Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Alþjóðlega samsýningin Línur verður opnuð á fjórðu hæð Lista- safnsins á Akureyri í dag kl. 15. Á henni koma saman átta myndlist- armenn frá sex löndum og fjórum heimsálfum. Listamennirnir eru Þjóðverjarnir Almuth Baumfalk og Kristine Schnappenburg, Armando Gomez frá Mexíkó, Japanarnir Hiro Egami og Miyuki Kido, Rym Karoui frá Túnis, Saulius Valius frá Litáen og Lap Yip frá Hong Kong. Sýningarstjóri er hins vegar ís- lenskur, Mireya Samper, en hún á að baki farsælan feril sem mynd- listarmaður og er auk þess stofn- andi og listrænn stjórnandi listahá- tíðarinnar Ferskir vindar á Reykjanesi. Kontrapunktar Mireya er spurð að því hvers vegna þessir listamenn séu að sýna saman og segir hún sjö af átta hafa tekið þátt í Ferskum vindum. Hún hafi því þekkt þá lengi og fylgst með þeim í mörg ár en listamenn- irnir hafi tekið þátt í hátíðinni á mismunandi tímum. Hún hafi unnið með listamönnunum öllum á ólíkum tímum í ólíkum löndum. „Mig langaði að setja saman svona kontrapunkta sem eiga samt einhvern veginn samleið. Þetta varð niðurstaðan,“ segir Mireya og að hún hafi í raun haft úr hundr- uðum listamanna að velja. Þessir átta hafi passað best saman fyrir þessa tilteknu sýningu. Sýningin nefnist Línur og segir Mireya felast í honum hugmyndina um að tengja saman ólíka heima og Ísland við þá, byggja brýr milli sálna og heimsálfa. „Ég er aðeins að toga til okkar það að ef við opn- um fyrir fræðslu og opnum fyrir umheiminn öðlumst við þekkingu og höfum þá meiri möguleika á að skilja aðra menningarheima. Og þegar maður gerir það eru meiri möguleikar á því að mynda ein- hvers konar frið í heiminum, ef fólk hefur einhvers konar skilning hvert á öðru,“ segir Mireya. –Svo er línan elsta form mynd- listarinnar … „Já, akkúrat, og hún er mjög óræð og flókin af því að þú getur gert hvað sem er við hana en um leið mjög hrein og bein, „pure“. Mér finnst svo spennandi hug- myndafræðin á bakvið línuna.“ Ólíkar nálganir – Eru þessir myndlistarmenn mjög ólíkir innbyrðis, sumir í hlut- bundinni og aðrir í óhlutbundinni list, svo dæmi sé tekið? „Já, þau eru mjög ólík í nálgun sinni, sum eru málarar, sum í inn- setningum, sum í skúlptúr, sum að vinna með ljósið og sum að vinna með málverkið beint. Sum vinna beint inn í rýmið og þess vegna valdi ég þau líka saman, það kem- ur svo mikil fjölbreytni með þessu,“ svarar Mireya og er í framhaldi spurð að því hvort ekki hafi þá verið erfitt að raða verkum þessara ólíku listamanna upp í sýningarrýminu. „Við erum á fjórðu hæðinni þar sem eru marg- ir salir og þetta kom eiginlega bara til mín, hvernig væri best að raða þeim upp. Fyrst þegar ég fór að hugsa um þetta fannst mér það flókið en svo varð þetta ekki svo flókið,“ segir hún. Annars konar sköpun –Klæjaði þig ekkert í fingurna að fá að vera með og sýna með hópnum? „Það hafa dálítið margir spurt mig að því af hverju ég sé ekki með en ég spáði bara ekkert í það. Það er ekki pláss fyrir fleiri hérna hvort eð er og ég hleypti þeirri hugsun ekkert að. Auðvitað hefði verið mjög gaman að vera með en mér finnst það ekki nauðsynlegt.“ – En finnst þér nauðsynlegt að skipta á milli þess að vera lista- maður og sýningarstjóri? „Nei, það er ekki nauðsynlegt, en mér finnst það mjög skemmti- legt,“ segir Mireya. Sýningar- stjórastarfið krefjist mikillar orku, líkt og starf listamannsins. „Þetta er annars konar sköpun og maður gefur mikið af sér þeg- ar maður er sýningarstjóri, á annan hátt en þegar maður er að gefa af sér í sinni eigin sköpun. Maður er einhvers konar þjónn samfélagsins og listamannanna og er að reyna að búa eitthvað til og gefa heiminum. Mér finnst það rosalega skemmtilegt og þykir vænt um að fá að gera þetta, þetta er tækifæri fyrir listamennina og tækifæri til að færa samfélaginu listaverk sem það fengi annars ekki,“ segir Mireya. Myndir frá Fukushima Í Mjólkurbúðinni í Listagilinu verður einnig opnuð sýning í dag kl. 14. Þar sýnir japanska lista- konan Shoko Miki og er Mireya einnig sýningarstjóri þeirrar sýn- ingar, sem nefnist Symparthy ’20 - 2. „Hún er með ljósmyndaverk og er mikið að vitna í Fukus- hima,“ segir Mireya og á þar við kjarnorkuslysið sem varð í Fu- kushima í Japan árið 2011. Miki hefur myndað blóm sem vaxið hafa upp úr jarðveginum við kjarnorkuverið. Boðið verður upp á listamanna- spjall með sex af listamönnum sýningarinnar Línur og Mireyu í dag kl. 16 og stýrir safnstjórinn Hlynur Hallsson umræðum. Sunnudaginn 16. febrúar kl. 11 verður svo boðið upp á fjöl- skylduleiðsögn um sýninguna. Brýr milli sálna og heimsálfa  Línur, samsýning átta listamanna frá sex löndum, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri  Samtenging ólíkra heima  Línan er óræð og flókin en um leið hrein og bein, segir sýningarstjóri Ljósmynd/Hlynur Þormóðsson Samvinna Listamenn með sýningarstjóra, frá vinstri Lap Yip, Miyuki Kido, Almuth Baumfalk, Hiro Egami, Krist- ine Schnappenburg, Mireya Samper, Armando Gomez og Saulius Valius. Fyrir framan þau er hundurinn Puntillia. Tíu tónleikastaðir í borginni verða með opið hús í dag frá kl. 13 til 18 og er viðburðurinn liður í Open Club Day, degi opinna klúbba. Tón- leikastaðir víða um Evrópu munu opna dyr sínar að degi til fyrir gest- um sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi þeirra og er markmiðið, skv. tilkynningu, að vekja athygli á þeirri starfsemi sem fer fram á tón- leikastöðum, þeim störfum sem þeir skapa og því hlutverki sem þeir gegna fyrir menningarlíf borga. Tónlistarborgin Reykjavík hefur veg og vanda af skipulagningu dagsins hér á landi í samstarfi við tónleikastaðina og mun Arnar Egg- ert Thoroddsen fara með gesti í tónlistarsafarí, leiða þá um tón- leikastaði og segja sögur af þeim. Gangan hefst við anddyri Hörpu kl. 13 og önnur kl. 15. Meiri upplýs- ingar og heildardagskrá má finna á tonlistarborgin.is. Opið hús hjá tíu tónleikastöðum Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar Prikið Einn þeirra tónleikastaða sem verða með opið hús í dag. Gallerí Fold opnar sýninguna Yfir- lýst tilvera á verkum eftir Soffíu Sæmundsdóttur í dag kl. 14. Í til- kynningu segir að flestir þekki til- finninguna sem fylgi því að njóta góðs útsýnis í náttúrunni eða horfa á landslag sem þjóti hjá bílglugga á ferð en ólga í veðri og nýjar upplýs- ingar um framvindu og breytingar í náttúrunni ýti undir smæð manns- ins í tilverunni og þá dugi ekki lengur grænir og bláir litir og penslar víki fyrir stórum spöðum til að tjá innri veruleika ferðalangsins. Soffía útskrifaðist frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991, lauk MFA-gráðu í málun frá Mills College í Kaliforníu 2003 og hefur verið iðin við sýn- ingahald og kennt myndlist um ára- bil. Yfirlýst tilvera í Galleríi Fold Náttúra Eitt af verkum Soffíu Sæmundsdóttur á sýningunni. Fagleg þjónusta fyrir fólk í framkvæmdum flugger.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.