Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 48
Útsala Lokadagar afsláttur af öllum vörum 50% Kór Langholtskirkju flytur Nátt- söngva eftir Sergej Rakhmanínov undir stjórn Magnúsar Ragnars- sonar í Langholtskirkju í dag kl. 16. Verkið telst eitt glæsilegasta tón- verk rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar. Það er samið fyrir fjögurra til ellefu radda kór án undirleiks og skiptist í fimmtán kafla. Það tekur um klukkutíma í flutningi og er ókeypis inn á tónleikana. Flytja Náttsöngva Rakhmanínovs í dag LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 32. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Daníel Freyr Andrésson, markvörð- ur Vals í Olísdeild karla í handknatt- leik, er á leið til Svíþjóðar í sumar. Hann hefur samið við Guif í Eskils- tuna um að leika með liðinu á næsta tímabili. „Þetta kom inn á borð til mín fyrir nokkrum vikum,“ segir Daníel meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag en hann leikur með Val fram á vorið. »41 Daníel Freyr heldur aftur til Svíþjóðar ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nemendur sem voru í Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi fyrir um hálfri öld hafa ákveðið að dusta rykið af minningunum og boða til dansleiks í Félagsheimili Seltjarnarness laugar- daginn 8. febrúar. „Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sérstakt ball fyrir nemendur í tilteknum árgöngum skólans, en margir hafa líklega ekki sést í yfir 50 ár,“ segir Margrét Guðnadóttir. Hún er í undirbúnings- nefnd skemmtunarinnar ásamt Ernu Jóhannsdóttur og Meyvant Þórólfs- syni. Nemendur einstakra bekkja hafa áður komið saman eins og gengur en þetta er í fyrsta sinn sem dans- skemmtun er skipulögð fyrir ár- ganga skólans og er miðað við nem- endur sem fæddust 1948-1957. „Meyvant átti hugmyndina og þegar ég tók vel í hana og fékk sauma- klúbbinn minn til liðs við okkur fór boltinn að rúlla,“ segir Margrét um undirbúninginn, sem hófst í haust. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og það er augljóst að fólki finnst spennandi að hitta fyrrverandi bekkjar- og skólafélaga.“ Mikil breyting Þegar þessir krakkar voru í skól- anum voru fáir íbúar á Seltjarnar- nesi. „Mýrarhúsaskóli var fámennur sveitaskóli og margir áttu heima í húsum sem hétu eitthvað,“ segir Margrét. „Ég átti heima á Sólbergi, Meysi á Eiði, vinkona mín á Ökrum og önnur í Sindra. Mörg heimilin, sér í lagi austan Valhúsahæðar, voru eins og bæir í sveit og nemendur gjarnan nefndir eftir húsum sínum.“ Hún bætir við að Seltjarnarnes hafi breyst mikið, en eftir standi að fáir hafi verið í hverjum árgangi og því hafi þau ákveðið að halda sameigin- legt ball fyrir tíu árganga. „Við feng- um fulltrúa í hverjum árgangi til þess að vera tengiliðir við bekkina og ekki veitti af því fólk hefur dreifst víða á löngum tíma.“ Smáréttir verða innifaldir í að- göngumiðanum og hljómsveitin Bít- ilbræður leikur fyrir dansi en hana skipa Guðjón B. Hilmarsson á trommur, Þórólfur Guðnason á bassa, Ársæll Másson á gítar, Mey- vant Þórólfsson á gítar og Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari. Helga M. Steinsson, sem einnig var nem- andi við skólann, kemur austan frá Neskaupstað til þess að syngja með bandinu. Margrét segir að fulltrúar hvers árgangs muni segja sögur frá sínum bekk eða árgangi og síðast en ekki síst verði gleðin í fyrirrúmi. Húsið verður opnað klukkan 19.15 og skemmtunin hefst með fordrykk stundarfjórðungi síðar. Skráning og upplýsingar um miðasöluna eru á heimasíðunni ernaej.com, en undir- búningsnefndin (ernaej@gmail.com, margretgu@internet.is og mey- vantth@gmail.com) veitir allar frek- ari upplýsingar. Tímamótaskemmtun á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/RAX Nefndin Erna Jóhannsdóttir, Meyvant Þórólfsson og Margrét Guðnadóttir.  Fyrsti árgangadansleikur Mýrarhúsaskóla handan við hornið Ljósmynd/Lilja Ársælsdóttir Bítilbræður Helga M. Steinsson, Meyvant Þórólfsson, Ársæll Másson, Guðjón B. Hilmarsson, Sveinn Guðjónsson og Þórólfur Guðnason, Mýrarhúsaskóla. Boðið er upp á þrenna tónleika í Kaldalóni Hörpu í dag fyrir börn á tónlistarhátíðinni Myrkrabörnum sem haldin er samhliða Myrkum músíkdögum. Klukkan 14 flytja Aurora og eldri stúlkurnar í Stúlknakór Reykjavíkur tónlist eftir m.a. Jórunni Viðar og Hildi Guðna- dóttur. Klukkan 15 stiklar Tinna Þorsteinsdóttir á stóru og smáu í dótapíanótónlistarsög- unni. Klukkan 16 bregða Hallveig Rún- arsdóttir sópran, Jón Svavar Jósefsson barítón og Hrönn Þráinsdóttir pí- anóleikari á leik. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika. Myrkrabörn með þrenna tónleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.