Morgunblaðið - 01.02.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.02.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrir um hundrað árum lögðu 4.000- 5.000 manns leið sína til Þingvalla á hverju sumri. Á síðasta ári sýndu talningar að um 1,3 milljónir gesta gengu um Almannagjá, stór hluti þeirra erlendir ferðamenn. Þjóðgarð- urinn á 90 ára afmæli á þessu ári og á afmælisárinu er stefnt að því að fá Íslendinga til að heimsækja Þing- velli og því er yfir- skrift afmælisins Þingvellir – þjóð- garðurinn okkar. Einar Á.E. Sæ- mundsen þjóð- garðsvörður segir að margt verði á dagskrá og stefnt sé að því að draga sérkenni Þingvalla fram með ýmsum hætti. Fyrst sé að nefna að í næstu viku muni lands- mönnum berast aðgöngumiði á nýja grunnsýningu þjóðgarðsins á Þing- völlum í fjölpósti inn á öll heimili. Í raun sé um afmælisgjöf þjóðgarðsins til þjóðarinnar að ræða og gildir mið- inn í eitt ár. Sýningin er í gestastof- unni á Hakinu og hlaut nýlega Red- Dot-verðlaun í sýningarhönnun. Einar segir að full ástæða sé til að hvetja fólk til að gera sér ferð til Þing- valla til að skoða þessa glæsilegu sýn- ingu. Margt annað sé að skoða í þjóð- garðinum tengt sögu, menningu og einstakri náttúru og vonandi fjöl- menni Íslendingar til Þingvalla á þessu ári. „Þótt landslagið sé enn svipað og var fyrir 90 árum hafa Þingvellir líka tekið breytingum,“ segir Einar. „Þjóðgarðurinn hefur stækkað í gegnum tíðina, innviðir fyrir ferða- menn verið stórbættir, vegir verið lagðir og hús byggð,“ segir Einar. Hann rifjar upp að 2004 hafi Þingvell- ir orðið hluti af heimsminjaskrá menningarstofnunar UNESCO sem einstakur staður á heimsvísu fyrir þær menningarminjar sem hann geymir. Þingvalladagur, málþing og sýningar Stefnt er að því að halda Þingvalla- dag fjölskyldunnar helgina 20.-21. júní þar sem áhersla verður lögð á að kynna möguleika Þingvalla til útivist- ar og upplifunar. Í því sambandi nefn- ir hann stangveiði, fuglaskoðun, hestamennsku, fjallgöngu, ljós- myndun og myndlist. Þá verða nokkr- ar lengri gönguferðir í samstarfi við Ferðafélag Íslands á Þingvöllum á árinu. Nokkur málþing verða haldin, það fyrsta núna 15. febrúar og fjallar um fornleifar og fornleifarannsóknir á Þingvöllum. Það verður haldið í fyr- irlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu. Í maí er stefnt að mál- þingi í gestastofu á Haki þar sem verður fjallað um lífríki Þingvalla- vatns og vöktun þess. Í haust verður sjónum beint að umferð og fjölda ferðamanna á Gullna hringnum og hvernig framtíðarhorfur eru með fjölgun ferðamanna á þeirri þekktu leið. Í nýrri gestastofu þjóðgarðsins, sem var opnuð 2018, eru möguleikar á að nýta rými hússins fyrir listsýn- ingar og aðra menningartengda við- burði. Nokkrar minni innsetningar verða í gestastofu á árinu og á næst- unni verður opnuð sýningin Eftir- lýstir Íslendingar á 17. og 18. öld. Hún samanstendur af 30 teikningum nem- enda á teiknibraut við Myndlistaskól- ann í Reykjavík (MíR) og er sprottin úr samstarfi skólans og Daníels G. Daníelssonar sagnfræðinema. Í sumar verður opnuð ljósmynda- sýning í samvinnu við Ljósmyndasafn Þjóðminjasafns Íslands þar sem ljós- myndum af Alþingishátíðinni 1930 verður komið upp í gestastofu og einnig á völdum stöðum í þinghelg- inni. Tvær aðrar innsetningar eru í undirbúningi. Nefna má einnig að skíðagöngu- brautir hafa verið troðnar í þjóðgarð- inum og hafa þær verið vinsælar með- al gesta. Stefnt er að því að halda þeim opnum eins lengi og snjóalög leyfa í vetur. Landsmönnum boðið á sýningu  Yfirskrift 90 ára afmælis er Þingvellir – þjóð- garðurinn okkar Ljósmynd/Þjóðgarðurinn á Þingvöllum Fræðsla Landsmönnum er boðið að skoða grunnsýningu þjóðgarðsins í gestastofunni á Hakinu og ber hún heitið Hjarta lands og þjóðar. Lög um þjóðgarðinn á Þingvöllum sem samþykkt voru 1928 tóku gildi árið í ársbyrjun 1930 og fagnar þjóðgarðurinn á Þingvöll- um því 90 ára afmæli í ár. Á heimasíðu þjóðgarðsins segir: „Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgi- staður allra Íslendinga, hið frið- lýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis og landið megi aldrei selja eða veðsetja.“ Þjóðgarðsvörður rifjar upp að nokkur aðdragandi hafi verið að stofnun þjóðgarðsins þar sem ýmis rök hafi verið tínd til, meðal annars um kostnað, stærð og nauðsyn þjóðgarðs. Samhljómur margra aðila t.d. ungmenna- félaga, ýmissa áhugahópa og ein- staklinga ásamt meirihluta þing- manna hafi orðið til þess að lögin um Þingvelli voru samþykkt 1928 og með þeim skyldi varðveita ein- stakan sögustað og fallega nátt- úru staðarins. Það voru margir sem lögðu málinu lið en aðalhvatamaður var barnakennarinn Guðmundur Dav- íðsson sem ýtt málinu úr vör og fylgdi því eftir í ræðu og riti. Hann var ráðinn fyrsti þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum 1930 og sinnti starfinu næsta áratuginn. Ævinlega eign þjóðarinnar LÖG UM ÞJÓÐGARÐ Á ÞINGVÖLLUM TÓKU GILDI 1930 Einar Á.E. Sæmundsen Ljósmynd/Kulturmiljöbild/Berit Wallenberg Á Þingvöllum Kristján konungur X. skoðar tjaldbúðir stúdenta á Alþingis- hátíðinni 1930. Lög um þjóðgarðinn tóku gildi það sama ár. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Friðlýsingin í Þjórsárdal er löngu tímabær,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Eystra- Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í vik- unni undirritaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra skjal sem kveður á um friðlýs- ingu hluta Þjórsárdals, það er Gjárinnar, Háafoss, Granna og Hjálparfoss. Þeir staðir teljast nú frið- lýst náttúrusvæði, en það svæði er fyrsti staðurinn á landinu sem fær stimpil sem landslagsverndar- svæði. Gjáin er innarlega í Þjórsárdal, skammt frá hin- um fornu rústum að Stöng. Þetta er dalverpi sem um falla lækir og fossar í þröngum giljum innan um sérstæðar hraunmyndanir og gróður. Háifoss er innar í dalnum, 122 metra hár og fellur fram af há- lendisbrúninni. Skammt frá er svo annar vatns- minni foss sem heitir Granni. Báðir tilheyra Fossá, en Hjálp- arfoss, sem er talsvert framar í dalnum og nærri Búrfellsvirkj- un, er einnig friðlýstur. Sá fell- ur fram í tveimur áþekkum kvíslum fram af hraunbrún of- an í hyl. Sátt um málið í sveitinni Greiður vegur er að Hjálpar- fossi sem er vinsæll áfangastað- ur og þar hafa á síðustu árum verið gerðar ýmsar umhverfisbætur í verndarskyni. Hið sama hefur einnig verið gert í Gjánni og við Hjálparfoss og Granna – svæði þar sem nú er reglulega landvarsla frá vori og langt fram á haust. Var þá farið í viðhald á gönguleiðum og villustígum lokað, settar voru upp girðingar og settar upp skilti og stikur. „Ég trúi því að góð sátt sé um friðlýsinguna með- al fólks hér í sveit,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir. Hún átti á sínum tíma sæti í umhverfisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en sveitarfélagið átti frumkvæðið að þeim ráðstöfunum sem nú hafa ver- ið gerðar. Sigþrúður segist sakna þess helst að frið- lýsingin nú nái ekki yfir víðfeðmara svæði. Æski- legt hefði verið að birkitorfur þar sem heita Áslákstungur hefðu einnig verið teknar með. Þá sé sömuleiðis þarft að gera ráðstafanir í Fossárdal neðan við Háafoss og Granna; það svæði er fjölfarið en umferð þar lítið stýrt. Friðlýstur Þjórsárdalur  Hjálparfoss, Gjáin, Háifoss og Granni  Álagi stýrt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gjáin Lækir og fossar falla fram í dalkvosinni. Sigþrúður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.