Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða að því. Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi, góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja. Ferðaskrifstofa eldri borgara verður með sérferð fyrir eldri borgara til Færeyja dagana 25. – 29. maí. Flogið verður með Atlantic Airways og gist á glænýju Hotel Brandan 4*. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson. Dagskrá: Flogið frá Keflavík kl. 15.40 og lent í Færeyjum kl. 18.05 að staðartíma. Gist verður í 4 nætur á nýju glæsilegu Hotel Brandan 4*. Skoðunarferðir verða víða um eyjarnar þ.m.t. til Klakksvíkur, Fuglafjarðar, Gásadals, Miðvogs og Kirkjubæjar. Íslensk leiðsögn. Morgunverður innifalinn og kvöldverður 3 kvöld. Heimsókn í Norðulandahúsið og á Listasafn Færeyja ásamt fleiri dagskrárliðum. Flogið heim til Íslands að morgni 29. maí. *Aukagjald fyrir gistingu í einbýli: 12.000 kr. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.hotelbokanir.is. Ferðaskrifstofa eldri borgara Niko ehf | Austurvegi 3 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 FÆREYJAR með flugi 25. – 29. maí Sérferð fyrir eldri borgara Mikil upplifun Verð 167.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli* Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Sigurður Guttormsson banka-starfsmaður, sem fæddist1906, var merkilegur maður.Hann var með ríka réttlæt- iskennd og líkaði illa hvað fátækir Ís- lendingar bjuggu í hræðilegu hús- næði. Hann tók ljósmyndir frá 1930 til 1945 af kofaræksnum sem fólk bjó í og fór með myndirnar til ASÍ og gaf þeim þær, með þeim orðum að Al- þýðusambandið yrði að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur en hún hélt erindi á Borgarbókasafninu í lið- inni viku þar sem hún sagði frá nýj- um rannsóknum á híbýlum þeirra fá- tækustu á Íslandi á ofanverðri 20. öld. Hún beindi sjónum sérstaklega að gagnmerku safni ljósmynda Sig- urðar sem er birt í nýútkominni bók í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar al- þýðumenningar. Bókin nefnist Hí- býli fátæktar – húsnæði og ver- aldleg gæði fólks á 19. öld og fram á 20. öld. Sólveig er einn þriggja höf- unda bókarinnar og segir að við það að skoða þessar myndir hafi hún velt fyrir sér hvað geri hús að húsaskjóli. „Ég skoðaði húsakost fátæks fólks um aldamótin 1900 í Hafnarfirði og vann m.a. upp úr fasteignamati, húsamælingum og lýsingum. Í mann- talinu frá 1901 í Hafnarfirði voru stundum svo margir skráðir til heim- ilis í fáum fermetrum að maður veltir fyrir sér hvernig fólk svaf. Kannski skiptist það á, því það var engin leið að allir kæmust fyrir í einu, jafnvel þótt maður setti þrjár manneskjur í hvert rúmstæði inni. Ég skoðaði líka fundargerðir hreppsnefndar og í því finnast til dæmis svokallaðar að- sjónir, en það er þegar fólk er komið á þann stað að það getur ekki séð fyr- ir sér og sínum og leitar sjálft til hreppsnefndar. Þá voru skipaðir menn til að fara heim til viðkomandi og athuga hvað hann eða hún ætti. Dæmi er um konu í Hafnarfirði sem var ein með þrjú börn því maðurinn hennar var farinn frá henni, og hún bjó inni á öðrum fjölskyldum. Hennar eina skráða eign var hálft kíló af hafragrjónum og fáeinar kartöflur. Ekki voru rúmföt í rúmstæðunum fyrir börnin. Þetta voru hræðilegar aðstæður sem fólk bjó við.“ Konur stóðu þétt saman Sólveig nefnir fleiri dæmi um heimili þar sem húsakostur var held- ur dapur. „Ég fann lýsingu á litlu gisnu timburhúsi sem náði ekki að vera mannhæðarhátt undir mæni, svo enginn hefur getað staðið þar inni óboginn. Í fasteignamati stendur að klæðningin hafi verið ein járnplata höfð áveðurs. Þetta er harkaleg áminning fyrir þá sem vilja sveipa þennan tíma ljóma, því fátækt fólk bjó við skelfilegar aðstæður. Minn ásetningur er að vekja athygli á hvernig líf þessa fólks var í raun og veru. Þegar nútímafólk hugsar um líf alþýðufólks í fortíðinni bregður stundum fyrir fortíðarglýju, fólk vill slá rómantískum blæ á hið einfalda líf, sem var til komið af því að fólk átti ekkert. Margir halda að fólk hafi ver- ið óskaplega sátt í eigin skinni, en það er augljóst að hjá þeim fátækustu þurfti lítið að gerast til að þeir vesl- Ekkert róm- antískt að búa í kofaræksni „Minn ásetningur er að vekja athygli á hvernig líf þessa fólks var í raun og veru. Þegar nútímafólk hugsar um líf alþýðufólks í fortíðinni bregður stundum fyrir fortíðarglýju; fólk vill slá rómantískum blæ á hið ein- falda líf sem var til komið af því að fólk átti ekkert.“ Sólveig Ólafsdóttir Ljósmynd/Sigurður Guttormsson Heimili Tvær konur og barn utan við heimili sem enginn Íslendingur gæti sætt sig við í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.