Morgunblaðið - 15.02.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 15.02.2020, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Ég fer á fjöll Ferðafélag Íslands • www.fi.is Verndum Elliðaárdalinn Tryggjum íbúakosningu – Farið inn á www.ellidaardalur.is -Hollvinasamtök Elliðaárdalsins Þór Steinarsson thor@mbl.is Lægðin sem gekk yfir landið í gær, og olli því meðal annars að Veður- stofa Íslands gaf út rauðar viðvar- anir á höfuðborgarsvæðinu, Suður- landi, Faxaflóa og á Suðausturlandi í fyrsta skipti, var í samræmi við þær spár sem höfðu verið gefnar út þótt vindhraði hafi verið meiri í Vest- mannaeyjum en búist var við. Hugsanlegt er að vindhraðamet hafi verið slegin í óveðrinu sem gekk yfir landið en það á þó eftir að stað- festa það segja veðurfræðingar í samtali við Morgunblaðið. „Það gæti alveg verið en ég get ekki fullyrt það á þessari stundu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. Undir það tekur Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Hvað vindhraða varðar þá held ég að þetta hafi verið í samræmi við spár þó að mögulega hafi vindhraði mælst meiri sums staðar eins og gengur. Vindhraðinn á Hafnarfjalli sem mældist 71 m/s er sennilega mesti vindur sem mælst hefur á þeirri stöð. Það þarf þó að kanna það nánar,“ segir Einar. Ljóst er að vindhraðinn í Vest- mannaeyjum var gífurlega mikill þar sem veðrið var einna verst og var hann meiri en spár höfðu gert ráð fyrir. Viðbragðsaðilar þar sinntu á fjórða tug útkalla og flest fyrirtæki voru lokuð. Þá losnaði báturinn Blá- tindur frá bryggju og sökk skömmu síðar. Þrátt fyrir að þessi stóra og víð- áttumikla lægð sé nú yfirstaðin er enn ástæða til að vera á varðbergi, því von er á annarri lægð frá Evr- ópu. Lægðin sem Bretar hafa gefið nafnið Dennis er talin geta orðið dýpsta lægð á þessari öld eða jafnvel í sögunni. Lægðin nálgast Ísland frá Evrópu þar sem hún mun valda miklum vandræðum, sérstaklega í N- Evrópu. Gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út í þrettán löndum að Íslandi meðtöldu. Einar segir þó ekki tilefni til að óttast áhrif lægðarinnar hér á landi þar sem hún komi inn í lágan loft- þrýsting. „Það sem er merkilegt er að það eru allar líkur á því að veðrið verði mun skaplegra, staðbundnara og ekki jafn slæmt af þessari seinni lægð þó hún sé mun dýpri. Það er vegna þess að hún kemur inn í loft- þrýsting sem er lágur fyrir,“ út- skýrir Einar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Veðurofsi í Reykjavík Mikill öldugangur var við Reykjavíkurhöfn og skullu öldurnar með ógnarkrafti á innsiglingarvitann við Hörpuna. Rauð viðvörun var í gildi í fyrsta sinn í höfuðborginni. Vindhraðamet mögulega slegið  Óveðrið var að mestu í samræmi við spár  Vindhraði á Hafnarfjalli mældist 71 m/s  Dýpsta lægð sögunnar gæti verið á leiðinni  Mun hvassara í Vestmannaeyjum en gert var ráð fyrir Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Djúp lægð Blátindur sökk í höfninni í Vestmannaeyjum vegna óveðursins. Morgunblaðið/Eggert Útkall Björgunarsveitarmenn að störfum við Öldugötu í Hafnarfirði, en við- bragðsaðilar þurftu að sinna gríðarmiklum fjölda verkefna í gær. Morgunblaðið/Eggert Samgönguröskun Hellisheiðin var lokuð um tíma í gær, en loka þurfti mörgum vegum vegna færðar. Ofsaveður um allt land

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.