Morgunblaðið - 01.02.2020, Page 43

Morgunblaðið - 01.02.2020, Page 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Velkomin í Schevings-hús Kvartett Óskar Guðjónsson, Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson og Skúli Sverrisson skipa kvartettinn. Og, eðlilega, sitthvað um þessa plötu hér. Mi Casa, Su Casa kemur út í kjölfar Intervals (2015) sem var unn- in með sama kvartett. Þar á undan kom hinn magnaða Land míns föður út, sem var óður Einars til Íslands og föður síns, Árna Sheving. Hún var svona hliðarspor, eins og Einar segir mér, og þar á undan var það svo Cycles (2007) eins og ég hef nefnt. Einar segir mér að meginhaus- verkurinn sé venjulega að koma þessum mannskap saman á sama svæði sömu dagana, sem sé meira en að segja það. Sjálf platan var svo tekin upp á þremur dögum, í sept- ember. Hljóðverið var Masterkey- hljóðverið á Seltjarnarnesi sem Sturla Mio Þórisson og Marketa Irg- lová eiga. Sturla hljóðritaði og blandaði en Lars Nilsson hljómjafn- aði í Nilento-hljóðverinu í Svíþjóð. Einar segir að tónlistin sé í raun beint framhald af Intervals. Eðli málsins samkvæmt sé hann að semja með félaga sína í huga, á einhvern hátt, og hver og einn fær visst rými til að leika sér innan lagarammans. Oftast hafi þeir spilað þetta beint inn, og sumt fékk að standa. Einar viðurkennir þó að með nútímatækni sé hægt að sveigja hluti og beygja eftir hentugleik ef þurfa þykir, splæsa saman tökum o.s.frv. Svo far- ið sé á persónulega nóturnar þarf ég ekki að selja neinum neitt í þessum pistli hvað innihaldið varðar. Það er nóg að sjá nöfnin til að taka bók- staflega andköf. Unaður er á að hlýða og er hver og einn sannkall- aður meistari á sínu sviði. Hér eru tónlistarmenn sem geta svamlað um í meginstraumnum af hægð og með reisn en allir eru þeir um leið með einkar glúrið nef fyrir tilrauna- mennsku og skapandi sprettum sem fara með þá út fyrir boxið. Mi Casa, Su Casa dansar glæsilega á milli þessara tveggja heima; aðgengileg- ur og melódískur djass en á sama tíma er dýpt þarna og sterk höfund- areinkenni frá Einari sem maður hefur fengið að kynnast í gegnum þegar útkomnar plötur. Mi Casa, Su Casa er m.a. til á Spotify, Bandcamp, geisladiski og vínil – og útgáfutónleikar verða 5. febrúar í Kaldalóni, Hörpu (Múlinn – djassklúbbur). » Það er nóg að sjánöfnin til að taka bók- staflega andköf. Unaður er á að hlýða og er hver og einn sannkallaður meistari á sínu sviði. Mi Casa, Su Casa nefn- ist ný plata eftir Einar Scheving. Fjórða plata hans en sú þriðja sem hann vinnur með kvart- ettinum sínum. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég ræddi fyrst við EinarScheving árið 2007, vegnafyrstu sólóplötu hans, Cyc- les. Þekkti manninn ekkert en hafði hins vegar séð nafnið hans oft á geisladiskum sem ég var að höndla og hlusta á. Hittumst í herbergi í FÍH og fengum okkur kaffi. Maður í minni stöðu er búinn að tala við allt tónlistarfólk Íslands – tvisvar – og maður tengir eðli- lega mismikið við mannskapinn. En ég og Einar náðum strax svona dan- dalavel saman. Er- um á svipuðum aldri en svo bara einhverjir töfrar. Eftir þetta höfum við haldið þeim sið, ómeðvitað, að hittast í kringum plötuútgáfurnar hans og spjalla. Stundum hef ég verið í formlegum erindagjörðum, stundum ekki. Nýjasta plata hans, Mi Casa, Su Casa, kom út korter fyrir jól og með honum þar, eins og svo oft áður, þeir Óskar Guðjónsson, Eyþór Gunnars- son og Skúli Sverrisson. Í þetta sinn gat ég boðið Einari í formlega heim- sókn til þess að ræða um plötuna og segja alþjóð svo frá í gegnum þetta blað, þennan pistil. Einar kíkti á mig á þriðjudagskvöldi, við fengum okk- ur chai-te og ég leyfði einhverri ný- bylgju að malla undir (ætlaði að ganga í augun á honum með því að spila Eric Dolphy eða Miles en hætti við. Aulahrollurinn náði mér). Rætt var um heima og geima en mest um tónlist náttúrlega. Rush, Billy Cobham, þætti úr íslenskri djasssögu og margt, margt fleira. Íslenski dansflokkurinn hefur í tvo mánuði unnið með norska dans- flokknum Nagelhus Schia Produc- tions í Ósló að sviðsetningu á verk- inu DuEls eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Verkið verður frumsýnt í Vigeland-safninu í Ósló í dag og eru átta sýningar fyrirhug- aðar. Dansarar Íd, þær Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Halla Þórðar- dóttir og Þyri Huld Árnadóttir, taka þátt í verkinu ásamt Ernu Óm- arsdóttur listdansstjóra og með þeim eru dansarar frá Nagelhus og átta lærlingar við Apprentice Men- tor Program (AMP) sem er verk- efni norska dansflokksins. Íd og Nagelhus sýna saman DuEls Kraftur Úr sýningunni DuEls í Noregi. Ingvar E. Sig- urðsson vann til verðlauna fyrir leik sinn í kvik- myndinni Hvítur, hvítur dagur eft- ir Hlyn Pálmason á kvikmynda- hátíðinni Premi- ers plans d’An- gers sem fór fram í Angers í Frakklandi 17.-26. janúar. Eru það fjórðu verðlaunin sem Ingvar hlýt- ur fyrir leik sinn í myndinni, sem var frumsýnd á Critics’ Week í Cannes í fyrrasumar. Hlaut verðlaun á hátíð í Angers Ingvar í Hvítum, hvítum degi. ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARSTILNEFNINGAR11  Rás 2  FBL LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.