Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kórónaveiranhelduráfram að breiðast út. Í gær var tala smitaðra farin að nálgast 10 þúsund manns og var talað um að fjöldinn hefði tífald- ast á einni viku. Nýja kórónaveiran átti upptök sín í Kína fyrir ára- mót og má ætla að tilfellin séu mun fleiri, bæði vegna þess að einkenni eru lengi að koma fram og eins þar sem ekki er gefið að allir þeir sem eru smitaðir gefi sig fram. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu á fimmtudag og það hafa yfirvöld í ýmsum löndum einnig gert. Ekki er nokkur leið að segja til um afleiðingarnar af kóróna- vírusnum á þessari stundu. Þær gætu hæglega orðið minni en verður af hinni hefðbundnu flensu þegar hún fer sinn árlega hring um heiminn. Veiran breið- ist hins vegar hratt út og enn er margt óvitað um hana, flugfélög eru hætt að fljúga til Kína, var- að er við ferðum þangað og byrj- að er að loka landamærum að landinu. Nafnið kórónaveira festist strax við sjúkdóminn. Um er að ræða veiru sem heyrir til kór- ónaveira líkt og margar aðrar, til dæmis HABL (heilkenni al- varlegrar bráðrar lungnabólgu), sem olli faraldri 2003 og 2004 með þeim afleiðingum að tæp- lega 800 manns létu lífið. Kór- ónaveirur eru ein helsta ástæð- an fyrir kvefi og er nú farið að tala um nýju kórónaveiruna eða 2019-nkóv. Ef veiran frá Wuhan á eitt- hvað sammerkt með fyrri far- öldrum er líklegt að rekja megi hana til leðurblaka. Verður hún þá ein af þeim veirum sem leð- urblökur bera ásamt HABL, Marburg-veirunni og fleirum án þess að veikjast. Þol þeirra gagnvart veirum er meira en annarra spendýra og raunar einkenni þeirra. Þær háma í sig skordýr sem bera sjúkdóma. Hæfileiki þeirra til að búa með eða hýsa vírusa sem geta smit- ast í önnur dýr og þá sérstak- lega menn getur haft alvarlegar afleiðingar þegar þær eru komnar á matseðilinn hjá mönn- um, ganga kaupum og sölum þar sem lifandi dýr eru á markaði og þegar maðurinn fer inn á vist- svæði þeirra. Í Kína hafa leðurblökur verið rannsakaðar sérstaklega út af þessari hættu. Í fyrra birtist grein eftir kínverska vísinda- menn um kórónaveirur í leður- blökum þar sem sagt var að þær myndu sennilega valda næsta faraldri slíkra veira. „Hvað það varðar er Kína líklegasti upp- hafsstaðurinn,“ sagði í grein- inni. Vitaskuld er nauðsynlegt að rannsaka atferli og líffræði leðurblaka um leið og gripið er til ráðstafana til að koma í veg fyrir smit. Aðstæður á útimörkuðum í Kína bjóða hættunni heim. Manninum stafar ekki aðeins hætta af veirum, bakteríur eru einnig skaðvaldur og gátu haft skelfi- legar afleiðingar fyrir daga sýklalyfjanna. Nú eru komnar fram bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Fyrir ári greindi Columbia- háskóli í New York frá því að fjórir sjúklingar á Irving- læknamiðstöðinni, sem skólinn rekur í borginni, hefðu sýkst af óvenjulegu afbrigði af e.coli- bakteríunni, sem er algeng og skaðlaus í hefðbundnum heim- kynnum sínum í meltingarveg- inum en getur verið lífshættuleg komist hún til dæmis í blóðrás- ina. Vinni sýklalyf ekki á þeim geta þær dregið allt að helming sjúklinga með hana til dauða. Bandaríska sóttvarnar- miðstöðin hefur greint frá því að í Bandaríkjunum veikist um tvær milljónir manna á ári af bakteríum eða sveppum sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum og 23 þúsund manns láti lífið af þeirra völdum. Sumir telja að þetta sé vanmat vegna ófullkomins skráningarkerfis. WHO telur að fjöldi dauðs- falla vegna ónæmra baktería muni margfaldast á næstu ár- um. Nú deyja um 700 þúsund manns á ári vegna fjölónæmra baktería, en stofnunin telur að árið 2050 verði sú tala komin í 10 milljónir og verði þær þá orðnar helsta dánarorsökin – banvænni en krabbamein og hjarta- sjúkdómar. Þetta gæti valdið því að ekki verði hægt að græða líffæri í sjúklinga og jafnvel verði ekki óhætt að gera lið- skiptaaðgerðir vegna sýking- arhættu. Þessi hætta er ástæðan fyrir þeim efasemdum sem margir lýstu í aðdraganda þess að rýmkaðar voru heimildir til að flytja inn landbúnaðarvörur til landsins. Notkun sýklalyfja í landbúnaði er ein meginástæðan fyrir því hvað bakteríur sem eru ónæmar fyrir þeim eru orðnar algengar. Hér á landi hefur tek- ist að sneiða hjá þessari miklu notkun og ástæðulaust að taka áhættuna á að gera þann árang- ur að engu með því að opna allar gáttir. Þótt ekki sé hægt að bera saman opna kínverska markaði og dreifingu og sölu matvæla í Evrópu er full ástæða til að hafa varann á og skoða þessi mál að nýju. Útbreiðsla kórónaveirunnar og hin bráða hætta af fjölónæm- um bakteríum undirstrika mik- ilvægi þess að leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir. Útbreiðsla kóróna- veirunnar og hin bráða hætta af fjöl- ónæmum bakteríum undirstrika mikil- vægi fyrirbyggjandi aðgerða} Háskalegur faraldur F yrir flesta kjósendur skipta heil- brigðismálin einna mestu máli. Síðustu alþingiskosningar sner- ust fyrst og fremst um heilbrigð- ismálin og allir stjórnmálaflokkar lofuðu upp í rjáfur þegar kom að þessum málaflokki. Nú þegar einungis rúmt ár er eftir af kjörtímabilinu er afrakstur þessarar ríkis- stjórnar hins vegar afskaplega rýr. Förum yfir nokkur atriði: Vissuð þið? 1. Vissuð þið að raunaukning fjármuna til Landspítalans á þessum þremur árum að teknu tilliti til íbúafjölgunar er einungis 5% á sama tíma og ríkisstjórnin kallar sín eigin verk „stórsókn“? Í hvaða orðabók telst 5% á þremur árum vera stórsókn? 2. Vissuð þið að um 400 eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á sama tíma og forgangsmál rík- isstjórnarinnar er að afnema sérstaklega skatt (stimp- ilgjöldin) af stórfyrirtækjum sem vilja kaupa stór skip? 3. Vissuð þið að þessi ríkisstjórn hefur ákveðið að lækka bankaskatt um 8 milljarða kr. á sama tíma og ástandinu á Landspítalanum hefur verið lýst sem „neyð- arástandi“ af starfsfólki og sjúklingum? 4. Vissuð þið að kostnaðurinn við að reka bráðamóttöku Landspítalans er um 4,7 milljarðar kr. sem er lægri upp- hæð en það sem veiðileyfagjöldin hafa lækkað síðan þessi ríkisstjórn tók við? 5. Vissuð þið að um 100 eldri borgarar þurfa að „búa“ á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarrýmum á sama tíma og rekstrarfé til hjúkrunarrýma er einungis að aukast um 3% á fimm ára gildistíma fjár- málaáætlunar þessarar ríkisstjórnar? Banki frekar en bráðamóttaka Í þessu samhengi myndi flest fólk spyrja: Ætti ekki byrja á að bjarga bráðamóttöku Landspítalans, af öllum stöðum, áður en kom- ið er að stórútgerðinni og bönkum? Og hvern- ig stendur á að það er hægt að byggja hér upp hótel á methraða en ekki nauðsynleg hjúkr- unarrými? Þarf gamla fólkið alltaf að mæta af- gangi? Ef við erum heppin þá eldumst við. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Við þurfum því að gera miklu betur en nú er gert. Íslendingar eru 10. ríkasta þjóð í heimi. Peningarnir eru svo sannarlega til en þeim er einfaldlega ráðstafað annað. Hlustum á starfsfólk og sjúklinga Tölur eru þó eitt. Annað er að hlusta á starfsfólkið sem er á gólfinu og hlusta á sjúklingana sem eru látnir liggja nánast á gólfinu vegna þess að það er skortur á öðrum úr- ræðum. Gott og vel ef Bjarni og Þórdís, Katrín og Svan- dís, Lilja og Sigurður vilja ekki hlusta á Samfylkinguna. Það er þó lágmark að þau hlusti á starfsfólkið og sjúk- lingana. Ef ekkert breytist þá breytist einfaldlega ekkert. Þetta er ekkert flókið. Það þarf ekki fleiri nefndir heldur aðeins efndir. Reyndar þarf líka nýja ríkisstjórn og það er gott að það er aðeins eitt ár í kosningar. agustolafur@althingi.is Ágúst Ólafur Ágústsson Pistill Óheilbrigð ríkisstjórn Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forval bandaríska demó-krataflokksins fyrir for-setakosningarnar 3. nóv-ember næstkomandi hefst á mánudaginn næsta þegar kjós- endur flokksins í Iowa-ríki koma saman og ákveða hvern af frambjóð- endum flokksins þeir vilja styðja. Ljóst er að seta í Hvíta húsinu hefur sjaldan verið eftirsóttari en nú, en upp undir fjörutíu manns lýstu yfir vilja sínum á síðasta ári til þess að verða næsta forsetaefni Demókrataflokksins í slagnum gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Ekki hafa allir þó haft erindi sem erfiði og nú þegar fyrsta for- valið er rétt handan við hornið eru bara ellefu frambjóðendur eftir í kapphlaupinu. Skoðanakannanir benda til þess að slagurinn um efsta sætið standi á milli þeirra Joes Bidens, fyrrverandi varaforseta Baracks Obama, og öld- ungadeildarþingmannsins Bernies Sanders, er velgdi Hillary Clinton verulega undir uggum í baráttunni fyrir fjórum árum. Biden og Sanders hafa mælst að undanförnu með á bilinu 22-25% fylgi í Iowa, en nýjustu kannanir benda til þess að Sanders verði ögn hlutskarpari. Þess má geta að litlu munaði að hann næði meiri- hluta í kapphlaupinu gegn Clinton fyrir fjórum árum, en einungis mun- aði um 0,25 prósentustigum á þeim. Sanders myndi líta á sigur sem ávísun á góðan meðbyr með fram- boði sínu, þar sem næsta forval verð- ur prófkjör í New Hampshire, sem er nágrannaríki Vermont, heima- kjördæmis Sanders. Þar vann hann óvæntan en öruggan sigur á Clinton fyrir fjórum árum. Flokkurinn færst til vinstri Barátta Sanders og Bidens er að einhverju leyti tákn um hina hug- myndafræðilegu baráttu sem nú stendur yfir í Demókrataflokknum, en Sanders hefur verið talinn yst á vinstri væng flokksins. Þá hefur hinn 78 ára gamli Sanders náð að stilla sér upp, líkt og hann gerði fyrir fjórum árum, sem frambjóðandi þeirra sem andvígir eru „kerfinu“ og „flokkseigendum“ Demókrataflokksins og notið gríð- arlegra vinsælda fyrir, m.a. hjá yngri kjósendum flokksins. Joe Biden, fyrrverandi varafor- seti og öldungadeildarþingmaður til þriggja áratuga, getur hins vegar ekki stillt sér upp sem andstæðingi „kerfisins“. Biden, sem er nú 77 ára, ákvað eftir langan íhugunartíma að gefa ekki kost á sér árið 2016, en hann hefur tvisvar áður sóst eftir forsetaembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. Ná aðrir fótfestu? Fæstir hinna frambjóðendanna níu eiga von á að ríða feitum hesti frá kjörfundunum í Iowa, en einungis þrír af þeim mælast með meira en um það bil 3% í könnunum. Þeir frambjóðendur munu hins vegar vonast til þess að fylgi þeirra verði ekki svo lítið að ekki taki því að halda slagnum áfram. Bæjarstjórinn Pete Buttigieg frá Indiana-ríki virðist hafa fest sig í sessi í þriðja sætinu, en hann mælist nú með um það bil 17% fylgi í könn- unum. Buttigieg er talinn fulltrúi hófsamari afla innan Demókrata- flokksins, líkt og Biden. Buttigieg, sem er nýorðinn 38 ára gamall, sker sig nokkuð úr hvað aldur frambjóðenda varðar, en hann er fyrrverandi hermaður og trúræk- inn. Buttigieg er einnig fyrsti for- setaframbjóðandinn sem nær nokkru fylgi sem er samkyn- hneigður og hafa því vaknað spurn- ingar um hvort hann geti höfðað til óánægðra repúblikana þegar kemur að slagnum við Trump. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren mælist nú með u.þ.b. 13,5% fylgi í könnunum í Iowa. Warren er líkt og Sanders á vinstri væng Demókrataflokksins, en hún hefur sagt sig vera raunhæfari kost fyrir flokkinn, sér í lagi þar sem hún skilgreinir sig, ólíkt Sanders, sem „kapítalista“. Sanders og Warren hafa tekist hatrammlega á, enda að fiska á sömu miðum, en Warren hef- ur m.a. lagt til að hinir „ofurríku“ þurfi að greiða 2% af tekjum sínum í hátekjuskatt. Aðrir frambjóðendur eiga lítið upp á dekk hjá kjósendum í Iowa. Þeir hugga sig þó við að velgengni þar tryggir einungis stuðning um 41 fulltrúa af þeim tæplega 4.000 sem munu hafa endanlegt val um það hver frambjóðandi Demókrata- flokksins verður. Áhrifin af Iowa gætu þó orðið einkum sálræn, þar sem enginn af frambjóðendum vill byrja mikilvægustu stjórnmála- baráttu ævi sinnar á tapi. Baráttan helst milli Bernies og Bidens AFP Barátta Frambjóðendur demókrata hafa staðið í ströngu að undanförnu. F.v.: Pete Buttigieg, Elizabeth Warren, Joe Biden og Bernie Sanders.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.