Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 40
KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjörnumenn eru komnir í kjörstöðu í Dominos-deild karla í körfubolta eftir 89:84-sigur á Njarðvík á heimavelli í 16. umferðinni í gærkvöld. Sigurinn var sá tólfti í röð hjá Stjörnumönnum, sem náðu aftur fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar. Stjarnan mætir Grindavík, Val og Þór Akureyri í næstu þremur leikjum. Stjörnumenn eru töluvert sigurstranglegri í öllum leikjunum og fari allt eftir bókinni verður Stjarnan jafnvel búin að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð í byrjun mars. Síðasti tapleikur Stjörnunnar kom 25. októ- ber. Stjörnumenn voru efstir í deildinni yfir hátíðarnar og í staðinn fyrir að dást að sjálfum sér náðu þeir í Urald King og Gunnar Ólafsson og styrktu sig enn frekar. Stjarnan er í sókn og það er erfitt að sjá nokkurt lið vinna Stjörnuna nægilega oft til að koma í veg fyrir að liðið verði Íslandsmeist- ari þegar upp er staðið. Eftir sjö sig- urleiki í röð hefur Njarðvík nú tapað þremur af síðustu fjórum. Njarðvík- ingar eru skrefinu á eftir bestu liðum landsins. Staðan erfið fyrir Fjölni Sigur Grindavíkur á Fjölni á heima- velli var mikilvægur fyrir tvær sakir. Annars vegar eru Grindvíkingar nú jafnir Þór Þorlákshöfn á stigum í 8.-9. sæti í slagnum um sæti í úrslitakeppn- inni. Hins vegar eru þeir nú tveimur stigum fyrir ofan Val sem er í fallsæti. Seth Le Day spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík og hann lofar góðu. Bandaríkjamaðurinn skoraði 23 stig og tók 10 fráköst. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði einnig 23 stig. Lyk- ilmenn Fjölnis náðu sér ekki almenni- lega á strik og skoraði enginn meira en 13 stig hjá gestunum. Grindvíkingar vona að leikurinn sé merki um það sem koma skal eftir fimm tapleiki í röð í deildinni. Fjöln- ismenn eru átta stigum frá öruggu sæti þegar aðeins sex umferðir eru eftir. Fjölnir er aðeins með einn sigur til þessa og þarf ansi margt að breyt- ast til að liðið fari ekki beint aftur nið- ur í 1. deildina. Stjörnumenn í kjörstöðu  Kærkominn sigur Grindvíkinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjarna Nikolas Tomsick skýtur yfir Loga Gunnarsson í Garðabænum. 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Holland AZ Alkmaar – Waalwijk ......................... 4:0  Albert Guðmundsson hjá AZ er frá keppni vegna meiðsla. B-deild: Excelsior – Breda .................................... 2:2  Elías Már Ómarsson lék fyrstu 84 mín- úturnar með Excelsior. Frakkland B-deild: Troyes – Grenoble................................... 1:2  Kristófer Ingi Kristinsson lék síðustu 17 mínúturnar með Grenoble. England B-deild: Cardiff – Reading..................................... 1:1 Derby – Stoke........................................... 4:0  Olísdeild kvenna HK – Stjarnan ...................................... 32:28 Staðan: Fram 13 12 0 1 409:274 24 Valur 13 10 1 2 366:266 21 Stjarnan 14 6 3 5 349:340 15 HK 14 6 2 6 380:389 14 Haukar 13 5 2 6 283:314 12 ÍBV 13 4 2 7 286:311 10 KA/Þór 13 5 0 8 297:365 10 Afturelding 13 0 0 13 248:359 0 Grill 66 deild kvenna Grótta – Víkingur ................................. 27:24 Staða efstu liða: Fram U 14 14 0 0 470:326 28 FH 14 11 1 2 395:308 23 Selfoss 14 10 2 2 332:293 22 Grótta 15 10 1 4 382:359 21 ÍR 14 8 1 5 371:348 17 Valur U 15 7 1 7 412:398 15 Grill 66 deild karla Grótta – Víkingur ................................. 25:26 Staða efstu liða: Þór Ak. 10 8 2 0 307:264 18 Valur U 11 8 1 2 332:305 17 Grótta 11 7 0 4 318:309 14 Haukar U 10 6 1 3 294:262 13 Þróttur 11 4 2 5 325:315 10 FH U 11 4 1 6 315:329 9 Þýskaland Leverkusen – Thüringer .................... 34:25  Hildigunnur Einarsdóttir var ekki í leik- mannahópi Leverkusen. B-deild: Gummersbach – Lübeck-Schwartau 27:12  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 2 mörk fyrir Lübeck-Schwartau. Danmörk Bjerringbro/Silkeborg – Fredericia 33:29  Þráinn Orri Jónsson skoraði 1 mark fyr- ir Bjerringbro/Silkeborg. Kolding – Tvis Holstebro ................... 22:25  Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj- ólfsson komust ekki á blað hjá Kolding. Frakkland Chambray – Bourg-de-Péage............ 21:22  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði 5 mörk fyrir Bourg-de-Péage. Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: GFCA – París SG ................................. 25:39  Guðjón Valur Sigurðsson lék með PSG sem er komið í 8-liða úrslit.   Dominos-deild karla Stjarnan – Njarðvík ............................. 89:84 Grindavík – Fjölnir............................... 91:75 Staðan: Stjarnan 16 14 2 1460:1302 28 Keflavík 16 12 4 1425:1293 24 Tindastóll 16 10 6 1403:1336 20 KR 16 10 6 1387:1341 20 Haukar 16 10 6 1430:1366 20 Njarðvík 16 9 7 1364:1239 18 ÍR 16 8 8 1351:1436 16 Þór Þ. 16 6 10 1280:1314 12 Grindavik 16 6 10 1346:1415 12 Þór Ak. 16 5 11 1371:1523 10 Valur 16 5 11 1278:1389 10 Fjölnir 16 1 15 1354:1495 2 1. deild karla Sindri – Skallagrímur .......................... 91:73 Staðan: Höttur 16 14 2 1376:1199 28 Breiðablik 15 13 2 1529:1257 26 Hamar 15 13 2 1472:1307 26 Álftanes 16 8 8 1366:1395 16 Vestri 14 7 7 1231:1140 14 Selfoss 14 5 9 1076:1126 10 Sindri 13 2 11 1055:1181 4 Snæfell 15 2 13 1200:1481 4 Skallagrimur 14 2 12 1136:1355 4 NBA-deildin Cleveland – Toronto......................... 109:115 Washington – Charlotte................... 121:107 Atlanta – Philadelphia ..................... 127:117 Boston – Golden State...................... 119:104 Denver – Utah .................................. 106:100 LA Clippers – Sacramento .............. 103:124   Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með Burnley gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun vegna meiðsla í læri. Jó- hann varð fyrir meiðslunum í bik- arleik gegn Peterborough í byrjun árs. Í fyrstu var talið að þau væru ekki alvarleg og Jóhann yrði klár í slaginn í næstu leiki. Nú er hins vegar kominn tæpur mánuður síð- an Jóhann meiddist og leikurinn á morgun er sá fimmti sem hann missir af. Hann fær síðan tvær vik- ur til að verða klár fyrir næsta leik Burnley sem er 15. febrúar. Jóhann missir af einum leik enn Ljósmynd/Burnley Burnley Jóhann Berg Guðmunds- son er óheppinn með meiðsli. Bourg-De-Péage vann dýrmætan 22:21-sigur á Chambray á útivelli í frönsku A-deildinni í handbolta í gærkvöld. Með sigrinum fjarlægð- ist Bourg-De-Péage fallsætin. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti góðan leik fyrir Bourg-De Péage og var markahæst með fimm mörk. Hrafnhildur hefur leikið vel með liðinu á sínu fyrsta ári sem at- vinnumaður erlendis. Bourg-de-Péage er í sjöunda sæti af tólf í frönsku A-deildinni með 30 stig, tveimur stigum fyrir ofan fall- umspil. Atkvæðamest í dýrmætum sigri Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frakkland Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er að gera góða hluti. HK er komið upp í fjórða sæti Ol- ísdeildar kvenna í handbolta eftir 32:28-sigur á Stjörnunni á heima- velli í fyrsta leik 14. umferðarinnar í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 16:12. Tókst Stjörnunni að minnka muninn í eitt mark skömmu fyrir leikslok, 29:28. HK skoraði hins vegar þrjú síðustu mörkin og tryggði sér sigur. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti afar góðan leik fyrir HK og skoraði tíu mörk úr ell- efu skotum. Valgerður Ýr Þor- steinsdóttir bætti við sjö mörkum. Stefanía Theodórsdóttir skoraði átta fyrir Stjörnuna. Stjarnan er í þriðja sæti með 15 stig og HK í fjórða sæti með einu stigi minna. Fjögur efstu sætin gefa þátt- tökurétt í úrslitakeppninni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjö Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skorar eitt sjö marka sinna í gær. HK í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni Körfuknattleiksdeild Tindastóls gerði í gær nýja tveggja ára samninga við sex leikmenn meistaraflokks karla, sem og Jen Bezica, aðstoðarþjálfara liðsins. Axel Kárason, Hannes Ingi Másson, Helgi Rafn Viggósson, Jaka Brodnik, Pétur Rúnar Birgisson og Við- ar Ágústsson gerðu allir nýja samninga sem gilda til árs- ins 2022. Helgi Rafn, Pétur Rúnar, Hannes Ingi og Viðar hafa leikið með Tindastóli allan sinn feril. Axel, sem er uppal- inn hjá Tindastóli, á eitt tímabil með Skallagrími og þá lék hann í sjö ár í Danmörku. Brodnik kom til félagsins frá Þór Þorlákshöfn fyrir tímabilið, eins og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls. Brodnik hefur tekið flest fráköst hjá Tindastóli á tímabilinu eða 7,4 að meðaltali í leik. Pétur Rúnar hefur gefið flestar stoðsendingar, 4,1 að með- altali. Tindastóll er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, eins og KR og Haukar. Þá er liðið komið í undanúrslit Geysisbikarsins. Penninn á lofti á Króknum Pétur Rúnar Birgisson Nígerski knattspyrnumaðurinn Odion Ighalo leikur með Manchester United út leiktíðina hið minnsta. Enska fé- lagið fær hann að láni frá Shanghai Shenhua í Kína þar sem hann hefur skorað tíu mörk í sautján leikjum á tíma- bilinu. Ighalo hefur leikið í Kína frá árinu 2017 en þar á undan skoraði hann 33 mörk í 82 leikjum með Watford í ensku úrvalsdeildinni. Marcus Rashford er að glíma við meiðsli og eru fáir sóknarmenn til taks hjá United, því var leitað til Ighalo. Einn Íslendingur skipti um félag í gærkvöldi. Mosfell- ingurinn Ísak Snær Þorvaldsson var lánaður til Fleetwo- od í C-deildinni frá Norwich. Lánssamningurinn gildir til loka leiktíðarinnar. Hinn 18 ára gamli Ísak Snær hefur leikið mjög vel með varaliði Norwich á leiktíðinni og skorað eitt mark í 13 leikjum. Hinn skrautlegi Joey Barton er knattspyrnustjóri Norwich. Fleiri fréttir af loka- degi félagsskiptagluggans má nálgast á mbl.is/sport. Óvænt orðinn leikmaður United Odion Ighalo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.