Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.2020, Blaðsíða 19
AFP Veiran Starfsmenn sótthreinsa fyrirhugaða sóttkví í Bretlandi. Þeir sem sýkst hafa af nýju kóróna- veirunni frá Kína eru orðnir meiri en þeir sem veiktust af alvarlegu lungnabólgunni HABL (e. SARS) sem dreifði sér frá Kína til tólf ríkja árið 2003. Um 8.100 manns eru sagðir hafa sýkst af HABL á því átta mánaða tímabili sem hún lét að sér kveða. Aftur á móti voru þeir orðnir tæp- lega 10.000 í gær sem sýkst höfðu af nýju veirunni. Utan Kína eru 100 manns í 22 löndum sýktir. Er þar fyrst og fremst um að ræða fólk sem hafði heimsótt borgina Wuhan þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Vitað var um 213 manns sem orðið höfðu veirunni að bráð og látist, alla í Kína. Til samanburðar voru dauðs- föll af völdum HABL-veirunnar 774. Veiran komin til Bretlands Í gær voru fyrstu sýkingarnar í Bretlandi staðfestar en tilkynnt hef- ur einnig um fólk í Þýskalandi, Jap- an, Víetnam, Bandaríkjunum, Taí- landi og Víetnam sem smitast höfðu af fólki sem nýkomið var úr ferðalagi til Kína. Leiðtogi Kommúnistaflokksins í Wuhan, Ma Guoqiang, sagði í gær að of seint hefði verið gripið til varna gegn kórónavírusnum. „Kannski væri ástandið betra hefði verið gripið til strangra ráðstafana fyrr. Vera má að faraldurinn hefði þá orðið minni,“ sagði Ma við ríkissjónvarpið CCTV. Áætlað var að kostnaður efna- hagskerfa heims af HABL-veirunni hefði numið rúmlega 30 milljörðum evra. Hagfræðingar telja að nýja kórónaveiran geti orðið enn skað- vænlegri þar sem fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja, þar á meðal tæknirisar, bílaframleiðendur og verslunarrisar, hafi neyðst til að bregðast við henni með lokun fyrirtækjanna í Kína. agas@mbl.is Fleiri sýktir núna en af völdum HABL  Vitað um 213 manns sem hafa orð- ið veirunni að bráð FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 sp ör eh f. Á þessari glæsilegu siglingu um Feneyjar gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast Feneyjum, einni mest heillandi borg Evrópu. Á siglingu um lónið Veneto sjáum við þéttbyggðar eyjar, kirkjur, hallir og sjómannaskýli og kynnumst einnig forvitnilegu lífi eyjaskeggja. Siglt verður m.a. til eyjanna Murano og Burano sem þekktar eru fyrir kristals- og blúnduframleiðslu og einnig verður farið í land í gamla fiskiþorpinu Chioggia. Verð: 288.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Vor 9 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 7. - 15. maí Draumasigling umFeneyjar Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Bretar luku rétt fyrir miðnætti tæp- lega hálfrar aldar aðild að Evrópu- sambandinu (ESB). Urðu þeir fyrsta þjóðin til að yfirgefa sambandið og ganga á vit nýrrar en sumpart óvissr- ar framtíðar. Bærast ólíkar tilfinn- ingar í brjósti landsmanna eftir ára- langar þrætur um útgönguna. Þegar klukkan sló 23 í London í gærkvöldi og miðnætti í Brussel lauk veru Breta í ESB. Boris Johnson for- sætisráðherra hefur heitið því að sameina þjóðina að útgöngunni upp- fylltri á nýjum tímum velmegunar. „Okkar verk í ríkisstjórn, mitt hlut- verk, verður að sameina þjóðina og stíga skref til aukinna framfara,“ sagði hann í yfirlýsingu í gær vegna útgöngunnar úr ESB. „Hún er ekki endir á einhverju, heldur nýtt upphaf. Þetta er augnablikið þegar tjöldun- um verður svipt frá og við göngum til nýrra viðfangsefna.“ Að skera á bönd við hin 27 ESB-ríkin sagðist hann upplifa sem „stund endurnýjunar líf- daga og breytinga“ fyrir breska þjóð. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði burtför Breta vera „straumhvörf“ fyrir ESB þótt ekkert muni breytast í fyrstu vegna 11 mán- aða aðlögunartíma útgöngunnar. Á þeim tíma munu Bretar og samninga- menn ESB freista þess að ná samn- ingum um viðskiptasamband þeirra í framtíðinni. Munu breskir borgarar geta starf- að að vild á ESB-svæðinu og átt þar tollfrjáls viðskipti til 31. desember næstkomandi, og öfugt. Héðan í frá munu Bretar hins vegar enga fulltrúa eiga í stofnunum sambandsins. Sporðaköst við samningaborðið Með brotthvarfi Breta hverfur á braut næststærsti styrktaraðili ESB en þeir hafa lagt sambandinu til 12 milljarða evra ár hvert. Þykir sýnt að það eigi eftir að valda sambandinu erfiðleikum. Áframhald verður þó á framlögum Breta í ár en eftir næstu áramót verður ESB að stoppa í gatið eftir öðrum leiðum. Breska stjórnin segir það eitt af meginmarkmiðum sínum að ná góðri niðurstöðu fyrir breska sjómenn í samningunum. Eru fiskveiðar eini iðnaðurinn sem nefndur er á nafn í samningsmarkmiðunum. Gætu heild- arsamningar því staðið eða fallið með niðurstöðu fiskveiðisamninga. Þykir afstaða Breta vera harkalegri en bjóða megi fiskveiðiflota ESB og því er spáð miklum átökum um fiskveiði- málin. Rík fiskimið er að finna við Bretland en þangað hefur fiskveiði- floti annarra ESB-ríkja sótt 42% afla síns. Afli breskra fiskiskipa í eigin lögsögu hefur verið 32% og norskra 21%. Ólga um árabil Samþykkt útgöngunnar í þjóðar- atkvæði 2016 var mörgum reiðarslag. Við tók pólitísk ringulreið í London og tveir forsætisráðherrar hafa hrökklast úr starfi í á þeim tíma. Hat- rammar deilur lömuðu þingstörfin en Johnson leysti úr öngþveitinu með af- gerandi sigri í þingkosningum rétt fyrir jól. Hefur hann nú drjúgan meirihluta sér til stuðnings. Eftir sig- urinn var endanleg staðfesting brex- it-samkomulagsins nánast forms- atriði. Eftir sem áður virðist ágreining- urinn um brexit talsverður því lands- menn skiptust í afstöðunni til ESB í álíka hlutföllum og 2016 er 52% studdu útgöngu og 48% áframhald- andi aðild. Dagblöðin bresku fjölluðu um það meðal annars í gær og vinsæl- asta götublaðið, The Sun, sem studdi útgöngu, sagði í risafyrirsögn á for- síðunni í gær: „Okkar tími er kom- inn.“ Málsvari aðildarsinna, The Guardi- an, brúkaði aftur á móti fyrirsögnina „lítil eyja“ og sagði brexit vera „mestu áhættu heillar kynslóðar“. Í Skotlandi sagði formaður heima- stjórnarinnar, Nicole Sturgeon, tíma- mótin „stund raunverulegrar og djúpstæðrar og reiðiblandinnar hryggðar“. Hún hefur heitið því að herða baráttuna fyrir sjálfstæði Skot- lands, en tillögu um slíkt felldu lands- menn í atkvæðagreiðslu 2014. Partí og bænavökur Boris Johnson hefur lagt áherslu á sameiningu eftir þingkosningarnar og forðast hátíðahöld sem efnt var til í gær. Hann efndi til sérstaks fundar ríkisstjórnarinnar í Sunderland en þar lauk talningu fyrst allra kjör- dæma 2016 með samþykkt brexit- tillögunnar. Klukkan 10 í gærkvöldi ávarpaði hann þjóð sína í útvarpi og hélt síðan í embættisbústað sinn í Downingstræti 10 þar sem hann hélt starfsliði sínu hóf. Leiðtogi Brexit-flokksins, Nigel Farage, sem barist hefur í áratugi fyrir útgöngu Breta úr ESB, boðaði til útifundar skammt þar frá. Fleiri skemmtanir voru boðaðar í Bretlandi í nafni samtaka hlynntra brexit, en hópar sem vildu áframhaldandi veru Breta í ESB boðuðu bænavökur í Skotlandi. Brexit marki „nýja dögun“  Bretar eru gengnir úr Evrópusambandinu eftir rúmlega 43 ára veru þar  „Stund endurnýjunar og breytinga“  Aðlögunartími fram að áramótum AFP Brexit Stuðningsmenn brexit fögnuðu áfanganum ákaft við breska þinghúsið í Lundúnum í gær. Jimmy Carter, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, sagði í gær að hann teldi að áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta stríddi gegn al- þjóðalögum. Carter, sem hafði milligöngu um friðarsamninga Ísraela og Egypta í Camp David árið 1978, sagði jafn- framt að áætlunin kæmi í veg fyrir að hægt yrði að koma á réttlátum friði, byggðum á tveggja ríkja lausninni. Hvatti Carter ríki Sam- einuðu þjóðanna til þess að koma í veg fyrir að áætlunin næði fram að ganga og Ísraelar innlimuðu land- nemabyggðir á Vesturbakkanum. Carter leggst gegn áætlun Trumps BANDARÍKIN Meirihluti þing- manna öld- ungadeildar Bandaríkjaþings felldi tillögu demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldum fulltrúadeild- arinnar gegn Donald Trump til embættismissis. 51 þingmaður greiddi atkvæði á móti tillögunni en 49 með. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar fór að mestu eftir flokkslínum nema hvað tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum. Það dugði ekki til. Óljóst var í gærkvöldi hvenær at- kvæðagreiðsla öldungadeildarinnar um tillögu demókrata færi fram. Nú eru taldar líkur á sýknu. Framan af degi í gær íhuguðu fjórir öldungadeildarþingmenn repúblikana að heimila nýjar vitna- leiðslur í málinu en tveir þeirra lýstu því yfir að þeir myndu greiða at- kvæði eins og flokksforysta þeirra. Um er að ræða Lamar Alexander, þingmann í Tennessee-ríki og Lisu Murkowski, þingmann Alaska. Alexander sagðist í yfirlýsingu ekki sjá að vitni myndu bæta nokkru við þær upplýsingar sem þegar lægju fyrir eða að vitnisburður þeirra myndi breyta neinu um niðurstöðu málsins. Fellt að kalla til vitni í málinu gegn Trump Donald Trump BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.