Morgunblaðið - 15.02.2020, Page 11

Morgunblaðið - 15.02.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er kominn virkilegur vígahugur í okkar fólk,“ segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Trúnaðar- mannaráð félags- ins fundaði á fimmtudag og í ályktun fundarins er lýst óánægju með að sjúkralið- ar hafi verið samningslausir í ellefu mánuði. Þess er krafist að gengið verði frá samningum strax og styttingu vinnuvikunnar, án skerð- ingar á þeim kjörum sem félags- menn hafi þegar. „Sjúkraliðar hafa fengið nóg og fela stjórn félagsins að skipuleggja baráttu fyrir réttlátum kjörum með okkar sterkasta vopni, verkföllum,“ segir í ályktun fundar- ins. „Fólk þrælar sér út“ Sandra segir í samtali við Morgun- blaðið að mikillar óþolinmæði sé far- ið að gæta meðal félagsmanna. Sjálf furðar hún sig á þeim tíma sem það hafi tekið viðsemjendur félagsins að komast úr sporunum. Lítið hafi gerst af viti fyrr en á allra síðustu vikum. „Þetta hafa verið ótrúlega skrítn- ar viðræður. Ég hef ekki lýsingarorð yfir svona samtalstækni. Kröfurnar eru skýrar og því ætti ekki að vera flókið að bregðast við þeim. Okkar fólk þrælar sér út allan sólarhring- inn en það sér ekki fyrir endann á því hvenær kjarabætur þess koma í hús. Mér finnst alger ósvífni að okkar stærstu viðsemjendur, ríkið, geti leyft sér að hanga á þessu svona.“ Sandra segir að heilmikið verk sé enn eftir við samningaborðið. Sjúkraliðar sjái sér ekki annað fært en að huga að verkföllum. „Við förum af stað með skærum og það verður kosið um útfærsluna í næstu viku. Það verður fyrsta skref- ið en svo stefnum við í allsherjar verkfall um miðjan apríl ef ekki verð- ur komin niðurstaða þá,“ segir Sandra. Verkföll á morgunvöktum Samkvæmt félagatali Sjúkraliða- félags Íslands eru um 2.100 sjúkra- liðar starfandi á landinu í dag. Um 1.500 eru hjá ríkinu. „Skipulag verk- fallanna verður með þeim hætti að sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu kjósa um verkföll á LSH og HSN á morgunvöktum dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars, 31. mars og 1. apríl. Frá og með 15. apríl hefst síðan allsherjar- verkfall á öllum stofnunum ríkisins hafi ekki náðst samningar. Um þessi verkföll kjósa allir sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu,“ segir Sandra. Þá er meiningin að sjúkraliðar sem starfa hjá Akureyrarbæ kjósi um verkföll á öldrunarheimilunum og öðrum stofnunum bæjarins þ.s. sjúkraliðar starfa á kjarasamningi sveitarfélaganna, en þar hefur ekk- ert þokast í samkomulagsátt að sögn Söndru. „Félagar okkar í stéttar- félaginu Kili munu einnig vera í verkföllum á sömu dögum og sjúkra- liðar á HSN og hjá Akureyrarbæ.“ Nóg komið Frá fundi trúnaðarmannaráðs Sjúkraliðafélags Íslands á fimmtudag. Þar var ákveðið að boða til skæruverkfalla í næsta mánuði. Sjúkraliðar í vígahug og undirbúa verkföll  Hafa fengið nóg af „ósvífni“ ríkisins við samningaborðið Sandra B. Franks Fornleifaskráning þjóðgarðsins á Þingvöllum verður kynnt á fyr- irlestri sem verður í dag, 15. febr- úar, í Þjóðminjasafni Íslands og hefst klukkan 13. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur hefur stýrt vinnu við skráningu fornleifa á Þingvöllum undanfarin ár í sam- starfi við þjóðgarðinn. Mun Mar- grét kynna vinnu við skráninguna og hvernig starfið hefur þróast. Gunnar Grímsson fornleifa- fræðinemi ræðir um notkun dróna og gerð þrívíddarlíkana sem hjálpa til við að sjá betur mannvirki sem leynast undir grænni torfu. Kevin Hart neðansjávarfornleifa- fræðingur talar um mögulegar fornleifar neðanvatns á Þingvöllum og Einar Á.E. Sæmundsen segir um örnefnaskráningu þjóðgarðsins. Meðfram fornleifaskráningu í árafjöld hefur tækni undið fram og nú sést vel hvernig nýrri búðir hafa verið byggðar ofan á eldri, segir í frétt frá Þingvallaþjóðgarði. Það, ásamt borkjarnarannsóknum, hef- ur meðal annars sýnt stóran skála sunnan Þingvallabæjar. Þá hefur einnig verið litið til hugsanlegra minja undir yfirborði Þingvalla- vatns og Öxarár. sbs@mbl.is Ræða fornminjar á Þingvöllum  Fyrirlestur í Þjóðminjasafni  Örnefni og skráningar Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook Úrval af nýjum heilsárs- yfirhöfnum dagurinn og Lúðurinn 6.mars 2020 LAURA JORDAN bembach Creative Director hjá Oatly Creative Direc or hjá Mr. President Takmarkað sætaframboð! Tryggðu þér miða á imark.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Því er haldið fram í lesendabréfi í Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi að Íslendingar hafi lengi stundað óá- byrgar veiðar á alþjóðlegum haf- svæðum og úr deilistofnum. Í fyrir- sögn segir að Íslendingar séu ber- strípaðir og einir á ferð þegar komi að stjórnun veiða á makríl, norsk- íslenskri síld og kolmunna. Bréfið skrifa tveir framámenn í norskum sjávarútvegi, þeir Audun Maråk, formaður í Fiskebåt, sam- tökum norskra útgerðarmanna, og Kyrre Dale frá Sjømat Norge, landssamtökum í fiskvinnslu. Tilefni skrifanna er grein Heiðrúnar Lind- ar Marteinsdóttur, framkvæmda- stjóra Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, á heimasíðu SFS í lok nóvember, undir fyrirsögninni Flot- inn óseðjandi. Sagt var frá efni greinarinnar í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Of stór, óseðjandi og ósjálfbær norskur floti. Grein Heið- rúnar Lindar birtist einnig á vefsíðu Fiskeribladet í gær. Útþenslustefna Íslendinga er gerð að umtalsefni í bréfinu og sagt að engin önnur þjóð í Norðaustur- Atlantshafi sé eins óábyrg. Þorsk- veiðar Íslendinga í Smugunni á tí- unda áratug síðustu aldar eru nefndar til sögunnar. Sömuleiðis rækjuveiðar á Flæmska hattinum, kolmunnaveiðar og veiðar á norsk-- íslenskri síld. Loks frjálsar veiðar á makríl, sem Íslendingar hafi byrjað 2008 þegar metstór veiðistofn hafi byrjað að ganga inn í íslenska lögsögu. Rausnarlegum tilboðum hafnað Hefðbundin strandríki í makríl, Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar, hafi sýnt ábyrgð og þurft að draga úr kvótum. Íslendingar hafi hafnað rausnarlegum tilboðum fyrrnefndra þjóða og standi einir. Þeir hafi sýnt tækifærismennsku, reyni að nýta sér það sem bjóðist á hverjum tíma og hafi gengið allt of langt. Í þetta skiptið líti hins vegar út fyrir að Íslendingar beri ekki sigur úr býtum, að óábyrg hegðun borgi sig ekki. Makríllinn sé á leið af ís- lensku hafsvæði og íslensk skip veiði mest af honum á alþjóðlegu svæði. Vikið er að orðum Heiðrúnar Lindar um stærð norska flotans og umframgeta hans viðurkennd. Í Noregi hafi ekki verið vilji til sam- þjöppunar eignarhalds útgerða eins og á Íslandi. Þar í landi hafi verið valið að fjármagna umframgetu í flotanum til að tryggja atvinnu og búsetu meðfram strandlengjunni. Reyndar hafi umframgeta norska flotans minnkað á síðustu árum. Málpípa SFS Íslendingar verði dæmdir af því sem þeir geri en ekki því sem þeir segi. Svo lengi sem íslenskir stjórn- málamenn séu málpípa [mikrofon- stativ] Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi muni ekki finnast góð lausn á fiskveiðisamstarfi í NA-Atlantshafi. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga að hegðun þeirra hafi gert það að verkum að erfiðara sé að finna lausnir, segir m.a. í bréfi þeirra Maråks og Dale. Segja Íslendinga ber- strípaða og eina á ferð  Hörð gagnrýni á Íslendinga í Fiskeribladet/Fiskaren Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Norsk skip við bryggju á loðnuvertíðinni 2015, en þau landa gjarnan loðnu á Austfjörðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.