Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Vald yfir því hvort og hvernig talað er um viðburði hefur áhrif áskoðanir á þjóðfélagsmálum. Fréttamenn telja sig eingöngusegja frá því sem gerist – en líta framhjá því að þeir velja fráhverju er sagt og hvernig. Í fréttum af kjaraviðræðum er til dæmis iðulega talað um að ekki sé hægt að borga fólki hærra kaup en verðmætasköpun í atvinnulífinu standi undir. Sem er eðlilegt sjónarmið nema hvað í þessari orðræðuhefð er atvinnulífið hvorki mennta- né heil- brigðiskerfið, þótt langmesta verðmætasköpunin í þjóðfélaginu hafi orðið vegna framfara í menntun og heilbrigðisvísindum. Áður en skólaskyldu var komið á var til dæmis miklu meiri fiskur í sjónum en nú er. Margfalt verðmæti sjávarafurða síðan þá er aukinni þekkingu að þakka – í boði menntakerfisins. Varla þarf að útskýra þá verðmætaaukningu sem hefur orðið vegna betri heilsu landsmanna. Samt er oft talað eins og þessar tvær grunnstoðir samfélags- ins séu ekki hluti af verð- mætasköpun „atvinnulífs- ins“. Annað dæmi má taka af því þegar hagsmunaaðilar reyna að tengja sig við fréttir af atburðum sem snerta okk- ur öll. Þannig var mjög sérstakt að heyra framámann af Vestfjörðum segja í viðtölum eftir nýleg snjóflóð á Flateyri að vegna þess hvað fólkið fyrir vestan byggi í nánum tengslum við náttúruna og hættur hennar hlyti það að vera réttur norskra laxeldisfyrirtækja að auka starfsemi sína í opnum sjóeldiskvíum. Og þegar rafmagnið fór af heilu byggðunum vegna óveðra reyndi stjórnmálamaður að koma höggi á fólk sem teldi rafmagn vera lúxusvöru – og lét þannig andúð margra á risavirkjunum í þágu iðn- aðarframleiðslu erlendra stórfyrirtækja sem flytja hagnað sinn úr landi blandast saman við þörf okkar allra fyrir rafmagn til daglegra nota. Báðir þessir hagsmunatalsmenn beittu orðræðu- og áróðurstækni til að þjappa landsbyggðarfólki saman gegn hinum firrtu umhverfissinnum fyrir sunn- an – í þágu fyrirtækja sem flytja tekjur sínar úr landi og taka því ekki þátt í að standa undir samneyslunni og launagreiðslum til hinna verðmæta- skapandi stétta í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Og ekki batnar afvegaleiðingin þegar talað er um að breska þjóðin hafi kosið að ganga úr Evrópusambandinu. Þá gleymist að tilteknir hags- munaaðilar dreifðu fölskum fréttum í gegnum samfélagsmiðla á Bretlandi – þannig að margir kjósendur byggðu ákvörðun sína á lygum. Sú orð- ræðuhefð sem þar er spunnin minnir á andúðina sem færist nær yfirborð- inu hér á landi á „þessu fólki“ sem gengur í margvísleg störf sem inn- fæddir Íslendingar eru tregir til að taka að sér – á lágmarkstöxtum sem mörg telja varla ætlaða öðrum en erlendu farandverkafólki sem kemur engri verkalýðsbaráttu við. Frjálsir fjölmiðlar í landinu þurfa sannarlega að taka sér tak svo þeir falli ekki í þær áróðursgildrur orðræðunnar sem hagsmunaaðilarnir reyna að leiða heiðarlegan fréttaflutning í. Orðræðan og baráttan um tungutakið Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi (að ís-lenzkum tíma) varð útganga Bretlands úrEvrópusambandinu að veruleika eftir langaog harða baráttu. Í ljósi umræðna þar í landi fer ekki á milli mála að stórir hópar Breta líta á þá útgöngu sem eins konar frelsun Bretlands, sem nú býr ekki lengur við ægivald embættismannakerfisins í Brussel. Sú útganga er mikið áfall fyrir þá fögru hugsjón sem lá að baki stofnun Evrópusambandsins. Hún var sú að binda Evrópuþjóðir sem höfðu staðið í styrj- öldum sín í milli öldum saman svo sterkum hags- munaböndum að nýtt stríð á milli þeirra væri óhugs- andi. Í ljósi sögunnar var þetta ekki bara falleg hugsjón heldur líka eðlileg viðbrögð við þeim óhugn- aði í mannlegum samskiptum, sem fylgdi heimsstyrj- öldinni síðari. Hvað fór úrskeiðis? Annars vegar virðingarleysi fyrir sérkennum og menningu hverrar þjóðar og hins vegar hroki lítillar embættis- mannaklíku í Brussel, sem taldi sig ekki þurfa að taka neitt tillit til lýð- ræðislegra stjórnarhátta. Allt í einu var orðið „þjóðríki“ talið skamm- arlegt og eins konar fortíðarfyrir- bæri. Má þó ljóst vera að hver og ein þjóð á sér sína sögu, sitt tungumál og sína menningu, sem þær halda í heiðri. Lýðræði hefur ekki verið í hávegum haft í uppbyggingu Evrópusambandsins. Það er svolítið athyglisvert að það skuli verða Bretland, þetta gamla nýlenduveldi, sem brýzt út, vegna þess að svona höguðu þeir sér gagnvart ný- lendum sínum. Nýlendusaga Breta er ljót og of lítið hefur verið fjallað um hana. En að mörgu leyti hafa þeir upplifað sig sem eins konar „nýlendu“ Brussel. Saga samskipta Englendinga við aðrar þjóðir á Bretlandseyjum er svo annað mál, sem líklegt er að vakni til lífsins í framhaldi af þessari útgöngu. Sam- skipti þeirra við Íra þola í raun og veru ekki dagsins ljós á okkar tímum. Skotar munu augljóslega halda fast við þá stefnu að verða sjálfstætt ríki og fara sínar eigin leiðir. Það er auðvitað sjálfsagt. Og vonandi leiða þessar um- byltingar allar til þess að Norður-Írland sameinist írska lýðveldinu. Það er ekki ólíklegt að þessar sviptingar eigi eftir að setja svip sinn á okkar heimshluta næstu árin. En það sem þessa stundina vekur athygli okkar er þó fyrst og fremst hversu erfitt Bretum hefur reynzt að losna úr klóm Brussel. Þótt það blasi við hverjum sem vill sjá og heyra að Brussel hefur reynt að vinna skipulega að því að koma í veg fyrir útgöngu Breta með aðstoð „fimmtu herdeildar“ svo að gripið sé til hugtaks úr kalda stríðinu, bæði í embættismanna- kerfinu í London og meðal stjórnmálamanna þar úr öllum flokkum, sem voru andvígir útgöngu, hefur það bersýnilega engin áhrif haft á þá flokka og stjórn- málamenn hér á Íslandi, þ.e. Samfylkingu og Við- reisn, sem vilja enn ganga í ESB. Brussel tókst ekki í þessari atrennu að kúga Breta en mundi fara létt með að kúga örríki eins og Ísland, ef ESB-sinnar hér næðu vilja sínum fram. Þann lær- dóm getum við dregið af útgöngusögu Breta. Það eru verulegar líkur á að útganga Breta marki ákveðin þáttaskil í sameiningarþróun Evrópuríkja. Þegar eitt ríki hefur gengið út getur það leitt til þess að fleiri fylgi á eftir. Það á t.d. við um ríkin í austurhluta Evrópu, sem finna sennilega minni sam- hljóm með öðrum aðildarríkjum ESB en þau áttu von á. Þess vegna má vel vera að við séum að verða vitni að fyrstu skrefum í upplausn Evrópusambandsins. Framtíð Hins sameinaða konungs- veldis á Bretlandseyjum er óljós vegna þess að eftir standa ágrein- ingsmál þjóðanna sem þar búa. En til viðbótar kemur staða Bret- lands á heimsvísu í dag. Það er vafa- laust erfitt fyrir fyrrverandi stórveldi að horfast í augu við hnignun þess veldis. Kannski kom hnignun Bretaveldis skýrast fram í Súez-deilunni sumarið 1956, þegar öllum varð ljóst að það var liðin tíð að Bretar gætu farið sínu fram á alþjóðavettvangi. Og ekki ólíklegt að þeir brezkir stjórnmálamenn sem á annað borð voru hlynntir aðild Breta að Evr- ópusambandinu hafi litið á aðild sem leið til þess að tryggja Bretum einhver áhrif áfram á alþjóðavett- vangi með tilstyrk ESB. Sú varð ekki raunin. Það hefur lengi verið ljóst að sterkasta ríkið innan ESB er Þýzkaland. Svo lengi sem Þjóðverjar og Frakkar hafa náð saman innan þess hafa þeir ráðið. Það sem hins vegar hefur átt þátt í að halda Evr- ópusambandinu saman er þrýstingur Rússa. Ná- grannar þeirra litu á Evrópusambandið sem eins konar skjól eftir fall Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins – og gera enn. Það gleymist stundum að þótt Sovétríkin hafi fall- ið og Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna þar með – lifði KGB af og stjórnar Rússlandi í dag og hefur gert síðustu tvo áratugi eða svo. Það sama á við um rússneska ráðamenn og brezka að þeir una því illa að teljast ekki lengur eitt vold- ugasta ríki heims. Þrátt fyrir stærð landsins og legu eru þeir það ekki fyrst og fremst vegna þess að Rússland er efnahagslegt pappírstígrisdýr. Þótt Úkraína finni mest fyrir stórveldametnaði Pútíns finna Eystrasaltsríkin líka fyrir þeim þrýstingi og athyglisvert hvað Pólverjar reiða sig mikið á hern- aðarlegan stuðning Bandaríkjanna sérstaklega og NATÓ almennt. Evrópa er því enn vígvöllur. Bara annars konar vígvöllur en áður var. Frelsun Bretlands Evrópa er enn víg- völlur – bara annars konar en áður Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þegar klukkan sló tólf á miðnættií París að kvöldi 31. janúar 2020 sagði Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Írlands skilið við Evrópusambandið, en auk þess standa nú utan sambandsins Nor- egur, Sviss og Ísland ásamt nokkr- um ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu. Ermarsund skilur Bretland og Frakkland. En fleira skilur en þetta sund. Í byltingunni dýrlegu 1688 völdu Bretar leið stjórnarskrár- bundins lýðræðis, þótt stjórnarskrá þeirra sé að vísu ekki fólgin í neinu einu skjali, heldur ótal fastmótuðum hefðum og venjum. Í stað þess að fela einum aðila öll völd var þeim dreift á marga. Í frönsku byltingunni 1789 völdu Frakkar hins vegar leið ótakmark- aðs lýðræðis og ruddu út öllu arf- helgu, brutu það og brömluðu. Lýð- urinn skyldi þess í stað öllu ráða, en eins og írski stjórnskörungurinn Edmund Burke benti á merkti það aðeins, að þeir, sem virtust tala í nafni Lýðsins, fengju öllu ráðið. Eft- ir byltinguna hefur tvisvar staðið keisaraveldi í Frakklandi, tvisvar konungdæmi, en lýðveldin hafa verið fimm talsins. Í fyrirlestri árið 1819 reyndi franski rithöfundurinn Benjamin Constant að skýra, hvers vegna franska byltingin mistókst ólíkt hinni bresku: Byltingarmennirnir hefðu ekki skilið, að frelsi nútíma- manna yrði að vera allt annars eðlis en frelsi fornmanna. Frelsið væri nú á dögum frelsi til að ráða sér sjálfur að teknu tilliti til annarra, en hefði að fornu verið réttur til að taka þátt í ákvörðunum heildarinnar. Constant benti á, að nútíminn snerist um verslun, þar sem menn fengju það, sem þeir sæktust eftir, með frjálsum kaupum á markaði, en áður fyrr hefðu þeir reynt að afla þess með hernaði. Ríki væru orðin svo fjölmenn, að ekki yrði komið við beinu lýðræði. Dreifing valdsins og fulltrúastjórn væru því nauðsynleg. Og enn stendur valið um dreifingu valdsins og gagnkvæmt aðhald ólíkra afla, sem er stjórnmálahefð Breta, og miðstýringu án verulegs aðhalds, sem er stjórnmálahefð Frakka. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Fleira skilur en Ermarsund PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is LÝSiNgArRÁÐGjÖF GeRiR GÆFuMuNiNn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.