Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 30
✝ Símon Odd-geirsson var fæddur í Eyvind- arholti, Vestur- Eyjafjöllum, 2. des- ember 1927. Hann lést 17. janúar 2020. Foreldrar hans voru Þórunn Ein- arsdóttir frá Mið- ey, f. 24.10. 1889, d. 11.12. 1968, og Oddgeir Ólafsson frá Dalsseli, f. 24.5. 1891, d. 31.10. 1977. Símon var næstyngstur bræðra sinna en þeir voru Einar, f. 20.6. 1924, d. 21.8. 1997, Símon, f. 5.4. 1926, d. 25.6. 1927, og Ólaf- ur, f. 2.10. 1929, d. 15.2. 2012. Ólafur var kvæntur Dóru Ingvarsdóttir frá Rauðu- skriðum, f. 30.10. 1936, d. 11.3. 2014, og eiga þau eina dóttur, Þórunni Ólafsdóttir, gift Mar- teini Sigurðssyni og börn þeirra eru Berglind og Ólafur. Símon ólst upp í Eyvind- anum. Bræðurnir Einar og Sím- on ráku þar félagsbú að föður þeirra látnum. Þetta var stórt bú á þeirra tíma mælikvarða. Oft voru hjá þeim ráðskonur og vinnumenn. Vinnufólkið var yf- irleitt hjá þeim á sumrin og hafa ófáir unglingar stigið sín fyrstu skref í vinnu hjá þeim. Margir þeirra hafa haldið tryggð við Símon alla tíð síðan. Símon áhugasamur um vélar og tæki og fylgdist alla tíð með tækninýjungum í búskap og var fljótur að tileinka sér þær. Símon var mikill áhugamað- ur um skógrækt á seinni árum og gerðist skógræktarbóndi. Hann ræktaði skóg á 68 hekt- ara svæði á aurunum norðan við þjóðveg 1 sem hann síðan færði Skógræktinni að gjöf. Símon brá búi í Dalsseli árið 2002 og byggði hann sér nýtt hús, Dalssel 2, þar sem hann bjó meðan heilsan leyfði en flutti þaðan á Dvalarheimilið Kirkju- hvol þar sem hann lést. Útför Símonar fer fram frá Stóra-Dalskirkju í dag, 1. febr- úar 2020, og hefst athöfnin kl. 13. arholti með fjöl- skyldu sinni og vann við bústörf alla sína ævi. Sem ungur mað- ur fór hann til náms að Héraðs- skólanum á Laug- arvatni. Hann fór nokkra vetur á ver- tíð í Vest- mannaeyjum og var þar í góðu sam- bandi við ættingja sína. Hann vann einnig sem versl- unarmaður um tíma hjá Kaup- félagi Rangæinga bæði á Rauðalæk og á Hvolsvelli. Árið 1954 flutti Símon að Dalsseli ásamt fjölskyldu sinni og tók þátt í búskapnum. Þeir bræður keyptu sér vörubíl sem þeir Símon og Ólafur unnu á en á þessum tíma var verið að byggja og bæta varnargarða við Markarfljót. Búið að Dalsseli stækkaði ört og varð tæknivæddara með tím- Símon Oddgeirsson bóndi í Dalsseli og vinur minn er látinn. Ég kynntist Símoni fyrst sumarið 1976 eftir að Ólafur Oddgeirsson hafði ráðið Piero bróðir minn í sveit í Dalsseli. Það var mikið happ fyrir okkur bræður og alla fjölskylduna að fá að kynnast bræðrunum frá Dalsseli, það má með sanni segja að það hafi verið forréttindi að kynnast þeim. Allir voru þeir Dalsselsbræður dreng- ir góðir þó þeir væru ekkert sér- staklega líkir en eitt áttu þeir sameiginlegt að mínu mati og það var að þeir voru allir einstaklega barngóðir. Hjá Einari fékk mað- ur í fyrsta skipti að keyra drátt- arvél og síðar Land-Roverinn. Allir sem vettlingi gátu valdið voru notaðir yfir háannatímann í sveitinni. Í Dalsseli ríkti að mínu viti ákveðin og góð verkaskipting á milli Einars og Símonar, Einar var mikill skepnumaður en Sím- on meira fyrir vélar. Báðir voru þeir framsýnir í búmennskunni og fengu þeir til að mynda fyrstu baggatínuna sem Kaupfélag Rangæinga smíðaði til sín í Dals- sel. Öll hús voru reisuleg og byggð með framtíðarsýn í huga og endurnýjun á tækjum ávallt með skynsamlegum hætti. Fyrstu árin eftir að Piero var í Dalsseli fékk ég að koma í heim- sókn í eina eða tvær vikur yfir sumarið. En vorið 1981, þegar ég var að verða 12 ára, fór Símon með mig í heimsókn í Eyvindar- holt til frænda sinna Ólafs, Jóns og Kjartans og Guðbjargar konu Kjartans og réð mig þar sem snúningastrák. Fyrir ungan mann var það gott og þroskandi að vera í Eyvindarholti, fyrir þátt Símons í því verð ég ævinlega þakklátur. Í sveitinni lærði mað- ur að vinna. Alla tíð var ég velkominn í heimsókn í Dalssel, hvort sem var í styttri eða lengri tíma, sama hvort heimsóknin var fyrir spjall eða að fara að veiða. Ég vil þakka Símoni af heilum hug það sem hann kenndi mér í gegnum tíðina en líklega er eitt það mikilvæg- asta sem ég lærði af honum að standa við orð sín, það sem sagt er stendur. Síðustu misserin dvaldi Símon á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þar sem honum leið vel. Hann hafði sérstaklega orð á því að það væri gott að vera innan um fólk sem hann þekkti, þar á meðal frændur sína þá Guðjón frá Syðstu-Mörk og Óla kaupa. Kæri Símon, takk fyrir allt. Blessuð sé minning bræðranna frá Dalsseli. Kær kveðja, Stefán Karl. Elsku Símon minn, þá er þessi lífsleið þín á enda. Þú sagðir mér frá svo mörgum skrítnum draum- um í gegnum tíðina og einn af þeim var það ferðalag sem þú hefur nú farið í. Ég veit að vel verður tekið á móti þér á áfanga- stað og vona að sá draumur sem þú sagðir mér rætist. Menn eins og þú finnast ekki á hverju strái. Það sem þið bræður Einar og Símon gerðuð fyrir mig verður ekki metið til fjár. Góðvild, þol- inmæði og væntumþykja sem svo varð mikil vinátta við mig og mína fjölskyldu alla tíð eftir það. Í Dalsel kom ég fyrst 1976 og fann strax að þar leið mér vel. Þar fékk ég að fást við margt, læra að vinna og sjá hvernig menn og dýr tengjast. Næstu fimm sumur var ég vinnumaður í Dalseli og fór oft austur um há- tíðir til að njóta samvista með þeim bræðrum, heyra gamlar sögur og eiga gott spjall. Símon var ekki bara bóndi, hann var hugsjónamaður og frumkvöðull á svo margan hátt, hafði skoðanir og sagði frá þeim. Ég vil þakka þér fyrir að gera mig að manni. Ég hefði ekki orðið sá maður sem ég er nema fyrir það að hafa komist í Dalsel og átt kynni við ykkur Einar. Góða ferð, megi Guð geyma þig og takk fyrir samfylgdina. Þinn vinur, Piero Segatta (Plussi), vinnumaður í Dalseli. Okkar kæri vinur, Símon Odd- geirsson, bóndi í Dalseli, hefur kvatt þessa jarðvist eftir langa og góða ævi. Við bræðurnir höfum þekkt Símon frá því að við vorum litlir strákar og ólumst upp á Brú, austur undir Eyjafjöllum. Þá bjó Símon ásamt foreldrum sínum, þeim Oddgeiri og Þór- unni, og bræðrum, þeim Einari og Ólafi, í Eyvindarholti. Seinna fluttust þau að Dalseli, Vestur- Eyjafjöllum, þar sem við bræður áttum eftir að dvelja mörg sumur í sveit, auk þess sem jóla- og páskafrí voru oftar en ekki nýtt til að vera í Dalseli. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fara í sveitina að Dalseli og þar var einstaklega gott að vera. Oddgeir og Þórunn stunduðu sinn búskap af stökum myndar- skap þar sem virðing og kærleik- ur var einkennandi fyrir bæði dýrum og mönnum. Við bræður nutum þess að vera þar og taka virkan þátt í bústörfunum, en einnig frelsis barnæskunnar við margskonar leik. Þau Þórunn og Oddgeir og synir voru okkur ein- staklega góð og við erum þeim ævinlega þakklátir fyrir vistina í Dalseli og umhyggju þeirra og vináttu sem aldrei bar skugga á. Einar og Símon tóku við búi for- eldra sinna þegar árin færðust yfir. Það var eftirtektarvert hvað þeir vönduðu sig í samskiptum við þau og voru þeim góðir. Á milli þeirra ríkti mikill kærleikur. Símon var eins og foreldrar hans og bræður góður og gegn- heill, mikill dýravinur og sinnti búskapnum vel. Hann var mjög bókelskur, las mikið og var fróð- ur og vel að sér um margvísleg málefni. Ró og yfirvegun var ein- kennandi í fari hans og öllum leið vel í návist hans. Hann naut þeirrar gæfu að eiga langa og góða ævi og var heilsuhraustur lengst af. Við viljum þakka Símoni fyrir einstakan vinskap og samfylgd- ina í gegnum lífið. Við geymum minningar um góðan dreng. Hvíldu í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Jens, Dofri og Gísli Eysteinssynir frá Brú. Símon Oddgeirsson ✝ Níels A. Ár-sælsson skip- stjóri fæddist á Bíldudal 17. sept- ember 1959. Hann lést á heimili sínu að Skógum, Tálknafirði, þann 14. janúar 2020. Foreldrar hans voru Ársæll Eg- ilsson, f. 1931 á Steinanesi í Arn- arfirði, d. 2019, og Jóhanna Helga Guðmundsdóttir, f. 1932 á Innstu-Tungu í Tálknafirði, d. 2017. Systkini Kristín Guðmunda Ársælsdóttir, f. 1953, Hrefna Ár- sælsdóttir, f. 1954, Tryggvi Ár- sælsson, f. 1965 og Hlynur Ár- sælsson, f. 1970. Eiginkona hans er Sigurlaug Guð- mundsdóttir, f. 1962. Synir Arnar Geir Níelsson, Ár- sæll Sigurlaugar Níelsson, Egill Níelsson, Guðmund- ur Níelsson og Styrmir Níelsson. Afastrákar Níels Aron Arnarsson, Garðar Máni Arnarsson, Tryggvi Malik Arnarsson, Alexander Hrafn Ársælsson og Tristan Ern- ir Ársælsson. Útförin fer fram frá Tálkna- fjarðarkirkju í dag, 1. febrúar 2020, klukkan 13. Það varð snemma ljóst að Níels ætlaði að ala aldur sinn á Tálknafirði, sem átti hug hans allan, líf og sál. Hann þekkti sögu forfeðra sinna og -mæðra allt aftur í landnám, grúskaði og fyllti í eyðurnar af næmi og innsýn sagnamannsins og átti þannig í fórum sínum endalaus- ar sögur af fólki og staðháttum, skreyttar kímni, galsa og æv- intýrablæ. Það var svo sannarlega aldrei nein lognmolla í kringum hann Nilla frænda minn. Hann var athafnamaður með stóra drauma og barðist alla sína tíð fyrir málefnum sem einkennd- ust að hans mati af óréttlæti. Ef málstaðurinn var góður gaf hann ekkert eftir, hvort sem um var að ræða átal ráðamanna eða yfirgang valdsins. Hann var umdeildur eins og allir sem standa á rétti sínum og skoð- unum. Hann barðist kröftug- lega fyrir landsbyggðamálum og óréttlæti kvótakerfisins sem hann sýndi bæði í verki og rit- uðu máli. Það er mér óendanlega sárt að vera án þessa frænda míns í fallega firðinum okkar fyrir vestan. Hann var stoð mín og stytta allt frá því ég var lítil stelpa og fram á sinn hinsta dag. Ég leitaði óspart til hans og síðustu árin var hann mér endalaust innanhandar í veit- ingarekstrinum mínum í Dun- haga. Þar var hann heimagang- ur og aufúsugestur, með endalaus ráð og uppskriftir, svo ekki sé minnst á nýflakaðan fiskinn sem hann færði mér á færibandi án þess að vilja þiggja nokkra greiðslu fyrir annað en gott spjall og kaffi- sopa. Níels var trúmaður og vissi að það var meira en augað sá milli himins og jarðar. Hann var berdreyminn og góður túlk- andi drauma sinna. Kannski vissi hann, þegar hann sagði mér skömmu fyrir andlátið að sig hefði dreymt löngu látna konu úr þorpinu sem kom til hans og minnti hann á taka með sér sjópokann hans Einars bróður míns, sem hún rétti hon- um. En Einar, sem var okkur Nilla afar kær og náinn, lést fyrir nokkrum misserum. Við ræddum drauminn en horfð- umst ekki í augu við hið aug- ljósa: Nilli var að leggja upp í sína hinstu för, á fund þeirra sem hann og við elskuðum mest. Vertu sæll kæri frændi og berðu kveðju mína til fólksins okkar handan heima. Þín frænka, Dagný Alda Steinsdóttir, Dunhaga, Tálknafirði. Níelsi kynntist ég á unglings- árum gegnum sameiginlegan vin okkar og kæran félaga, Ein- ar Steinsson, sem lést sviplega fyrir þremur árum. Vegir okkar Níelsar lágu aftur saman fyrir tveimur áratugum þegar hann rak fiskeldisfyrirtæki á Tálkna- firði. Eftir þau kynni má segja að Níels hafi verið nokkur örlaga- valdur í mínu lífi. Níels var mjög stórhuga og hafði mikinn frumkvöðlakraft. Hann var manna fyrstur til að þróa há- gæða aflameðferð með kælingu og vinnslu á ferskum flökum um borð í sínu skipi, Bjarm- anum. Hann hafði mikil áform um að smíða hátæknifjölveiðiskip, sem ekki tókst að fjármagna. Níels fékk mig í lið með sér til að undirbúa og byggja upp stórtækt laxeldi í sjó fyrir síð- ustu aldamót. Fyrir hans tilverknað fluttum við fjölskyldan til Tálknafjarðar árið 2001 og er það ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi. Því miður gengu þess- ar áætlanir Níelsar um laxeldi ekki eftir. Ljóst má vera að byggðaþróun hefði orðið með öðrum hætti ef svo hefði orðið. Níels var fyrst og fremst Tálkn- firðingur og vildi gera allt fyrir sína heimabyggð. Fyrir fáeinum vikum sat ég fastur í snjóskafli á mínum bíl hér á Tálknafirði. Eins og góður Tálknfirðingur hjálpaði Níels mér. Hann var breyttur maður. Blessuð sé minning hans. Votta fjölskyldu og vinum innilega samúð. Jón Örn Pálsson. Níels A. Ársælsson 30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Inga Þorgeirsdóttir fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum á kyndilmessu, 2. febrúar 1920, fjórða í röð átta barna foreldra sinna, hjónanna Vilborgar Jóns- dóttur og Þorgeirs Þor- steinssonar. Hún ólst upp á fjölmennu myndar- og menningarheimili við mik- ið ástríki, góðvild og gest- risni, gleði og söng. Það var heimanmundur henn- ar. Hún lauk kennaranámi og starfaði síðan sem kennari við Laugarnesskól- ann og Laugalækjarskólann hér í bæ. Hún aflaði sér framhaldsmenntunar, ung í anda, víðsýn og vakandi í samtíð sinni. Inga giftist Ingólfi Guðbrands- syni, kennara og síðar kórstóra og ferðafrömuði, og eignuðust þau fimm dætur. Þær voru ungar þegar þau hjónin slitu samvistir. Eftir það ann- aðist Inga ein uppeldi þeirra og heim- ilið á Hofteigi 48 og bjó þær út í lífið. Allir þekkja þátt Ingólfs Guðbrands- sonar og dætra hans og niðja að upp- byggingu, mótun og rækt íslensks tón- listarlífs og menningar. Sá þáttur verður aldrei ofmetinn. En hlutur Ingu Þorgeirsdóttur í þeim efnum má ekki gleymast, þáttur móðurinnar og kenn- arans sem var hin styrka stoð og trausta skjól, sá góði andi og hlýi faðm- ur, sem með alúð, styrk og festu laðaði fram hið besta í huga og fari annarra. Mikið eigum við henni að þakka, vinir hennar, já, þjóðin öll. Inga var kennari af Guðs náð, hafði gleði og yndi af kennslunni og sinnti nemendum sínum af fádæma alúð og ræktarsemi. Áhugi hennar á þeim var einlægur, ætíð umhugað um velferð þeirra til lífs og sálar og að innræta þeim virðingu fyrir sjálfum sér, náung- anum og lífinu og beina þeim á braut hins góða og fagra. Nemendur hennar héldu enda tryggð við hana löngu eftir að skólagöngu lauk, auðsýndu henni virðingu og vinarhug, og leituðu til hennar í gleði og raunum. Sama er að segja af vinum dætra hennar og sam- starfsfólki á þeim víða velli tónlistar og menningar sem þær hafa ræktað í ár- anna rás. Inga Þorgeirsdóttir var falleg kona, glæsileg og bar mikla persónu, reisn og tign í fasi og framkomu. Hún var líka vitur kona, raungóð og ráðholl, fróð og víðlesin og listelsk. Listfengi hennar og smekkvísi var einstök, hann- yrðir hennar og saumaskapur ber því vitni og öll prýði og fegurð heimilis hennar á Hofteignum. Þar var birtan og gleðin í fyrirrúmi, menning, mann- úð, manngæska, mannrækt, list og trú. Allir jafnt, ungir sem eldri, áttu vini að mæta hjá Ingu, björtu brosi, hlýju hjarta og hollri hendi. Ung tónlistarkona minntist þess í minningargrein þegar hún gekk ófram- færin inn á sviðið á nemendatónleikum og sá ljósa hárið og bjarta brosið henn- ar Ingu Þorgeirsdóttur meðal áheyr- enda þá hvarf kvíðinn og allt varð gott. Ég veit að margir geta tekið undir þetta, líka sá sem hér heldur á penna og sem hugsar með þakklæti til þeirrar uppörvunar sem nærvera Ingu og við- mót var honum í þjónustu kirkjunnar fyrr og síðar. Inga Þorgeirsdóttir lést 30. apríl 2010. Hún gekk inn í helgidóm himn- anna. Ljósið eilífa lýsir henni nú og fegurðin sem hún unni og miðlaði í lífi sínu ríkir þar fölskvalaus. Við þökkum Guði minningarnar björtu og hlýju og biðjum blessunar þeim öllum sem hún unni. Karl Sigurbjörnsson. Kyndilmessa var fyrr á tíðum síðasti helgidagur- inn sem bar birtu af jól- unum. Þá var rifjuð upp frásögn Lúkasarguðspjalls af því þegar barnið Jesús var borið á móðurörmum í helgidóminn samkvæmt lögmáli þjóðar sinnar. Og þar var staðfestur boð- skapur jólanna að þetta barn væri ljósið sem lýsa skyldi öllum þjóðum, frið- ur, von, lausn og líf. Á þessum bjarta degi móðurástar, ljóss og friðar fæddist Inga Þorgeirsdóttir. Ævina alla unni hún helgidóminum, fegurð hans, söng og helgu orði, og bar með sér birtu lausnarans hvar sem hún kom. Þannig hugsum við til hennar, við sem hún var ljósberi og heillagjafi á ævi sinni; nem- endur hennar á löngum og einkar far- sælum ferli sem kennari, vinir hennar ótalmörgu sem áttu hlýtt og bjart hjartarúm hjá henni, dætur hennar, tengdasynir og niðjar sem þakka af al- hug allt sem hún var þeim og veitti. Inga Þorgeirsdóttir Aldarminning MÓÐIR I Horfi á ljósmynd. Það er andlit móður minnar sem lýsir lengra en fjallið svarta. Hárið bærist í vindinum. Aldrei kyrrist vindurinn í hári hennar, aldrei hættir að lýsa af andliti hennar lengra en fjallið svarta. II Móðir mín er í blárri kápu. Hún leiðir mig, ég er lítill og ég er hræddur, hún leiðir mig. Hún er í stjörnumprýddri kápu. Snjóskaflarnir eru svo miklir þar sem við göngum saman á stjarnfastri Vetrarbrautinni: Hún og ég. Knut Ødegård Matthías Johannessen þýddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.