsund en það nálgast 14% íbúafjöldans. Alls sé hlutfall korthafa af íbúa- fjöldanum á Íslandi um 20% hjá öll- um stöðvum. Það sé líklega heims- met. Til dæmis sé áætlað að hlutfallið sé 9-12% í Skandinavíu. Telur Björn veðurfarið eiga þátt í vinsældum líkamsræktar á Íslandi. Stöðvarnar séu félagsmiðstöðvar yfir langan og dimman veturinn. World Class-stöðin á jarðhæðinni Morgunblaðið/Hari Líkamsrækt Björn Leifsson, stofnandi World Class, hefur nóg fyrir stafni. í Grósku í Vatnsmýri verður um 1.600 fermetrar en á efri hæðum verður CCP með höfuðstöðvar. Til samanburðar er World Class-stöðin við Breiðholtslaug 1.800 fermetrar. Stöðin verður með fullbúnum tækjasal, WorldFit-æfingasal, heit- um og köldum potti og innrauðri gufu. Að sögn Björns hefur World Class óskað eftir því að fá rými und- ir þrjá leikfimisali á efri hæð en það er í skoðun. Spurður hvort hann horfi m.a. til Mýrargarðs – 244 nýrra leiguein- inga fyrir um 300 stúdenta í næsta húsi – segir Björn það rétt skilið. „Ég horfi á háskólasvæðið, Skerjafjörðinn, Vesturbæinn, miðbæinn, sjúkrahússvæðið og Valssvæðið. Ég held að það búi 30- 35 þúsund manns í 5 km radíus frá þessari staðsetningu. Það er engin stöð frá Seltjarnarnesi og austur að Kringlu,“ segir Björn, sem hefur mörg járn í eldinum. Stækkun á Tjarnarvöllum Um næstu mánaðamót tekur hann í notkun viðbyggingu við World Class-stöðina á Tjarnarvöll- um í Hafnarfirði. Stöðin er stækkuð um helming með 1.200 fermetra sal undir lyftingabúnað, ólympískar lyftingar, WorldFit og aðrar grein- ar. Æfingastöðinni CrossFit Hafnarfjörður við Strandgötu var lokað um áramótin og flyst starfs- fólkið yfir á nýju WorldFit-stöðina. Þegar snjóa leysir áformar Björn að hefja framkvæmdir við stækkun World Class-stöðvar við sundlaug- ina sá Selfossi úr 800 í 1.200 fer- metra. Stefnt er að því að taka við- bygginguna í notkun næsta haust. Í byrjun júní er áformað að af- henda World Class rými undir æf- ingasal við sundlaugina á Hellu, sem verður í viðbyggingu við íþrótta- húsið hjá sundlauginni. Stefnt er að opnun stöðvarinnar fyrir haustið. Verður það áttunda World Class- stöðin sem verður tengd sundlaug. Enn annað verkefnið á þessu ári er flutningur á tækjasal World Class-stöðvarinnar í Suður-Kringl- una, nánar tiltekið í tveggja hæða verslunarrými þar sem var leik- fangabúð. Sú stöð verður um 1.600 fermetrar og verður hún opnuð síð- sumars. Á gamla staðnum, í gömlu prent- smiðjunni hjá Árvakri, verður WorldFit-stöð og leikfimisalur en tækjasalurinn verður að lager fyrir World Class. Á nýja staðnum verð- ur útiaðstaða með pottum og gufu. Nýtir sjóðstreymið Björn segist aðspurður fjármagna uppbygginguna að miklu leyti með sjóðstreymi hjá félaginu. Þá fái hann framkvæmdalán hjá viðskipta- banka. Dæmi um kostnaðinn sé að stöðin á Tjarnarvöllum muni kosta um 2,5 milljarða í byggingu eftir stækkun. Samanlagt áætlar Björn að það myndi kosta um 15 milljarða að byggja upp stöðvarnar 17. World Class-stöðvarnar, þ.e. Laugar ehf., skiluðu rúmum hálfum milljarði í hagnað 2018 en tekjurnar voru þá 3,3 milljarðar króna. Spurður hvort hann horfi til sveit- arfélaganna kringum höfuðborgar- svæðið segist Björn vera að skoða lóðir undir stöð í Keflavík. Tuga prósenta vöxtur hjá World Class World Class á Íslandi – fjöldi stöðva og staðsetning 2004 2007 2008 2010 2011 2014 2016 2018 2019 2020 1 2 1 2 1 1 4 2 1 215 1 Opnað Staðsetning Við sundlaug 1 2004 Laugar, Reykjavík já 2 2007 Dalshraun, Garðabæ 3 2007 Mosfellsbær já 4 2008 Seltjarnarnes já 5 2010 Kringlan, Reykjavík 6 2010 Ögurhvarf, Kópavogi 7 2011 Háskólinn í Reykjavík 8 2014 Egilshöll, Reykjavík 9 2016 Selfoss já 10 2016 Árbær, Reykjavík já 11 2016 Breiðholt, Reykjavík já 12 2016 Smáralind, Kópavogi* 13 2018 Strandgata, Akureyri 14 2018 Skólastígur, Akureyri já 15 2019 Tjarnarvellir, Hafnarfi rði Væntanlegar stöðvar 16 2020 Vatnsmýri, Reykjavík 17 2020 Hella já *Var áður í Turninum í Kópavogi Heimild: World Class Fjöldi nýrra stöðva sem eru opnaðar 2004-2020 2 3 4 5 6 7 8 12 11 10 16 17 stöðvar verða alls starfrækt- ar á landinu, þar af 4 utan höfuðborgar- svæðisins  Björn Leifsson segir lág æfingagjöld skýra sífellt meiri aðsókn að stöðvunum 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 ● Gengi bréfa Eim- skips lækkaði í gær um 4,76% í 89 milljóna króna við- skiptum, en rekja má ástæðu lækk- unarinnar til af- komuviðvörunar sem félagið sendi frá sér í gær. Í afkomuviðvör- uninni segir að bráðabirgðatölur sýni að EBITDA af- koma félagsins fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2019 verði lakari en stjórnendur gerðu ráð fyrir. Áætlað er samkvæmt tilkynningu frá félaginu að afkoman verði um 49-50 milljónir evra en til samanburðar var uppfærð EBITDA spá félagsins fyrir árið 2019 52-55 milljónir evra. Helstu ástæður sem félagið nefnir fyrir lægri EBITDA afkomu eru minna magn í gámasiglingakerfi félagsins sem var um 10% lægra á fjórða ársfjórðungi miðað við sama tíma árið á undan en sú minnkun varð að megninu til á síðustu vikum ársins, samkvæmt tilkynning- unni. Þá segir að skýringar megi helst rekja til minni innflutnings til Íslands en búist var við og minni veiða við Ís- land á tímabilinu sem leitt hafi til mun minni útflutnings auk neikvæðra áhrifa á umsvif í akstri innanlands. Lokun skrifstofu félagsins í Belgíu reyndist einnig kostnaðarsamari en spáð var. Gengi Eimskips lækkar um 4,67% í kjölfar afkomuviðvörunar Eimskip Minna flutt inn til landsins. STUTT ● Í fyrra fluttu Íslendingar út vörur fyrir 641,2 milljarða króna. Inn voru fluttar vörur fyrir 752,7 milljarða. Því var halli á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 111,6 milljörðum króna. Á árinu 2018 voru vöruviðskiptin hins vegar óhag- stæð um 177,5 milljarða. Því var jöfn- uðurinn hagstæðari sem nam 66 milljörðum króna í fyrra en árið 2018. Á árinu 2019 var verðmæti vöruútflutn- ings 39,1 milljarði meira en árið á und- an. Mest var aukningin í ferskum fiski og frystum flökum. Á móti kom innra verðmæti álútflutnings. Verðmæti vöru- innflutnings var 26,9 milljörðum minna en árið 2018. Mest dró saman í elds- neyti og flutningatækjum. Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæðari í fyrra 1. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.11 123.69 123.4 Sterlingspund 160.21 160.99 160.6 Kanadadalur 93.05 93.59 93.32 Dönsk króna 18.133 18.239 18.186 Norsk króna 13.362 13.44 13.401 Sænsk króna 12.75 12.824 12.787 Svissn. franki 126.65 127.35 127.0 Japanskt jen 1.1294 1.136 1.1327 SDR 169.32 170.32 169.82 Evra 135.52 136.28 135.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.2559 Hrávöruverð Gull 1580.4 ($/únsa) Ál 1732.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.6 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.