Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ÚTSÖLU- SPRENGJA SEINNI LEIKUR HAFINN Njótið að eig nast gæða vöru á eins töku verði Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Gil Bret úlpa 56.980 kr. 17.094 kr. Einnig til í bláu 50-70% Valfrelsi í heilbrigðiskerfinu —Ásdís Halla á opnum fundi í Valhöll um heilbrigðismál Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur og fyrrverandi bæjar- stjóri í Garðabæ, verður gestur á opnum fundi Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins ogMálfundafélagsins Vilja sem fram fer í Valhöll þriðjudaginn 11. febrúar kl. 18:00. Erindi Ásdísar Höllu fjallar um valfrelsi í heilbrigðiskerfinu og muninn á einkarekstri og ríkisrekstri. Allir velkomnir! VERKALÝÐSRÁÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS MÁLFUNDAFÉLAGIÐ VILJINN ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkróki Hér í Skagafirði gengur nú yfir hin árlega þorrablótatíð, þar sem borð svigna í hverju samkomuhúsi undan þungum trogum með hvers kyns góðmeti, allt í anda siða og hefða. Enginn hefur þó svo vitað sé stigið svo ógætilega fram að bjóða upp á veganblót, enda hrein ögrun við Þorra konung og gæti haft afleið- ingar þótt síðar yrði, enda Þorri óvæginn ef honum finnst sér mis- boðið á einhvern hátt.    Einhverjir hófu leik þegar á bóndadegi en síðan rekur hver við- burðurinn annan allt fram til góu, þar sem nefndir hvers blóts draga samsveitunga sína sundur og saman í logandi skensi og gríni þar sem fáu er eirt en hláturtaugar gesta kitl- aðar til hins ýtrasta, en margir telja sig þó verulega hlunnfarna er þeirra er í engu getið.    Að sögn skrifstofu Vinnumála- stofnunar er atvinnulíf í Skagafirði á svipuðu róli og á sama tíma á síðast- liðnu ári, eitthvert atvinnuleysi en ekki svo að horfi til vandræða, en ljóst að með hækkandi sól og bjart- ari dögum munu framkvæmdir taka við sér, enda mörg og nokkuð stór verkefni sem bíða betri tíðar.    Þannig segir Ólafur Friðriksson, framkvæmdastjóri Friðriks Jóns- sonar ehf., að verkefnastaða sé mjög góð, fyrirtækið er að klára hús Byggðastofnunar, en skiladagur er í byrjun maí, og verkið nokkuð á und- an áætlun, en nýverið var svo gengið frá samningi um frágang umhverfis og lóðar hússins. Segir Ólafur að næsta verkefni verði að ljúka fram- kvæmdum við gamla Barnaskólann við Freyjugötu, sem fyrirtækið keypti og er að breyta í íbúðar- húsnæði, en þar munu verða á annan tug íbúða sem munu koma til af- hendingar á þessu ári. Einnig er gert ráð fyrir byggingu þriggja par- húsa, tveggja við austanverða Freyjugötu og eins við Ránarstíg á lóð gamla skólans.    Þá er í gangi samvinnuverkefni með Vinnuvélum Símonar við sorp- móttökusvæði í Varmahlíð auk byggingar nokkurra íbúðarhúsa og annarra smærri verkefna. Hjá fyrir- tækinu eru nú tuttugu fastir starfs- menn, en verður fjölgað er dag lengir    Dagana 2. til 9. febrúar fagnar Skíðadeild Tindastóls 20 ára afmæli Avis-skíðasvæðisins í Tindastóli, meðal annars með opnum nýrrar skíðalyftu á opnunardaginn 2. febr- úar að viðstöddum góðum gestum, og Tindastólsgöngunni sem er í umsjá göngugarpanna Birgis Gunn- arssonar og Sævars og Gunnars Birgissona. Þá eru skíðadagatilboð á öllum veitingastöðum og í sundlaug- um héraðsins og Fjallakofinn verður með kynningu á skíðabúnaði í Skag- firðingabúð dagana 6. og 7. febrúar og ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi enda Avis-svæðið marg- frægt fyrir fjölbreyttar brekkur, bæði léttar og mjög krefjandi.    Hjá Steypustöð Skagafjarðar er stærsta verkefnið þessa dagana lagning jarðstrengs frá háspennu- virkinu í Varmahlíð og til Sauðár- króks. Að sögn Ásmundar Pálma- sonar framkvæmdastjóra var stefnt að því að hefja verkið fyrir hátíðar, en hver bútur strengsins sem lagður er á þessari rúmlega 20 kílómetra löngu leið krefst úrkomulausrar viku. Erfitt tíðarfar að undanförnu hefur sett verulegt strik í þann reikning en tíminn hefur hins vegar verið nýttur til lagningar vegslóða að og með lagnaleiðinni. Hafist verð- ur hins vegar þegar handa er tíð gef- ur færi á. Yfir standa svo fram- kvæmdir við byggingu húsa yfir tengivirkin þar sem hinn nýi jarð- strengur tengist Sauðárkróki og er framkvæmd þessi í höndum fyrir- tækisins K tak.    Þá eru fyrirhuguð hjá Steypu- stöðinni verklok við plægingar raf- strengja í Eyjafirði og víðar, sem ekki náðist að klára fyrir vetur. Ekki eru fyrirséð nein stórverkefni í steypu fyrir sumarið, en þó sagði Ás- mundur að dottið gætu inn eitt eða tvö stór fjós og síðan þó nokkuð af smærri byggingum enda hugsuðu margir sér til hreyfings.    Ásgeir Einarsson, kaupmaður í Hlíðarkaupum, sagði að óveður og ófærð hefðu ekki komið sér illa fyrir verslun hans, þannig hefði hann að- eins einn dag í ófærðinni orðið uppi- skroppa með grænmeti, sem komið hefði strax næsta dag. Ófyrirséðar skammtanir á rafmagni hefðu hins vegar oftar en ekki verið lengri en búist var við og því verið erfiðar, vegna frysti- og kæligeymsla, þar sem lítið mátti út af bera. Hins vegar sagðist hann hafa geta útvegað sér varaorku og þannig sloppið við tjón. „Þetta var ekkert svo erfitt, ég bara fylgdist vel með veðurspánni, og gerði mínar pantanir í samræmi við það sem þar kom fram, þannig að þetta bjargaðist allt saman,“ sagði Ásgeir að lokum.    Stefán Logi Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Steinullarverksmiðj- unnar, sagði að síðasta ár hefði verið verksmiðjunni hagstætt. Náðst hefði að framleiða yfir 10 þúsund tonn, og er þetta fjórða hæsta framleiðsluár í sögu fyrirtækisins. Þrjú ár fyrir hrunið, 2006-’08, var framleitt um- talsvert meira, en eftir hrunið kom veruleg lægð. Nú er hins vegar allt komið á rétta leið og sagði Stefán menn bjartsýna. Tekinn hefur verið í notkun nýr búnaður sem end- urnýtir allan kantafskurð og er það búnaður upp á um 100 milljónir.    Í haust hlaut verksmiðjan vott- un, fyrst íslenskra fyrirtækja, en þar segir: „Eftir mikla vinnu hefur Steinull hf. fengið gefnar út um- hverfisyfirlýsingar (EPD) fyrir af- urðir sínar. Umhverfislýsing er þýð- ing á „Environmental Product Declaration“ og staðfestir upplýs- ingar um umhverfisáhrif yfir líftíma vörunnar. Að baki liggur ítarleg vistferlisgreining á öflun aðfanga, framleiðslu og dreifingu vörunnar, sem unnin var í samstarfi við Verk- fræðistofuna Eflu. Umhverfisyfir- lýsingin hefur verið samþykkt af er- lendum vottunaraðila.“    Á fundi Byggðaráðs Svf. Skaga- fjarðar var í síðustu viku lögð fram tilboð í byggingu nýs leikskóla á Hofsósi, og var samþykkt að ganga til samning við fyrirtækið Upp- steypu sem átti lægsta tilboð uppá 159.705.806 kr. en kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 143.007.623 kr. Upp- steypa er byggingarfyrirtæki með lögheimili að Syðri Hofdölum í Skagafirði. Áætlaðar eru nokkrar fram- kvæmdir við Hofsósshöfn á árinu, en þar hafa varnargarðar farið illa í sjávargangi og eru stálþil farin að kalla á verulega endurnýjun.    Að öllu samantöldu eru Skag- firðingar heldur ánægðir með lífið og tilveruna, enda sem betur fer fjarri öllum ógnum af náttúruvá eða öðrum hremmingum, nema þá helst að hann færi að blása af einhverju afli að suðvestan, sem er ógóð vind- átt hér. Morgunblaðið/Björn Björnsson Bæjarlífið Framkvæmdir við hús Byggðastofnunar eru langt komnar og er verkið nokkuð á undan áætlun. Þorri gengur rólegur í garð, eftir rysjótta tíð Snjókarlar Víða rísa gerðarlegir snjókarlar og fagna þorra. Frá og með 1. febrúar 2020 hækkar verð á áskrift að Morgunblaðinu. Full mánaðaráskrift, sem felur í sér sjö blöð í viku, aðgang að vefútgáfu Morgunblaðsins og aðgang að Hljóðmogganum, auk snjalltækja- útgáfu, kostar þá 7.530 krónur. Áskriftarverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.