Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Guðni Einarsson Jóhann Ólafsson Boðað hefur verið til fundar í kjara- deilu Eflingar við Reykjavíkurborg á mánudagsmorgun. Verkfallsað- gerðir Eflingar hjá borginni eiga að hefjast 4. febrúar. Harpa Ólafsdótt- ir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði að tölu- vert bæri í milli. Aðilar funduðu í gærmorgun. Eftir það héldu minni hópar samtalinu áfram. Viðræður standa yfir milli opin- berra launagreiðenda og ASÍ, BHM, BSRB og Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga (Fíh). BHM, BSRB og Fíh héldu baráttufund í fyrradag. Átján aðildarfélög BSRB eru að undirbúa aðgerðir og er búist við að áætlun um þær verði fljótlega birt. Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins, sagði að breyt- ingar á vinnutíma væru stóra málið í þessum kjaraviðræðum. Þær mundu kosta opinbera aðila umtalsverðar fjárhæðir sem þeir eru reiðubúnir að fjármagna. „Opinberir launagreiðendur, ríkið, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin, hafa verið sameiginlega í viðræðum undanfarnar vikur við samtök launa- fólks sem vinnur hjá því opinbera. Við höfum unnið saman að breytingu á vinnutíma og bættu starfsumhverfi vaktavinnumanna. Þessar viðræður ganga vel,“ sagði Sverrir. „Við vinnum á milli funda og nú eru allir að máta tillögur í baklandinu. Það hefur verið ákveðinn fundur í næstu viku um vaktavinnuna og er miðað að því að klára það samtal næst þeg- ar við hittumst.“ Launin eftir lífskjarasamningi Hann sagði að launaliðurinn væri í samræmi við lífskjarasamninginn. „Ríkið hefur nú þegar náð samkomu- lagi við rúmlega helming BHM og fleiri. Þegar vaktavinnukaflanum lýkur stefnum við að því að ljúka líka samtalinu um launaliðinn.“ Efling birti í gær frétt um að ríkið hefði þegar samið við hálaunahópa í BHM um launahækkanir langt um- fram lífskjarasamninginn. Sverrir var spurður hvað hann hefði um það að segja. „Ríkisstjórnin studdi lífs- kjarasamningana. Meginmarkmið þeirra var að tryggja kaupmátt og hækka lægstu laun meira en ann- arra. Ríkið semur á þeirri línu sem lífskjarasamningurinn setur. Al- menni markaðurinn setur línuna og við fylgjum henni. Það skýrir líka hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að ná samningum við op- inbera starfsmenn.“ Efling sagði að heildarhækkun í 22. launaflokki BHM væri umfram lífskjarasamninginn. Sverrir sagði að röðun í launatöflu réði því hvað fólk fengi mikla hækkun. Lunginn af launþegum hjá BHM fengi minna en nefnt var í þessu tilviki. Tveimur málum vísað Tveimur nýjum málum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara, sam- kvæmt frétt embættisins. Það eru mál Sameykis og Samtaka atvinnu- lífsins fyrir hönd Isavia og mál Sam- eykis og Strætós bs. Báðir kjara- samningar runnu út 31. mars 2019. Breyttur vinnutími stórt mál  Opinberir launagreiðendur og samtök launþega funda  Viðræður um vinnutíma og bætt starfsum- hverfi vaktavinnufólks ganga vel, að sögn formanns samninganefndar ríkisins  Launin rædd næst Morgunblaðið/RAX Viðræður Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar á fundi í gær. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að undirbúningi þverfag- legrar rannsóknar á Odda á Rang- árvöllum sem ritmenningarstað. Á vegum Oddafélagsins er unnið að endurreisn höfuðbólsins Odda og eru rannsóknirnar grundvöllur þess. Oddafélagið hefur haft áhuga á að hefja fornleifarannsóknir á Odda- stað. Sumarið 2018 hófust rann- sóknir samkvæmt þriggja ára áætl- un og komu fornleifafræðingar strax niður á stórmerkar minjar, elstu manngerðu hella sem vitað er um hér á landi. Hellarnir hafa í daglegu tali verið tengdir nafni Sæmundar fróða Sigfússonar, goðorðsmanns og prests í Odda, Sæmundar á selnum. Þarf að rannsaka fornminjar Ekki hafa fengist fjárveitingar úr fornminjasjóði til að rannsaka hell- ana betur og halda áfram með rann- sóknina. Ágúst Sigurðsson, sveitar- stjóri Rangárþings ytra og formaður Oddafélagsins, segir að nú sé um- sókn hjá fornminjasjóði um fjár- magn til rannsókna og vonast hann til að hægt verði að taka upp þráðinn að nýju og ljúka rannsóknaráætl- uninni. Ríkisstjórn Íslands ákvað á síð- asta ári, í tilefni af 75 ára afmæli lýð- veldisins, að veita fjármagn til rann- sókna á ritmenningu miðalda. Ágúst segir að Oddi hafi verið ein af rit- stofum miðalda og þar sé mikil þörf á rannsóknum. Er Oddafélagið nú að setja upp áætlun um þverfaglega rannsókn og koma margir fræðimenn að verkefn- inu. Ágúst segist verða var við mik- inn áhuga fræðimanna á Oddarann- sókninni. Auk fornleifarannsókna er ætlunin að vinna úr því efni sem til er um Odda til að reyna að skilja hvernig staður þetta var og segja sögu hans. Áætlunin verður í anda þverfaglegrar rannsóknar sem ný- lokið er í Reykholti í Borgarfirði og skilaði góðum árangri. Sótt verður um styrk úr rann- sóknarsjóðnum til að hrinda Odda- rannsókninni á flot. Stefnt að Oddahátíð Héraðsnefnd Rangæinga hefur stutt fjárhagslega lagfæringar á húsinu Ekru í nágrenni Odda. Þar á að vera bækistöð fornleifafræðinga og annarra sem vinna að rann- sóknum á staðnum. Þá stendur til að byggja varanlegra skjól yfir hellis- munnann sem grafinn var upp sum- arið 2018 til að verja minjarnar bet- ur en hægt er með því bráðabirgða- þaki sem reist var yfir þær. Til stendur að halda Oddahátíð í sumar, væntanlega í júlí. Sú fyrsta var haldin fyrir tveimur árum. Oddafélagið stefnir að því að halda slíkar hátíðir annað hvert ár. Undirbúa þverfaglega rannsókn í Odda Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Oddakirkja Kirkja hefur verið í Odda frá því í öndverðri kristni. Þar ríktu Oddaverjar, ein helsta valdaætt Suðurlands.  Þarf fjármagn til að rannsaka Sæmundarhellana betur Morgunblaðið/Kristinn Stytta Sæmundur fróði er á virðu- legum stað við Háskóla Íslands. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í fjórtán af 36 grunnskólum í Reykjavík er í nokkrum árgöngum engin tónmennt kennd. Tónmennt er valgrein í tveimur unglingaskól- um af þremur og í einum ungl- ingaskóla er alls engin tón- menntakennsla. Í öðrum tveimur skólum eru kenn- arar, án réttinda, sem sinna tón- mennt í allt að átta árgöngum. Fimm skólar eru með aðkeypta þjónustu og sinna þannig skyldum sínum. Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur- borgar við fyrirspurn Mörtu Guð- jónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, um hvernig tónlistarkennslu í skólum borg- arinnar sé háttað. Spurningin var lögð fram í skóla- og frístundaráði sl. sumar og miðast svörin, sem lögð voru fram vikunni, við stöðu mála á skólaárinu 2018-2019. „Þótt þessar tölur séu að verða ársgamlar hef ég ekki ástæðu til að ætla að veruleikinn hafi breyst,“ segir Marta í samtali við Morgun- blaðið. Hún segist hafa óskað þess- ara upplýsinga í samræmi við þá skyldu fulltrúa í skólaráðum sveit- arfélaga að fylgjast með námi og kennslu og tryggja þannig að rétt- indi barna séu virt. „Fyrsta skrefið er að kortleggja vandann og fá fram meðvitaða við- leitni skólayfirvalda til að bregðast við. Einnig þarf að kanna hvort t.d. aðstaða í vissum skólum sé þannig að tónlistarkennarar hafi ekki hug á að starfa þar. Hér verður að bæta úr, því nám nemenda í öllum grein- um er metið skv. hæfniviðmiðum aðalnámskrár,“ segir Marta. Tónmenntanám er takmarkað  Vandi í grunnskólunum í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlist Músíkin er mikilvæg og að börnin fái fræðslu á því sviði. DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik 50% 60% Enn meiri afsláttur til Útsala Verðhrun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.