Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 1
„Við tölum meðal annars um vaxandi gyðingahatur á okkar dögum og skilaboð mín eru skýr: Lítum aldrei niður á aðra manneskju! Eins og við vitum þá myrtu nasistar ekki bara gyðinga, heldur líka fatlaða, sam- kynhneigða, pólitíska andstæðinga og fleiri. Það er svo mikilvægt að halda þessari sögu á lofti. Ofsókn- irnar byrja á gyðingum en enda ekki þar,“ segir sænsk-pólski gyðing- urinn Anette Stahl en hún er óþreyt- andi að segja sögu ömmu sinnar, Jozefu Stahl, sem lifði helförina af en missti alla fjölskyldu sína. „Hvað ef nasistar hefðu lokið hel- förinni og unnið stríðið? Hefði þá orðið friður í heiminum? Nei, þeir hefðu ráðist á einhverja aðra. Þeir töldu að þeir væru yfir aðra hafnir og slíkt hugarfar megum við aldrei líða. Enginn er öðrum æðri í þessum heimi. Það vil ég kenna börnunum í dag. Gyðingahatur og hatur almennt hefur færst í vöxt á undanförnum ár- um og maður verður reglulega vitni að ótrúlegri vanþekkingu og for- dómum fólks,“ bætir Anette við en ítarlega er rætt við hana í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Lítum ekki niður á aðra!  Anette Stahl segir sögu ömmu sinnar sem lifði af helförina Morgunblaðið/RAX Boðskapur Anette Stahl sagði sögu ömmu sinnar hérlendis á dögunum. L A U G A R D A G U R 1. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  27. tölublað  108. árgangur  ÓLÍKAR OG FJÖLBREYTTAR SÝNINGAR HUGMYNDIN KVIKNAÐI Í BÚSTAÐNUM FLYTUR INN KAMPAVÍN 14KVEÐUR LISTASAFNIÐ 42 Ólíkar tilfinningar bærast í brjósti Breta nú þegar útganga landsins úr Evrópusambandinu er orðin að veruleika. Stuðningsmenn brexit fögnuðu á götum Lundúna og fleiri borga í gær- kvöldi en hópar sem vildu áframhaldandi veru Breta í ESB boðuðu bænavökur í Skotlandi. Boris Johnson forsætisráðherra hefur lagt áherslu á sameiningu þjóðarinnar eftir þing- kosningarnar í desember og forðaðist hátíðar- höld í gær. Bretar hafa verið í Evrópusambandinu og áð- ur forvera þess Efnahagsbandalagi Evrópu, allt frá árinu 1973 eða í tæplega hálfa öld. Meiri- hluti breskra kjósenda samþykkti að ganga úr sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór sumarið 2016 en síðan hafa verið harðar deilur í breska þinginu og meðal þjóðarinnar um framkvæmdina. Sækjast eftir fríverslunarsamningum Nú er tekið við aðlögunartímabil sem gildir til næstu áramóta þar sem Bretland verður áfram hluti af innri markaði ESB og tolla- bandalagi þess. Tíminn verður notaður til þess að reyna að semja um viðskiptasamning. Bresk stjórnvöld hyggjast einnig nota tímann til þess að semja um fríverslun við önnur ríki. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Breta um að ekkert breytist varðandi tengsl ríkjanna fram að ára- mótum og er ætlunin að fyrir þann tíma verði samið um framtíðartengsl landanna. „Bretland hefur verið einn okkar mikilvægasti markaður fyrir sjávarafurðir og við leggjum áherslu á að enn betri viðskiptakjör náist með fríverslunar- samningi milli þjóðanna,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fagnað á götum Lundúna  Nær hálfrar aldar veru Bretlands í Evrópusambandinu lokið  Blendnar tilfinningar meðal íbúanna  Boris Johnson leggur áherslu á samstöðu AFP Brexit Stuðningsmenn útgöngu Bretlands halda breska fánanum á lofti á hátíð sem Brexit-flokkurinn stóð fyrir á Þinghústorginu í Lundúnum. MBrexit »10, 19, 22 & Reykjavíkurbréf  Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class á Íslandi, segir lág æfingagjöld eiga þátt í vaxandi vinsældum keðjunnar síðustu árin. Veltan hafi aukist um 20% árið 2018 og um 10% í fyrra og það sem af er ári. Fyrir vikið séu korthaf- arnir orðnir 49 þúsund talsins. Björn og félagar hafa mörg járn í eldinum. Tvær nýjar stöðvar munu bætast við á þessu ári, í Vatnsmýri og á Hellu, og til skoðunar er að byggja 18. stöðina í Keflavík. Engin dæmi eru um að líkams- ræktarstöðvar hafi átt viðlíka vel- gengni að fagna á Íslandi síðan þær fyrstu voru stofnaðar á 8. áratugn- um. Rekstur þeirra var gjarnan þungur og endaði ósjaldan í gjald- þroti. World Class á Íslandi hefur frá stofnun 1985 hins vegar siglt í gegnum nokkrar niðursveiflur á Ís- landi og síðustu ár skilað hagnaði, til dæmis hálfum milljarði króna ár- ið 2018. baldura@mbl.is »18 Morgunblaðið/Hari Í Laugum Björn Leifsson hefur síðustu áratugi byggt upp World Class-veldið. World Class með 49 þúsund korthafa Umhverfisstofnun hefur óskað eftir fundi með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands til ræða við- brögð við gliðnun stóru sprungunnar í Eld- ey. Í ljós kom við mælingu í fyrradag að hún hafði breikkað um tæpa 3 sentímetra frá því síðast var mælt, fyrir ári, en sprungan hafði þá ekki hreyfst frá því byrjað var að mæla fyrir um fimm árum. Eldey er friðuð og í umsjá Umhverfis- stofnunar. René Biasone, sérfræðingur þar, segir að stofnunin telji rétt að athuga málið betur. Ef kletturinn hrynur niður í sjó fara með honum mörg hundruð súluhreiður en fuglinn er friðaður. Í Eldey er ásamt Vest- mannaeyjum stærsta súluvarp landsins og báðar byggðirnar taldar mikilvægar á al- þjóðavísu. René segir að skoða þurfi við- brögð við því ef kletturinn hrynur og leita skýringa á gliðnun sprungunnar. Bent hefur verið á að miklar jarðhræringar hafi verið á Reykjaneshrygg í desember. Erfitt er að fylgjast með sprungunni því ekki má trufla súluvarpið. Von er á súlunni í varpið í næstu viku og hún yfirgefur ekki eyjuna fyrr en í október. René veltir því fyrir sér hvort Veðurstofan sjái ástæðu til að setja upp sjálfvirkan mæli til að fylgjast betur með þróuninni. »2 Morgunblaðið/RAX Eldey Sprungan sést vel úr lofti og af sjó. Ræða ástæðu gliðnunar  Sprungan í Eldey breikkað um 3 cm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.