Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Í fyrradag var á Alþingi ræddfurðutillaga til þingsályktunar „um Alþingi sem fjölskylduvænan vinnustað“. Tillagan gengur út á að þingið feli forseta þings að skipa starfshóp sem skili tillögum, eigi síðar en í árslok, um að gera þing- störfin fjöl- skylduvæn.    Einn þeirraþingmanna sem tóku til máls furðaði sig á tillögunni og reyndi að útskýra fyrir kollegum sínum hvert eðli starfsins væri: „Ég velti fyrir mér hvað er átt við með fjöl- skylduvænum vinnustað. Í mínum huga er þetta hús ekki vinnustað- urinn. Vinnustaðurinn er kjör- dæmið eða landið allt. Það er minn vinnustaður. Og ég lít ekki á þingmennsku sem starf í eig- inlegum skilningi. Við erum bara hluti af löggjafarvaldinu,“ sagði Brynjar Níelsson.    Hann nefndi einnig að hannhefði „sjálfur aldrei unnið jafn fjölskylduvænt starf, ef starf skyldi kalla, á ævinni“, og benti á að þó að stundum væri unnið lengi fram eftir þá væru það undan- tekningar og þingmennskunni fylgdi líka mikill sveigjanleiki.    Hann lauk svo ræðu sinni á þvíað segja þetta í takt við ann- að í samfélaginu: „Öllum finnst þeir hafa svo mikið að gera. Allir þreyttir. Allir kulnaðir. Allir ein- hvern veginn að niðurlotum komn- ir, samt held ég að menn hafi aldrei í Íslandssögunni unnið jafn lítið.“    Ekki er ólíklegt að mikið sé tilí þessu og þingmenn mættu í það minnsta gjarnan verja tím- anum í eitthvað þarfara en að barma sér undan vinnuálagi. Brynjar Níelsson „Ef starf skyldi kalla“ STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vegagerðin mun vinna í hönnun og undirbúningi tvöföldunar Reykja- nesbrautar í Straumsvík og ná- grenni. Fjármögnun er núna á öðru tímabili samgönguáætlunar, þ.e. ár- in 2025-2029, þannig að það þarf að sjá fjármögnun fyrr ef flýta á verk- inu. Þetta segir G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vegagerðar- innar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað að framkvæmdunum verði flýtt. Skipulags- og byggingaráð Hafn- arfjarðarbæjar samþykkti á fundi í vikunni að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á nú- verandi vegstæði, frá Krýsuvíkur- vegi að mörkum Sveitarfélagsins Voga, í stað þess að færa brautina fjær Álverinu eins og aðalskipulagið gerir ráð fyrir. Breytingarferli að- alskipulagsins mun væntanlega taka marga mánuði. „Þetta er mjög stórt skref og það er mjög mikilvægt að þessi kafli klárist,“ sagði Rósa Guð- bjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnar- firði, í samtali við mbl.is. Vegagerðin og verkfræðistofan Mannvit lögðu til að tvöföldun Reykjanesbrautar við Álverið yrði í núverandi legu vegar- ins. Sá kostur yrði valinn til frekari úrvinnslu enda ódýrastur. sisi@mbl.is Vegagerðin undirbýr tvöföldun  Legu Reykjanesbrautar í Straumsvík breytt í aðalskipulagi Hafnarfjarðar Morgunblaðið/Ómar Straumsvík Reykjanesbrautin við Álverið verður áfram á sama stað. „Ljóst er á tímum loftslagsbreytinga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjármagn í framkvæmdir sem skapa aukið rými fyrir bíla- umferð þar sem þær framkvæmdir munu bæði skapa aukna bílaumferð og auka losun á CO2 frá sam- göngum.“ Þetta segir m.a. í bókun fulltrúa meirihlutaflokkanna í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Á fundinum var lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar um fram- kvæmdaleyfi vegna gerðar fráreinar í akstursstefnu til austurs og breikk- unar rampa til suðurs á Kringlumýr- arbraut ásamt breytingu á aksturs- leið inn á rampann frá norður- akbraut Bústaðavegar og setja ný umferðarljós á rampann. Þessar framkvæmdir voru vel á veg komnar þegar þær voru stöðv- aðar í ágúst í fyrra, m.a. vegna þess að þær voru ekki kynntar fyrir íbú- um í nágrenninu áður en ráðist var í þær. Var þetta niðurstaða úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála eftir kæru íbúanna. „Innan fáeinna ára verða umferð- artafirnar á Bústaðavegi orðnar jafn langar og þær voru fyrir fram- kvæmdina og því er ekki um lang- tímalausn að ræða,“ segir í bókun meirihlutans. Í kjölfarið á þessu máli hafi verklagi við útgáfu fram- kvæmdaleyfis verið breytt hjá skipulagsfulltrúa. Ráðið samþykkti að gefa út fram- kvæmdaleyfi að nýju með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa. „Báðar göturnar, Bústaðavegur og Kringlu- mýrarbraut, eru skilgreindar sem stofnbrautir og eru mikilvægar leið- ir í samgöngukerfi borgarinnar. Það samræmist markmiðum aðal- skipulagsins að bæta aðstæður við þessar brautir,“ segir þar m.a. sisi@mbl.is Fé ekki veitt til að auka rými fyrir bíla  Leyfi veitt á ný vegna framkvæmda á Bústaðavegi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bústaðavegur Framkvæmdir voru vel á veg komnar í fyrrahaust. ÚTSALA afsláttur af völdum ljósum. Allt að 70%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.