Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Þó að ein umferð sé eftir hef-ur Sigurbjörn Björnssontryggt sér sigur á Skák-þingi Reykjavíkur 2020. Frammistaða Sigurbjörns er einkar glæsileg því hann hefur unnið allar skákir sínar, átta talsins, og m.a. unnið Guðmund Kjartansson, Davíð Kjartansson og Vigni Vatnar Stefánsson. Guðmundur er einn í 2. sæti með 6½ vinning, Vignir Vatnar er í þriðja sæti með 6 vinninga og síðan koma fimm skákmenn með 5½ vinning. Fyrir fram mátti búast við baráttu ofangreindra skákmanna um efsta sætið en eins og mótið þróaðist varð viðureign Sigurbjörns og Guð- mundar úrslitaskák mótsins. Sigur- björn nýtti vel þau færi sem gáfust í byrjun tafls og vann eftir mikla bar- áttu. Guðmundur gat varist betur, en kóngsstaða hans var afar viðkvæm langtímum saman og það tókst Sigurbirni að lokum að notfæra sér: Skákþing Reykjavíkur 2020; 5. umferð: Sigurbjörn Björnsson – Guðmundur Kjartansson Fjögurra riddara tafl 1.e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Bd6 Óvenjulegur leikur sem hefur not- ið talsverðra vinsælda undanfarið. 5. 0-0 0-0 6. d3 Re7 7. d4 Rg6 8. dxe5 Rxe5 9. Rxe5 Bxe5 10. Bd3 He8 11. Bg5 c6 12. Kh1 Dc7? Þessi leikur kemur of snemma. Nákvæmast var 12. ... h6. 13. f4 Bxc3 14. e5! Skemmtilegur millileikur sem set- ur svartan í mikinn vanda. 14. ... Bxe5 15. fxe5 Dxe5 16. Bxf6 Nákvæmara var 16. Hf5!, t.d. 16. ... Dxb2 17. Hb1 og nú á drottningin ekki d4-reitinn vegna 18. Hxf6 gxf6 19. Bxh7+ og vinnur. 16. ... gxf6?! 17. Hf5 Dxb2 18. Hb1 Dd4 19. Dh5 d5 20. Hf3 f5 21. Hh3 Kf8?! 21. ... Df6! gefur svarti síst lakari möguleika. 22. Dh5+ Ke7? Og enn var betri vörn falin í drottningarleik til g7. 23. He3+ Be6 24. c3 Da4 25. Bxf5? 25. Hxb7+ Kd6 26. He1! vinnur létt. 25. ... Kd6 26. Hbe1 Kc7? 26. ... Had8! hefði tryggt varnir svarts. 27. Bxe6 Hxe6 28. Hxe6 fxe6 29. Dg7+ Kd6 30. De5+ Kc5 31. De3+ Kb5 32. De2+ Dc4? Eftir 32. ... Ka5 er staða svarts ekki verri. Nú snýr Sigurbjörn tafl- inu aftur við. 33. Db2+! Ka5 Ekki 33. ... Ka6 34. Da3+! og 35. Hb1+ sem vinnur. 34. Dxb7 Hg8 35. Hb1 Dc5 36. Dc7+ Ka6 37. Db7+ Ka5 38. Dc7+ Ka6 39. Df7 Hf8 40. Db7+ Ka5 41. Dc7+ Ka4 42. Dxh7 Hf2 43. Dh4+ Ka5 44. h3 e5? Svartur gat enn varist með 44. ... Hc2 en nú gerir Sigurbjörn út um taflið. 45. Dd8+ Ka4 46. Dc8 a5 47. Dg4+! Dc4 48. Dd1+! Ka3 49. Hb3+ Ka4 50. Hb4+ Ka3 51. Da4 mát. Mögnuð barátta efstu manna. Caruana sigraði í Wijk aan Zee Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana varð langefstur á hinu ár- lega skákmóti í Wijk aan Zee í Hol- landi sem lauk um síðustu helgi. Hann vann fjórar síðustu skákir sín- ar og hin harða keppni um efsta sæt- ið sem virtist í uppsiglingu milli hans og Magnúsar Carlsen, sem varð í 2. sæti, fjaraði út. Caruana hlaut 10 vinninga af 13 og varð tveim vinn- ingum fyrir ofan Magnús, sem lenti í 2. sæti og hefur nú teflt 120 skákir í röð án þess að tapa. Ingvar Þór efstur á MótX mótinu Ingvar Þ. Jóhannesson skaust í efsta sæti á MótX mótinu þar sem teflt er einu sinni í viku í Stúkunni á Kópavogsvelli. Í fjórðu umferð vann hann Hjörvar Stein Grétarsson og er því einn efstur með 3½ vinning. Hann tekur aðra yfirsetu sína í fimmtu umferð en næstir á eftir hon- um koma Hjörvar Steinn, Guð- mundur Kjartansson og Dagur Ragnarsson, allir með 3 vinninga. Sigurbjörn Björnsson sigurvegari Skák- þings Reykjavíkur Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Fullt hús Sigurbjörn hefur tryggt sér sigur á Skákþingi Reykjavíkur. Niðurstöður þjón- ustukönnunar Gallup sem gerð var í kringum síðastliðin áramót gefa glöggt til kynna að íbú- ar Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn og þá þjónustu sem bæjarfélagið veitir. Ánægjan hefur aukist umtalsvert milli ára í öllum þeim 13 þjón- ustuþáttum sem mæld- ir eru, þar af marktæk hækkun á 12. Þetta sýnir okkur að þau fjöl- breyttu verkefni og markvissu fram- kvæmdir sem við, bæjarfulltrúar og starfsfólk Hafnar- fjarðarbæjar, höfum unnið að síðustu árin eru farin að skila sér í mati og viðhorfi íbúa. Það á jafnt við meðal þeirra sem eru að nýta þjónustuna og þeirra sem upplifa hana í gegnum þriðja aðila. Barnafjölskyldur aldrei verið ánægðari Nú í ár erum við að upplifa mestu ánægju frá upphafi Gallup-mæling- anna með þjónustu við barna- fjölskyldur, þjónustu leikskóla og þjónustu við fatlað fólk auk þess sem þættir eins og þjónusta grunnskóla, gæði umhverfis, sorphirða og menn- ingarmál eru nú á pari við hæstu gildi frá upphafi. Hafnarfjarðarbær er leiðandi sveitarfélag sem hefur kjark til að taka þátt í spennandi tilrauna- verkefnum sem eru til þess fallin að efla okkar þjónustu, samræma að- ferðir og laga ferla. Þessi framsýni og löngun í gegnsærri, áreiðanlegri og snjallari þjónustu er að skila árangri. Þróunarverkefnið Brúin og tilrauna- verkefnið Þorpið eru nærtæk dæmi sem bæði snúa að vel- ferð og eflingu hafn- firskra barna, ung- menna og fjölskyldna þeirra. Starfsumhverfi leik- og grunnskóla- kennara og nemenda á báðum skólastigum hef- ur verið í endurskoðun og sífellt er verið að leita leiða til að bæta líð- an og árangur nemenda á báðum skólastigum. Innritunaraldur leik- skólabarna hefur markvisst verið lækk- aður, vistunargjöld ekki hækkað í sjö ár, systkinaafslættir auknir, útsvar og fast- eignagjöld lækkað, frí- stundaakstur efldur, frístundastyrkir aukn- ir og svo mætti áfram telja. Á réttri vegferð Á síðastliðnu ári var nýtt ungmennahús opnað, nýtt hjúkrunar- heimili á Sólvangi, nýr leikskóli í Skarðshlíð, nýir búsetu- kjarnar fyrir fatlað fólk og nýjar leiguíbúðir fyrir tekjulægri hafa risið í Skarðshlíð. Lífsgæðasetur St. Jó var opnað eftir endurbætur auk þess sem heilsu- og íþróttabærinn Hafnar- fjörður hefur sannarlega stimplað sig inn með auknu samstarfi, innleiðingu heilsueflandi hugmynda, fræðslu og viðburðum. Þessi jákvæða útkoma í þjónustukönnun Gallup gefur okkur byr undir báða vængi. Við erum greinilega á réttri vegferð en vitum á sama tíma að mörg tækifæri til úr- bóta blasa við. Þegar er hafin vinna við að greina þá möguleika, meðal annars með skipulags- og áherslu- breytingum, heildarstefnumótun og smærri og stærri verkefnum sem öll hafa áhrif. Mesta ánægja í Hafnarfirði frá upp- hafi mælinga Gallup Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Íbúar Hafnar- fjarðar eru ánægðir með bæinn sinn og þá þjónustu sem bæjarfélagið veitir. Ánægjan hefur aukist um- talsvert milli ára Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Áslaug Ágústsdóttir fæddist 1. febrúar 1893 á Ísafirði. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Teitsdóttir og Ágúst Benediktsson verslunarstjóri. Áslaug ólst upp á Ísafirði en missti föður sinn 1901. Hún fluttist til Reykjavíkur 1911 og fór sama ár í fyrsta sinn í KFUM-húsið. Það var upphaf sjötíu ára starfs hennar í KFUK. Hún sat í stjórn félags- ins frá 1916, fyrst sem ritari, þá varaformaður og 1938 til 1964 var hún formaður. Hún tók virkan þátt í tónlistarlífi KFUM og K og annaðist undir- leik á samkomum. Eiginmaður Áslaugar var Bjarni Jónsson, f. 1881, d. 1965, dómkirkjuprestur. Þau gengu í hjónaband 15.7. 1913 og eign- uðust þrjú börn. Þau bjuggu á Lækjargötu 12b, og bjó hún þar áfram eftir lát manns síns, en húsið brann 1967 og missti Áslaug verðmætar eigur sínar. Hún flutti þá á Hjarðarhagann. Áslaug tók virkan þátt í kirkjustarfinu með manni sín- um og hélt því áfram eftir lát hans. Bjarni hafði verið fang- elsisprestur í Hegningarhúsinu alla og hélt Áslaug áfram að að- stoða við helgidagsguðsþjón- ustur þar. Hún lék á píanó við barnaguðsþjónustur í Nes- kirkju allt til ársins 1981. Áslaug lést 7. febrúar 1982. Merkir Íslendingar Áslaug Ágústsdóttir Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is Falleg tveggja herbergja íbúð með sérinngangi, stórum palli og stæði í bílageymslu. Eitt svefn- herbergi, stofa eldhús og borðstofa í opnu rými. Gengið út á pall úr stofu. Baðherbergið e flísalagt, sturta í baðkari. Þvottaherbergi innan íbúðar. Innihurðir og innréttingar eru úr mahogany. Í bílakjallara er sér stæði og lítil geymsla við bílastæðið. Í kjallara er sameiginle dekkjageymsla og fundarherbergi húsfélagsins. Hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð. Stutt í skóla og leikskóla. Fallegt og gróið umhverfi. ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Berjarimi 28, 112 Reykjavík Opið hús mánudaginn 3. feb. kl. 17.00-17.30 Verð 35,9 m. Stærð 66 m2 Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is r g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.