Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Birtm eð fyrirvara um m ynda-og textabrengl. Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636 benni.is Við hjá Bílabúð Benna erum afar stolt af þessum viðurkenningum, sem eru staðfesting á því að ekkert er ofmælt um þennan magnaða jeppa. OFTHEYEAR BEST OFF-ROADER OFF THE YEARJEPPI ÁRSINS AWARDED BY 4X4 MAGAZINE AWARDED BY 4X4 MAGAZINE BANDALAG ÍSLENSKRA BÍLABLAÐAMANNA JEPPI ÁRSINS 2020 Samkvæmt Bandalagi íslenskra bílablaðamanna Verð frá: 6.990.000 kr. um 13%. Samkvæmt útreikningum hans hafa sauðfjárbændur orðið af 6-7 milljarða tekjum á þessum tíma. 200-400 tonna samdráttur Unnsteinn á von á því að fækk- unin verði ekki alveg eins mikil og bráðabirgðatölur benda til. Áætlanir hans gefa þó til kynna að framleiðsla á dilkakjöti minnki um 200 til 400 tonn á þessu ári. Framleiðslan verði innan við 8 þúsund tonn í haust- slátrun en þegar hún var mest, á árinu 2016, komu 9.300 tonn út úr sláturhúsunum. Hefur framleiðsla á dilkakjöti því minnkað um rúm 1300 tonn á þessum tíma. Minna má á að umræða var um það í sumar að ekki yrði til nóg af hryggjum fyrir innlenda markaðinn og voru fluttir inn lambahryggir, sem ekki hefur gerst áður. Þetta var eitthvað málum blandið því nóg virt- ist til í heildina þótt einstaka heild- salar gætu ekki útvegað viðskipta- vinum sínum vöruna. Yngra fólk að taka við Ef litið er til héraðanna sést að flest er féð í Húnaþingi vestra og tekur sveitarfélagið þar með fram úr Skagafirði, sem áður var fjár- flesta sveitin. Ekki er þó allt sem sýnist, því breytingin stafar af sam- einingu Bæjarhrepps á Ströndum við nágrannasveitarfélagið hinum megin Hrútafjarðar, Húnaþing vestra. Fé í fjárflestu héruðum fækkar almennt um 3 til 8% á milli ára, sam- kvæmt bráðabirgðatölum. Mesta fækkunin í þessum hópi virðist ætla að verða í Norðurþingi, þar sem fækkunin er 10%. „Þetta hefur haldist nokkuð hér. Það er minni fækkun á þessu svæði en víða annars staðar,“ segir Gunn- ar Þórarinsson, bóndi á Þórodds- stöðum í Hrútafirði. Spurður um skýringar segir hann að ágætt sé að vera með sauðfjárbúskap á þessu svæði. Hann segir að einhverjir bændur hafi hætt en einnig sé svolítið um að ungt fólk hafi verið að kaupa jarðir og hefja búskap. „Í flestum tilvikum þar sem fólk hefur hætt hefur yngra fólk tekið við. Það er mjög jákvætt,“ segir Gunnar. Hann telur að þróunin fram und- an ráðist nokkuð af því hvernig af- urðaverðið þróist. Samdrátturinn haldi áreiðanlega áfram þar til afurðaverðið hækki. Sauðfé jafnfátt og við fjárskipti  Hröð fækkun sauðfjár allra síðustu árin  Helmingi færri kindur en þegar þær voru sem flestar  Forystumenn telja að framleiðslan dragist áfram saman þangað til afurðaverðið hækkar Fjöldi búfjár 1940-2019 Fjöldi vetrarfóðraðra kinda, þúsundir Fjárfl estu sveitarfélögin 2019 Fjöldi búfjár 2019 1.000 900 800 700 600 500 400 300 200 '40 '46 '52 '58 '64 '70 '76 '82 '88 '94 '00 '06 '12 '18 2018 2019 Breyting Nautgripir 81.636 80.728 -908 -1% Sauðfé 432.992 411.563 -21.429 -5% Svín 40,492 34.946 -5.546 -14% Loðdýr 19.502 13.025 -6.477 -33% Alifuglar 942.815 805.028 -137.787 -15% Geitur 1.493 1.450 -43 -3% 2018 2019 Breyting Húnaþing vestra* 38.074 36.883 -1.191 -3% Skagafjörður 32.400 30.762 -1.638 -5% Borgarbyggð 30.719 29.870 -849 -3% Húnavatnshreppur 27.977 27.968 -9 0% Dalabyggð 25.779 25.526 -253 -1% Fljótsdalshérað 26.670 24.674 -1.996 -7% Þingeyjarsveit 16.535 16.287 -248 -1% Hornafjörður 15.323 14.468 -855 -6% Skaftárhreppur 14.515 14.078 -437 -3% Norðurþing 15.310 13.791 -1.519 -10% Rangárþing eystra 12.599 12.011 -588 -5% Rangárþing ytra 11.356 10.483 -873 -8% Heimild: Landssamtök sauðfjárbænda *Bæjarhreppur innifalinn Bráðabirgðatölur Heimild: Atvinnuvegaráðuneytið 419 628 896 402 Morgunblaðið/Eggert Vatnsnes Húnaþing vestra er nú fjárflesta sveitarfélag landsins. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ljóst er að sauðfé hefur fækkað um- talsvert í haust. Fjöldinn er nú kom- inn niður í 411-412 þúsund, sam- kvæmt bráðabirgðatölum. Slíkar tölur hafa ekki sést síðan á árunum 1949-1951, eftir fjárskipti vegna sauðfjársjúkdóma í mörgum lands- hlutum. Fyrir utan þessi þrjú ár um miðja 20. öldina þarf að fara aftur til ársins 1889 og áranna þar á undan til að sjá tölur um svo fátt fé í land- inu. Tölurnar um búfjárfjöldann á árinu 2019 sýna fækkun í öllum bú- fjártegundum, hlutfallslega mestum í minkarækt, enda hefur sú grein hrunið á síðustu árum vegna lágs heimsmarkaðsverðs á skinnum. Tekið skal fram að tölurnar fyrir ár- ið 2019 eru bráðabirgðatölur og eru líkur á að þær hækki frekar en lækki þegar allir hafa skilað skýrslum. Samkvæmt stöðunni snemma í þessum mánuði er útlit fyrir að sauðfé fækki um rúmlega 21 þúsund, eða um 5% frá árinu á undan. Kemur þetta til viðbótar fækkun undanfarinna ára, meðal annars fækkun um 28 þúsund á árinu 2018. Afurðaverð þarf að hækka „Ég vona ekki. Við erum að skrapa botninn til að ná að sinna innanlandsmarkaði,“ segir Unn- steinn Snorri Snorrason, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, þegar hann er spurður hvort hann eigi von á frek- ari fækkun í ár. Hann segir þó að búast megi við einhverri fækkun. „Ef afurðaverðið hækkar ekki munum við sjá frekari samdrátt. Vitað er um bændur sem eru að hætta núna og talsvert um að menn séu að draga saman seglin. Eru kannski í annarri vinnu sem þeir treysta á sem tekjulind fyrir fjöl- skylduna frekar en búskapinn. Ef staðan er orðin sú að menn líta svo á að það borgi sig ekki að standa í þessu erum við ekki að sjá fyrir end- ann á fækkuninni,“ segir Unnsteinn og tekur fram að seigt sé í sauðfjár- bændum en baslið sé óneitanlega lýjandi. Hann lætur þess getið að afurða- verðið sé 24% lægra en árið 2013, en á sama tíma hafi verðlag hækkað Fjöldi sauðfjár í landinu var á bilinu 300 til 500 þúsund megnið af 19. öldinni. Á 20. öldinni var fjöldinn yfirleitt á bilinu 500 til 900 þús- und fjár, fór hæst í 896 þúsund ár- ið 1977. Öldinni lauk eins og hún hófst með um 500 þúsund fjár. Sauðfjáreign hélst nokkuð stöðug í 450-500 þúsund fjár á þessari öld en eftir 2017 hefur fjöldinn hrapað og er nú kominn í 411-412 þúsund. Svarar það til fjárskiptaáranna á 20. öld. Ráðist var í fjárskiptin vegna mæðiveiki, garnaveiki og fleiri fjárpesta sem bárust með karakúlfé sem flutt var til landsins á árinu 1933. Áður en pestirnar fóru að herja á íslenskt fé voru 728 þúsund fjár í landinu. Fjárskipti hófust á árinu 1937 og stóðu fram yfir 1950. Fæst var féð árið 1949, 402 þúsund, þegar fjár- skiptin voru í algleymingi auk þess sem vorið var hart. Fjárskipti vegna pesta SAUÐFJÁREIGN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.