Morgunblaðið - 15.02.2020, Page 14

Morgunblaðið - 15.02.2020, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Leiðangur milli staða þarsem unnið er úr ull ernýmæli í ferðaþjónustu áSuðurlandi. Á kaupstefn- unni Mannamót sem haldin var á dögunum kynntu handverkskonur úr héraðinu verkefnið Ullar- hringurinn en þar verður höfðað til áhugafólks um handverk og prjónaskap að staldra við og kynna sér lífið og listina. Ótrúlegt efni að spinna úr Slóðin á vef með upplýsingum um efnið er www.thewoollen- circle.com og þar má nálgast upp- lýsingar á íslensku og ensku, en áhuginn er talsverður erlendis. Má þar nefna að boðið er upp á skipu- lagðar ferðir hingað til lands þar sem prjónaskapur er þemað. „Ullin er ótrúlegt efni og úr henni má spinna svo margt,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræð- ingur. Hún býr í Árbæjarhverfi í Ölfusi skammt utan við Selfoss og starfrækir þar Hespuhúsið. Það er vinnustofa þar sem ull er lituð með þeim farða sem fæst úr ís- lensku flórunni. „Íslendingar lærðu snemma að nýta sér gögn og gróður jarðar bæði til að fá næringu og eins búa til lyf við ýmsum umgangspestum. Að setja lit í klæði var svo enn ein víddin í þessari menningu og henni hef ég lagt mig sérstaklega eftir,“ segir Guðrún. Um þetta skrifaði hún bókina Grasnytjar á Íslandi – þjóðtrú og saga sem er mikil fróð- leiksnáma um áhugavert efni. Bókin kom út fyrir jólin 2018. Prjóna, kemba, þæfa, lita Hespuhúsið er fyrsti áfanga- staðurinn á Ullarhringnum og sá næsti er Þingborg í Flóa. Hand- verkskonur í héraði starfrækja þar Ullarvinnsluna – með aðstöðu til að prjóna, kemba, þæfa, lita og svo framvegis en í aðalhlutverki er þó verslun með prjónavarningi ýmiss konar og annarri ullarvöru. Í versluninni er jafnframt gott úr- val af lopa en allur kemur hann frá Ístexi og er úr sérvalinni lambsull, sem Þingborgarkonur velja í þvottastöð Ístex á Blöndu- ósi. Nyrðra er ullin þvegin og kembd – og voru Þingborgarkonur einmitt fyrir norðan um síðustu helgi til að velja ull að vinna úr. Þriðji viðkomustaðurinn á Ullarhringnum er Uppspuni í Lækjartúni í Ásahreppi, skammt austan við Þjórsárbrú. Í fjöl- skyldurekinni smáspunaverk- smiðju þar er framleitt íslenskt ullarband í mismunandi grófleika og hentar því vel í allskonar prjónaskap. Lokapunkturinn á Ullarhringnum er svo Skálholt í Biskupstungum. Þá er fólk komið á Gullna hringinn svonefnda, leið- ina um uppsveitir Árnessýslu þar sem eru Þingvellir, Geysir, Gull- foss og fleiri vinsælir ferðamanna- staðir. Heimilislegt viðmót „Ullarhringurinn hentar öllum ferðamönnum með áhuga á Íslandi og þjóðlegum fróðleik en í Hespu- húsinu er boðið upp á spjall um jurtalitunarhefðina og þar er einn- ig lítið safn gamalla muna sem tengjast handverki eða gamla tím- anum. Á öllum viðkomustöðum er persónulegt og heimilislegt við- mót,“ segir Guðrún Bjarnadóttir og heldur áfram: „Hugmyndin að Ullar- hringnum hefur blundað í mér lengi. Ég var áður með mína starf- semi í Borgarfirðinum en flutti ný- lega á Suðurlandið. Þá small þetta saman svo augljóst varð að efna til samstarf milli Hespuhússins, Upp- spuna og Þingborgar. Þarna er fólk á þremur stöðum sem vinnur hágæðavörur úr íslensku ullinni. Nálægðin á milli okkar gerir það að verkum að hægt var að setja saman hring sem tengdist svo inn á Gullna hringinn. Skálholtsstaður bættist svo við hringinn á miðri leið þar sem hægt er að kaupa veitingar eða gistingu í skemmti- legu ferðalagi.“ Hringferð á slóðum ullarinnar Ull er gull! Svo miklu meira en bara lopi. Ferðast má um áhuga- verða ullarstaði austan- fjalls þar sem fólk litar, prjónar og spinnur – og skapar fegurstu flíkur og nytjamuni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ullarhringur Frá vinstri eru hér á myndinni; Hulda Brynjólfsdóttir frá Uppspuna, Margrét Jónsdóttir frá Ullar- vinnslunni á Þingborg, Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu og Hólmfríður Ingólfsdóttir sem starfar í Skálholti. Flóinn Anna Dóra Jónsdóttir og Þórey Axelsdóttir eru þátttakendur í starfi ullarvinnslunnar á Þingborg sem hefur verið starfrækt í um þrjátíu ár. Ullarhringurinn hentar öllum ferðamönnum með áhuga á Íslandi og þjóðlegum fróðleik Vetraráskorun Crean, samstarfsverk- efni írskra og íslenskra skáta, stendur yfir þessa dagana og um sl. helgi tóku íslensku þátttakendurnir þátt í útilífs- námskeiði í nágrenni Akureyrar. „Ís- lenski hópurinn er vel undirbúinn. Við höfum farið í tvær helgarferðir þar sem við höfum verið að búa hópinn undir komandi verkefni,“ segir Silja Þorsteinsdóttir sem er í forsvari þessa verkefnis. Skátarnir sem taka þátt eru 14-15 ára eða á svokölluðum drótt- skátaaldri þar sem krefjandi útivist- arverkefni eru hluti af starfinu. Vetr- aráskorunin er tileinkuð Tom Crean írskum heimskautafara og tekur dag- skráin mið af því. Silja hrósar Skíðasambandi skáta og Skátafélaginu Klakki sem stóðu fyrir útilífsnámskeiðinu fyrir norðan. Það hefði lukkast vel og áhugaverðir fyrirlestrar fluttir þó að meg- ináherslan hafi verið á útivist. Í Vetraráskoruninni fá þátttakendur góða þjálfun og fræðslu um búnað og rétta ferðahegðun. Verkefni skátanna eru t.d. að sofa í tjöldum, elda mat ut- an dyra og taka þátt í krefjandi göngu- ferð sem reynir á færni þeirra í rötun og leiðarvali. Nú um helgina koma írsku skátarnir til landsins og hitta íslensku félaga sína í fyrsta sinn. Munu þá dveljast við Úlfljótsvatn en eftir helgina verður Hellisheiði vettvangur æfinga í vetr- araðstæðum. Vetraráskorun írskra og íslenskra skáta Krefjandi göngur og sofið í tjaldi Ljósmynd/Aðsend Vetur Tjöldum slegið upp í Vaðlaheiði. Akureyrarbær er handan fjarðar. Gæðavörur í umhverfisvænum umbúðum Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Hollt, bragðgott og þæginlegt Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Melabúðin, Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.