Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Það er með mikl- um trega og söknuði að ég kveð minn besta vin og sam- starfsfélaga til margra ára, Har- ald Stefánsson, sem hefur nú farið í sína hinstu för. Okkar samstarf hófst þegar Haraldur hóf störf í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli árið 1955. Hafði undirritaður þá starfað þar frá árinu 1952. Það kom fljótt í ljós að hann var vel hæfur til starfsins, bæði vegna hans mikla áhuga og einnig að hann talaði enskuna al- veg eins og innfæddur Banda- ríkjamaður. Haraldur fór fljótlega að stíga upp stöðuhækkunarstigann og var hann orðinn varaslökkviliðs- stjóri árið 1986. Hann var verð- ugur allra þeirra stöðuhækkana sem hann hlaut. Sama ár fellur Sveinn Eiríksson slökkviliðsstjóri frá og tekur Haraldur þá við slökkviliðsstjórastarfinu. Hann tók einnig við framkvæmdastjórn flugþjónustudeildar varnarliðsins sem sér um snjóruðning og hál- kuvarnir á flugbrautum og flug- hlöðum. Haraldur var mikill og góður laxveiðimaður og held ég að hann hafi veitt í flestöllum laxám á land- inu. Hann kynntist bandarískum manni sem var mikill áhugamaður um laxveiðar og hann kom til Ís- lands á hverju sumri til þess að veiða með Haraldi. Haraldur var meðlimur í Frí- múrarareglunni og naut þess að vinna innan reglunnar. Slökkviliðið fékk mörg verð- laun og viðurkenningar undir stjórn Haraldar en hann fékk einnig persónulegar viðurkenn- ingar. Forseti Íslands sæmdi Harald riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu og brunamála- samtök Bandaríkjanna völdu hann til þess að vera tekinn í WORLD OF FAME sem er sá mesti heiður sem nokkrum slökkviliðsstjóra í Bandaríkjunum getur hlotnast. Yfirmenn flugvallarins, banda- rískir officerar, báru fullt traust til Haraldar og fékk hann allt sem til starfseminnar þurfti. Fyrir nokkrum árum varð Har- aldur fyrir því að nýrun gáfu sig og varð hann að fara í meðferð sem útheimti innlögn á spítala þrjá virka daga í viku fjóra tíma í senn. Þetta var mikið áfall fyrir Harald og alla fjölskyldu hans. Fyrir stuttu fékk hann lungna- bólgu og lést úr henni. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Erla Ingimarsdóttir og hefur hún mátt þola mikla erfiðleika þessi síðustu ár. En af dugnaði barðist hún hetjubaráttu þar til yfir lauk. Ég þakka Haraldi kærlega fyr- ir samfylgdina í gegnum árin og guð blessi minningu hans. Halldór Marteinsson. Góður vinur minn, Halli Stef., hefur kvatt þennan heim. Hann var yfirmaður minn í góð 40 ár og það voru góð ár. Halli tók við sem slökkviliðsstjóri árið 1986, þegar Sveinn heitinn Eiríksson, þáver- andi slökkviliðsstjóri, féll frá. Halli var vel liðinn meðal starfs- manna, klár og sérstaklega vel fær í enskri tungu. Mér er það minnisstætt að hlusta á fyrirlestra sem Halli flutti á ensku, bæði hér á landi og erlendis, hann einfald- lega bar af, hans enska var flott- ust. Árið 1991 gerði hann mig að þjálfunarstjóra slökkviliðsins. Í Haraldur Stefánsson ✝ Haraldur Stef-ánsson fæddist 22. janúar 1937. Hann lést 22. jan- úar 2020. Útför Haraldar fór fram 31. janúar 2020. kjölfarið hætti ég að vinna vaktir og hafði starfsaðstöðu nánast við hlið hans, störf okkar kröfðust þess að við þurftum mikið að sækja fundi og ráðstefnur, bæði hér á landi sem og er- lendis. Það var mér sérstök ánægja að sitja fundi og ráð- stefnur með okkar manni, hann var ávallt sá sem mest bar á. Honum var treyst, hann vissi það rétta og lét í sér heyra. Ég hef ekki tölu á þeim ráðstefnum og fundum sem við sóttum, þeir voru margir. Stund- um sendi hann mig einan, einu sinni alla leið til Havaí á fund um notkun á sérstöku þjálfunartæki. Slökkviliðið var flott þegar Halli tók við af Sveini, hróður liðsins bar af. Það er óhætt segja að und- ir stjórn Halla lagaðist margt. Það má líka þakka það ýmsu sem breyttist hjá hernum og í sam- félagi okkar. Halli var vel vakandi yfir þeim möguleikum sem slökkviliðinu og snjóruðningsdeild þess stóð til boða, hér væri um efni í heila bók að ræða. Ég get ekki annað en minnst á tvo sér- staka þætti sem okkar manni voru mikilvægir og þótti vænt um. Lið- ið fékk alþjóðlega vottun árið 2000, eftir fjögurra ára vinnu við að heimfæra gæði starfa okkar og öryggi. Einnig var honum hug- stæð þátttaka okkar í samkeppni slökkviliða innan varnarliða Bandaríkjanna í brunavörnum, sem voru okkar vinnuveitendur. Í þessari samkeppni vorum við ár- lega sigurvegarar eða í öðru sæti. Velferð starfsmanna og liðsins var honum mjög hugleikin, hér er af svo miklu að taka að ekki er unnt að koma meira að. Síðustu árin sem hann starfaði vann ég mikið honum, það kom fyrir að ég leysti hann af í veik- indum hans og þekkti því vel til verkefna slökkviliðsstjóra. Þau voru ærin, en í liðinu var valinn maður í hverju rúmi, bæði í slökkviliðinu og sjóruðningsdeild- inni, þannig að það auðveldaði allt utanumhald. Mér er margt ógleymanlegt í okkar vináttu, traustið stóð þar fremst, vináttan og bróðurkærleikurinn. Við áttum ánægjulega samleið í Frímúrara- reglunni og Brunatæknifélagi Ís- lands og í erlendum áhugafélög- um um fag okkar. Um leið og ég þakka þér fyrir vináttuna og fé- lagsskapinn votta ég Erlu, afkom- endum ykkar og vandamönnum innilega samúð. Ég er full iss um að H.H.H.H.o.j… mun greiða götu þína að Hans heilaga altari ... Sjáumst síðar í sumarlandinu, kæri vinur. Halldór Vilhjálmsson Góður félagi, Haraldur Stef- ánsson, fyrrverandi slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli, er lát- inn. Ég kynntist Haraldi þegar ég fór að starfa í slökkviliðinu árið 1967 en Haraldur var þá í eldvarn- areftirlitinu og skilaði því starfi eins og öðru af mikilli prýði. Har- aldur átti stóran þátt í að taka saman það efni sem metið var til þeirra viðurkenninga sem slökkvi- liðinu hlotnaðist fyrir frábær störf í gegnum árin. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar var fyrsta slökkvilið hjá banda- ríska varnarmálaráðuneytinu sem tókst að uppfylla allar kröfur vott- unar undir stjórn Haraldar. Hann tók við sem slökkviliðs- stjóri árið 1986. Haraldur lagði mikla áherslu á að mennta sína menn og auka víðsýni þeirra með þátttöku í ráðstefnum og nám- skeiðum. Hann vann virðingu yf- irmanna flotastöðvarinnar og ís- lenska utanríkisráðuneytisins, enda gjarnan hafður í ráðum þeg- ar taka þurfti stórar ákvarðanir er vörðuðu m.a. flugvöllinn. Haraldur var mikils metinn af bandarískum slökkviliðsstjórum sem störfuðu hjá hernum, fyrir m.a. störf sín í þágu eldvarna. Þeir völdu að minnast hans sem fyrr- verandi félaga með því að setja mynd af honum í „Hall of Fame“ sem er safn til heiðurs fyrrverandi slökkviliðsstjórum sem skarað hafa fram úr í brunamálum í Bandaríkjunum. Í tíð Haraldar var oft veitt að- stoð til slökkviliða landsins og ým- issa björgunarsveita bæði með námskeiðum og æfingaaðstöðu, þeim að mestu að kostnaðarlausu. Einnig var mikil samvinna á milli Brunamálastofnunar ríkisins og slökkviliðsins sem tengdist fræðslu og æfingaaðstöðu. Haraldur var skipaður af utan- ríkisráðuneytinu til að kanna möguleika á að koma að stofnun slökkviliðs fyrir Pristínaflugvöll í Kósóvó, honum leist vel á hug- myndina, þar sem þetta viðfangs- efni gæti aukið þroska hans og þekkingu. Hann skipaði fjóra slökkviliðsmenn af vellinum í verkefnið og þeir komu á fót slökkviliði sem fékk alþjóðlega viðurkenningu til að geta þjónað flugvellinum. Haraldur tók þátt í ýmsu fé- lagsstarfi. Hann var einn af okkar bestu laxveiðimönnum og hannaði flugu sem víða er þekkt og heitir Black Sheep (svarti sauðurinn). Hann veiddi oft og hafði gaman af því að segja góðar veiðisögur og var frábær sögumaður. Hann var einnig félagi í Frímúrarareglunni og starfaði þar um árabil. Hann var sæmdur stórriddara- krossi íslensku fálkaorðunnar fyr- ir vel unnin störf. Haraldur var hrókur alls fagn- aðar í góðra vina hóp. Ég vil senda eiginkonu og börnum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Guðmundur Haraldsson. Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra ÁRNA Þ. ÞORGRÍMSSONAR, fv. flugumferðarstjóra, sem lést mánudaginn 18. nóvember. Helga Árnadóttir Árni Árnason Þorgrímur St. Árnason Ásdís María Óskarsdóttir Eiríka G. Árnadóttir Þórður M. Kjartansson Ragnheiður Elín Árnadóttir Guðjón Ingi Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn Emilía Ósk Guðjónsdóttir Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURLAUGUR ÞORKELSSON, fv. skrifstofumaður, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 24. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. febrúar klukkan 13. Halla H. Skjaldberg Þorkell Sigurlaugsson Kristín H. Vignisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS ARNAR STEFÁNSSONAR vélaverkfræðings frá Húsavík, Lundi 3, Kópavogi. Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir Stefán Geir Stefánsson Anna María Gunnarsdóttir Halla Stefánsdóttir Finnur R. Stefánsson Steinunn Jónsdóttir Rebekka Stefánsdóttir Emil Kárason barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona, móðir, fóstra, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 11. janúar. Þökkum starfsfólki legudeildar fyrir hlýja og góða umönnun. Útför hefur farið fram. Sturlaugur Björnsson Elínborg Birna Sturlaugsd. Benedikt Þórisson Björn Sturlaugsson Karen Sturlaugsson Margrét Gunnarsdóttir Philippe Blanc barnabörn og barnabarnabörn Bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR ÞORLÁKSSON frá Vík í Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð mánudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 7. febrúar klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Þorláksson Kristólína Þorláksdóttir Gísli Þorláksson Gunnar Þorláksson SKÚLI ÞORSTEINSSON, barnakennari og bóndi frá Læknisstöðum, er látinn. Útför verður í Háteigskirkju fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 11. Hólmfríður Aðalsteinsdóttir Helga, Þorsteinn og Berglaug Skúlabörn tengdabörn og barnabörn Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hjartahlýju og einstakan stuðning við fráfall og útför okkar ástkæra ÞORSTEINS ÁGÚSTSSONAR á Syðra-Velli. Margrét Jónsdóttir Ingveldur Þorsteinsdóttir Andrés M. Haraldsson Jón Gunnþór Þorsteinsson Ágúst Þorsteinsson Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og fallegar kveðjur við andlát systur, mágkonu, frænku, trúsystur og vinkonu margra, RÓSU AÐALSTEINSDÓTTUR frá Ási á Vopnafirði, sem lést 16. desember 2019. Ásmundur Páll og Astrid Katrín Stefanía, Enok Örn Lýdía Linnéa og fjölskylda Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, JÓNASAR SIGURÐAR MAGNÚSSONAR rannsóknarlögreglumanns, Logafold 131. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Lögreglukórinn. Nanna Ólafsdóttir Sigrún K. Jónasdóttir Eiríkur Ó. Jónsson Anna H. Jónasd. Njåstad Arnstein Njåstad Magnús Jónasson Þóra M. Guðmundsd. Bech Helga Á. Jónasdóttir Hrafnkell Stefánsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.