Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 STARFSMANNAMÁL OG KJARASAMNINGAR FRÆÐSLUFUNDIR SA 2020 Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað. Fundað verður um allt land. Meðal þess sem verður fjallað um: • Ráðning starfsmanna • Helstu réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda • Vinnutímastytting Lífskjarasamningsins 2019-2022 • Uppsagnir og starfslok • Orlofsréttur • Veikindi og vinnuslys Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna. Fundirnir eru opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA. Vinsamlegast skráið þátttöku á www.sa.is. Sjá nánar á www.sa.is Reykjanesbær Þriðjudagur 4. febrúar kl. 9.00-12.30 Borgarnes Fimmtudagur 6. febrúar kl. 12.30-16.00 Akureyri Fimmtudagur 13. febrúar kl. 10.00-13.30 Sauðárkrókur Föstudagur 14. febrúar kl. 10.00-13.30 Reykjavík Þriðjudagur 18. febrúar kl. 9.00-12.30 Ísafjörður Fimmtudagur 20. febrúar kl. 12.00-15.30 Selfoss Fimmtudagur 5. mars kl. 12.30-16.00 Vestmannaeyjar Miðvikudagur 11. mars kl. 9.00-12.30 Egilsstaðir Fimmtudagur 12. mars kl. 12.30-16.00 Höfn í Hornafirði Miðvikudagur 18. mars kl. 12.30-16.00 HRÍSEY PATREKSFJÖRÐUR ÓLAFSVÍK GRUNDARFJÖRÐUR STYKKISHÓLMUR HÓLMAVÍK SKAGASTRÖND STÓRUTJARNIR VATNAJÖKULL HOFSJÖKULL LA NG JÖ KU LL MÝRDALSJÖKULL SNÆFELLSJÖKULL EYJAFJALLAJÖKULL KÓPASKER RAUFARHÖFN ÞÓRSHÖFN VOPNAFJÖRÐUR DJÚPIVOGUR KIRKJUBÆJARKLAUSTUR VÍK Í MÝRDAL HVOLSVÖLLUR HELLA ÞORLÁKSHÖFN SELFOSS HVERAGERÐI BÚÐARDALUR BLÖNDUÓS SAUÐÁRKRÓKUR SIGLUFJÖRÐUR ÓLAFSFJÖRÐUR DALVÍK AKUREYRI HÚSAVÍK NESKAUPSTAÐUR EGILSSTAÐIR REYÐARFJÖRÐUR ESKIFJÖRÐUR HÖFN VESTMANNAEYJAR HEIMAEY GRINDAVÍK REYKJANESBÆR BORGARNES REYKJAVÍK AKRANES BOLUNGARVÍK SÚÐAVÍK ÍSAFJÖRÐUR SEYÐISFJÖRÐUR FLATEYRI ÞINGEYRI HVAMMSTANGI STÖÐVARFJÖRÐUR Látrabjarg Hornbjarg Brjánslækur Drangjökull SKÓGAR Þingvellir Kjölur Hve rave llir Sp ren gis an du r Dyrhólaey Grímsvötn Ör æfa jök ull Skaftafell Ingólfshöfði Hvannadalshnjúkur Bárðarbunga K ve rkf jöl l Torfajökull ÞórisvatnFlúðir Geysir Hekla Gullfoss Tungnafellsjökull Askja Herðubreið Snæfell Laki EIÐAR Mývatn Fontur Ásb yrgi Varmahlíð Reykholt Hallormsstaður ÍKÍ LAUGARVATN ML LAUGARVATN uðust upp úr hungri og kulda. Þarna erum við enn í vistarbandinu og vinnuhjúum bannað að giftast, en til að fá að giftast þurfti fólk að vera skuldlaust við hreppinn. Þetta varð til þess að meira var um óvígða sambúð, sem var mjög erfið. Kona sem ég las um hafði búið með sínum manni ára- tugum saman, en hún fékk ekki að vera eiginkona hans heldur ráðskona. Þegar hann dó varð hún að kaupa hjónasængina þeirra úr dánarbús- uppboðinu. Ef maðurinn dó á undan höfðu konurnar töluvert mörg úrræði, sérstaklega þarna í Hafnarfirði, þar verður til samfélag ekkna, því annar hver maður drukknaði á sjó. Ef kona aftur á móti veiktist eða dó frá manni með fullt hús af börnum blasti algjör úrræðaskortur við heimilinu, mað- urinn komst ekki að heiman til að vinna vegna barnanna. Maður sér að þetta gengur ofboðslega nærri mönn- um, konur stóðu meira saman og hjálpuðu hver annarri. Þær tóku að sér niðursetninga frá hreppnum, há- aldrað fólk eða ung börn, og höfðu í horninu hjá sér, og þær fengu eitt- hvað borgað með því fólki. Konur bjuggu líka saman í einhvern tíma á meðan sárasta sorg vinkvenna stóð yfir eða vertíð. Oft var hjúkrun hlut- skipti kvenna sem voru að reyna að finna sér eitthvað til að sjá sér og sín- um farborða.“ Byrjaði búskap í hraungjótu Sólveig segir að bæjarstæðið Hafnarfjörður sé fallegt í huga okkar sem lifum í vellystingum núna, en það hafi verið rosalega harðneskjulegt fyrir það fólk sem ætlaði að koma sér fyrir í hrauninu. „Dæmi voru um fólk sem kom sér fyrir í hraungjótum sem húsa- skjóli. Skráð er frásögn af konu í bók- inni okkar sem byrjaði sinn búskap í hraungjótu í Hafnarfirði. Maður sér hvernig bæjarstæðið var um aldamót- in 1900; þessir hraunbollar hafa verið nýttir til að koma þar einhvers konar mannabústöðum fyrir, eitthvað var sett til að búa til þak eða skjól,“ segir Sólveig sem ákvað að láta sig detta niður í Hafnarfjörð árið 1902 og horfa og skoða með augum þess sem ekki þekkir neitt til. „Ég er núna að skrifa doktors- ritgerð um líkamlega og andlega fatl- að fólk í fortíðinni, áður en hugtakið fötlun varð til, og ég nota bæði í þeirri rannsókn og í híbýlarannsókninni opinberar samtímaheimildir til dæmis frá hreppsnefndum, sýslumanni eða presti, því auðvitað var það meira vaktað en aðrir fátæka fólkið og fatl- aða sem hið opinbera átti von á að kæmi í þeirra umsjá. Maður veit fyrir vikið meira um þetta fólk og aðstæður þess.“ Afneitunin og skömmin Sólveig segir að fyrrnefndur Sig- urður Guttormsson hafi líka tekið myndir á ferðum sínum um sveitir landsins og þar sjáist þróun torfbæj- anna vel. „Byggt var við torfbæina, timburþil, timburbíslag eða stein- tröppur. Ákveðnir aðilar innan og ut- an akademíunnar halda því fram að það vitlausasta sem við höfum gert hafi verið að fara úr torfbæjunum, af því steinbæirnir voru svo kaldir og timburhúsin gisin, en við sjáum á myndum Sigurðar að tímabilið frá 1930 til 1945, áður en við hoppum með einu heljarhoppi beint inn í nútímann með seinni heimsstyrjöldinni, þá er verið að nýta allt sem mögulega er hægt að nýta. Kannski einn gluggi á torfbæinn, tjörupappi á timburþil, ein bárujárnsplata og svo framvegis. Það er ekki verið að taka niður það sem fyrir er, gömlu baðstofuna eða annað, heldur er allt nýtt í þaula til að bæta. Það var ekki verið að taka myndir af þessu því eftir stríð sneri fólk alfarið baki við þessari fortíð okkar. Við för- um í brjálæðislega afneitun og fólk hafði skömm á torfbæjunum, tengdi þá við fátækt og basl. Svo fáum við braggafordæminguna yfir okkur eftir stríð, en þá átti fátækt fólk kost á því að flytja í bragga. Þá kemur smánar- bletturinn; talað um braggalykt, kofa- fýlu, rottugang og fleira. Ef fólk var heppið fékk það tréfjalirnar utan af bílum sem fluttir voru til landsins í trékössum og nýtti til húsbygginga. Toppurinn var að ná í húsbygging- arefni úr píanókassa.“ Ljósmynd/Sigurður Guttormsson Kofaræksni Hér má sjá tvö dæmi um heldur dapurlega mannabústaði úr safni Sigurðar Guttormssonar, sannarlega kofaræksni. Ljósmynd/Sigurður Guttormsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.